Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Page 6
6 DV. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1986. Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýöubankinn: Stjörnureikningar eru ýrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- fryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt- um. Hærri ávóxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningurn gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 13%, eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxtum sé hún betri. Samanburður er gerður mánað- arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðs- vextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 13,1% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hveijum ársfjórðungi. Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar. Nokkrir stærri sparisjóðanna eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mánuði en á 14,5% nafn- vöxtum og 15,2% ársávöxtun. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs tslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem, eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Meö þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtim er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með affollum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 195 þúsund. 2 4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15 42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir. reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á. mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í júní 1986 er 1448 stig en var 1432 stig í maí og 1425 stig og í apríl. Miðað er við gnmninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. VEXTIB BANKA 0G SPARISJÚÐA INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJÁ sérlista ___________11.-20.06 1986 HÍfÍP! Jílí liíl INNLÁN ÓVERDTRYGGÐ SPARISJÓÐSBÆKUR Öbundin innstæða 9,0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0 SPARIREIKNiNGAR 3ja mán. uppsögn 10.0 10.25 10,0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0 6 mán. uppsögn 12.5 12,9 12.5 9.5 11.0 10.0 10.0 12.5 10.0 12mán. uppsögn 14.0 14.9 14,0 11.0 12.6 12,0 SPARNAÐUR - LANSRtTTUR Sparað 3-5 mán. 13.0 13,0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0 Sp. 6mán. ogm. 13.0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4,0 3,0 3.0 3,0 Hiaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 INNLÁN verðtryggð SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mán.uppsögn 3.5 3.0 2.5 2.5 3.5 2.5 3.0 3,0 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 7.0 7.5 6.0 6.0 6.0 6.5 6.0 6.5 6.25 Sterlingspund 11.5 10.5 9.5 9.0 9.0 10.5 9.5 11.5 9.5 Vestur-þýsk mórk 4,0 4.0 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 Danskar krónur 7.5 7.5 7.0 7.0 6.0 7.5 7,0 7.0 7.0 ÚTLÁN ÚVERÐTRYGGÐ ALMENNIR ViXLAR (forvextir) 15.25 15,25 15.25 15.25 15.25 15,25 15.25 15.25 15.25 VIÐSKIPTAViXLAR 3) (forvextir) kge 19,5 kge 19,5 kge kge kge kge ALMENN SKULDABRÉF 2} 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15,5 15.5 15.5 VIOSKIPTASKULDABRÉF 3) kge 20.0 kge 20,0 kge kge kge kge HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRÁTTUR 9.0 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF Að 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en2 1/2 ár 5.0 5;0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU sjAneðanmAlsd l)Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, x SDR 8%, í Bandarikjadollurum 8,5%, í sterlingspundum 11,75%, í vestur- þýskum mörkum 6,25%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merktvið, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Þjóðverji með gáma á Hellisheiði: Mylur hraun ofan í fiskabúr Þrír stúdentcir hafa að undanfömu unnið við að tína hraungijót fyrir Þjóðverja á Hellisheiði. Er hraunið sett í gáma á staðnum og í gær var búið að fylla 9 gáma. Þjóðveijinn heíúr í hyggju að fylla 25 gáma og flytja þá út með sér til Þýskalands. Þar ætlar hann að mylja hraunið af Hellisheiði ofan í fiskabxir og selja. „Hann vill helst hafa hraunið fall- egt á litinn," sagði Helgi Konráð Thoroddsen, einn stúdentanna er unnu við hrauntínsluna. „Mér er sagt að Þjóðverjinn hafi reynt að framleiða grjót með hraunáferð í verksmiðju en það ekki tekist sem skyldi.“ Þjóðverjinn greiðir landeigendum 100 krónur fyrir hvem rúmmetra af hrauni en í gám komast 32 mmmetr- ar. Hraunið verður flutt sjóleiðis til Þýskalands og mulið ytra. -EIR Um þessar mundir eru tíu ár síðan Ingvar Helgason hóf innflutning og sölu á Subaru-bifreiðum. í tilefni af því var haldin bílasýning þar sem þessi glæsilegi bill var meðal annarra bíla til sýnis. Hann er fyrirmynd framtiðarbíls Subaru-verksmiðjunnar og er eini bíll sinnar tegundar í heiminum. Vél þessa framtíðarbíls er 360 hestöfl og kemst bíllinn upp í 300 km hraða ef svo ber undir. Hurðirnar opnast upp á við, svokallaðar vængjahurðir, nokkuð sem við höfum ekki vanist áður. í tölvukerfi mælaborðsins er m.a. videovél sem tekur upp umferðina fyrir aftan og til hliðar við bifreiðina, sem sést svo á skjá í mælaborðinu. -RóG. Fiðlarinn, nýjasti veitingastaðurinn á Akureyri: „Gengur stórvel Jón G. Haukssan, DV, Akmeyri „Þetta gengxir alveg stórvel. Það var uppselt um síðustu helgi. Á laugar- dagskvöld hefðum við getað haft íjórum sinnum fleiri í mat. En það var allt fullt og við urðum því miður að vísa fólki frá,“ sagði Zophonías Áma- son yfirmatreiðslumaður og einn eigenda nýjasta veitingahússins á Akureyri, Fiðlarans. Fiðlarinn var formlega opnaður 1. júní og er óhætt að segja að beðið hafi verið með mikilli eftirvæntingu á Akureyri eftir opnun staðarins. Hann er á 5. hæðinni, þeirri eístu, í Al- þýðuhxisinu á Akureyri. „Þetta er mest fyrir heimamenn, enn sem komið er. Það virðast ekki svo margir ferðamenn vera komnir í bæ- inn ennþá," sagði Zophonías. Eigendur Fiðlarans, nýjasta veitingastaðarins á Akureyri. DV-mynd JGH Hnetubar á Akureyri Jón G. Haukssan, DV, Akureyri; Þrælskemmtilegur hnetubar hefur verið settur upp í versluninni Heilsu- hominu í Skipagötunni á Akureyri. Þetta er bar sem ber mikið á. Hægt er að fá hvorki meira né minna en 36 tegundir af hnetum. Um vika er liðin síðan hnetubarinn var settur upp og hefur hann notið mikilla vinsælda meðal Akureyringa. Það em allir vit- lausir í hnetur á Akureyri. Akureyringar sækja í hnetubarinn. tegundir af hnetum. Þetta er bar sem ber mikið á, hefur 36 DV-mynd JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.