Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1986, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986. íþróttir • Steinar Birgisson. Ánægðir með Bjorgyin og Steinar Gauti Gréfarason, DV, Noœgi; Forráðaœenn norska hand- knattleiksfélagsins Kristiansand eru mjög ánægðir með Björgvin Björgvinsson þjálfara og Steinar Birgisson landsliðsmann. Félag- ið hefur æft mjög vel að undan- fömu og fór í æfingabúðir til Danmerkur. I stuttu spjalli við Steinar sagði hann að andinn væri mjög góður hjá leikmönn- um liðsins. Þessum mikla bar- áttujaxli fannst þó ekki að leikmennimir tækju nægilega á á æfingum og í leikjum. -sos Udo Klug til Hombuig Afli IÐmaraaon, DV, V-Þýskafcmdi: Udo Klug, fyrrum þjálfari Niiinbeig og Frankíurt, var um helgina ráðinn þjálfari Homb- urg. Félagið rak þjálfarann Fritz Fuchs fyrir stuttu. • Jiirgen Groh hjá Kaisers- lautem hefur verið dæmdur í fjöguira vikna keppnisbann. Hann var rekinn af leikvelli í leik gegn „Gladbach“ á dögun- um. SOS • Tryggvi Gunnarsson. Tryggvi er puttabrotinn Þiáinn Sleönaaan, DV, Akureyri; Tryggvi Gunnarsson, marka- skorarinn mikli hjá KA á Akureyri, er puttabrotinn og óvíst hvort hann leikur meira með KA-liðinu í sumar. Tryggvi er kominn í gifeumbúðir sem ná upp að olnboga. Tryggvi skoraði sex mörk gegn Skallagrxmi á laugardaginn en ekki fimm eins og var sagt frá hér á síðunni í gær. Hann er búinn að skora 25 mörk í 2. deild og er langmarkahæstur. sos Sigurður Grétarsson fra í sex vikur: „Liðband í hné er illilega rifið“ - sagði Sigurður, sem missir af landsleikjum íslands í EM • Guðmundur Þorbjömsson. „Þetta verður alla vega sex vikna stopp hjá mér. Allur fóturinn er í gifei en það var liðband í hné sem rifhaði svona illilega," sagði Sigurður Grétarsson sem meiddist á æfingu með liði sínu, Luzem, í síðustu viku. Það er nú ljóst að meiðsli hans em alvarlegri en talið var í fyrstu og missir hann af landsleikjunum sem nú em fram- undan. „Það er auðvitað ferlega svekkj- andi að þetta skuli gerast á þessum tíma. Landsleikir og Evrópuleikir framundan og maður missir af því öllu. En þetta er hlutur sem má alltaf búast við og það verður bara að taka því,“ sagði Sigurður. • Luzem vann góðan sigur á heimavelli um helgina, sigraði Basel, 2-0. Ómar Torfason lék ekki með en honum hefur gengið erfið- lega að vinna sér fast sæti í liðinu það sem af er keppnistímabilinu. Guðmundur í formi Guðmundur Þorbjömsson hefur leikið mjög vel það sem af er tíma- bilinu með hði sínu Baden. Um helgina sigraði Baden Chiosso, 2-1, og lagði Guðmundur upp annað mark Baden. Hann hefur skorað þijú mörk í fjórum fyrstu leikjum Baden sem er í 5. sæti í 2. deild. -SMJ • Siguröur Grétarsson leikur ekki með ísland Tékkinn Ivan Lendl átti ekki í vandræðum með að tryggja sér sæti í 8 manna úrslitum á opna banda- ríska meistaramótinu í tennis. Hann sigraði Brad Gilbert frá Bandaríkj- unum næsta auðveldlega í gær, 7-5, 6-1 og 6-2. Aðrir sem em komnir í 8-manna úrslit eru þeir Stefan Ed- berg frá Svíþjóð og óþekktur Bandaríkjamaður, Tim Wilkinson. Boris Becker og Henri Leconte eru einnig enn með í baráttunni Verð- launin á mótinu er hreint út sagt gríðarleg og hafa líklega aldrei verið hærri á tennismóti. Heildarverð- launin eru um 140 milljónir kr. Þama taka líka þátt allir bestu tenn- isleikarar heims. • í kvennakeppninni eru þær Martina Navratilova og Chris Evert Lloyd komnar í úrslit. Aðrar sem þangað eru komnar eru v-þýski tán- ingurinn Steffi Graf, Helena Sukova frá Tékkóslóvakíu, Bonnie Gadusek frá Bandaríkjunum og Manuela Maleeva frá Búlgaríu. -SMJ Roxburgh velur sinn fyrsta landsliðshóp - Dalglish og Hansen aftur í landsliði Skota Andy Roxburgh, hinn nýi lands- liðsþjálfari Skota hefur nú valið 20 manna hóp fyrir landsleikinn gegn Búlgurum í undankeppni Evrópukeppninnar. Það er ýmis- legt sem kemur á óvart í vali Roxburgh sem ætlar greinilega að setja sinn persónulega stíl á liðið. Hann velur Maurice Johnston frá Celtic en af mörgum er hann talinn besti sóknarmaður Skota í dag. Skrautlegt lífemi hans hefur hins vegar komið í veg fyrir fast sæti í landsliðinu til þessa. Bakvörður- inn Ray Stewart frá West Ham er á ný kominn í hópinn eftir fiögurra ára fiarvem. Nýliðar em þeir Gary Macay frá Hearts og Robert Con- nor frá Aberdeen. Þá em þeir Kenny Dalglish, sem leikur sinn 101. landsleik, og Alan Hansen frá Liverpool aftur í hópnum. Athygli vekur að þeir Steve Archibald, Graeme Sharp, David Speedie og Graeme Souness em ekki í hópn- • Kenny Dalglish leikur sinn 101. landsleik á móti Búlgaríu. um. Greinilega ekki fundið náð fyrir augum hins nýja landsliðs- þjálfara. Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir: Markmenn: A. Goram (Old- ham), J. Leighton (Aberdeen), C. Money (St Mirren). Vamarmenn: R. Gough (Tottenham), A. Hansen (Liverpool), A. McLeish (Aberde- en), M. Malpas (Dundee United), W. Miller (Aberdeen), D. Narey (Dundee United), R. Stewart (West Ham). Miðvallarleikmenn: R. Ait- ken (Celtic), P. McStay (Celtic), G. Mackay (Hearts), G. Strachan (Man. United), K. Dalglish (Li- verpool). Sóknarleikmenn: R. Connor (Aberdeen), D. Cooper (Rangers), M. Johnston (Celtic), A. McCoist (Rangers) og C. Nic- holas (Arsenal). -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.