Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Qupperneq 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1986. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Tónvalssímar og sex stafa númer -veistu hvað síminn þinn getur gert fyrir þig? Undanfarið hafa miklar breytingar átt sér stað á því símakerfi sem við búum við. Sex stafa númerum er alltaf að §ölga, en hvers vegna? Jú, verið er að taka í notkun svokallað stafrænt símakerfi víðs vegar um land, en þetta stafi*æna kerfi er mun fullkomnara en það gamla og veitir aðgang að ýmiss konar sjálívirkri þjónustu. Sjálfvirka þjónustan er einmitt það sem neytendasíðan ætlar að kanna en eflaust hafa margir þeir sem hafa sí- manúmer í þessu nýja kerfi ekki velt íyrir sér þeim möguleikum sem í boði •eru. Skilyrði fyrir því að geta hagnýtt sér þessa þjónustu er að hafa tón- valssíma með aukatökkum sem bera eftirfarandi merki: feming, stjömu og bókstafinn R. Þessir takkar em notað- ir til að komast í samband við stöð. Þjónustumöguleikar Símtalsflutningur, þ.e. upphringing er færð í annað símanúmer, er þjón- usta sem mörgum þykir líklega spennandi. Þá er um að ræða að hægt er að færa upphringingu úr sinu síma- númeri í annað númer hvenær sem er. Eigirðu t.d. von á áríðandi símtali þarftu ekki að bíða heima eftir því heldur flytur númerið þitt með þér þangað sem þú ætlar að dvelja. Vakning eða áminning er einn þjón- ustumöguleikinn. Að vísu er hægt að láta vekja sig í gegnum símstöð þótt símanúmerið sé í gamla kerfinu en með þessu nýja kerfi geturðu pantað þessa þjónustu þannig að þú velur þann tíma sjálfur sem þú vilt fá upp- hringingu. Hægt er að láta stytta þau númer sem þú hringir oft í, breyta þeim í skamm- númer. Er þú hefúr pantað þessa þjónustu getur þú sjálfur stytt þau númer sem þér hentar. Þetta eru þeir þjónustumöguleikar sem nú þegar er boðið upp á en von er á ýmsum fleiri möguleikum innan tíðar. Meðal þess sem símnotendur eiga þá kost á er: að samtal bíði, þ.e. að notandi getur stillt síma sinn þann- ig að hann verði þess var ef einhver er að reyna að hringja á meðan á öðru samtali stendur og getur hann látið viðmælanda sinn bíða á meðan hann svarar. Einnig verður völ á símtals- flutningi þegar ekki er svarað eða þegar númer er upptekið. Þetta hentar vel í fyrirtækjum en með símtalsflutn- ingi er átt við að hægt er að flytja upphringingu, t.d. þegar ekki er svar- að, til annars staðar í fyrirtækinu þar sem hægt væri að taka skilaboð. Fyrirhugað er að bjóða notendum upp á langlínulæsingu með lykilorði, end- urval á síðasta númeri, þriggja manna tal og beina línu. Með beinni línu er átt við að notandi þarf aðeins að lyfta tólinu þá hringir í fyrirfram ákveðið númer. Fyrrgreind þjónusta gildir eins og áður segir aðeins þar sem stafrænum stöðvum hefúr verið komið fyrir en í framtíðinni er ætlunin að þessum stöðvum verði komið fyrir alls staðar á landinu og eiga þar með allir lands- menn eftir að njóta þessarar þjónustu. -RóG. luiivaiaðima mcu leika sem nýja stafræna símakerfið býður upp á. Nafnbirtingar fbrdæmdar og hvatt til lagasetningar um happdrætti Mikil umræða hefur undanfarið ve- rið meðal fólks um heimsenda happ- drættismiða og söluaðferðir hinna ýmsu happdrætta. Neytendasamtökin hafa látið málið til sín taka og gert samþykkt þar um á stjómarfundi sín- um. Þar segir m.a.: „Komið hafa fram þær hugmyndir að happdrætti birti opinberlega nöfii vinningshafa og auk þess nöfn þeirra sem fengu senda heim miða sem vinn- ingur kom á en vom ekki greiddir. Það gerist nú æ algengara að heyra almenning tala um „happdrættisplág- una“ og er þá átt við sívaxandi fjölda gíróseðla, sem sendir em inn á hvert heimili, ásamt happdrættismiðum. Að sjálfsögðu er ekkert athugavert við það að safriað sé fé til góðra mál- efna með sölu happdrættismiða, ef vel og rétt er að því staðið og tryggt er að ágóðinn renni til þess máls sem kynnt var. Full ástæða er til þess að gagnrýna söluaðferðir í ýmsum tilvikum. T.d. þegar beitt er þeim sálfræðilega þrý.st- ingi að tengja númer happdrættismióa ákveðnum einstaklingum með því að nota númer sem þeir em skráðir fyrir eins og símanúmer, skrásetningar- númer bifreiða og þess háttar. Þama er farið út fyrir mörk þess sem siðlegt eða löglegt ætti að teljast. Með þessu er einstaklingurinn settur í þá erfiðu stöðu, ef hann kaupir ekki miða, að eiga það á hættu að sjá númer sitt dregið til vinnings. Neytendasamtökin fordæma því harðlega allar hugmyndir og hótanir um að birta opinberlega nöfn þeirra sem hefðu fengið vinning með því að kaupa miða. Samtökin hvetja til þess að hið fyrsta verði reglur um happdrætti endur- skoðaðar og sett skýr ákvæði um það hvemig þeir sem fá leyfi til þess að efna til happdrættis skuli standa að framkvæmd mála. Neytendasamtökin benda almenn- ingi á, að það er einfalt að komast undan póstsendingum af því tagi sem happdrættin em. Ef farið er fram á það við Hagstofu íslands tekur hún nafn viðkomandi af þeirri skrá sem notuð er til þessara póstsendinga." -A.BJ. Skrautlegur sumarréttur. Tómatar og kjúklingar Tómatar og kjúklingar em hvort tveggja hollur og hitaeiningasnauður matur. Um þessar mundir em þetta ódýrar fæðutegundir. Hér er tillaga að léttum rétti sem ætlaður er handa tveimur, hvor skammtur er 200 hita- einingar. I réttinn fer: Eitt meðalstórt kjúklingabijóst, skinn og bein fjarlægt, eða samsvarandi magn af soðnu kjúklingakjöti. Nokkrar ræmur af lime berki, skom- um í mjóar ræmur. 2 msk. lime safi 1 msk. olífu- eða salatolía 2 msk. söxuð steinselja 1 msk. kapers 2 meðalstórir tómatar, skornir i sneiðar. í þennan rétt ('*■ ágætt að nota af- ganga af soðnu kjúklingakjöti. Búið fyrst til sósuna, sem sett er út á rétt- inn. Hristið saman í glerkrús með skrúfuðu loki olíuna, safann, steinselj- una og kapersið og kælið. Skerið kjúklingakjötið í mjóar ræmur og tómatana í sneiðar. Raðið þeim á fat og kjúklingabitunum ofan á og hellið sósunni yfir. Einhveijum kann að þykja þetta heldur þunnur þrettándi svona eitt sér en þetta er góður sumarréttur með t.d. grófú brauði. -A.BJ. Skátar selja sjúkrakassa í mörg fyrirtæki vantar sjúkrakassa, en þeir ættu að vera I samtök skáta hyggjast bæta úr þessu. I alls staðar. Lands- Landssamband hjálparsveita skáta mun í sumar gera stórátak í að bæta ástand sjúkragagna á vinnustöðum. Þeir bjóða upp á fjölbreytt úrval sjúkrakassa og geta menn ýmist valið um sjúkratöskur eða skápa eftir að- stæðum á hverjum stað og stærð vinnustaðar. Einnig verður boðið upp á viðhaldsþjónustu sem felst í því að sjúkragögn verða yfirfarin reglulega og endumýjuð eftir þörfúm. Til að fullkomna átakið verða haldin nám- skeið í hjálp í viðlögum fyrir starfe- menn viðkomandi fyrirtækja. í sumar verða svo fyrirtæki heimsótt til að kynna sjúkrakassana, viðhaldsþjón- ustuna og námskeiðatilboðið. í boði eru þijár stærðir af sjúkra- kössum og tvær gerðir af sjúkraskáp- um. Sjúkratöskunum fylgir veggfest- ing svo mögulegt sé að ganga ávallt að þeim á vísum stað en jafúframt er mjög fljótlegt að grípa þær með sér á vettvang. Sjúkratöskumar em kallaðar Vís, Græðir og Margvís og henta þær mis- munandi aðstæðum. Vís kostar 4.900, Græðir 6.900 og Margvís er á 11.800. Minni sjúkraskápurinn kostar 11.100 en stærri skápurinn 14.200. -RóG. Skiýtin mjólk Að undanfórnu hefúr nokkuð bo- rið á kvörtunum til Mjólkursamsöl- unnar vegna skrýtinnar mjólkur. Borið hefur á of þunnri nýmjólk eða/og of feitri léttmjólk. Einnig hefúr mjólkin þótt hafa grænleitan lit. Að sögn Odds Magnússonar hjá Mjólkursamsölunni henti þá óhapp fljótlega er þeir tóku nýju vélamar í notkun, en Mjólkursamsalan er nýflutt og hefúr tekið nýjar vélar og nýtt tölvukerfi í notkun. Hér var um að ræða smáóhapp vegna byrj- unarörðugleika sem nú er vonandi búið að komast algjörlega yfir. Lík- lega hefur undanrenna eða léttmjólk blandast saman við nýmjólkina og gert hana þar með of þunna. Létt- mjólkin hefur orðið of þykk af sömu ástæðu, þ.e. nýmjóik hefúr blandast saman við hana. Um grænleita litinn hafði Oddur það að segja að þá væri líklega um að ræða þann bláleita blæ sem und- anrenna hefúr jifir sér og hefði blandast nýmjólkinni. -RóG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.