Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Page 9
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986.
9
Ferðamál
Verst af öllu
að vera tekinn
í græna hliðinu
Fyrir þá sem eru alltaf „réttu meg-
in“ við lögin er tollafgreiðsla við
heimkomu ekkert mál. Þeir ganga
bara í gegnum græna hliðið eins og
ekkert sé og þannig á það auðvitað
að vera.
Mikil umræða er í gangi hér á landi
vegna innkaupaferða til Skotlands og
tollskoðun varðandi vaming sem fólk
kaupir erlendis. Við erum ekki eina
landið sem hefur reglur varðandi toll-
frjálsan innflutning ferðamanna. Við
rákumst á bráðskemmtilega grein í
Business Traveller sem fjallar einmitt
um þetta sama efrii, og koma hér á
eftir punktar úr þeirri grein.
Villt um fyrir tollurum
Bent hefur verið á ýmsar leiðir fyrir
fólk að fara til þess að villa um fyrir
árvökulum tollvörðum. En það eru
aðeins þeir heimsku og ábyrgðarlausu
sem halda að þeir komist upp með að
sleppa í gegnum tollhliðið með toll-
skyldan vaming án þess að greiða af
honum tilskilin gjöld. Þrátt fyrir mik-
inn undirbúning og mikla uppfinn-
ingasemi væntanlegra smyglara
lengist alltaf listi þeirra sem kemst upp
um og viðurlögin verða sífellt þyngri.
Eitt af vandamálunum er að engin
gulltryggð leið er til í gegnum nálar-
augað fyrir smyglara. Margir hafa
eflaust heyrt eftirfarandi ráðleggingar:
Horfið ákveðið í augu tollvarðarins.
(Einnig em til ráðleggingar um að
forðast að líta í augu tollarans).
Ræddu hátt um hjartveika frænda
þinn á Akureyri.
Vertu smekklega klæddur.
Allar þessar ráðleggingar em til
einskis. Það er aðeins eitt sem tollarar
eiga sameiginlegt og það er áhugi
þeirra á að ná í skottið á þeim sem
em að smygla. Þar fyrir utan er ekki
hægt að byggja á neinni samlíkingu
um tollara, þeir em allir hver upp á
sinn máta.
Sumir em ungir og nýbyrjaðir í
starfi. Þeir em líklegir til að stoppa
farþega svona rétt til þess að æfa sig.
Aðrir em gamlir í hettunni og stoppa
farþega eftir tilfinningu sinni. Og það
er aldrei að vita hvað kemur róti á
þeirra tilfinningar.
Á stórum flugvelli eins og á Heath-
row í London fá tollverðir stundum
viðvaranir frá leyniþjónustunni um
líkur á að eitthvað sé að finna í
ákveðnum farþegahóp sem er þá skoð-
aður nánar við komuna til Heathrow.
Rétturinn tollvarðanna megin
En tollverðir hafa réttinn sín megin
og þeir geta snúið við hvaða ferðat-
ösku sem þeim dettur í hug og látið
fólk bíða á meðan. Mörgum ferða-
manninum finnst þetta óþolandi
átroðningur tollaranna. Þeir halda
statt og stöðugt fram sakleysi sínu
(alveg sama þótt þeir séu það alls ekki)
og þráast við eftir bestu getu. Ferða-
menn ákæra tollara um kynþáttamis-
rétti í von um að sleppa við tollskoðun.
Þá er algengt að bera fyrir sig vel
pökkuðum farangri, eða ákaflega við-
kvæmum nærfatnaði kvenna.
Þetta gerir bara allt verra viðureign-
ar og er líklegra að herða á skoðun
frekar en að ferðamaðurinn losni við
hana.
Aðeins tvö áhugamál
Tollaramir eiga aðeins tvö áhuga-
mál: að láta viðkomandi greiða toll
og góma smyglarann. Engum vildu
þeir frekar ná en einmitt þeim sem er
að reyna að plata þá upp úr skónum.
Þeir sem oft eru á ferðinni í við-
skiptaerindum eru löghlýðnastir
ferðamanna. Yfirmaður tollamála á
Heathrow segir að 94% þeirra lendi
aldrei í neinum vandræðum. Þeir
þekkja allar reglur og einnig viðurlög-
in gegn brotunum.
Það eru aðallega þeir sem sjaldan
ferðast sem lenda í mestum vandræð-
um. Það eru þeir sem líklegastir eru
til þess að verða gripnir kaupæði er-
lendis og hugsi sér að reyna að komast
með góssið í gegnum tollinn. Fáfræði
er oft borið við, en þessi yfirmaður
segir að það sé engin afsökun. Hann
bendir á að ágæt þumalfingursregla
sé að allt sem er í farangrinum þegar
þú kemur heim en var þar ekki þegar
þú fórst er líklegt til að vera tollskylt.
Verst að vera tekinn I græna
hliðinu
Langsamlega verst þykir þegar fólk
er tekið í græna hliðinu með tollskyld-
an vaming. Margir reyna einnig að
blekkja með því að fara í rauða hliðið
og gefa upp eitthvað smávegis sem
þeir vilji gjaman greiða toll af. Þeir
gera það í þeirri trú að þá verði ekki
leitað frekar hjá þeim því þeir séu
„hafnir yfir allan grun“.
Breskir þegnar mega hafa meðferðis
ótollskyldan vaming sem keyptur er
í löndum utan Efnahagsbandalagsins
fyrir 28 pund (eða sem svarar 1628 ísl.
kr.). Mjög flóknar reglur gilda um
breska tollinn og því er ferðamönnum
ráðlagt að fara í gegnum „rauða hlið-
ið“, ef þeir em í einhveijum vafa um
hvort þeir hafi tollskyldan vaming
meðferðis Það er rétti staðurinn til
þess að spyrjast fyrir. Fyrirspumir í
græna hliðinu em verri viðureignar.
Loks er í greininni sagt frá dæmum
af óförum breskra ferðamanna við
heimkomuna. Ferðamaður hafði með-
ferðis frá Japan síðbuxur sem kostuðu
20 pund og perlufesti sem kostaði 1000
pund. Hann var „tekinn" i græna hlið-
inu. Buxumar vom tollfrjálsar og
sömuleiðis 8 pund af andvirði perlu-
festarinnar. En vegna þess að viðkom-
andi var sekur um að fara í gegnum
rangt hlið með tollskyldan vaming
vom perlumar teknar og ferðamaður-
inn varð að velja á milli þess að láta
málið fara fyrir dómstóla og fá háar
sektir og greiða síðan 15% virðisauka-
skatt og 4,9% toll af 992 pundunum
eða gera sér að góðu að tollyfirvöld
gerðu festina upptæka.
-A.BJ.
Ómögulegt er að vita fyrirfram hvernig tollarar bregðast við, en þeir eiga aðeins tvö áhugamál: að láta viðkomandi
greiða toll og góma smyglara.
VIÐ FLYTJUM...
SKRIFSTOFU OKKAR AÐ
UNMRGÖTU9A
Mánudaginn 24. nóvember opnum viö sölu-
deild, farmskrárdeild og afgreiöslu í auknu
og endurbættu húsnæöi aö Lindargötu 9A.
Önnur skrifstofustarfsemi flytur í næsta
mánuði.
Við viljum biöja viðskiptavini okkar velvirö-
ingar á hugsanlegri röskun, á meðan flutn-
ingunum stendur.
í hinu nýja húsnæöi ætlum viö enn að bæta
þjónustuna.
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
LINDARGÖTU 9A • SÍMI 28200
Það er minna mál að teppaleggja íbúðina en þig grunai
Turbo-teppin frá JL-byggingavörum kosta
aðeins 585 krónur fermetrinn, t.d. kostar að-
eins 20.478 krónur að leggja teppi á 35
fermetra gólf, þ.e.a.s. 5118 krónur
í útborgun og eftirstöðvar á 0 mánuðum
Við erum útverðir húsbyggjenda vestast og
austast í höfuðborginni
Munið laugardagsmarkaðinn á Stórhöfða.
JL-teppadeild: Hringbraut, sími 28600.
OPIÐ KL. 8-18 VIRKA DAGA
KL. 10 - 16 LAUGARDAGA