Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Blaðsíða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1986. 11 Spurningin Spurt í Grundarfirði: Heldur þú að hann rigni í allt sumar? Jón Ágúst Jónsson verkamaður: Það mætti halda það. Kemur ekki slæmt sumar eftir góðan vetur? Hafþór Þórarinsson verkamaður: Nei, hann fer að lagast eitthvað. Ég. held að það sé spáð þannig. Halla Magnúsdóttir, vinnur í hrað- frystihúsinu: Nei, ég er ekki svo svartsýn. Það er að birta til. Svanur Magnússon sjómaður: Nei, nei, hann hættir að rigna á sautjándanum. Guðmundur Ingi Waage, eftirlits- maður hjá Vegagerðinni: Það rignir mikið en ekki í allt sumar. Eyjólfur Gunnarsson ýtustjóri: Nei, það rignir eitthvað innanfjalls en hangir þurr að sunnanverðu. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Vakandi auga með verðkönnunum S.J. skrifar: Nokkur umræða hefur farið fram að undanfömu um almennar verðkann- anir. Sjá margir ýmislegt athugavert við þessar kannanir, sérstaklega kaupmennimir. En það jákvæða við þetta allt saman er að hinn almenni neytandi virðist vera farinn að gera sér meiri grein fyrir gildi verðkannana en áður hefur verið. Segja má að verðvakning hafi átt sér stað í þjóðfélaginu. Þetta er af hinu góða því engir em betur í stakk búnir til að fylgjast með verði á ýmsum vörum en einmitt neytendur. Einnig er gleðilegt að ekki er lengur verið að fela nöfh þeirra fyrirtækja sem mest leggja á vörur sínar. Þetta á ekki að vera neitt launungamál á frjálsum markaði. Síður en svo. Með þessum nafnbirtingum græða líka þeir sem bjóða vörur sínar á hagstæðum kjörum. En eitt atriði í verkönnunum langar mig til að minnast á og það er þegar vörur í bakaríum em kannaðar. Hér gilda ekki sömu lögmál og um matvömverslanir þar sem ekkert er framleitt í búðunum sjálfum. I bakar- íum em notuð misjafnlega dýr hráefhi í framleiðsluna og það veldur oft mikl- um mun á verði. En staðreynd málsins er líka sú að þeir sem nota bestu efhin em oft dýrastir. Það er eðlilegt því þeir aðilar hafa á boðstólum mjög góðar vörur. Þessu mega menn ekki gleyma en því miður hefur það gerst í alltof mörgum tilfellum. En á heildina litið hlýt ég sem al- mennur neytandi að fagna þessum verðkönnunum sem ýmsir aðilar og samtök hafa staðið að. Ég vil jafnframt hvetja fólk til að hafa vakandi auga með könnunum sem þessum. það margborgar sig. S.J. hvetur fólk til að hafa vakandi auga með verðkönnunum I matvöru- verslunum jafnt sem annarstaðar. Hrein borg Borgarbúi hringdi: Ég verð að lýsa furðu minni á öllu þvi fólki sem undanfarið hefur verið að kvarta undan sóðaskap í borginni hér á lesendasíðunni. Mér finnst þetta persónulega vera alveg út í hött. Reykjavík er með hreinni borgum í Evrópu, ef ekki í öllum heiminum. Þetta fólk ætti bara að sjá borgir er- lendis þar sem allt er bókstaflega útbiað. Þar er líka mikið af fátækra- hverfum en hér í Reykjavik eru engin slík enda auðlegð hér mikil. Aftur á móti er ég sammála því að okkur beri að halda Reykjavík hreinni áfram. Það er líka allt annað mál. Bætiö brú- ariiandriðið Lesandi hringdi: Ég vil eindregið mælast til þess að handriðið á brúnni yfir Eldvatn verði styrkt. Það er nóg að einn bíll skuh hafa farið þama niður. Þetta verður að laga áður en fleiri slys hljótast af. Nissan Laurel, 6 cyl., disil, irg. 1983, sérlega snyrtilegur bill, ekinn 143 þús. km, sjálfskiptur, vökvastýri, sóllúga. rafdrifnar rúður, útvarp/segulband. Ath. skipti á ódýrari bifreið. Verð 500 þús. Mazda 929 LTD árg. 1983, ekin 56 þús. km, sjálfskipt, vökvastýri, rafdrifnar rúður, álfelgur. Ath. skipti á ódýrari smábíl, ca 150 þús. Verð 400 þús. EFTIR Nissan Sunny coupé árg. 1985, ekinn aðeins 7 þús. km, útvarp, litur rauður. Ath. skipti á ódýrari bifreið. Verð 400 þús. Volvo 245 GLE árg. 1984, ekinn 50 þús. km, stórglæsilegurstationbill með ýmsum aukahlutum, s.s. sjálfskiptur, vökvastýri, stærri vél, 127 ha, splittað drif, rafdrifnar rúður, sóllúga, dráttar- kúla. álfelgur. útvarp/segulband. sumar/vetrardekk. Ath. skipti á ódýrari bífreið. Verð 650 þús. Mazda 929 station árg. 1985, ekin 38 þús. km, sjálfskipt, vökvastýri, rúmgóð- ur stationbíll. Ath. skipti á ódýrari bifreið. Verð 550 þús. MMC Pajero, styttri gerð, árg. 1985, bensínbíll, ekinn 17 þús. km, 5 gíra, vökvastýri, útvarp/segulband, litur svartur, bein sala. Verð 710 þús. HÖFUM KAUPANDA AÐ Hl LUX PICK UP DIESIL ÁRG. 82-83, STAÐ GREIÐSLA. SUBARU STATI0N ÁRG 1984-85-86. Urvals stóll á úrvals kjörum 3 Getum nú boðið norska hægindastólinn STRESSLESS ROYAL með fótskemli. Stóll í hæsta gæðafiokki, klæddur ekta leðri. Verð: Batik leður kr. 49.880 Standard leður kr. 46.640 Útborgunkr. 5.000 Útborgunkr. 5.000 Mánaðargreiðslur kr. 3.740 Mánaðargreiðslur kr. 3.470 /Rv HÚSGAGNAlÐjAN HVOLSVELLI S 99-8285 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.