Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1986, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1986, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986. 25. Sandkom Siðsamir dansarar Það fór að verða vandlifað í íslensku þjóðfélagi eftir að klámbylgjan margumrædda flæddi yfir landið. Leðjuslags- mál, bossasýningar ásamt viðeigandi hjálpartækjum þótti ómissandi á flestum meiri háttar skemmtistöðum. Og þær örfáu sómakæru sálir, sem eftir stóðu, þorðu helst ekki út fyrir hússins dyr eftir klukkan tíu á kvöldin. En nú virðist vera komin lægð í gamanið. Opinskáar auglýsingar á slíkum skemmt- unum eru nú orðnar fásénar, enda sjálfur höfuðpaurinn sagður snúinn frá villu síns vegar og endurreistur hjá Hvítasunnusöfnuðinum. Auglýsing ein, sem birtist í dagblöðum nú um helgina, er kannski talandi tákn fyrir þá ördeyðu sem nú er í skemmt- analífinu. Þar tilkynna forr- áðamenn skemmtistaðarins Evrópu að þeir vilji ráða „siðsama dansara af báðum kynjum til að taka þátt í skemmtiatriðum í haust og í vetur“. Ja, öðruvísi mér áður brá. Einnota símtæki Okkar ágæta eyþjóð er ákaflega opin fyrir nýjungum. Síðasta delludæmið, sem grip- ið hefur um sig, eru farsímam- ir svonefndu. Hafa menn keppst um að kaupa slík tján- ingartól í öll möguleg og ómöguleg farartæki. Munu nú aðeins örfáir bamavagnar óvirkjaðir, enda allar línur löngu sprangnar. En nú má ætla að ísfirðing- ar séu að skáka öðrum lands- búum í þessum efnum. Vestfirska fréttablaðið Farsímar þykja finir um þessar mundir. greindi nefnilega frá því fyrir helgina að ungur ísfirskur uppfinningamaður, Albert Skutfjörð, hefði nú fengið einkaleyfi á framleiðslu ein- nota símtækja. „Era þau uppleysanleg í vatni,“ segir blaðið, „og má nota hlaupið, er þá myndast, til að fægja parketgólf og veggi.“ Öiyggiá Bylgjunni Nýja útvarpsstöðin, Bylgj- an, hefur þegar náð nokkrum vinsældum. Er það mál margra að stöðin sé kærkomin tilbreyting frá síbyljumúsíkinni á rás 2 og þungmetinu á rás 1. Tæknimálin reyndust þó þeim Bylgjumönnum erfiður ljár í þúfu, sérstaklega tvo fyrstu dagana. Einkum var það ein auglýsing sem reyndi allt hvað af tók að troða sér inn í dagskrána á óheppileg- ustu tímum. Skipti þá engu máli hvort stöðin var að flytja hlustendum sínum fréttir eða undurblíða tónlist, alls staðar reyndi auglýsingin sú ama að smeygja sér. Og þegar allt virtist komið í klandur og ástandið í stúdíóinu eins ótry ggt og hugsast gat þá hljómaði allt í einu á öldum ljósvakans: Seikóó-öryyggiii! Hrafn gerði Reykjavíkur- mynd... Kvikmynd um leiötoq- ann Kvikmynd Hrafns Gunn- laugssonar um Reykjavík, sú er nú er sýnd i bíóhúsum borg- arinnar, hefur fengið tals- verða gagnrýni. Þykir mörgum sem hún mætti fjalla aðeins meira um höfuðborgina og aðeins minna um borgar- stjórann. .. .um Davíð Ekki skal hér dæmt um hvort eitthvað er til í þessu þar sem skrifari hefur ekki séð afurðina. Hins vegar gengur sú saga fjöllunum hærra að Nóbelsskáldið okkar, Halldór Laxness, hafi sagt að frumsýn- ingu Reykjavíkurmyndarinn- ar lokinni að hún minnti sig á aðra mynd sem hann hefði séð í Norður-Kóreu árið 1951. Sú mynd hefði einkum verið frábragðin að því leyti að hún hefði fjallað um Kim il Sung og verið miklu betri... Kópavogur í kerfi íbúar sveitarfélaga í ná- grenni Reykjavíkur fá oft að finna fyrir kerfisköllunum og það á skrýtilegan máta. Oft eiga þessir nágrannar höfúð- borgarinnar erfitt með að fóta sig í tilverunni. Tökum dæmi: Ef Kópavogsbúi sækir skóla í Reykjavík, við skúlum bara segja hjá Pósti og síma, fær hann enga matarpeninga né ferðastyrk, svo sem lands- byggðarfólki úr t.d. Keflavík, Selfossi og Borgamesi ber. Þá fellur hann sumsé undir Reykjavíkurreglumar En á 200 ára afmæli Reykja- víkurborgar vora starfsmenn pósthússins í Kópavogi allt í einu orðnir að landsbyggðar- mönnum. Þá var öllum póst- húsum í Reykjavík lokað en þeir í Kópavogi máttu hafa opið allan daginn hvað sem tautaði og raulaði. Auðvitað kom ekki kvikindi inn á póst- húsið eftir hádegi á þessum merkisdegi. En starfsfólkið mátti engu að síður dingla við auð borðin. Þótti þessi ráð- stöfun jafnskondin og hún var óskiljanleg. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir Guðjón Hannesson heldur vigalegur á stærsta laxinum sem veiðst hefur i Hofsá i sumar en hann vegur 23 pund og tók túpu, bláa og svarta. DV-mynd G. Bender 23 punda lax í Hofsá í Vopnafirði „Fiskurinn æddi um allan hylinn“ „Fiskurinn æddi um allan hylinn og þetta var heiimikil barátta, stóð yfir í þrjú kortér og fiskurinn tók túpu svip- aða Laxá blá,“ sagi Guðjón Hannesson í samtali við DV eftir að hafa landað stærsta laxinum í Hofeá í Vopnafirði, 23 punda hæng. „Þetta var gífúrlega gaman, ég hef ekki veitt í Hofeá áður og þetta var fyrsti veiðistaðurinn á svæði þrjú, skemmtilegur veiðistaður, enda veiddi ég líka 18 punda lax og Ingvar Baldvinsson annan, sannkall- aður stórlaxastaður en laxamir voru orðnir legnir enda líka sá tími kom- • „ a mn. Það fer ekki á milli mála að Hofsá í Vopnafirði er einhver besta flugu- veiðiá sem undirritaður hefur veitt í, fluguhyljir eru margir góðir í henni og lax víða. Fluga og spúnn eru bara leyfð í ánni og virðist sem fiskurinn taki fluguna betur fyrir vikið þó grannt sé. Um 140 laxar hafa veiðst í ánni og er það gott, vel gætu bæst 200-300 laxar við þá tölu því lax er ennþá eitt- hvað að ganga í ána og það þarf rigningu og þá kemur hann meira. G. Bender. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Hjöllum 20, Patreksfirði, tal. eign Sveins Arasonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands, Lifeyrissjóðs Vestfirðinga, Eyrasparisjóðs, Sparisjóðs Rauðasandshrepps, Ferðamálasjóðs, Samvinnubanka íslands hf., Indriða Þorkelssonar hdl. og Vilhjálms H. Vil- hjálmssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. september 1986 kl. 10.00. Sýslumaður Barðastrandarsýslu. Nauðungaruppboð á fasteigninni Möðrufelli 11, 4.t.v., þingl. eigandi Hildur Rúna Hauksdóttir, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. sept. 1986 kl. 16.00. Uppboðs- beiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Asparfelli 12, 6. hæð A, þingl. eigandi Sigrún Eyjólfsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. sept. 1986 kl. 14.45. Úppboðsbeið- andi er Sigmundur Böðvarsson hdl. _______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Víðidal, Faxabóli C, tal. eigandi Hörður Hákonarson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. sept. 1986 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Gísli Baldur Garðarsson hrl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Asparfelli 4, 6.h.A„ þingl. eigandi Magnús Guðmundsson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. sept. 1986 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. ___________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Þórufelli 18, 3.t.h„ þingl. eigandi Grétar Bjamason, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. sept. 1986 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Kristinn Sigurjónsson hrl., Gjaldheimtan í Reykjavik, Friðjón Örn Friðjónsson hdl., Gísli Baldur Garðarsson hri., Pétur Guðmundar- son hrl., Landsbanki íslands og Jón Þóroddsson hdl. ___________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Hraunbæ 38, 2. haeð, þingl. eigandi Sigurð- ur Gunnarsson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. sept. 1986 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur eru: Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Jón Halld- órsson hrl. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta, á fasteigninni Þórufelli 10, 4.t.v„ þingl. eigandi Guðrún Bjamadóttir, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. sept. 1986 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Skarphéðinn Þórisson hrl„ Landsbanki íslands, Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. ___________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta, á fasteigninni Víðidal, D-tröð 1, hesthúsi, þingl. eigandi Þórður Bjömsson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. sept. 1986 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. ___________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Eyjabakka 11, 1.f.m„ þingl. eigandi Rafn Einarsson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. sept. 1986 kl. 16.15. Uppboðsbeiðendur eru: Gjaldheimtan í Reykjavík og Skúli J. Pálmason hrl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta, á fasteigninni Eyjabakka 12, 3.t.v„ þingl. eigandi Ása Guðmundsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. sept. 1986 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gjaldheimtan í Reykjavík og Róbert Ámi Hreiðarsson hdl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta, á fasteigninni Smiðshöfða 9, hl„ þingl. eigandi Bílasmiðj- an Kyndill hf„ fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. sept. 1986 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gjaldheimtan í Reykjavík, Ámi Pálsson hdl„ Gísli Baldur Garðarsson hrl„ Sigurður Siguijónsson hdl„ Utvegsbanki islands, Ari isberg hdl„ Iðnþróunarsjóður, Borgarsjóður Reykjavíkur, Iðnlánasjóður, Haf- steinn Sigurðsson hrl„ Búnaðarbanki islands, Iðnaðarbanki Islands hf„ Sigriður Thoriacius hdl„ Lansbanki Íslands, Guðmundur Jónsson hdl„ Ámi Einarsson hdl„ Klemens Eggertsson hdl. og Guðmundur Óli Guðmundsson hdl. _______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð á fasteigninni Möðrufelli 7, 4,f.m„ þingl. eigandi Svanlaug J. Bjamadóttir, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. sept. 1986 kl. 15.45. Uppboðs- beiðendur eru: Gjaldheimtan i Reykjavík, Veödeild Landsbanka Islands, Róbert Ámi Hreiðarsson hdl. og Ásgeir Thoroddsen hdl. ___________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.