Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Síða 26
26 DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986. íþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Staðan í 1. deild Heil umferð var í 1. deildinni á föstudagskvöld. Úrslit urðu þessi: Akranes-FH 1-0 Breiðablik-Víðir 0-1 Valur-Fram 1-1 Þór-KR 0-1 Keflavík-ÍBV 1-0 Staðan er nú þannig: KR 5 2 3 0 7-2 9 Akranes 5 2 2 1 5-2 8 Víðir 5 2 2 1 3-3 8 Valur 5 2 1 .2 7-4 7 FH 5 2 1 2 6-5 7 Breiðablik 4 2 1 1 3-2 7 Keflavík 5 2 0 3 3-7 6 Fram 4 1 2 1 3-3 5 Þór 4 1 1 2 3-4 4 ÍBV 4 1 0 3 1-9 1 Markahæstu leikmenn eru nú: Valgeir Barðason, Akranesi 4 Hilmar Sighvatsson, Val 3 Ingi Björn Albertsson, FH 3 Jón Þórir Jónsson, Bbliki 3 -hsím. Staðaní 2. deild í 2. deild karla var háð heil umferð um helgina, fjórða umferðin. Úrslit urðu þessi. Völsungur-Njarðvik 1-2 Siglufjöröur Isafjörður 1-1 KA-Þróttur 2-1 Víkingur-Skallagrímur 9-0 Einherji-Selfoss 0-0 Staðan er nú þannig: KA 4 2 2 0 10- 4 8 Njarðvik 4 2 2 0 9- 5 8 Selfoss 4 2 2 0 6- 2 8 Víkingur 4 2 11 14- 4 7 Siglufj. 4 1 3 0 6- 5 6 Völsungur 4 12 1 5-3 5 Einherji 4 12 1 4-7 5 ísafjörður 4 0 3 1 8-10 3 Þróttur 4 0 1 3 5- 9 1 Skallagrímur 4 0 0 4 1-19 0 Markhæstu leikmenn eru nú. Andri Marteinsson, Víkingi 7 Gústaf Björnsson, Siglufj. 4 Jón Gunnar Bergs, Selfoss 4 Tryggvi Gunnarsson, KA 4 -hsím. „Hefáhyggjur" - Spánn vann N-íriand, 2-1 „Ég hef áhyggjur af því hvaða leik- menn ég get látið leika gegn Alsír, margir meiddir. Við lékum mjög vel í íyrri hálfleiknum gegn Norður-lrlandi en mark íra strax í byrjun þess síðari hafði sálræn áhrif á leikmenn mina. Þá bættu meiðsli Gordillo ekki úr. Hann gat aðeins leikið af hálfum krafiti í síðari hálfleiknum," sagði Miguel Mimoz, landsliðsþjálfari Spán- ar, eftir 2-1 sigur á Norður-írlandi á HM á laugardag. Leikið í Guadalajara og áhorfendur 28 þúsund. „Við vorum illa leiknir fyrstu 20 mínútumar. Hefðum þó getað náð jafntefli,“ sagði Billy Bingham, stjóri Ira. Strax á fyrstu mín. skoraði Emilio Butrageno fyrir Spán og þegar Julio Salinas skoraði á 19. mín. virtist öllu lokið. Spánveijar miklu betri. En þeir fengu á sig mikið klaufamark á 47. mín. - Colin Clarke skoraði - og það setti spænsku leikmennina heldur bet- ur út af laginu. írar náðu oft hættuleg- um sóknum og börðust af krafti en leiknin var slök. í fyrri hálfleiknum fékk Colin Clarke tvö góð færi, sem hann misnotaði. Fékk talsvert lými vegna þess hve spænskir höfðu stranga gæslu á Norman Whiteside. hsim Grétar Einarsson skallar knöttinn yfir Örn Bjarnason, markvörð Breiðabliks, og i markiö. Eina mark leiksins. DV-mynd Brynjar Gauti. Víðir í toppbaráttunni eftir sigur á Blikum -óvæntur sigur Víðis, 1-0, í Kópavogi í 1. deild „Þetta var mikill baráttuleikur en sigur okkar sanngjarn. Við spiluðum síðari hálfleik af öryggi og beittum síðan skyndisóknum. Annars er tak- markið sem fyrr að halda okkur í fyrstu deild," sagði Kjartan Másson, þjálfari Víðis í Garði, eftir að lið hans hafði sigrað Breiðablik í slökum og tíðindalitlum leik á föstudagskvöldið. Víðismenn skoruðu eina mark leiks- ins á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og eru nú komnir í þriðja sæti fyrstu deildar. Leikurinn á Kópavogsvelli fór mjög rólega af stað, barist var á miðju vallarins og langar sendingar hjá leikmönnum sem hittu sjaldnast á samherja. Á 17. mín. fengu Blikarn- ir sitt besta færi í leíknum. Jón Þórir Jónsson, hinn sókndjarfi framherji Breiðabliks, komst í gegn um Víðis- vörnina en Gísli Hreiðarsson, markvörður Víðis, bjargaði með góðu úthlaupi. Upp við mark Breiðabliks myndað- ist mikil hætta þegar Helgi Bentsson einlék skemmtilega inn í vítateigs- hornið, gaf fyrir markið en þar var enginn Víðismaður svo að heima- menn sluppu með skrekkinn. En svo allt í einu, á siðustu sekúndum fyrri hálfleiks, tókst Víðismönnum að skora. Daníel Einarsson kýldi knött- inn langt fram völlinn og inn í vítateig Breiðabliks. Þar stóð Örn Bjarnason, markmaður Blikanna, og virtist ætla að handsama knöttinn en Grétar Einarsson skaust eldsnöggt upp í boltann og skallaði hann laglega í netið. Síðari hálfieikur Lítið sem ekkert dró til tíðinda eft- ir leikhlé en þó voru Víðismenn nær því að bæta marki við en Blikarnir að jafna. Klemens Sæmundsson fékk gott færi á 70. mín. en Örn varði glæsilega. Mark Duffield skallaði rétt framhjá skömmu síðar. Leik- menn Breiðabliks komust hins vegar ekkert áleiðis gegn sterkri vörn Víð- is. I lokin spörkuðu Víðismenn svo boltanum eins langt í burtu og mögu- legt var og höfðu öll stigin þrjú á brott með sér í leikslok. Sanngjarn sigur, þar sem Víðismenn börðust miklu betur. Liðið leikur ekki skemmtilega knattspyrnu en þó ár- angursríka. Helgi Bentsson var mjög góður í framlínunni, alltaf myndast hætta þegar hann er með knöttinn, einnig átti Daníel Einarsson góðan leik. Hann stjórnar vörninni vel og Víðismenn hafa haldið hreinu marki í síðustu fjórum leikjum. Lið Breiða- bliks var lélegt og olli sannarlega vonbrigðum. Skástu menn liðsins voru þeir Ólafur Björnsson og Jón Þórir Jónsson, sem ekki tókst að skora að þessu sinni. Dómari var ÓIi Ólsen og dæmdi sæmilega. Lið Breiðábliks: Örn Bjarnason, Ingvaldur Gústafs- son, Ólafur Björnsson, Magnús Magnússon, Benedikt Guðmunds- son, Jón Þórir Jónsson, Hákon Gunnarsson, Rögnvaldur Rögn- valdsson (Helgi Ingvarsson, 63. mín.) Guðmundur Guðmundsson, Guð- mundur Sigurðsson (Jóhann Grét- arsson, 63. mín.), Vignir Baldursson. Lið Víðis: Gísli Hreiðarsson, Klemens Sæ- mundsson, Björn Vilhelmsson, Vilhjálmur Einarsson, Ólafur Ró- bertsson, Daníel Einarsson, Guðjón Guðmundsson, Mark Duffield, Helgi Bentsson, Grétar Einarsson, Þórður Þorkelsson (Vilberg Þorvaldsson, 65. mín.) Gult spjald: Grétar Einarsson. Áhorfendur: 603. Maður leiksins: Helgi Bentsson, Víði. Wilkins rekinn af velli og jafiitefli Englands við Marokkó • Ray Wilkins, rekinn af velli í fyrsta sinn. „Þegar dómarinn flautaði hélt ég að við ættum að fá aukaspymu. Dómar- inn sagði hins vegar að hann hefði dæmt rangstöðu á England. Ég tók boltann upp og kastaði honum í átt til leikmannanna. Það var alls ekki ætlun mín að kasta honum i dómarann," sagði Ray Wilkins eftir að hann var rekinn af velli á 41. mín. í leik Eng- lands og Marokkó á föstudagskvöld. í fyrsta sinn sem Wilkins er rekinn af velli á löngum ferli. Þegar atvikið átti sér stað var hann fyrirliði enska liðs- ins, Bryan Robson fyrirliði hafði slasast sex mín. áður á öxl og varð að fara út af. „Þetta var afar heimskulegt af mér og þegar mér var vísað af velli var ég Enski dómarinn George Courtney var mjög í sviðsljósinu í leik Mexíkó og Paraguay á Azteca-leikvanginum í Mexíkó-borg á laugardag. Jafntefli varð 1-1 og 114 þúsund áhorfendur voru ekki ánægðir með það. Julio Romero jafnaði fyrir Paraguay sex mínútum fyrir leikslok. algjörlega tómur, gat ekki hugsað. Ég er mjög hryggur og einnig reiður," sagði Wilkins ennfremur. Hann hafði leikið mjög vel þar til brottreksturinn átti sér stað, tvívegis leikið Waddle alveg frían en Waddle tókst ekki að nýta sér það. Wilkins var bókaður snemma í leiknum og segja fféttamenn að það hafi verið harður dómur. Bók- un aftur þegar hann kastaði boltanum i dómarann og þvi rautt spjald. „Ég dáist að því hvemig leikmenn mínir léku í síðari hálfleiknum. Þeir voru hetjur því það er erfitt að leika einum færri,“ sagði Bobby Robson, landsliðseinvaldur Englands, eftir leikinn. Enska liðið sótti miklu meira Mexíkó náði forustu með marki Luis Flores á 33. mín. og hefði átt að fá vítaspymu þegar Hugo Sanchez, Real Madrid, komst í gott færi en markvörður Paraguay, Roberto Fem- andez, felldi hann. Dómarinn dæmdi ekkert en atvikið átti sér stað á 39. mín. Hins vegar bókaði hann þrjá leik- í síðari hálfleiknum en gat ekki skorað ffekar en áður á HM. Leiknum lauk með markalausu jafhtefli, (1-0, og það merkilega var að þó leikmenn Ma- rokkó væru einum fleiri gerðu þeir litla tilraun til að vinna. Virtust mjög ánægðir með að fá stig úr leiknum, töfðu lokakaflann. Snem stundum við á miðjum velli, léku aftur og oft alla leið til markvarðar. Skrítinn bolti það. Hodge kom í stað Robson þegar hann slasaðist og þegar langt var liðið á leikinn kom Gaiy Stevens, Tottenham, inn fyrir Mark Hateley, sem hafði verið bókaður. Að öðm leyti var enska liðið eins skipað og gegn Portúgal. menn í fyrri hálfleiknum og þegar hann bókaði „dýrlinginn" Sanchez á 74. mín. ætlaði allt að verða vitlaust. Shanchez hélt þá mikla sýningu en hefur sennilega eytt of miklum kröft- um í hana. Eftir að Romero skoraði fékk Mexíkó vítaspymu. Femandez varði frá Sanchez og leiktíminn rann hsím hsím Mexíkó misnetaði vrti - og Paraguay náði jafhtefli á Azteca-leikvanginum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.