Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Síða 25
DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986. 25 Dttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Anderlecht neitar Olsen Haukur Lárus Hauksson, DV, Dan- mörku: Nú er ljóst að fyrirliði danska lands- liðsins í knattspyrnu, Morten Olsen, sem leikið hefur með belgiska liðinu Anderlecht undanfarin ár, mun ekki leika áfram með liðinu. Arie Haan, þjálfari liðsins, tilkynnti Olsen í Mexíkó um helgina að liðið hefði ekki not fyrir hann áfram og um framlengingu á samningi hans við fé- lagið yrði ekki að ræða. Morten Olsen hefur ekki farið fram á hærri laun hjá liðinu en talið er að erfið íjárhagsstaða hafi valdið mestu um þessa óvæntu ákvörðun forráðamanna Anderlecht. Morten Olsen er því laus allra mála hjá Anderlecht og ef að líkum lætur fær hann mörg freistandi tilboð eftir heimsmeistarakeppnina í Mexíkó. Talið er að Olsen hafi mestan áhuga á að þjálfa eitthvert 1. deildar lið í Danmörku en einnig er vitað með vissu að fræg félög hafa áhuga á að næla í kappann þrátt fyrir að hann sé orðinn 36 ára gamall. Olsen hefur sýnt það í Mexíkó að hann er langt frá því að vera útbrunninn sem leik- maður og það verður öruggleg slegist um hann eftir HM. Tottenham hafði áhuga á Olsen í fyrra en ekki er vitað hvort sá áhugi er enn fyrir hendi. -SK ír mörkum sínum fyrir Dani gegn Uruguay í gærkvöldi. irður partí í kvöld inan fallega leik' sal danska sjónvarpsins og þegar mark Laudrups, fallegasta mark leiksins, var endursýnt stóðu allir sem einn á fætur og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Þriðji mesti ósigur Uruguay á HM Uruguaymenn hafa aðeins tvisvar áður fengið álíka útreið í heimsmeist- arakeppni en það var í Ungveijalandi árið 1954 og í Englandi 1966. í gær var eitt lið á vellinum eins og áður sagði og hver Daninn öðrum betri. Preben Elkjær skoraði þrennu, Sören Lerby eitt, Jesper Olsen eitt og Laudrup eitt. Leikur Dana óaðfinnanlegur og hvergi veikan blett að finna. Einn sorgarblettur Eini dökki bletturinn á leiknum í gær voru alvarleg meiðsli Danans Bertelsen í síðari hálfleik en hann var borinn út af og fluttur samstundis á sjúkrahús. Reuter fréttastofan sagði í gærkvöldi að Bertelsen hefði ökkla- brotnað en læknir danska landsliðsins var ekki á sama máli. Rétt fyrir lok útsendingar danska sjónvarpsins í nótt sagði hann að Bertelsen væri ekki brotinn en hann yrði líklega ekki meira með á HM. „Det var Denmark, det var Denmark, olei, olei, olei“ Að sögn Hauks Lárusar Hauksson- ar, fréttaritara DV í Danmörku, var Danmörk á hvolfi í alla nótt og í morg- un voru Danir enn að fagna mesta sigri landsliðsins frá upphafi og jafn- framt besta leik liðsins frá upphafi. Fagnaðarlætin voru óskapleg og engu líkara en að Danir hefðu orðið heims- meistarar í gærkvöldi. Rólegustu manneskjur misstu gersamlega stjóm á sér og dansað var um gervalla Dan- mörku fram undir morgun og margir em eflaust enn að. Hætt er við að raddir stuðningsmanna danska liðsins þurfi á hvíld að halda. Á leikvellinum sungu 3000 danskir stuðningsmenn stanslaust „og det var Denmark, og det var Denmai'k. olei, olei. olei. Og við liggm' að þessi laglína sé orðin þjóðsöngur Dana. Lið Dana var þannig skipað: Rasmuss- en. Olsen. Busk. Nielsen. Lerbv. Berggreen. Bertelsen(Jan Mölby), Ar- nesen. Andersen. Elkjær. Laudmp(M. Olsen). Leikinn dæmdi Antonio Mai-quez fi'á Mexíkó og stóð hann sig vel. alla vega mun betur en aðrir kollegar hans hingað til. -SK./HLH. Danir og Brasilíumenn einu öruggu liðin í 16-liða úrslit Riðlakcppnin í heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu í Mexikó er nú langt komin og ekki úr vegi að líta á stöðuna í riðlunum sex. Eftir leiki helgarinnar er staðan þannig: A-riðill: Argentína..........2 1 1 0 Ítalía.............2 0 2 0 Búlgaría...........2 0 2 0 S-Kórea............2 0 11 Leikir sem eftir eru: S-Kórea-Ítalía og Argentina Búlgaria, 10. júni. B-riðill: Mexíkó.............2 110 Paraguay...........2 110 Belgía.............2 1 0 1 4-2 2-2 2-2 3-4 3 2 2-1 3-3 írak..............2 0 0 2 1-3 0 Leikir sem eftir eru: Írak-Mexíkó og Paraguay-Belgía, 11. júní. C-riðilI: Sovétríkin........2 110 7-1 3 Frakkland,........2 1 1 0 2-1 3 Ungverjaland......2 10 1 2-6 2 Kanada............2 0 0 2 0-3 0 Leikir sem eftir eru: Ungveijaland- Frakkland og Sovétríkin-Kanada í dag. D-riðill: Brasilía..........2 2 0 0 2-0 4 Spánn.............2 1 0 1 2-2 2 Norði'r-írland....2 0 112-31 Alsír.............2 0 111-21 Leikir sem eftir eru: Norður írland- Brasilía, Alsír-Spánn þann 12. júní. E-riðill: Danmörk..........2 2 0 0 7-1 4 V-Þýskaland......2 110 3-23 Uruguay..........2 0 112-71 Skotland.........2 0 0 2 1-3 0 Leikir sem eftir eru: Danmörk-Vestur- Þýskaland og Skotland-Uruguay þann 13. júní. F-riðill: Pólland.........2 110 1-03 Portúgal........2 10 1112 Marokkó.........2 0 2 0 0-0 2 England.........2 0 110-11 Leikir sem eftir eru: England-Pólland og Portúgal-Marokkó þann 11. júní. • Danir og Brasihumenn eru einu þjóðirnar sem hafa tryggt sér þátt- tökurétt í 16-liða úrslitin en á milli riðlakeppninnar og 16-liða úrslitanna verður þriggja daga hlé á keppninni. Keppni í hinum riðlunum er yfirleitt mjög spennandi og úrslit ráðast ekki fyrr en í síðustu leikjum i riðlunum. • Einnig vekur það athygli hvað liðin í F-riðli hafa verið ónýt við að skora mörk. 1 leikjunum í riðlinum hafa liðin aðeins skorað tvö mörk. Englendingar og Marokkómenn hafa ekki enn skor- aö í Mexíkó. -SK Tennumar dregnarúrí tilefni HM Haukur Lárus Haukssan, DV, Danmbiku: Hin 36 ára gamla Marcela Marquez, sem starfar sem einkaritari í Mexíkó- horg, hafði ekki gert ráð fyrir þvi að láta gera við tennumar í sér fyrir heimsmeistarakeppnina. En það gerð- ist eigi að síður. I tilefhi HM hafa borgaryfirvöld komið upp hreyfanlegum tannlækna- stólum viða um borgina. Þar átti fólk að geta fengið gert við tennur sínar ókeypis. Er þetta sjálfsagt gert til þess að allir geti brosað sinu fegursta nú á þessum hátíðisdögum. En senjóríta Marquez sagði sínar farir ekki sléttar afjx:ssari tannlækna- þjónustu. Tönnum hennar fækkaði heldur eftir að hún settist í einn af þessum tannlæknastólum. „Ég skil ekki hvað kom fyrir. Ég ætlaði aðeins að fá tannhreinsun en í staðinn voru nokkrar tennur dregnar úr. Þeita var bara eins og í gamla daga. Ef eitiavað var i ólagi þá var tönnin. einfaldlega dregin úr." sagði Marquez sem brosir svo sannarlega ekki framan í heiminn þessa dagana. -SMJ Siggi með 76,14 m Sigurður Einarsson varð annar i keppni i spjótkasti á bandaríska há- skólameistaramótinu um helgina. Sigurður kastaði spjótinu 76,14 metra en sigurvegari varð Sviinn Dag Wenn- lund sem kastaði 78,86 metra. -SK. Evrópumet í þrístökki Auðvetí hjá Lewis Nikolai Musienko frá Sovétríkjun- um bætti Evrópumetið í þrístökki um 1 cm þegar hann stökk 17,78 m á frjáls- íþróttamóti í Leningrad um helgina. Eldra metið átti Kristo Markov frá Búlgaríu frá því i ágúst á síðasta ári. • Carl Lewis sigraði auðveldlega í 100 m hlaupí á móti í Oregon í gær. Lewis hljóp 100 m á 10,08 sek. og varð m.a. á undan heimsmethafanum Cal- vin Smith. Ben Johnson frá Kanada, sem sigraði Lewis í síðustu viku. keppti ékki á mótinu. Lewis varð að sleppa langstökkskeppninni vegna tognunar sem hann hlaut i 100 m hlaupinu. „Þetta er mikið áfall vegna þess að ég er nýbúinn að jafria mig af slæmum meiðslum." sagði Steve Cram, hlaup- arinn frægi, en hann meiddist aftur á móti í Englandi í gær. Cram varð að hætta keppni í 1500 m hlaupi vegna raeiðslanna. -SMJ Elkjær marka- hæstur Það cr Daninn Preben Elkjær Larsen sem er nú markahæstur á HM með 4 mörk i tveimur leikjum. Fimm leik- menn hafa síðan skorað tvö mörk. Það eru þeir Joi'ge Valdano (Argentínu), Sandro Altobelli (Ítalíu), Julio Romero (Paraguay), Ivan Yaremchuk (Sovét- rikjunum) og Klaus AUofs (V-Þýska- landi). -SMJ JVVTT SMJVtANUJVtER FRÁ 8. JÚNÍ O®#' SS OO IhIhekiahf 1 1 I * w ^iS I Laugavegi 170-172 Simi 695500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.