Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Blaðsíða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1986. Nauðungaruppboð á bifreiðinni X-3031 Scout árg. 1974 og dráttarvélinni lxM644, Dodge árg. 1980 fer fram að kröfu Sveins Skúlasonar hdl. við lögreglustöðina Hlíðar- vegi 16, Hvolsvelli, miðvikudaginn 25. júní 1986 kl. 14.00. _______Sýslumaður Rangárvallasýslu. Tónlistarkennari Tónlistarskóli Eyrarsveitar, Grundarfirði, auglýsir eftir kennara á blásturshljóðfæri. Fullt starf. í»arf að vera ráðinn til tveggja ára. Upplýs- ingar í síma 93-8866, Olga, 93-8807 og 93-8880, Emilía. LAGERSTÖRF Óskum eftir að ráða traustan og áreiðanlegan mann til lager- og afgreiðslustarfa. Þarf að geta hafið störf strax, eða fljótlega. Upplýsingar gefnar á skrifstofunni, Skúla- götu 51. Sjóklæðagerðin hf., Skúlagötu 51, simi 12200. siikihuð með Cremedas besta umhirða sem þú getur veitt húð þinni. NÝTT-NÝTT „B0DY WI0USSE" Frábær nýjung frá Cremedas, body lotion í froðuformi, auðveld og þægileg í notkun og húðin verður silkimjúk. " Holldoölubirgðirj viðspíöllTreS^lmála &SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 6879/0 81266 Utlönd Utlönd Utlönd Samkvæmt fréttum yfirvalda féllu ellefu manns i innbyrðis atokum blokkumanna og átökum blökkumanna og lögreglu á Sowetodeginum síðastliöinn mánudag. Erlendar fréttastofur hafa átt í erfiðleikum með fréttaflutning frá Suður-Afríku síðustu daga vegna fréttabanns stjórnvalda. Erlendum fréttamönnum vísað frá Suður-Afríku Blökkumenn í Suður-Afríku híifa nú almennt snúið aftur til vinnu sinnar eftir sólarhrings skæruliða- verkfall á minningardegi fallinna í Soweto síðastliðinn mánudag. Yfirvöld segja að ellefu blökku- menn hafi látið lífið í innbyrðis átökum blökkumanna og átökum við her og lögreglu í mótmælaað- gerðum blökkumanna á Sowetodeg- inum en ekki hafi komið til teljandi óeirða. Fjórum vestur-þýskum ríkisborg- urum og einum hollenskum, starfs- mönnum bandarísku CBS sjón- varpsstöðvarinnar, var í gær vísað frá Suður-Afríku fyrir meint brot gegn fréttabanni yfirvalda. Erlendar fréttastofur hafa átt í erf- iðleikum með að fá staðfestingu á yfirlýsingum stjórnvalda um mann- fall og átök á Sowetodeginum vegna alhliða fréttabanns sem í gildi er vegna neyðarlaganna. Liðsforingjar myrtir í Madrid Talið er að skæruliðar hermdar- verkasamtaka baska, ETA, beri ábyrgð á morði tveggja spænskra liðs- foringja og ökumanns þeirra er grímuklæddir menn skutu til bana í miðborg Madrid í gær. Árásin í gær er gerð aðeins fimm dögum áður en Spánverjar ganga að kjörborðinu og kjósa sér nýtt þing. Talsmenn spænsku stjómmálaflok- kanna hafa fordæmt árásina og segja hana tilraun ETA til að grafa undan lýðræði á Spáni og trufla gang kosn- ingabaráttunnar. ETA samtök baska hafa hótað hermdarverkaaðgerðum á Spáni til að trufla bæði komandi þingkosningar Engin James Bond blaða- mennska Yfirvöld í Singapore hafa varið þá ákvörðun sína um að herða reglur varðandi starfsemi flölmiðla í landinu og segja slíkt nauðsynlegt til að koma í veg fyrir svokallaða „James Bond blaðamennsku“ er yfirvöld telja að vaðið hafi uppi í landinu að undan- fömu. James Bond blaðamenn segir Sinnathamby Rajaratnam, aðstoðar- ráðherra í Singapore, þá tegund blaðamanna er með skrifum sínum „telji sig í fúllum rétti við að eyði- leggja mannorð þjóðarleiðtoga og ríkisstjóma að meinalausu". Með hinum hertu reglum um fjöl- miðlun í Singapore segjast þarlend yfirvöld vilja verja land og þjóð fyrir slíkri blaðamennsku. og spænskan ferðamannaiðnað, eina mikilvægustu gjaldeyristekjulind Spánar. Hermdarverkamenn ETA hafa nú drepið yfir 50 spænska hermenn frá því samtökin hófu baráttu sina fyrir auknu sjálfetæði baskahéraðanna fyr- ir 18 árum. Mannskaða flóð í Chile Talið er að að minnsta kosti fjór- ir hafi nú farist í gífúrlegum flóðum og miklu úrfelli í Chile að undanförnu. Verst hefúr ástandið verið í mið- hluta landsins þar sem hémð hafa einangrast, vegir grafist í sundur og brýr látið undan vatnsflaumn- um. Fullvíst er að mörg hundmð manns hafi misst heimili sín í flóð- unum. Markaðurinn fái að ráða olíuverði James Baker, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá stefnu Bandaríkjastjómar að skipta sér ekki af olíumarkaðinum þrátt fyrir neikvæð áhrif lækkaðs olíuverðs á hagvöxt á öðrum ársfjóröungi. „Þegar á heildina er litið er lækkað verð hagkvæmt fyrir Bandaríkin og fyrir heiminn í heild sinni. En það getur verið að það hafi slæm áhrif á hagvöxt á öðrum ársfjórðungi," sagði hann í kvöldverðarboði blaðamanna i gærkvöldi. „Lausnin er hins vegar ekki sú að setjast niður og reyna að festa veröið. Við trúum að markaðurinn verði að ákveða olíuverð," sagði Baker og bætti við að stjómin myndi áfram beita sér fyrir samþykkt breytinga á skattalögum, til dæmis skatt á skjót- fenginn gróða. Baker sagði að ef verslunarlöggjöf sú, er nú er á leið gegnum fulltrúa- deild þingsins, myndi það hafa í för með sér afturhvarf til hinnar skaðlegu vemdarstefnu fjórða áratugarins. „Verði þessi löggjöf samþykkt, stefiiir það hinu frjálsa verslunarkerfi veraldar í voða, á þvi leikur enginn vafi,“ sagði Baker. Rimman, sem Bandaríkjamenn áttu nýlega við Kanada, vegna verslunarr- efsiaðgerða gegn hinum síðamefndu, ætti að sýna einhverjum þingmönnum það að vemdarstefna er ekki með öllu án sársauka, sagði hann. Fjármálaráðherrann sagði að hann ætti von á því að öldungadeildin sam- þykkti í þessari viku breytingar á skattalögum, sem síðan þyrfti að semja um við fúlltrúadeildina. Hann vildi ekki geta sér til um niðurstöður þeirra samningaviðræðna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.