Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Blaðsíða 28
28 DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Fýrsta tap Þórs á Akur- eyri í rúma 22 mánuði - umdeilt sigurmavk Ásbjóms í 1-0 sigi KR í I. deild Frá Þráni Stefánssyni, fréttamanni DV á Akureyri: Þór tapaði í fyrsta skipti á heima- velli frá 22. júlí 1984 í l.deildinni þegar KR-ingar léku hér á föstudagskvöldið. Aðeins eitt mark skorað í leiknum og það var mjög umdeilt. Tveir fyrrum KA-menn á Akureyri voru bak við mark KR. Gunnar Gislason gaf lang- sendingu næstum frá eigin vítateig fram og beint á Ásbjörn Bjömsson, þar sem Ásbjöm var talsvert fyrir innan vamarmenn Þórs. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Ásbjörn. Hann lék á Baldvin Guðmundsson, markvörð Þórs, og renndi síðan knettinum í markið. Það var fjaðrafok út af mark- inu, leikmenn Þórs svo og áhorfendur héldu því fram að Ásbjöm hefði verið rangstæður, gleymt sér fyrir innan vörn Þórs. Vissulega leit það þannig út en dómarinn, Sveinn Sveinsson, og línuvörður hans, Eyjólfur Ólafsson, gerðu enga athugasemd. Markið dæmt gilt og það tryggði sigur KR. Nokkrir lögreglumenn voru við störf á leiknum og í leikslok héldu þeir út á völlinn til dómara og línuvarða hans, þegar nokkrir áhorfenda virtust eiga eitthvað vantalað við þá. Þeir fóru í lögreglufylgd til búningsherbergja. Fyrri hálfleikurinn á grasvellinum hér á Akureyri var mjög slakur. Það eina markverða var þegar Hálfdán Örlygsson, KR, átti skot að marki, sem Baldvin varði. Síðari hálfleikurinn byrjaði hins vegar með fjöri. Halldór Áskelsson átti skot í stöng KR-marks- ins á 46. mín. og á 50. mín. átti Willum Þórsson skalla að marki Þórs, sem Baldvin rétt varði. Þá átti Sæbjöm Guðmundsson skot rétt framhjá stöng Þórsmarksins. Sigurmark Ásbjörns var svo skorað á 76. mín. Leikmenn Þórs atkvæðameiri það sem eftir lifði leiks. Stefán Jóhannsson varði jarðar- bolta, fast skot, frá Júlíusi Tryggva- syni og rétt fyrir leikslok kom Bjami Sveinbjömsson knettinum í mark KR. Það var réttilega dæmt af vegna rang- stöðu. Það var ekki mikið um fína drætti í leiknum. Þeir Júlíus og Siguróli Kristjánsson bestir hjá Þór, Loftur Ólafsson og Sæbjöm hjá KR. Tveir KR-ingar bókaðir, Willum og Stefán markvörður fyrir tafir. Landsliðsmað- urinn hjá KR, Ágúst Már Jónsson, varð að fara af velli á 70. mín. vegna meiðsla og kom Hannes Jóhannsson í hans stað. Liðin voru þannig skipuð. Þór: Baldvin, Jónas Róbertsson, Baldur Guðnason (Einar Arason), Nói Bjömsson, Júlíus, Ámi Stefánsson, Halldór, Siguróli, Bjami, Hlynur Birg- isson og Kristján Kristjánsson. KR: Stefán, Loftur, Hálfdán, Jó- steinn Einarsson, Ágúst Már (Hann- es), Gunnar, Willum, Júlíus Þorfinns- son, Bjöm Rafhsson, Sæbjöm og Ásbjöm. Áhorfendur 1050. Maður leiksins: Júlíus Tryggvason, Þór. hsím • Ásbjöm Björnsson - umdeilt sig- urmark. • Júlíus Pétur Ingólfsson, bestur á Skaganum. Brassar fyrstir - í 2. umferð HM Brasilía varð fyrst þjóðanna á HM til að tryggja sér sæti í aðra umferð HM þegar Brasilía sigraði Alsír, 1-0, í Guadalajara á föstudag. Eina mark leiksins skoraði Careca á 67. mín. eftir mikinn misskilning í vöm Alsír. Bras- ih'a hafði lengstum yfirburði í leiknum utan 20 minútna kafla, þegar Alsír hafði undirtökin. „Þetta var spennandi leikur og jafii. Tæknin frábær en því miður byijuðu leikmenn mínir ekki nógu vel. Tal- svert þvingaðir af orðstír Brassanna,“ sagði Rabah Sadane, þjálfari Alsír, eftir leikinn. „ Það er erfitt að skora mörk hér á HM, von að áhorfendur kvarti vegna stífs vamarleiks. Aðeins við, Sovétríkin og Danmörk reyna að leika sóknarleik," sagði Tele Santana, þjálfari Brasilíu, eftir leikinn. Lið Brasilíu var þannig skipað: Carlos, Edson (Falcao 11. mín.), Edinho, Julio Cæsar, Branco, Elzo, Alemao, Socrat- es, Junior, Careca, og Casagrande (Muller 50. mín). Zico var ekki meðal varamanna. hsím Mark eftir 110 sekúndur - þegar Ungveijar unnu Kanada Marton Esterhazy skoraði fyrir Ungveijaland eftir aðeins 110 sekúnd- ur í HM-leiknum við Kanada í C-riðli í Irapuato á föstudag. Bætti þar með met sovéskra, sem skomðu eftir eina mínútu og 56 sekúndur gegn Ungveij- alandi. f leiknum á föstudag sigraði Ungveijaland, 2-0, og hefúr nú smá- möguleika á að komast í aðra umferð. Tvö stig en markatalan ljót, 2-6. Ung- veijar leika síðasta leik sinn í riðlinum við Frakkland á mánudag. Detrai skoraði síðara mark Ung- veijalands á 76. mín. Fjórum mín. fyrir leikslok fékk Sweeney hjá Kanada að sjá rauða spjaldið dómarans. Fyrsti leikmaður á HM til að vera rekinn af velli. „Leikurinn var erfiður, mér finnst ég hafa elst um 30 ár síðan ég kom hingað til Mexíkó,“ sagði Gyorgy Mezey, landsliðsþjálfari Ungverja- lands, eftir leikinn. hsím Aðeins eitt mark þrátt fyrir fjölmörg góð færi - þegar Skagamenn sigruðu FH á Akranesi í 1. deild Frá Sigurgeiri Sveinssyni, frétta- manni DV á Akranesi. Skagamenn léku oft prýðilega gegn FH i 1. deildar leik liðanna á Akranesi á föstudagskvöldið. Þeim tókst aðeins að skora eitt mark þrátt fyrir fjölmörg færi en þetta eina mark nægði þeim þó til að hljóta stigin þijú. Sanngjam sigur en eins og leikurinn þróaðist hefðu FH-ingar hæglega getað „sto- lið“ stigi undir lokin. Það hefði þó aðeins flokkast undir þjófnað. Tæplega sjö hundruð áhorfendur (696) höföu varla komið sér fyrir á áhorfendasvæðunum þegar Valgeir Barðason skoraði eina mark leiksins. Það var á fimmtu mín. Júlíus Pétur Ingólfsson átti góða sendingu inn fyrir vöm FH, Valgeir hljóp af sér vamar- mennina og skoraði af öiyggi. Vel að þessu marki staðið. Þó þetta yrði eina mark leiksins var oft góð spenna. Sveinbjöm Hákonarson skallaði yfir mark FH eftir góða sendingu Guð- bjöms. Hinum megin komst Ingi Bjöm frír í gegn og í gott færi. Missti þá boltann frá sér. Ólafúr Þórðarson átti hörkuskot rétt framhjá marki FH og Heimir Guðmundsson átti laust skot í stöng FH-marksins. Síðasta færi fyrri hálfleiksins átti Óli Dan. Hörkuskot yfir mark eftir aukaspymu Kristjáns Hilmarssonar. Rétt áður hafði Viðar Halldórsson, bakvörður FH, bjargað vel spymu frá Valgeiri. Síðari hálfleikurinn var ekki eins skemmtilegur og hafnfirsku leikmenn- imir hristu þá talsvert af sér slenið sem einkennt hafði þá í þeim fyrri. Ingi Bjöm fékk fyrsta færið, komst frír inn fyrir en Birkir varði auðveld- lega laust skot hans.. Hinum megin átti Valgeir skalla rétt framhjá, Júlíus lék snyrtilega á nokkra vamarmenn FH. Lyfti síðan knettinum yfir Halldór markvörð en honum tókst að kasta sér aftur og slá til knattarins sem lenti ofan á þverslá. Rétt fyrir lokin komst Óli Dan. í dauðafæri við mark Skaga- manna en Birkir varði vel frá honum í hom. Síðan rann leiktíminn út. Hjá Akranesi bar Júlíus Pétur af, besti maður á vellinum. Óli Þórðar, Sveinbjöm og Guðbjöm vom einnig góðir í liði Skagamanna. Ámi Sveins- son meiddist á 25. mín. og kom Jakob Halldórsson í hans stað. Hjá FH var Henning Henningsson bestur, Óli Dan. átti góða spretti og Halldór var góður í markinu. Vonbrigði með Inga Bjöm. Hann sást varla en fékk þó tvö góð færi. Liðin vom þannig skipuð: Akranes. Birkir, Guðjón Þórðarson, Heimir, Sigurður Lárusson, Sigurður Jónsson, Sveinbjöm, Ólafúr, Ámi (Jakob 25. mín.),Júlíus, Valgeir og Guðbjöm. FH. Halldór, Viðar, Ólafur Kristj- ánsson, Henning, Ólafur Jóhannesson, Guðmundur Kristjánsson, Ingi Bjöm, Ólafur Dan., Ólafur Hafsteinsson (Hlynur Eiríksson), Pálmi Jónsson og Kristján Hilmarsson (Hörður Magn- ússon). Dómari Bragi Bergmann. Maður leiksins: Júlíus P. Ingólfsson, Akranesi. hsim 3. deild 3. deild 3. deild Þrenna Gunnars Orra og stórsigur hjá Fylkismenn unnu stórsigur á Ár- menningum á Árbæjarvelli á laugar- daginn. Með sigrinum skutust þeir í þriðja sæti riðilsins, á toppnum tróna nýliðar ÍR en Stjarnan bíður færis í öðru sæti með leik til góða. f B-riðlinum heldur Leiftur frá Ól- afsfirði toppsætinu í ömggum höndum eftir útisigur á Eskifirði. Úrslitin urðu annars í A-riðli: Grindavík-ÍK 1-3. Mörk ÍK skoruðu þeir Guðmundur Gíslason 2 og Þórir Gíslason 1. Helgi Bogason svaraði fyrir heimamenn. Fylkir-Ármann 8-1. Mörk Fylkis skomðu Gunnar Orrason 3, Óskar Theódórsson 2, Brynjar Jóhannesson, Gústaf Vífils- son eitt og eitt var sjálfsmark. Mark Ármenninga gerði ívar Jósafatsson. ÍR-HV 5-3. Heimir Karlsson, þjálfari ÍR, gerði 2 mörk en Bragi Bjömsson, Þorvald- ur Steinsson og Sigurfínnur gerðu allir sitt markið hver. Mörk gestanna ofan af Skaga gerðu þeir Elías Víg- lundsson, 2, og Valur Guðjónsson. Leik Stjörnunnar og Reynis frá Sandgerði var frestað þar sem enginn dómari lét sjá sig. Staðan í A-riðli: ÍR 3 3 0 0 9- 3 9 Stjarnan 2 2 0 0 11- 0 6 Fylkir 3 2 0 1 9- 2 6 ÍK 3 2 0 1 4- 3 6 Reynir S. 2 1 1 0 2- 1 4 Ármann 3 0 1 2 2-11 1 Grindavík 3 0 0 3 1- 6 0 HV 3 0 0 3 3-15 0 leyfði sér þann munað að brenna af vítaspymu í leiknum. Austri-Leiftur 1-2. Þeir Óskar Ingimundarson þjálfari og Halldór Guðmundsson sáu um að öll stigin fóm til Ólafsfjarðar. Grétar Ævarsson svaraði fyrir Eskfirðinga úr vítaspymu. Magni-Þrótt.ur Neskaupstað 0-2. Þróttarar sóttu öll stigin til Greni- víkur með mörkum Marteins Guðgeirssonar og Bergvins Haralds- sonar. Staðan í B-riðli: í B-riðli urðu útslit þessi: Reynir Á.-Leiknir F. 2-0. Mörkin skomðu Öm Viðar Arnar- son og Stefán G. Níelsson. Valur Rf.-Tindastóll 0-1. Mark Sauðkrækinga gerði Eyjólf- ur Sverrisson. Eiríkur bróðir hans Leiftur, Ól. 3 3 0 0 8-1 9 Þróttur, N. 3 2 1 0 7-1 7 Tindastóll 2 10 13-24 Reynir, Á. 3 1114-44 Magni 2 10 12-33 Austri, E. 2 0 112-31 Valur, Reyðarf. 2 0 0 2 0-5 0 Leiknir, F. 3 0 0 3 1-8 0 JFJ Gunnar Orrason hefur alltaf verið marksækinn miðherji.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.