Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1986, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986.
5
Stjómmál
Halklór Ásgrimsson:
Munum
sækja á
„Ég hyggst gefa kost á mér í næstu
kosningum. Hér á eftir að fara fram
forval sem raðar niður í sæti og mun
ég hlíta niðurstöðum þess. Varðandi
kosningamar sjálfar er ég bjartsýnn,
við höfum verið í ákveðinni lægð en
erum að komast upp úr henni og mun-
um sækja á fram að kosningum," sagði
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð-
herra og þingmaður Framsóknar-
flokksins á Austurlandi. Varðandi
yfirlýsingu ungra framsóknarmanna
um að endumýja þyrfti þingmannahð
flokksins sagði Halldór: „Það verður
náttúrlega hvert kjördæmi íyrir sig að
ákveða. Það er nauðsynlegt að viss
endumýjun eigi sér stað og það er
eðlilegt að ungir menn komi fram með
sínar skoðanir og ryðji sér braut. Við
verðum að sætta okkur við það og
eigum að fagna því að ungir menn
komi til starfa." JFJ
Stefán Valgeirsson:
Hef þegar
gefið út mínar
yfirlýsingar
„Ég hef þegar gefið út yfirlýsingar
um ákvörðun mína í þessu efni. Ég
mun áfram gefa kost á mér og taka
þátt í prófkjöri sem ákveðið hefur ve-
rið í kjördæminu í lok september,"
sagði Stefán Valgeirsson, þriðji þing-
maður Framsóknarflokksins á Norð-
urlandi eystra. -S.Konn.
Páll Pétursson:
Kjósendur
ráða |iví
„Það verða kjósendur á Norðurlandi
vestra sem ráða því hvort ég verð hér
í framboði," sagði Páll Pétursson,
þingmaður Framsóknarflokksins í
Norðurlandskjördæmi vestra. Sagði
Páll að framundan væri prófkjör í
kjördæminu þar sem línumar í fram-
boðsmálum myndu skýrast, þó gerði
hann frekar ráð fyrir því að hann yrði
með í slagnum. „Ef kjósendur óska
þess að ég gefi kost á mér mun ég
ekki skorast undan því.“
-JFJ
Ingvar Gíslason:
Fer ekki
í framboð
aftur
Ingvar Gíslason gefur ekki kost á
sér til þingmennsku við næstu al-
þingiskosningar. Ingvar lýsti þessu
yfir á þingi Sambands ungra fram-
sóknarmanna sem haldið var í
Hrafnagilsskóla í Eyjafirði um síðustu
helgi.
Ingvar sagðist hafa setið á þingi í
25 ár og kominn væri tími til að víkja
fyrir nýjum mönnum. JFJ
Stefán Guðmundsson:
Er löngu
ákveðinn
„Ég er löngu ákveðinn í að bjóða
mig fram áfram,“ sagði Stefán Guð-
mundsson, fimmti þingmaður Fram-
sóknarflokksins á Norðurlandi vestra.
„Búið er að ákveða skoðanakönnun
og prófkjör að henni lokinni sem ég
mun taka þátt í,“ sagði Stefán sem við
þingslit mun ljúka setu á sínu sjötta
þingi. -S.Konn.
Þórarinn Sigurjónsson:
Þetta kemur
allt í Ijos
„Þetta kemur allt í ljós,“ sagði Þór-
arinn Sigurjónsson, annar þingmaður
Framsóknarflokksins á Suðurlandi.
„Ég vil ekki gefa neitt ákveðið út á
þetta. Ég kann betur við að flokks-
félagar mínir fái að vita af þessu áður
en það birtist í blöðunum," sagði Þór-
arinn. -S.Konn.
Jón Kristjánsson:
Nokkuð örugg-
lega í framboð
„Ég býst fastlega við því að fara fram
og má segja að það sé nokkuð ör-
uggt,“ sagði Jón Kristjánsson, þing-
maður Framsóknarflokksins á
Austurlandi. „Það fara fljótlega af stað
tilnefningar hjá Framsóknarfélögun-
um hér ó Austurlandi og í þeim ræðst
þetta allt saman." JFJ
Haraldur Olafsson:
Getum náð
2 mönnum
„Ég gef kost á mér, það er alveg
víst,“ sagði Haraldur Ólafsson, þing-
maður Framsóknarflokksins í Reykja-
vík. Sagðist hann vera ákveðinn í að
bjóða sig fram í 1. sæti listans og sagð-
ist vona að samkomulag næðist meðal
Framsóknarmanna um skipan fram-
boðslistans.
Nú hefur verið sagt að Finnur Ing-
ólfsson, aðstoðarmaður sjávarútvegs-
ráðherra, hyggist koma þér úr efsta
sæti. Eru einhver öfl innan flokksins
sem vinna skipulega gegn þér?
„Það mó vel vera að um slíkt sé að
ræða en þá verður bara að mæta þvi.
Það eru Framsóknarmenn í Reykjavík
sem verða að ákveða hvemig skipað
er á listann. Annars fagna ég því að
fá unga menn til samstarfs við mig og
er sannfærður um að sameinaðir get-
um við náð 2 mönnum inn í næstu
þingkosningum.“ JFJ
Jón Helgason:
Hef samráð við
mína félaga
„Ég hef ekki tekið neina ákvörðun
um að hætta þingmennsku nú í vor,“
sagði Jón Helgason, landbúnaðar- og
dóms- og kirkjumálaráðherra, þing-
maður Suðurlandskjördæmis. Sagðist
Jón þó telja líklegt að hann gæfi kost
á sér til endurkjörs. „Ég mun hafa
samráð við mína félaga og taka ák-
vörðun í þessum efnum eftir það.“
JFJ
Steingrímur Hermannsson:
Mun haida áfram
í pólHðdnni
„Ég geri ráð fyrir að ég muni halda
eitthvað áfram í pólitíkinni, ef það er
það sem þið eruð að spyrja að,“ sagði
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra. „Ég mun bjóða mig fram í
næstu kosningum," sagði Steingrímur
sem nú hefur setið sautján þing.
-S.Konn.
Alexander Stefánsson
Hreinar línur
„Það eru hreinar línur, ég ætla að
gera það,“ sagði Alexander Stefáns-
son, félagsmálaráðherra og annar
þingmaður í Vesturlandskjördæmi.
Alexander hefur setið á Alþingi frá
árinu 1978. Hann sagði aðspurður ekki
vita hvort mikil barátta yrði um sæti
á framboðslista flokksins. -APH
Guðmundur
Bjamason fer
líklegast fram
Guðmimdur Bjamason, þingmaður
í Norðurlandskjördæmi eystra, fer að
öllum líkindum í framboð í næstu Al-
þingiskosningum. Ekki náðist í hann
til að bera þá spumingu undir hann
en flestir telja að hann gefi örugglega
kost á sér til endurkjörs, enda einn
af yngri mönnunum í þingliði Fram-
sóknarflokksins. Almennt er talið að
Guðmundur muni þar að auki færast
sæti ofar á framboðslistanum þar sem
Ingvar Gíslason gefur ekki kost á sér
til endurkjörs. JFJ
Jeep
___FRA AMERIKU
NRiGÆÐI öryggi glæsileiki
A ISLANDI
FYRIR ÞA SEM
AÐEINS VILJA ÞAÐ BESTA
n AMCIJeep
Aðalsmerki
Cherokee, 2ja dyra
STUTTUR AFGREIÐSLUFRESTUR
Cherokee,
4ra dyra,
EGILL VILHJALMSSON HF
_____Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202