Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1986. 13 Áfram jafnaðarmenn Svo hefiar nú farið, eins og oflast áður að loknum kosningum, að hver sem úrslit í tölum eru þá hafa allir flokkar og allir hópar sigrað. Nú eru það auðvitað engin ný sannindi að kosningar til bæjar- og sveitarstjóma eru ekki að öllu leyti sambærilegar við kosningar til Al- þingis. Þar kemur margt til, en þó fyrst og fremst breytilegir staðhættir eftir byggðarlögum og meira tillit tekið til persónulegs vals frambjóð- enda. Reynsla af mörgum undangengn- um byggðakosningum hefúr sýnt að flokkspólitísk bönd halda ekki, því kjósendur meta á annan hátt val til sveitarstjóma en til Alþingis. Hver kaus hvað? Kannski er það þess vegna sem allir aðilar að kosningunum telja sig hafa sigrað. Forsvarsmenn pólitísku flokkanna telja hver um sig sinn flokk hafa sigrað. Steingrímur segir að Framsókn geti vel við unað að tapa ekki meiru en raun varð á og að því leytinu geti þeir talist hafa sigrað. Þorsteinn Pálsson segir Sjálfstæð- isflokkinn raunar hafa tapað minna á landsvísu en ætlað var og þess vegna geti þeir vel við unað og ekk- ert rangt að þeir teljist hafa sigrað. Hvað varðar Alþýðubandalagið þá segjast þeir hafa sigrað, sem raunar rétt er, en þó segja þeir sigurinn minni en þeir gerðu ráð fyrir. Hvað Alþýðuflokkinn varðar verður þvi á engan hátt neitað að hann er hinn raunverulegi sigurveg- ari hvemig sem á málið er litið, og enginn getur með rökum neitað þvi að sigur Alþýðuflokksins er mikill. Góður grunnur undir framtíðina Sigur Alþýðuflokksins nú, þó hann sé mismunandi eftir stöðum, er góð- ur grunnur að áframhaldandi Kjallarinn Karvel Pálmason alþingismaður. uppbyggingu sterks afls jafoaðar- manna. Og þessi glæsilegi sigur jafoaðarmanna í byggðakosningun- um getur svo sannarlega orðið fyrsta skrefið að sterku, lýðræðissinnuðu þjóðfélagsafli undir merkjum jafaað- arstefaunar, það er að segja verði málum fylgt eftir með skynsamlegum hætti. Orðtækið „að oft er auðveld- ara að afla fjárins en gæta þess“ getur átt við í þessu tilviki, eins og öðrum. Málið er að allir sem unna jafaað- arstefaunni og vilja veg hennar mikinn verða að hafaa eilífu eigin- augnapoti innan sinna raða og þannig þjappa sér saman í áfram- haldandi sókn fyrir málefaum jafaaðarmanna. Jafaaðarmenn ættu að hafa í huga eftirfarandi orð Jóns Baldvinssonar um eðli verkalýðs- baráttunnar: „Eðli verkalýðsbarát- tunnar er ekki skyndiupphlaup, hávaðafundur og ævintýri, heldur sleitulaust strit fyrir málefaum verkalýðsins í þessu landi.“ Til þess- ara orða foringjans ættu ýmsir jafaaðarmenn að hugsa. Þau eiga við enn í dag bæði varðandi baráttu verkalýðshreyfingarinnar og Al- þýðuflokksins. Nú styttist til alþingiskosninga Með það f huga að nú- styttist tíminn þar til gengið verður að kjör- borðinu til alþingiskosninga og verulegar líkur eru á því að Al- þýðuflokkurinn haldi ekki aðeins þeirri stöðu sem hann er nú í, heldur bæti hana og styrki, þá er nauðsyn- legt að foiysta flokksins hugi vel að stöðunni og íhugi gaumgæfilega hvað dugar best í þeim efaum. Nú virðist svo vera að sumir hverj- ir andstæðingar Alþýðuflokksins, svo sem heyrst hefur úr röðum Al- þýðubandalagsins, telji Alþýðu- flokkinn sér svo háðan að þeir eigni sér sigur hans. Því sé hann nánast nauðbeygður til fylgilags við alla- balla. Þetta er auðvitað víðs fjarri. Þá hefur sú krafa komið frcim í Morgunblaðinu að Jón Baldvin, for- maður Alþýðuflokksins, nánast vitni um það hvað Alþýðuflokkurinn hyggst fyrir varðandi samstarf hugs- anlegra ríkisstjóma. - Enn fjar- stæðukenndari er nú þessi Mogga-hugmynd og sýnir best mál- efaalega stjómmálafátækt á þeim bæ. Jón svarar fyrir sig og flokkinn Ekki ætlar undirritaður að gera Jóni Baldvin upp orð, en gengur út frá því sem vísu að hann láti hvorki komma né íhald hafa áhrif á sig til óskynsamlegra ákvarðana í þeirri pólitísku stöðu sem nú er uppi. Að mati undirritaðs á auðvitað að vera aðalsmerki fyrir Alþýðuflokk- inn sem jafaaðarmannaflokk að láta málefain ráða ferðinni. Og yfirlýs- ingar um að vinna til hægri eða vinstri í íslenskri pólitík em löngu orðnar orðskrípi. Menn þurfa að fara að læra að vinna eftir málefaum og manngildi í pólitisku samstarfi sem og annars staðar. Allt tal um að Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag nái samstarfi um nánast nöfain ein og sér er fjar- stæða. Þar verða málefain að ráða ferðinni. Sama má segja um að Alþýðu- flokkur og Sjálfstæðisflokkur taki upp samstarf um nánast nöfain ein og sér. Allt slíkt hjal og fyrirfram- skoðanir em fjarstæða. Að minnsta kosti hlýtur það að vera krafa Al- þýðuflokksins í samstarfi við aðra flokka að þau málefni, sem hann hefur á oddinum hverju sinni, ráði ferðinni. Og auðvitað verður málefaum okkar íslendinga, eins og annarra þjóða, best borgið undir sterkri for- ystu jafaaðarmanna. Það hlýtur að vera takmark allra jafaaðarmanna, sem af heilindum fylgja hugsjóninni. Og hver veit nema það takmark sé skammt undan. Margt bendir til að sá skriður sé kominn á stefau jafaaðarmanna hér að stórtíðinda sé skammt að bíða. Karvel Pálmason „Svo hefur nú farið, eins og oftast áður að loknum kosningum, að hver sem úrslit í tölum eru þá hafa allir flokkar og allir hópar sigrað.“ Hllögur að nýrri stjómarskrá XX. Tillögur að nýrri stjórnarskrá Þegar lýðveldið Island var stofaað 17. júní 1944 var stjómarskrá lands- ins sögð úrelt, enda orðin rúmlega 100 ára gömul. Þá var því lýst yfir að þessi gamla stjómarskrá yrði notuð til bráðabirgða og nefad, sem semja átti tillögur að nýrri stjómar- skrá, var sett á laggimar. Síðan eru liðin nær 42 ár og nokkrar stjómar- skrámefadir á vegum Alþingis liðnar undir lok, en ennþá er notast við gömlu úreltu stjómarlögin frá kóngsríkistímabilinu - utan hvað nokkrum sinnum hafa verið gerðar breytingar á einum kafla, þ.e. um kjördæmaskipan, kosningarétt og §ölda alþingismanna. Aðeins ein nefadin hefur komist svo langt að unga út starfsskýrslu eða tillögum að nýrri stjómarskrá og var sú und- ir foiystu dr. Gunnars Thoroddsen. Virðingarverð framtakssemi Nú hefur það skeð að Samtökin um jafnrétti milli landshluta hafa sýnt viðleitni og framtakssemi í stjómarskrármálinu. Hefur nefad á vegum Samtakanna unnið að tillög- um að nýrri stjómarskrá í þrjú ár og lagt mikla vinnu í það verk. Til viðmiðunar var höfð gamla stjómar- skráin, starfsskýrsla stjómarskrár- nefadar dr. Gunnars, tillögur Dómarafélags íslands að nýrri stjómarskrá, stjómarskrár margra þjóða nær og fjær og einnig kemur við sögu lögfræðileg ráðgjöf sýslu- manna o.fl. Nefadin hefur í þrígang gert drög að stjómarskrártillögum og sent til ýmissa aðila og óskað eftir umsögn og breytingartillögum. Til dæmis afhentu menn frá Samtök- unum fulltrúum þingflokkanna drög að tillögum 20. maí 1986 til kynning- ar fyrir alþingismönnum. Hinn 12. mars sl. voru Ólafi Þ. Þórðarsyni alþingismanni afaentar tillögur Samtakanna að nýrri stjóm- arskrá og hefúr hann nú lagt þær fram á Alþingi sem þingmannsfrum- varp og þeim verið dreift til þing- manna. Var Ólafur valinn vegna áhuga hans á málinu og er áhersla lögð á að hann geri þetta ekki í nafai flokks síns eða ríkisstjómar, enda leggja Samtökin áherslu á að halda málum utan við flokkapólitík. Að sjálfsögðu er ekki ætlast til að þingið geri mikið í málinu nú, heldur er fyrst og fremst verið að kynna málið og reiknað með að það verði endurflutt á næsta þingi. Þjóðin semji starfsreglur sínar Forystumenn Samtakanna gera ráð fyrir að vinna áfram að þessum tillögum, m.a. kanna betur stjóm- skipan nágrannaþjóða. Jafniramt er til þess ætlast að öll íslenska þjóðin taki þátt í að semja stjómarskrá sína og þess vegna er nauðsynlegt að fólk kynni sér tillögumar. Samtökin hafa nú hafið útgáfu tímarits og birtust „drögin að stjómarskrá" í síðasta hefti (2. tölubl.). Það sem hér er að gerast er að mínu mati það að almenningur á íslandi er orðinn leiður á að bíða eftir að meira en 40 ára gamalt lof- orð stjómvalda verði efat. Þolin- mæði almennings er á þrotum. Það er vissulega nógu lengi búið að segja okkur að nefad á vegum ríkisins sé að vinna að gerð stjómarskrár fyrir lýðveldið okkar og hennar sé að vænta bráðlega. (Og þótt þessar blessaðar nefadir hafi kannski ekki verið á launum allan tímann þá em þær væntanlega orðnar þjóðinni nokkuð dýrar.) Fleira kemur til. Grunnur þjóðfélagsins Samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökunum er þetta í fvrsta sinn sem áhugamannasamtök, sem að öllu leyti kosta sig sjálf, leggja áralanga vinnu f endurbætur á íslensku stjómkerfi. Stjómarskrárdrögin, sem nú em komin til Alþingis, hafa verið í vinnslu í þijú ár og er þetta fjórða útgáfa þeirra. Fyrri drögum var dreift eins víða og kostur var á og hafa fjölmargar athugasemdir borist, enda eftir þeim óskað. Stjómarskrá er gmnnurinn undir lagakerfi og stjómkerfi þjóðarinnar. Þess vegna er mjög mikilvægt að vel Rósmundur G. Ingvarsson bóndi, Hóli, Tungusveit, Skagafjarðarsýslu. takist til um samningu hennar og hljótum við að stefaa að því að hún verði sú réttlátasta og besta í heimi. Samtökin um jafnrétti milli lands- hluta em stofauð til að vinna að stjómarfarslegum umbótum og jafa- rétti þegnanna á íslandi og til að vinna að vemdun byggðar og mann- gildis. Þau byija á að laga grunninn. Þau byija á kjama málsins. I stjórn- arskránni eru leikreglur fólksins í landinu. Hún á að leiðbeina því og vernda það, - hvorutveggja í senn. Þess vegna telja Samtökin nauðsynlegt að festa umbótahug- myndir sínar í stjómarskránni til þess að koma f veg fyrir að stundar- hagsmunir stjómmálaflokka og annars hagsmunaaðila ráði breyt- ingum á stjómarháttum. Jafnt atkvæðavægi Það er eðlilegt og sjálfsagt að fólk- ið í landinu taki þátt í gerð stjómar- skrár sinnar. Það er óeðlilegt að stjómmálamenn einir ákveði stjóm- arskrá, sem m.a. fjallar um starfs- reglur og störf þeirra sjálfra. Að tillögum þeim eða drögum, sem nú hafa verið lögð fram á Alþingi, er áfram unnið og engan veginn of seint að koma með athugasemdir eða breytingatillögur. Stjómarskrárdrögin, sem um ræð- ir, em í 95 greinum. Þær em flestar stuttar, auðskildar og ótvfræðar, margar þeirra aðeins ein setning eða tvær. Skýringar fylgja þeim flestum og er þar greint frá fyrirmynd þeirra eða hvort þær em óbreyttar úr gild- andi stjómarskrá. Málið er einfalt og skýrt. (Nokkuð annað en stofaa- namállýskan sem veður uppi nú á dögum.) Samkvæmt tillögunum skal þingið áfram vera í tveim málstofum en þingmönnum fækkað niður í 46. I neðri deild skulu eiga sæti 31 þing- maður og skulu þeir hafa sem jafaast atkvæðavægi bak við sig. Þar með ættu íbúar suðvesturhomsins að fá kröfur sínar, um jafaar atkvæðatöl- ur bak við hvem þingmann, upp- fylltar. Landinu verður samkvæmt tillögunum skipt í 5 fylki og skal hvert þeirra eiga þijá fúlltrúa í efri deild. Miðstýring eða fylkjaskipting Ekki er hægt að gera einstökum atriðum í stjómarskrárdrögunum skil í stuttri blaðagrein, en auðvelt ætti hverjum sem er að afla sér þeirra. Stöku menn hafa látið í ljós efasemdir vegna ákvæða um þriðja stjórnstigið, fylki, og halda að það auki yfirbyggingu þjóðfélagsins. Þetta er þó talið nauðsynlegt í flest- um vestrænum löndum til að hamla gegn of mikilli miðstýiingu og vemda þegnana. Hlutverk fylkjanna á að koma frá stofaunum sem þegar em til, þ.e.a.s. tilfærsla valds, en ekki viðbót. Tillagan um fylkjaskip- anina er leið að markmiðum lands- samtakanna um jafnrétti. í hinum vestræna heimi var fylkja- skiptingin og þriðja stjómstigið víðast tekið upp og - eða þróað eftir sfðari heimsstyijöldina. Miðstýring- in reyndist ekki nógu vel og því var breytt til. Hér hefur hins vegar bara verið dokað eftir að gamla loforðið frá 1944 væri efat. Að gera landið að einu kjördæmi, sem í fljótu bragði sýnist réttlátt a. m.k. varðandi jöfaun atkvæðavægis og sumir vilja koma á hér, það var prófað í Þýskalandi og komu slæmir gallar í ljós. Þá komst Hitler til valda á 30% atkvæða. I kommúnistaríkjum viðgengst mikil miðstýring. Þó mun hún óvíða orðin eins gífurleg og hér á íslandi í sjálfu „velferðarríkinu", - sem reyndar stefair óðfluga í þjóðfélag hinna fáu stórríku og hins snauða Qölda. Rósmundur G. Ingvarsson „Nú hefur það skeð að Samtökin um jafn- rétti milli landshluta hafa sýnt viðleitni og framtakssemi 1 stjómarskrármálinu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.