Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986.
5
Stjómmál
Jóhanna vill
rannsaka
tannlækna-
þjónustu
Jóhanna Sigurðardóttir og tveir aðr-
ir þingmenn Alþýðuflokksins, Magnús
H. Magnússon og Kolbrún Jónsdóttir,
hafa lagt fram þingsályktunartillögu
um könnun á tannlæknaþjónustu.
„Markmið þessarar tillögu er að láta
fara fram könnun á þvi hve oft ein-
stakir aldurshópar í þjóðfélaginu
notfæri sér tannlæknaþjónustu og enn
ffemur útgjöld íjölskyldna og einstakl-
inga af þeim sökum,“ segja flutnings-
menn í greinargerð.
Segja þeir að eftir upplýsingum, sem
fengjust úr slíkri könnun, mætti
ákveða hvaða leiðir ætti að fara til
að auka tannvemd og fyrirbyggjandi
aðgerðir og þar með draga úr tann-
læknakostnaði. Einnig myndu þær
upplýsingar auðvelda allar ákvarðanir
um ffekari þátttöku hins opinbera í
tannlæknakostnaði.
Þá benda flutningsmenn á að skort-
ur á upplýsingum hafi torveldað lausn
þeirra samninga, sem lengi hafi staðið
yfir við tannlækna.
-KMU
Kvikmynda-
gerðarmenn
í skólanefnd
„Ulgangur með lagafrumvarpi þessu
er að heimila fulltrúum kvikmynda-
gerðarmanna setu í skólanefnd Leik-
listarskóla íslands og auka þannig
bein áhrif kvikmyndalistar á námstil-
högun og menntun leiklistamema,"
segir í greinargerð með stjómarfrum-
varpi um breytingu á lögum um
Leiklistarskóla Islands.
Lagt er til að Samband íslenskra
kvikmyndaframleiðenda og Félag
kvikmyndagerðarmanna tilnefni
hvort sinn fulltrúa.
Lagafrumvarpið gerir einnig ráð fyr-
ir því að fulltrúi sjónvarpsdeildar
Ríkisútvarpsins og fulltrúi Félags ís-
lenskra leikstjóra fái sæti í skólanefnd.
-KMU
Kartóflugjald
verði afnumið
Tveir varaþingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, Jón Magnússon og Bessí
Jóhannsdóttir, hafa lagt ffam á Al-
þingi lagafrumvarp um að sérstakt
jöfhunargjald af innfluttum kartöflum
og vörum unnum úr þeim verði afhum-
ið.
Flutningsmenn segja að afleiðing-
arnar af álagningu vömgjaldsins hafi
orðið þær að verð á þessum vörum
hafi stórhækkað til neytenda og fram-
færsluvísitala hafi hækkað svo að hún
fór ffam úr viðmiðunarmörkum kjara-
samninga með þeim afleiðingum að
aukaútgjöld atvinnurekenda hafi orð-
ið um 200 milljónir króna.
-KMU
SUNNY
BÍLASYNING
Á REYÐARFIRÐI
HJÁ BIFREIÐAVERKSTÆÐINU LYKLI
OG MELAVÖLLUM VIÐ RAUÐAGERÐI
laugardag og sunnudag
kl. 14-17 báða dagana.
;|| INGVAR HELGASON HF
IIH Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.