Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1986, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986. Stjómmál Litlar breytingar sjáanlegar hjá Framsóknarflokknum Enda þótt kosningar hafi ekki verið formlega ákveðnar er ljóst að í þær styttist.Menn eru víða komnir í fram- boðshugleiðingar og prófkjör fara í hönd hjá flestum flokkunum. DV hefur að undanfomu haft samband við þá sem nú sitja á Alþingi til að grenslast fyrir um fyrirætlanir þeirra í þessum efnum. Næst stærsti flokkurinn á þingi er Framsóknarflokkurinn með 14 full- trúa á þingi í dag kjöma í 7 kjördæm- um af 8. Flokkurinn virðist þó eiga undir högg að sækja ef tekið er mið af skoðanakönnunum. Annað sem bendir til þess að fram- sóknarmenn eigi erfiða baráttu fyrir höndum er sú breyting sem verður á vægi atkvæða með nýju kosningalög- unum en þá eykst atkvæðavægi Reykvíkinga og Reyknesinga en í þessum kjördæmum eiga framsóknar- menn einungis 1 þingsæti af þeim 17 sem kosið var um í síðustu kosningum. Önnur breyting á kosningalögunum, sem getur reynst flokknum þung í skauti, er lækkun kosningaaldurs nið- ur í 18 ár. Virðist Framsóknarflokkur- inn í dag ekki höfða til yngri kjósenda og undir slíkt hafa ungir framsókn- armenn ekki einungis tekið heldur verið manna háværastir í þeirri gagn- lýni. Ungir framsóknarmenn segjast vilja breyta flokknum, breyta ímynd hans meðal fólks en að sögn Þórðar Ingva Guðmundssonar, sem sæti á í fram- kvæmdastjóm Sambands ungra framsóknarmanna, lítur fólk á flokk- inn sem „lítinn, afturhaldssaman og tækifærissinnaðan bændaflokk". Þessari ímynd vilja ungu mennimir breyta og hafa boðað áhlaup á fram- boðslista flokksins og segjast „vilja skipta algjörlega um menn á fram- boðslistum flokksins". Þeir hafa fengið óbeinan stuðning frá Helga Péturs- syni, blaðafulltrúa Sambandsins og fyrrverandi ritstjóra Tímans, en Helgi ritar grein í Sýn, þjóðmálarit unglið- anna, þar sem hann segir þingmennina lata við að koma stefnumálum sínum á framfæri, séu kjósendum hreinlega ekki sýnilegir á milli kosninga. Hvort breytingar verða á framboðs- listum flokksins er erfitt að segja til um, flestir þingmenn flokksins hafa ákveðið að halda áfram og einungis Ingvar Gíslason hefur lýst því yfir að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Ein- hveijir draga þó enn að segja af eða á um þessi mál en ekki er búist við að margir aðrir láti af þingmennsku. Hversu árangursríkt upphlaup unglið- anna verður, láti þeir framkvæmdir fylgja í kjölfar stóiyrða, skal ósagt látið en framsóknarmenn hafa ekki verið þekktir fyrir miklar sviptingar í efstu sætum framboðslista sinna. Helst hallast menn að því að hiti verði í prófkjöri framsóknarmanna í Reykja- vík, þar sem Finnur Ingólfsson, fráfar- andi formaður Sambands ungra framsóknarmanna, muni revna að komast upp fyrir Harald Ólafeson þingmann. JFJ Davíð Aðalsteinsson: Er enn í pólHík „Þessi mál hafa ekki verið rædd ennþá hér í kjördæminu og ég er enn- þá í pólitík," sagði Davíð Aðalsteins- son, þingmaður Framsóknarflokksins í Vesturlandskjördæmi. Sagðist Davíð ekki enn hafa svarað sínum félögum og vildi því ekki að þeir fréttu ákvörð- un hans í gegnum dagblöðin. JFJ Ólafur Þ. Þórðarson: Menn verða froðari síðar „Það hefúr ekki verið tekin lokaákv- örðun í því máli og enn hefúr ekki verið ákveðið með prófkjör," sagði Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður Framsóknarflokksins í Vestfjarða- kjördæmi. Hann vildi ekkert gefa frekar út á frekari framboðshugleið- ingar og sagði einungis að menn yrðu fróðari síðar þegar allt lægi fyrir. JFJ í dag mælir Dagfari Enn auka bankar þjónustuna Bankamir hafa mjög reynt að auka þjónustu við viðskiptavini eins og öllum er kunnugt. Að vísu þótti það frétt að bankaútibúum fjölgaði ekki í Reykjavík á síðasta ári og þótti mörgum bleik brugðið. En bankar hafa bætt sig á svo mörgum öðrum sviðum. Það er til dæmis ekki langt síðan sá ósiður viðgekkst að maður sem kom inn í banka til að skipta ávísun fékk afgreiðslu á hálfri mín- útu þegar röðin kom að honum. Eftir þjónustubætingima, eins og færey- skumenn Moggans kæmust eflaust að orði, tekur þessi litla athöfii mun lengri tíma. Avísunin er tekin og grannskoðuð, menn eiga að leggja fram ýmis skilríki og kort. Svo þefar gjaldkerinn af ávísuninni, stingur henni í vél og byrjar að spila á tölvu- takka. Meðan tölvan stimplar hitt og þetta á ávísunina horfir gjald- kerinn fjarrænu augnaráði á þvöguna fyrir framan og þegir. Síðan er ávfeunin tekin úr vélinni og stimpluð og eitthvað skrifað aftan á hana. Að þessu loknu er hún lögð við peningakassann og gjaldkerinn starir á hana meðan hann telur fram rétta upphæð sem kúnninn fær loks í hendur. Sá næsti bíður svo meðan gjaldkerinn silar ávísuninni niður í einhveija skúfíú. Með þessu fyrir- komulagi fa viðskiptavinir ban- kanna miklu lengri tíma til að standa í hópi brosandi og elskulegra samborgara sinna, skiptast á orðum um veðrið og hina dásamlegu tækni- væðingu bankanna sem gefi fólki mun betra tækifæri til að virða sem best fyrir sér glæsilegar starfestúlk- ur, dásamlegar innréttingar og deildarstjóra sem eru svo ábúðarm- iklir að öllum má vera ljóst að það er ekkert grín að bera ábyrgð í banka. En bankar hugsa líka um hag þeirra sem eiga ekkert ávfeanahefti og verða að láta sér nægja að stela hefti frá öðrum til að komast yfir peninga eða aðrar nauðsynjar í verslunum. Til að sýna og sanna umhyggju sína fyrir þessum þjóð- félagshópi útbjuggu bankamir sérstök kort sem af fadæma frumleik eru kölluð bankakort. Og er nú tek- ið umyrðalaust við ávísun frá hverjum þeim sem framvísar banka- korti frá sama banka og gefúr út eyðublaðið. Sá sem er með bankakort er gull- tryggður viðskiptavinur samkvæmt skipun bankanna. En þessi nýja þjónusta bankanna er farin að bitna illa á ýmsum verslunareigendum því ábyrgð bankakortanna er víst í lág- marki þegar um stolið kort er að ræða. Ög þjófar hafa nokkuð kvart- að yfir þvi að þegar þeir hafi stolið ávísanahefti þá þurfi þeir endilega að stela bankakorti frá sama banka og gaf út heftið sem þeir gómuðu. Sjá allir réttsýnir menn að hér þurfa bankamir enn að bæta sig nokkuð og gefa út eitt alkherjarkort. Þá haifa blessaðir bankamir tekið það ómak af þeim sem skulda að vera að flækja þá í upplýsingum um þátt vaxta og verðbóta í afborgunum af lánum - sulla þessu einhvem veg- inn saman og biðja menn bara að greiða á gjalddaga. Nú hafa ein- hveijir óhlutvandir menn gerst svo ósvífnir að draga í efa að bankamir hafi alltaf reiknað rétt og jafiivel ekki farið að lögum útgefnum af sjálfúm Seðlabanka íslands sem ræður öllu hér sem hann þarf að ráða. Svona er nú vanþakklætið alla daga og alla tíð. Þetta gengur meira að segja svo langt að farið er að heimta málssókn á hendur bönkum og hafa uppi kröfur um endur- greiðslu. Má því með sanni segja að sjaldan launar kálfúr ofbeldið, eins og fyrirlesari útvarpsins sagði hér um árið. En við skulum ekki láta þessa úr- tölumenn og þrasara villa okkur sýn heldur hneigja okkur djúpt fyrir þjónustulund, umhyggju og þrot- lausri leit bankanna í að þjóna þeim best á allan hátt sem vilja eiga við þá viðskipti. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.