Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Blaðsíða 42
42 DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986. Sviðsljós_____________Sviðsljós____________Sviðsljós_____________Sviðsljós Ólyginn sagði... Veit mamma hvað ég vil? an dreka sem verður aðalnúmerið í skrúðgöngunni. Þetta karnival er dálítið sérstakt að því leyti að við sækjum þemað í íslenska sögu, fyrst goðsögur en síðan þaráttuna milli kristni og heiðni á íslandi o.s.frv. Þetta er semsagt þjóðlegt karnival, sem allir ættu að geta haft gaman af, ekki síst ef þeir taka þátt í því sjálfir." Mynd KAE Jóhannes Páll sem situr í Vatíkaninu, á nú í baráttu við þyngdina. Starf páfa er greinilega fitandi og því situr hans heilagleiki og telur kalor- íur. Síðast þegar fréttist sýndi vigtin að páfinn væri 8 kg of þungur. Jóhannes Páll hefur nú keypt sér skokkgalla og hleypur nokkra kílómetra á hverjum morgni. Það hefur strax borið árangur, að minnsta kosti segir í yfirlýsingu frá páfastóli að leið- togi kaþólsku kirkjunnar hafi þegar lést um tvö kiló. Þessa dagana eru krakkar í leik- hópnum Veit mamma hvað ég vil? að undirbúa rammíslenskt karnival sem fer fram þann 17. júní á götum bæjarins. Leikstjóri er Árni Pétur Guðjónsson og að hans sögn er leik- hópurinn að leita að sem flestum þátttakendum til að vera með. „Þeim sem hafa áhuga og eru orðnir 18 ára er velkomið að kíkja niður í Borgar- skála í Sigtúni þar. sem við æfum fyrir hátíðina og smíðum gríðarstór- „Geta talað standandi" Muriel Bryant, t.v.‘, og Erla Guðmundsdóttir. DV-mynd PK Phil Collins er að öllum líkindum ein dug- legasti og fljótasti plötufram- leiðandi í heimi. Nú nýverið var maðurinn mættur í hljóðver ásamt rokk og blúsaranum Eric Clapton. Þeir tvímenningarnir sungu 12 lög inn á plötu á að- eins sex dögum, snaggaralega gert. Þess má til gamans geta að Michael Jackson hefur verið að vinna að 12 laga plötu I heil tvö ár og er henni ekki lokið! Skyldi þeirra flokkur vera að vinna eða tapa? Kosn i ngastemm ni ng Kosninganætur hafa alltaf verið sveipaðar stemmningarljóma. Hvar- vetna um landið koma menn saman á kosningavökum, fylgjast með tölum og gera sér dagamun. Allir halda með sinum flokki og ef vel gengur glymja fagnaðarópin um ganga og sali. í sveitarstjórnarkosningunum um daginn brugðu menn ekki út af þess- um vana og víða var mikið um dýrðir. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Grundarfirði og skýra þær sig sjálfar. Ronald P. Reagan sonur hins eina sanna forseta Bandaríkjanna, hefur fengið hlutverk í nýrri kvikmynd - „So- ul Man". Þará ballettdansarinn,. Playboy-blaðamaðurinn og for- setasonurinn að leika ráðsnjall- an námsmann í peningavand- ræðum. Námsmaðurinn snjalli grípur til þess ráðs að gleypa ógrynnin öll.af sólpillum til að verða svartur og geta sótt um peningastyrk. Fyrir skömmu heimsótti Muriel Bryant, framkvæmdastjóri al- þjóðasamtaka Málfreyja, landið. Tilgangur hennar var að fylgjast með starfsemi nýstofnaðrar Is- landsdeildar og kenna ný þjálf- unarprógrömm. Á íslandi eru starfandi einar 22 deildir og eru 5 í Reykjavík en hinar eru dreifðar út um allt land nema á Austfjörðum og er það miður. Starfsemi Málfreyja hófst á íslandi í upphafi kvennaáratug- arins, 1975. Um stöðuga aukn- ingu félaga hefur verið að ræða og búist er við fjörkipp í aukning- unni nú í kjölfar nýstofnaðra landssamtaka. Að sögn Erlu Guðmundsdóttur, formanns landssamtakanna, er tilgangur félagsins að þjálfa konur í að geta talað standandi þ.e. staðið upp hvar sem er og hvenær sem er og sagt sína skoðun vafninga- laust. Ræðumennska er þó ekki það eina sem kennt er. Konur eru einnig þjálfaðar í alþjóðlegum fundarsköpum og öllu sem snertir samskipti manna. Óþarft er sjálf- sagt að minna á að kunnátta í mannlegum samskiptum reynist mörgum heilladrjúg þegar út í lífið er komið. Til hamingju!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.