Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1986. 9 Utlönd Utlönd Utlönd Danskir stunda vopnasmygl Danskt skip, með 200 tonn af sov- éskum vopnum og herflutningafarar- tækjum, hefur verið kyrrsett í Panama, að því er haft er eftir heimild- um innan hers Panama i gær. Heimildarmenn, sem óskuðu naih- leyndar, sögðu að skipið, sem heitir Pia Vesta, hafi verið kyrrsett á laugar- dag. I farmi skipsins var vamingur, sem ekki hafði verið skráður á farmskrá, 34 herflutningabílar, vélbyssur, eld- flaugar, skotfæri og margs konar hemaðartæki. Skipið, sem lagði síðast úr höfn í Rostock í Austur-Þýskalandi, hafði nýlega farið um Panamaskurðinn og siglt suður með strönd Suður-Ameríku allt inn í landhelgi Perú. Er það fór að nálgast strönd Perú sneri það við og sigldi aftur að Pa- namaskurðinum, að sögn heimildar- manna. Þeir gáfu í skyn að embættismenn í Panama heíðu fengið upplýsingar fi-á stjómvöldum í Perú. Skipstjóri skipsins, Johannes Christ- iansen, og sjö áhafharmenn hans hafa verið handteknir. Um 550 bifreiðir og yfir 1700 farþegar komast um borð í ferjuna Pétur Pan er nú hefur hafið áætlunarsiglingar á milli Svíþjóðar og Vestur-Þýskalands. Pétur Paní Eystra- salts- sigl- ingum Ketflbjöm Tryggvason, DV, Vestur-Berlín; Ein stærsta ferja heims var nú ný- lega tekin í notkun hér í Þýskalandi. Ferjan, sem heitir Peter Pan, er 161 metri á lengd, 28 á breidd og 45 metr- ar á hæð og getur tekið um 550 bifreiðir og 1700 farþega með í hverri ferð. Siglingaleiðin liggur á milli Trave- munde í Þýskalandi og Trelleborg í Suður-Svíþjóð en á seinustu árum hef- ur gætt vaxandi ferðatíðni milli þessara landa. Pétur Pan á, ásamt systurskipi sinu Nils Holgersson, sem er í smíðum, ein- mitt að svara þessari vaxandi eftir- spum. Smíði skipsins tók 14 dögum skemmri tíma en reiknað hafði verið með og borgaði eigandi skiþsins skipa- smíðastöðinni 700.000 þýsk mörk fyrir það forskot en það samsvarar um 14 milljónum íslenskra króna. Umsjón: Ólafur Arnarson og Hannes Heimisson HELENA LOKSINS! Það er búið að opna verslunina. LADY OF PARIS Laugavegi 84 (2. hœö) - Sími 1 28 58 Þetta kosta góð og hentug bamahúsgögn Svefnbekkur Yfirhilla Skrífborð m/hillu: 55 Svefnbekkir m/dýnum, og 3 púðum og hillum Kommóður. 8skúffur4.210.- 6skúffur3.480.- 4skúffur2.750.- Öll húsgögnin eru spónlögð með eikarfólíu sem er mjög slitsterk og auðvelt að þrífa. Svo koma þau einnig hvít. 30% útborgun og afgangurinn á 6 mánuðum. 6% stað- greiðsluafsláttur og svo eru kreditkortin að sjálfsögðu tekin sem staðgreiðsla og útborgun á samningi. n húsgagnaltöllin bíldshöfða 20-112 reykjavík - 91 -681199 og 681410

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.