Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1986, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986. Utlönd ■ mmm ■■:■ Wmsm Vestrænir stjómarerindrekar i Moskvu áætla að Sovétmenn hafi misst tíu þúsund menn i sjö ára striöi i Afganistan. Sovétmenn segjast vilja semja um friö í Afganistan og bjóðast til aö kalla heim sex herfylki frá landinu. Bandaríkin kalla tillögur Sovétmanna ófullnægjandi og vilja að þeir kalli allt herlið sitt frá landinu Áætla tíu þúsund Sovétmenn fallna í Afganistan Takmarkaður árangur stórveldaviðræðna um staðbundin ágreiningsefni Háttsettir embættismenn Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna hittast í Moskvu í dag og á morgun til við- ræðna um samskipti ríkjanna. Meginfundarefaið nú eru stríðsátök- in í Afganistan, auk þess sem lögð verða á ráðin um fyrirhugaðan leið- togafand stórveldanna síðar á þessu ári. Fundahöldin í þessari viku koma í kjölfar viðræðna stórveldanna í Washington í síðasta mánuði um ýmis staðbundin ágreiningsefhi og skömmu áður en sérfræðingar ríkj- anna í afvopnunarmálum hefja á ný samningaviðræður um næstu helgi. Á þessum margvíslegu viðræðu- fúndum stórveldanna er leynt' og ljóst unnið að undirbúningi utan- ríkisráðherrafúndar Shultz og Sévardnadze er ákveðinn hefúr verið þann 19. og 20. september næstkom- andi. Er utanríkisráðherrunum ætlað að ganga fiá lokaundirbúningi leið- togafúndar stórveldanna, er Reagan og Gorbatsjov urðu ásáttir um að haldinn yrði fyrir lok þessa árs á fundi sínum í Genf í nóvember síð- asthðnum. Haft er eftir bandarískum embætt- ismönnum að fram að þessu hafi lítill árangur orðið af undirbúning- sviðræðum embættismanna ríkj- anna. Bandaríkjamenn hafa formlega lýst tilboði Sovétmanna um að draga sex herfylki til baka frá Afganistan sem ófallnægjandi og taka undir kröfa Pakistana um allsherjarbrott- flutning sovéskra hersveita frá Afganistan. Á meðan krefjast stjómvöld í Kab- úl, höfaðborg Afganistan, þess að sovéskar hersveitir verði að minnsta kosti í fjögur ár í viðbót í landinu. Vestrænir stjómarerindrekar í Kab- úl áætla herstyrk Sovétmanna í landinu nú um 115 þúsund manns. Samskipti Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna versnuðu til muna eftir innrás Rauða hersins í Afganistan í desember 1979. Á leiðtogafandinum í Genf í fyrra er haft eftir Reagan í samtali við Gorbatsjov að ekki megi búast við bættari samskiptum ríkj- anna fyrr en sovéskar hersveitir séu burt frá Afganistan. Haft er eftir sovéskum embættis- mönnum að stjómvöldum í Moskvu sé mjög umhugað um að samið verði um frið í landinu, en slíkt sé aftur á móti óhugsandi á meðan Banda- ríkjamenn og önnur ríki haldi áfram að birgja afganska skæmliða upp af fullkomnum vopnabúnaði. Haft er eftir Shahnahwaz Tanai hershöfðingja, yfirmanni afganska hersins, í gær að þrátt fyrir áætlanir Sovétmanna að draga til baka sex herfylki frá landinu sé óhugsandi að stjómvöld í Moskvu láti sveitir skæruliða komast upp með aukin umsvif í landinu og yfirgefi ekki Afganistan á neyðarstund. Vestrænir stjómarerindrekar í Moskvu álíta að Sovétmenn verði nú örlítið varir við efaahagslegar og stjómmálalegar þrengingar sökum sjö ára stríðsreksturs síns í Afganist- an, en slíkar þrengingar séu enn sem komið er hverfandi. „Hemaðarútgjöld vegna stríðs- rekstursins í Afganistan em innan við eitt prósent af heildarútgjöldum til hermála," sagði einn stjómarer- indrekinn í viðtali við Reuters-fréttastofuna. Bætti hann því við að menn áætluðu tölu fall- inna Sovétmanna í Afganistan nú um tíu þúsund, er þætti frekar lág tala eftir sjö ára stríðsátök, auk þess sem innanlandsórói í Sovétríkjimum sökum mannfalls í Afganistanstríð- inu væri lítt merkjanlegur. Bandarískir embættismenn í Moskvu vildu í gær lítið tjá sig um fyrirhugaðar viðræður embættis- manna ríkjanna í dag og á morgun. Sögðust þeir fyrst og fremst vilja líta á fúndina sem tækifæri til að skipt- ast á skoðunum og alls ekki mætti túlka fundahöldin sem einhvers kon- ar samningaviðræður. Norðursjórinn ruslafata efnaiðnaðarins f áratugi hafa iðnfyrirtæki Evrópu notað Norðursjóinn fyrir mslafötu. Undir glampandi yfirborðinu er haf- ið farið að storkna af öllum þeim skít sem dælt er í það. í Hamborg em aðeins 55 prósent af frárennslinu hreinsuð, afgangin- um er sleppt beint út í ána Elbe. Kvikasilfurmagn í fiski í ánni er 40 sinnum meira en leyfilegt er og veiði þess vegna bönnuð. Súrefaisskorts hefur orðið vart á svæðum í Norður- sjónum vegna köfaunarefhis og fosfórs sem koma með frárennslinu frá iðnaðarfyrirtækjunum. Á hveiju ári tekur Norðursjórinn á móti 970.000 tonnum af köfhunar- efai, 120.000 tonnum af fosfór, 840 tonnum af kadmíum, 2800 tonnum af krómi, 6000 tonnum af kopar, 45 tonnum af kvikasilfri, 3700 tonnum af nikkel, 7800 tonnum af blýi og 3100 tonnum af sinki. Meirihluti þungu málmanna kemur frá ánum og andrúmsloftinu. Óvissa Vísindamenn eru órólegir en þeim þykir erfitt að sanna að sá skaði sem orðið hefur sé vegna frárennslis. Iðn- aðarfyrirtækin notfæra sér óvissu þeirra og fjárfesta ekki í betri hreins- unartækjum fyrr en stjórnmála- mennimir þvinga þau til þess. Þó að vísindamenn geti ekki bein- línis séð afleiðingamar benda þeir á að ástandið geti allt í einu versnað. Þau dýr sem lifa á botninum geti dáið og þar sem súrefaisskortur er fyrir hendi sé hætta á að umhverfið breytist fyrir fallt og allt. Útbreiddur dauði Nú þegar er farið að verða vart við útbreiddan fiskdauða. Fiskurinn úr Norðursjónum er með húðsjúk- dóma, æxli og afinyndaða beina- grind. Selunum undan ströndum Hollands hefúr fækkað úr 5000 í 500, að hluta til vegna eiturefhisins PBC sem veldur því að dýrin geta ekki fjölgað sér. Sjávarfaglar deyja í þús- undatali vegna olíu, sem sleppt hefur verið út, eða vegna msls sem þeir éta meðfram ströndunum. Grænfriðungar hafa komið því til leiðar að frá 1987 verða fyrirtækin í Belgíu, Hollandi og Vestur-Þýska- landi að hætta að sleppa titandioxíð- úrgangi í Norðursjóinn. En þessi úrgangur er aðeins brot af öllu því sem sleppt er út. Austur-Þjóðverjar hafa til dæmis engan áhuga á því að hætta að nota kvikasilfúr í papp- írsiðnaði þar sem þeir hafa enga eigin Norðursjávarströnd. Og Bretar em, eins og venjulega þegar um umhverfisvandamál er að ræða, tregir til breytinga. 1984 var haldin ráðstefha um Norðursjóinn í Bremen. Síðan þá hefur lítið gerst annað en að haldið er áfram að sleppa úrgangsefaum í Norðursjóinn og fyrirtæki í efhaiðn- aði halda sífellt áífram að framleiða ný efai. •. ••- •; . y/>y. mt: fiKÍÍ-> arfyrirtækjanna. Umsjón: Hannes Heimisson og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.