Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1986, Blaðsíða 12
12
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNOSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 500 kr.
Verð I lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr.
Dreifum áhættunni
Við erum of háð fiskmarkaði okkar í Bandaríkjunum.
Hann hefur áratugum saman verið okkar mesta gull-
kista og þess vegna stækkað úr hófi fram, meðan annar
markaður hefur verið vanræktur, einkum í Evrópu og
Japan. Þetta bindur hendur okkar á öðrum sviðum.
Okkur þykir alltof sjálfsagt, að frysti fiskurinn hafi
ótakmarkaðan og tollfrjálsan aðgang að bandarískum
markaði. Ýmislegt getur breytzt. Aðstæður verða aldrei
endalaust hinar sömu. Við sjáum þess einmitt merki
núna, að hætta getur verið á ferðum.
Við teljum sanngjarnt, að teflt verði fram í haust
nýjum, íslenzkum lögum um siglingar kaupskipa til
landsins til mótvægis við gömul einokunarlög í Banda-
ríkjunum. Við verðum að gera ráð fyrir hugsanlegum
gagnhótunum, sem gætu beinzt gegn freðfiskinum.
Við teljum oft, að Bandaríkin mundu aldrei beita
okkur ofríki vegna hernaðaraðstöðu þeirra hér á landi.
Sum okkar vilja jafnvel beita þeirri stöðu til að sýna
Bandaríkjunum ofríki. Til lengdar verður þó báðum
farsælast að halda varnarsamstarfi utan við kaupskap.
Við megum heldur ekki gleyma, að einangrunarstefna
blómstrar um þessar mundir í Bandaríkjunum. Hver
þingmaðurinn á fætur öðrum heimtar, að bandarískt
herlið verði flutt.frá Vestur-Evrópu. Ástæða er til að
búast við, að senn verði meirihluti á þingi fyrir fækkun.
Vægi austurstrandarinnar í almenningsáliti Banda-
ríkjamanna hefur minnkað og vægi vesturstrandarinnar
aukizt. Þar er Evrópa fjarlægari og gjarna litið á hana
sem ríka álfu, er ekki tími að verja sig sjálf, en noti féð
til að stunda viðskiptastríð gegn Bandaríkjunum.
Bandaríkjamenn eru ófáanlegir til að átta sig á, að
heimurinn er ekki vondur við þá. Verndarstefna er
hvergi í hinum iðnvædda heimi Vesturlanda meiri en í
Bandaríkjunum, nema hugsanlega í Frakklandi og Jap-
an. Þess vegna myndast vítahringur verndarstefnu.
Bandarískir þingmenn sjá almennt rautt í alþjóðavið-
skiptum. Frá þinginu má á næstu misserum búast við
röð laga um aukna atvinnuvernd og tilheyrandi við-
skiptaofsóknir gegn öðrum ríkjum. Þessi lög munu kalla
á skjót viðbrögð Evrópubandalagsins og Japans.
Hefndaraðgerðir þessara bandamanna Bandaríkj-
anna munu svo verða túlkaðar þar vestra sem einhliða
ofsóknir og kalla á enn harðari einokunar- og verndar-
lög. Ef til vill munu menn átta sig á fánýti þess, en
fátt bendir til slíks, eins og tónninn er um þessar mundir.
Við vitum aldrei, hvenær eða hvernig við getum
sogazt inn í slíkan vítahring, annaðhvort óvart eða
vegna gerða okkar. Bandaríkin gætu viljað vernda veik-
burða sjávarútveg sinn eða veita Kanada og Rómönsku
Ameríku forgang umfram aðrar álfur.
Þegar viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna hótaði okk-
ur refsiðagerðum vegna hvalveiða, var kominn tími til,
að við áttuðum okkur á, hversu hverfull heimurinn er.
Ef við ætlum að halda áfram að veiða hval, eigum við
á hættu bandarískt bann við fiskkaupum af okkur.
Auðvitað er illþolandi að hafa slíkt sverð hangandi
yfir höfði okkar. Það bindur hendur okkar í hvalveiðum
og í öðrum ágreiningsefnum okkar við Bandaríkin. Því
er bezt að dreifa markaðsöflun okkar svo um heiminn,
að við verðum mun minna háð Bandaríkjamarkaði.
Hækkun japansks og evrópsks gjaldeyris, lækkun
dollarans og aukin tækni við flutning á ferskum fiski
á að auðvelda okkur að dreifa áhættunni.
Jónas Kristjánsson
ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986.
„Ekki veit ég hvað þeir ungir framsóknarmenn hafa rætt þetta vandamál mikið á þingi sínu en hefði ég verið
þar hefði ég bent þeim á að þetta mál mætti leysa með þvi að hafa karlmenn í framboöi sem yrðu kellingar
á Alþingi."
Skemmtileg
skoðanakönnun
Einhver skemmtilegasta skoðana-
könnun sumarsins er pólitíski
vinsældalistinn sem unninn var fyrir
Samband ungra framsóknarmanna
og var aðalmál á þingi þess um sl.
helgi. Meðal athyglisverðra niður-
staðna er að Pálmi Jónsson, fyrrum
ráðherra og nú formaður fjárveit-
inganefiidar, er talinn meðal vinsælli
framsóknarmanna á landinu - þ.e.a.
s.í þeim hópi framsóknarmanna sem
þjóðin kannast við. Fyrir utan þjóð-
ina, Félagsvisindastofnun Háskóla
Islands og unga framsóknarmenn
varðar málið þrjá aðila - þ.e.a.s.
Pálma Jónsson, Sjálfstæðisflokkinn
og Framsóknarflokkinn. Einn þeirra
þriggja, Pálmi sjálfur, hefur gert at-
hugasemd við niðurstöðuna. Hinir
tveir, Framsóknarflokkurinn og
Sjálfstæðisflokkurinn, virðast hins
vegar ætla að sætta sig við hana.
A.m.k. hafa þeir engar athugasemdir
látið fiá sér fara í máhn. Af þessu
má glögglega sjá að Pálmi Jónsson
er í algerum minnihluta meðal þeirra
sem málið varðar. Niðurstaða Fé-
lagsvísindastofhunar Hl blívur, enda
studd af miklum meirihluta þjóðar-
innar.
Numero uno
Víkur þá sögunni að numero uno
á vinsældalistanum hjá Sjálfstæðis-
flokknum en Samband ungra fram-
sóknarmanna tók að sér að kanna
þau mál „í forbifarten" fyrir sam-
starfsflokkinn í ríkisstjóminni eftir
lögmáli helmingaskiptareglunnar.
Numero uno hjá íhaldinu reyndist
að sjálfsögðu vera Ámi Johnsen úr
Eyjunum. Hann er úr sama flokki
og formaðurinn og Eggert Haukdal
og úr sama kjördæmi og Jón Helga-
son og Þórarinn Sigurjónsson sem
allir þekkja. Má vera hann njóti
þess að einhveiju. Kollega hans á
vinsældalistanum hjá Framsóknar-
flokknum er Páll Pétursson. Ekki
var borið niður hjá fleiri flokkum í
könnuninni. Þykir mér það grafa
undan trúverðugleika Félagsvfs-
indadeildar Háskóla íslands.
SUF í vanda
Niðurstaða SUF-ara í þeirra alvar-
legu málum í flokknum er sú að
skipta þurfi um alla þingmenn
flokksins í næstu kosningum nema
þá Steingrím og Halldór Ásgrímsson.
Steingrímur er ungu mönnunum al-
KjaHarinn
Sighvatur
Björgvinsson,
fyrrv. alþingismaður
asta að sitja uppi með Pálma
Jónsson og þá hina.
Vandi kvenna
Vandi kvenna í pólitíkinni er einn-
ig tekinn sérstaklega fyrir í skoðana-
könnun Félagsvísindadeildar
Háskóla íslands fyrir Samband
ungra framsóknarmanna. Þykir mér
sá vandi nú hafa magnast mikið og
orðinn hartnær óleysanlegur.
Samkvæmt umræddri skoðana-
könnun er nefhilega meirihluti
þjóðarinnar á þeirri skoðun að fleiri
konur þurfi að sitja á Alþingi en
aðeins 4,5% aðspurða telja það
skipta miklu máli að konur séu í
framboði til Alþingis. Fer nú heldur
betur að vefjast málið.
Ekki veit ég hvað þeir ungir fram-
sóknarmenn hafa rætt þetta vanda-
mál mikið á þingi sínu en hefði ég
„Af þessu má sjá hversu hagnýtt gagn má
hafa af vísindalegum vinnubrögðum á
sviði félagsmála.“
veg sammála. Lítið hefur heyrst frá
hinum þingmönnunum enda leggja
þeir ekki í vana sinn að segja neitt
á opinberum vettvangi, að sögn
Helga Péturssonar.
Vinsældalistinn, sem Félagsvís-
indastofiiun HÍ vann fyrir Samband
ungra framsóknarmanna, getur hins
vegar trauðla orðið ungu mönnun-
um haldgott hjálpartæki til þess að
ákveða hvaða menn Framsóknar-
flokkurinn eigi þá að setja í staðinn
fyrir þingmennina sem burtu skulu
ganga. Þannig er nefnilega mál með
vexti að sem líkleg þingmannsefhi
fyrir flokkinn, fyrir utan þá sem nú
sitja á þingi er einna helst nefndur
Hermann heitinn Jónasson og aðrir
látnir menn.
Af skiljanlegum ástæðum verður
svolítið erfitt að bjóða þá fram. Ekki
þó svo að skilja að þeim væri ekki
trúandi til þess að hafa sig álíka
mikið í frammi á opinberum vett-
vangi og núverandi þingmenn gera,
að dómi Helga Péturssonar. Vand-
inn liggur á öðrum sviðum. Líklega
verður Framsóknarflokkurinn bar-
verið þar hefði ég bent þeim á að
þetta mál mætti leysa með þvi að
hafa karlmenn í framboði sem yrðu
kellíngar á Alþingi. Er þetta enn ein
röksemdin fyrir því að breyta ekki
miklu á framboðslistum Framsókn-
arflokksins - og hjá fleirum. Það er
nú líkast til.
Vísindin efla alla dáð
Af þessu má sjá hversu hagnýtt
gagn má hafa af vísindalegum
vinnubrögðum á sviði félagsmála.
Svona skoðanakannanir, byggðar á
fullkomnustu þekkingu, tækni og
innsæi okkar tíma, gegnumlýsa
þjóðfélagið og leiða í ljós mikinn
innri styrk hins upplýsta samfélags
okkar íslendinga. Vafalaust mun hin
athyglisverða niðurstaða styrkja
mjög innviði stjómarflokkanna og
gagnast þeim öðru fremur við það
vandasama verk að velja þá fulltrúa
sína sem bestum hæfileikum eru
búnir til þess að stjóma þjóðinni á
hennar örðugu vegferð. Vísindin efla
alla dáð.
Sighvatur Björgvinsson