Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Síða 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1986. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKUR HF,- Áskriftan/erðá mánuði 450 kr. Verð i lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. íslenzk neyzla í Japan „Einkum til neyzlu innanlands“ er orðalagið á niður- stöðu Alþjóða hvalveiðiráðsins um, hvað gera megi við afurðir af hvölum, sem veiddir eru í svokölluðu vísinda- skyni. Á enskri tungu er þetta orðað á jafneinfaldan hátt: „Primary for local consumption“. Sjávarútvegsráðherra, sem segist hafa unnið mikinn sigur á aðalfundi ráðsins, þegar þetta orðalag var sam- þykkt, túlkar það svo, að íslendingar megi selja Japönum þær afurðir, sem afgangs verða, er Islendingar hafa neytt 200 tonna af hvalkjöti. Gera má ráð fyrir, að 100 hvalir, sem íslendingar ætla að veiða í ár í svokölluðu vísindaskyni, verði að nærri 2000 tonnum af hvalkjöti. Það þýðir, að einn tí- undi hluti fer til neyzlu innanlands og níu tíundu verða seldir Japönum, ef þeir þora að kaupa af okkur. Áður vorum við búnir að vinna alþjóðlegt afrek í orðhengilshætti, þegar við ákváðum, að við þyrftum að veiða 100 hvali á ári í svokölluðu vísindaskyni. Að magni til ætti það að vera einhver stórkarlalegasta vís- indarannsókn, sem sögur fara af á síðustu árum. Hver, sem vill, getur trúað, að veiða þurfi 100 hvali á ári til að halda uppi hvalvísindum. Alþjóða hvalveiði- ráðið telur að svo sé. Það ágæta ráð getur svo sem stigið skrefinu lengra og tekið upp á að telja neyzlu Japana á hvalkjöti vera íslenzka innanlandsneyzlu. Séu vísindin í svokölluðum vísindalegu veiðum ótrú- leg, er enn sérkennilegra, að unnt sé að telja hvalveiðar fyrir Japansmarkað vera veiðar „einkum fyrir innan- landsneyzlu“. Lengra verður tæpast gengið í hinni séríslenzku hugaríþrótt, orðhengilshætti. Þetta er ekki sagt af dálæti á hvölum og áhuga á friðun þeirra, heldur frá sjónarmiði hagkvæmni. Hval- veiðar skipta okkur afar litlu. Þær mega ekki spilla afkomumöguleikum okkar á markaðstorgi umheimsins. Sigur á alþjóðlegum hvalfundum getur skaðað okkur.. Verið getur, að við komumst upp með að telja hval- veiðar vera vísindalegar rannsóknir og viðskipti við Japani vera íslenzka innanlandsneyzlu. Hitt er þó lík- legra, að hinar svokölluðu „bandarísku kerlingar“ og aðrir hvalfriðunarmenn séu annarrar skoðunar. Spurningin er ekki, hvaða orðaleikir verða ofan á í Alþjóða hvalveiðiráðinu, heldur, hvort hvalfriðunar- menn láta okkur í friði eða ekki. Ef þeir kjósa að beina geiri sínum að útflutningsafurðum okkar, er mikil hætta á ferðum, hugsanlega hætta á óbætanlegu tjóni. Enginn vafi er á, að hvalfriðunarmenn geta, ef þeir telja sig hafa hljómgrunn, þvingað ýmsa mikilvæga við- skiptavini okkar til að hætta að kaupa íslenzkar sjávarafurðir. Spurningin er ekki, hvort slíkt sé sann- gjarnt eða ekki, heldur hvort það gerist eða ekki. Hvalfriðunarmenn munu brátt komast að, hvort þeir hafi hljómgrunn fyrir andstöðu við, að 100 hvali þurfi að veiða í vísindaskyni og að sala á níu tíundu hlutum afurðanna til Japan sé íslenzk innanlandsneyzla. Þeir munu spyrja hinar svokölluðu „bandarísku kerlingar“. Hvalfriðunarmenn munu sennilega komast að raun um, að hinar margumræddu kerlingar skilja ekki rök- semdafærsluna á bak við svokallaðan sigur íslendinga á aðalfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins. Þær munu opna tékkheftin sín og gefa hvalfriðungum grænt ljós. Þannig getur verið ástæða til að óska þess, hags- muna okkar vegna, að sjávarútvegsráðherra vinni ekki fleiri orðalagssigra á alþjóðlegum hvalveiðifundum. Jónas Kristjánsson .Feröalög til útvistar og náttúruskoðunar eiga ekki bara aö vera fyrir þá sem eiga gönguskó og stóran bakpoka. Þarfir okkar allra 1 fyrstu grein þessa greinaflokks var vikið örlítið að þeim vanda að vita ekki hvar má fara og hvar ekki. í annarri grein var rætt um hags- muni bænda, gróðurvemd og virkj- anir. í þessari grein verður rætt lítillega um hagsmuni almennings til ferðalaga af ýmsu tæi. Skemmtiferðalög Margs konar skemmtiferðalög eru íslenskum almenningi mikil upplyft- ing. Það er mikilvægt að hvetja fólk til að kynnast íslandi á ferðalögum sínum, hvort sem það eru ferðir á hálendi eða láglendi. Þá er mikil- vægt að geta ferðast sem víðast og að sem fæst takmarki eða hindri ferðalögin. Ferðalög til útivistar og náttúruskoðunar eiga ekki bara að vera fyrir þá sem eiga gönguskó og stóran bakpoka. Ferðir snjósleðamanna, sem við hin krossum okkur í bak og fyrir vegna, sýna vel eins konar „víðáttu- þörf‘. Margir leggja á sig erfið ferðalög til að njóta útiveru af öllu mögulegu tæi: fjallaklifur, torfæm- bifreiðaakstur, gönguferðir um Homstrandir, gróðurskoðun, fugla- skoðun, fuglaveiðar, svo fátt eitt sé nefrit. Auðvitað em ekki öll þessi erindi samrýmanleg. Einnig geta þau rekist á við aðra hagsmuni, t.d. er vandlega tekið fram í lögum að bannað sé að styggja kindur! í óbyggðum er nú reyndar ekki vemlega hætta á því en þetta er sjálfeagt að virða. (Án sauðkindarinnar hefði þjóðin drep- ist. Núna er það þorskurinn sem heldur lífi í fólki. Og ef við veiðum hann upp verður það sauðurinn sem kemur þjóðinni til bjargar á ný.) Akstur og gróðurvemd fara ekki sérlega vel saman. Með ógætilegum akstri utan slóða er hægt að flýta fyrir uppblæstri auk þess sem slíkar slóðir geta verið hörmulega ljótar. Sem betur fer held ég að viðhorf Ingólfur Á. Jóhannesson, landvörður í Skaftafelli Umgengni við landið, 3. grein hafi breyst í þessu efhi og flestir ökumenn gæti sín enda er slík að- gæsla auðvitað forsenda þess að jeppamenn verði ekki dæmdir óal- andi og óferjandi. Eignarréttur Fuglaveiðar og fuglaskoðun fara a.m.k. ekki alltaf saman. Skýrar reglur em til um hvenær fuglaveiðar em heimilar en mikill ágreiningur er um hvar má veiða. Skotveiðar em sport sem margir vilja stunda. Mest ber á ijúpna- og gæsaveiðum. Til- heiging hefur verið til þess af hálfu landeigenda að banna ijúpnaveiðar. Rjúpnaveiðimenn vilja ekki sætta sig við að eignarréttur bænda nái upp til fjalla hvað snertir ijúpna- veiðar og má í því sambandi benda á að rjúpnaveiðar em stundaðar að vetrarlagi og trufla þær því ekki sauðfé né ferðir annarra nema að litlu leyti. Það gera aftur á móti skotveiðar að sumarlagi. Það er og til óhagræðis fyrir þá sem vilja njóta einvem og kyrrðar að vera skikkaðir til að tjalda á af- mörkuðum tjaldsvæðum sem em gerð m.a. til að vemda viðkvæman gróður og koma í veg fyrir akstur utan slóða. Þeir sem fara á göngu- skíðum upp um heiðar á vetuma kvarta líka undan hávaða í vélsleða- og jeppamönnum. Mikið hefur verið rætt um rallakstur og skal ég ekki blanda mér í þá umræðu að öðm leyti en því að hvetja til þess að reynt sé að finna því máli þá lausn að sett- ar verði skýrar reglur um hvar aka má í slíkri keppni. Tínsla berja og sveppa og tekja gTasa ætti að vera öllum heimil. Oðru máli gildir með egg enda þarf umtalsverða þekkingu til að um- gangast varp og er slík þekking á færi fárra annarra en þeirra sem alist hafa upp við það. Innflutningur túrista Innílutningur túrista getur verið gróðavænlegur atvinnuvegur. En að mörgu þarf að hyggja. Tryggja þarf að erlendir ferðamenn, sem fara um óbyggðir, hafi þekkingu á því hvem- ig þar má ferðast. Upplýsingar til þeirra kosta fé sem ekki er víst að allir, sem flytja þá til landsins, séu tilbúnir til að greiða. Enn fremur þarf að huga vel að því að hagsmunir túrismans séu ekki látnir ganga fyrir hagsmunum ís- lenskra ferðamanna og útilífsmanna. Með því er ég ekki að segja að ís- land eigi bara að vera fyrir íslend- inga, heldur þarf að gæta þess að samræma þá hagsmuni sem hér em á ferðinni. Rétt er að benda á í þessu sam- bandi að náttúruvemd er undirstaða þessarar atvinnugreinar. Ef ekki er beitt fyllstu aðgæslu af þeim sem stunda atvinnugreinina er verið að eyðileggja ffamtíðarmöguleika hennar. Þannig fara náttúmvemd og innflutningur erlendra ferða- manna saman. Ingólfur Á. Jóhannesson. „Margs konar skemmtiferðalög eru ís- lenskum almenningi mikil upplyfting. Það er mikilvægt að hvetja fólk til að kynnast íslandi á ferðalögum sínum...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.