Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986. Ferðamál Tollfrjáls varningur fyrir 7000 kr. Reglugerð um tollfrjálsan varning Það þekkja ekki allir reglugerðina sem segir til um hvað upphæðin er há sem tollfijáls vamingur er ein- skorðaður við. Reglugerðin TolLfrjáls vamingur ferða og farmanna, sem farið er eftir, segir m.a.: Heimilt er að hafa með sér við komuna til landsins án greiðslu aðflutningsgjalds fatnað og ferðabún- að sem farþegar hafa haft með sér og auk þess vaming fenginn erlendis í ferðinni - annað en áfengi og tóbak - fyrir allt að 7000 kr. á smásöluverði á innkaupsstað. Andvirði matvæla (þ. m.t. sælgæti) má þó ekki nema hærri íjárhæð en 1750 kr. og er það inni í þessum 7000 krónum. Böm yngri en 12 ára skulu njóta að hálfu þeirra rétt- inda er að framan greinir. í reglugerð um áfengi og tóbak stendur m.a.: Auk vamings samvæmt greininni hér að ofan er ferðamönnum heimilt að hafa meðferðis, án greiðslu aðflutningsgjalds, eftirtalið magn af áfengum drykkjum og tóbaksvörum: Ferðamönnum er leyfilegt að taka með sér 1 1 af sterku víni, 1 1 af létt- víni eða 1 1 af sterku víni og tólf (erlenda) bjóra sem em 6 1 (eða tutt- ugu og fjóra innlenda) eða 1 1 af léttvíni og bjórskammtinn eða 2 1 af léttvíni. Leyfilegt sígarettumagn em 200 stykki vindlingar eða 250 g af öðm tóbaki. Nú hefur einhver farþegi við komu til landsins meðferðis meira magn af áfengi en heimilaður er tollfrjáls inn- flutningur á samkvæmt því sem greinir frá hér að ofan. Er viðkomandi þá heimilt að halda til viðbótar allt að þrefoldu því magni sem getið er um hér að ofan, þó ekki bjór, gegn greiðslu einkasölu samkvæmt eftirfarandi gjaldskrá, hafi viðkomandi gert grein fyrir og framvísað vamingnum við tollgæslu. f gjaldskránni segir: A. Áfengi: Rauðvín, hvítvín, ljós rauðvin og freyðivín þarf að borga 260 kr/1. Fyrir íslenskar áfengistegundir þarf að borga 710 kr/1 og af koníaki, brandy, whisky, gin, genever, romm, líkjörum og ýmsum öðrum tegundum þarf að borga 1000 kr/1. Tökum sem dæmi farþega sem kaupir sér kassa af rauðvíni erlendis sem er mjög dýrt hérlendis en ódýrt í því landi sem það er framleitt. Kassinn inni- heldur sex rauðvínsflöskur og far- þeginn fer í „rauða“ hliðið og segist vilja borga af kassanum. Hann borgar 260 kr. af hverri flösku og þegar upp er staðið getur þetta margborgað sig þegar um dýrt vín er að ræða. Ráðuneytið ákveður Fjármálaráðuneytið ákveður upp- hæðina sem leyfilegt er að kaupa tollfijálsan vaming fyrir. Við höfðum samband við Sigurgeir A. Jónsson í tolladeild og spurðum hann við hvað hámarksupphæðin væri miðuð. Sigurgeir sagði að árið 1977 hefði verið komið á laggimar samstarfi milli Norðurlandanna um tollfijálsan vam- ing. Þau ákváðu að samræma þá fjárhæð sem farþegar mættu hafa með sér inn í landið. Það væri ákveðin við- miðunartala sem þau færu öll eftir og væri miðað við verðlag í hveiju landi. Hann sagði jafnframt að fjárhæðin hefði verið uppfærð sfðastliðin ár og breyting hefði átt sér stað í febrúar sl. Þá hækkaði upphæðin úr 5000 kr. í 7000 kr. „Rauða“ eða „græna“ hliðið? I tollinum í Keflavík eru tvö hlið, „rauða“ hliðið og „græna“ hliðið. Þeg- ar gengið er í gegnum „rauða" hliðið er verið að láta í ljós að maður hafi eitthvað tollskylt í fórum sínum. Það er skoðað, metið og síðan borgar við- komandi aðili af því þá upphæð sem sett er upp. Það er gert í Reykjavík um leið og vamingurinn er sóttur. Þegar gengið er í gegnum „græna“ Það er ekki hægt að <á mikið fyrir þessa fáu þúsundkalla sem sjást hér á myndinni en þetta er upphæðin sem kaupa má tollfrjálsan varning fyrir. Hér sjást þær tegundir af gjaldeyri sem er mest notaður. Þeir eru örlátir á gjaldeyrinn en öðru máli gegnir þegar tollfrjálsi vamingurinn er annars vegar. hliðið er hins vegar verið að sýna fram á að það sé allt löglegt sem geymist í lokuðum töskunum. Ef reyndin er önnur þarf viðkomandi að borga sekt sem nemur upphæð vamingsins sem gerður er upptækur. Síðan er vaming- urinn seldur á uppboði einhvem tímann í komandi framtíð. Ef fólk hefur nótur og getur þannig sýnt fram á hvað vamingurinn kost- aði er það mjög gott. Hversu þungur má farangurinn vera? Þegar verið er að ferðast em ákveðnar reglur til um hversu þungur farangurinn má vera. Frá Evrópu- löndum má fólk vera með 20 kg. Ef farangur er þyngri en það þarf að borga yfirvigt sem reiknast 1% af hæsta fargjaldi á hverri leið á hvert kg. Farþegum sem ferðast á Saga Class er heimilt að vera með 30 kg. Tökum sem dæmi farþega sem er að koma frá Glasgow. Hann þarf að borga 482 kr. ísl af hverju 1 kg sem er um- fram þessi 20 kg. Frá Bandaríkjunum má vera með tvær töskur. Taskan má vera samtals 273 cm og 32 kg. Það má vera með eina handtösku inni í farþegarými. Það er alltaf miklum vandkvæðum bundið þegar fólk hefur mikinn hand- farangur. Farþegarými leyfir það engan veginn og öryggisreglur leyfa ekki að í farþegarými sé það mikill aukafarangur að það hái farþegum að komast út ef eitthvað kemur upp á. Gjaldeyrir og greiðslukort Við fengum þær upplýsingar hjá bönk- unum að fullur gjaldeyrisskammtur lyrir ferðamenn væri 67.188 kr. ísl. en þá er fólki óheimilt að nota greiðslu- kort erlendis. Ef fólk kýs frekar að nota einungis greiðslukortin er há- marksupphæð 1650 dollarar eða 67.188 kr. íslenskar. -BB Jólaplötur póst-plötu-klúbbsins - SÉRTILBOÐ - LÆKKUN!! Ætlarðu í vetrarfrí? Sigurður Sigurðsson þjónn: Ekki í vetur. Ég ferðaðist um landið í sumar og var alls staðar mjög hepp- inn með veður. Magnús Halldórsson skrifstofumaður: Ég vinn svo mikið að ég veit ekki hvað frí er og hef ekki vitað lengi. Víðir Tómasson framreiðslumaður: Ekki í ár. í sumar fór ég til Kaup- mannahafhar og Borgundarhólms í einn mánuð. Það var mjög skemmtileg ferð sem ég var mjög ánægður með. Pétur Gunnarsson netagerðarmaður: Líklega ekki í vetur. Ég skrapp í frí innanlands í sumar sem var mjög ánægjulegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.