Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Page 43
43 DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Friðrik Danaprins finnur konuefní? Þær fréttir berast nú frá frændum vorum Dönum að erfmgi krúnunnar, Friðrik, sé ástfanginn upp fyrir haus. Það hefði því mátt ætla að krónprinsinn hefði viljað hafa yndið sitt við hlið sér er hann komst til manns, á 18 ára afmæli sínu í síðasta mánuði. En Mie, sem er gælunafn þeirrar heppnu, varð að bíta í það súra epli að láta sér nægja að fylgjast með sínu heittelskaða konungsefni í gegnum imbakassann. Sambandið kom Dönum í opna skjöldu enda hafði það farið leynt í töluvert langan tíma. Þegnar Friðriks voru einnig handvissir um að hann væri enn að ná sér eftir að skólasystir lians, módelið Rigmor Zobel hryggbraut hann eftir fárra vikna samveru og afneitaði með því prinsinum og hálfu konungsríkinu! Nýi drottningarkandidatinn heitir fullu nafni Marie H. Egmont Petersen og er bekkjarsystir Friðriks. Hún hefur ekkert viljað láta hafa eftir sér um sambandið en vitað er að konungshjónin hafa boðið Mie í heimsókn og að sögn kunnugra eru þau ánægð með val afkvæmis- ins. Enn ánægðari eru þau þó með það að synir þeirra eru ekki að flakka á milii stúlkna, heldur halda sig við eina, a.m.k. í einu. Mie verður að vísu að sjá á bak sínum einasta eina í sumar og sitja í festum. Friðrik ætlar að halda í víking alla leið til Mongóiíu með kvikmyndaleiðangri S. H. Christensen. Það er því viðbúið að eldheit ástarbréf berist til Mie úr hinu fjarlæga austri í sumar. Zobel vildi ekki konungsefnio! Engin útborgun Hestamenn, félagasamtök og starfsmannahópar: Jörö til sölu, engin útborgun. Stórt íbúöarhús, 5 svefn- herbergi. Gæti hentað sem tamningastöð. Er í þjóðleið á Norðvesturlandi. Upplýsingar í síma 91-75714. LAUSAR STOÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Staða deildarsálfræðings við unglingadeild Félags- málastofnunar. Starfsreynsla af vettvangi unglinga- mála æskileg. Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500 og deildarfulltrúi unglingadeildar í síma 622760. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtæti 9, 5. hæð, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 23. júní. Sannkallaður pvottabjörn. ?iiku <EnimuA þvottavélarnar eru sérstaklega gerðar fyrir FJÖLBÝLISHÚS, HÓTEL, SKIP, SJUKRAHUS og STOFNANIR. <Bnimuy>— þvottabjörninn þrautseigi þolir næstum hvað sem er. ■»r S SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 SÍMAX'"6ST910 - 6872 66 ífijtimuto

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.