Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986.
11
| ,.ý ’.jj, 9 ilPif 3f Æ II- • .i& # jat- £& I -.CjJ Éfe>.
L M r 'WBt ? W"\ "z ^ ' 'i f y y - #ilp p > * 1 jggwss-
^ DV-mynd GVA
Gamamð i Glasgow
Það hlýtur að vera gaman að fara
til Glasgow og kaupa og kaupa fyrir
nokkra tugi þúsunda og spara sér
þannig fyrir ferðinni vegna mismun-
ar á verði þar og hér. Fólk kemur
síðan heim með úttroðnar töskur og
poka. Það vonast til að þurfa ekki
að borga mikla yfirvigt, og sleppur
vel, þótt einhver yfirvigt sé greidd.
Verðmunurinn er svo mikill, einkum
á fatnaði. Fólk kaupir fatnað fyrir
allt næsta ár. I leiðinni er í svona
ferðum unnt að slappa af á kvöldin
eftir þreytandi búðaráp yfir daginn,
njóta þess sem útlandið býður um-
fram Frón.
Talað er um, að fatnaður sé
100-140 prósent dýrari hér heima.
Fólk fer í innkaupaferðir einkum til
Glasgow, London og Amsterdam.
Nær því uppselt er í allar þessar ferð-
ir til borga austanhafs. Innkaupa-
ferðir fyrir jól hafa aldrei verið meiri
en nú. Fólk kaupir einkum föt og
jólavörur.
Þessar ferðir kosta írá tólf þúsund-
um króna og standa yfirleitt í þrjá
daga. Hótel er innifalið. Þetta virð-
ist í fljótu bragði vera hið mesta
sport. En galli er á gjöf Njarðar.
Haftamúrar
Sumir eru gripnir í tollinum, þegar
heim kemur. Þær dularfullu reglur
gilda, að fólkið má aðeins kaupa
fyrir sem svarar sjö þúsund krónum
og koma með til landsins.
Þama höfum við enn haftamúra.
Sú var tíðin, að ferðafólk fékk sára-
lítinn gjaldeyri. Það átti undir
einhveijum nefhdum, hvort unnt
væri að fá lús meira. Svo var lengi.
Landsfeðumir hafa í einhveiju dreg-
ið úr höftunum. Við mótmælum
kröftuglega, þegar okkur finnst út-
lendingar beita höftum. Við þykj-
umst hálfheilagir aðilar að fríverzl-
unarsamtökunum EFl’A, og við
höfum fríverzlunarsamning við
Efhahagsbandalag Evrópu. A fund-
um með útlendum tölum við máli
fríverzlunar og verðum vondir, ef
upp kemst, að hinir útlendu hafa til
dæmis styrkt einhverjar vörur, sem
eiga í samkeppni við okkar vörur.
Nú er unnt að fá gjaldeyri í bönkum,
sem ætti að duga flestum, þegar far-
ið er út fyrir landsteinana. Auk þess
hefur mikill fjöldi fólks fengið sér
greiðslukort, sem unnt er að nota
erlendis í ríkum mæli nú orðið. Ætla
mætti af öllu þessu, að íslenzkir
ferðamenn geti vel leyft sér að kaupa
allnokkum vaming og hafa með sér
heim. En svo er ekki.
Á íslenzkum stjómarskrifstofum
sitja enn möppudýr kerfisins og
reikna, hvað fólk megi koma með
af vamingi til landsins. Það er í
engu samræmi við tímann. Engu er
líkara en ætlazt sé til, að ferðalan-
gamir eyði öllum gjaldeyrisskammt-
inum í gistingu, mat og vín. Þama
er ýtt undir þá kenningu, að íslenzk-
ir ferðamenn eigi helzt að vera fullir
alla ferðina. Vaming mega þeir ekki
kaupa, svo að heitið geti. Eins og
einn ferðalangurinn sagði í viðtali
við DV, þá hafði hún eytt sjö þúsund
krónum í fríhöfninni, eða svo. Fólk
reynir að plata kerfið með því að
kaupa í tergum eins og Glasgow
vaming fyrir 40-50 þúsund krónur.
Fólk reynir að taka hinar stein-
runnu reglur ríkisins ekki alvarlega.
Reyndar munu tollarar heldur ekki
taka þær mjög alvarlega. En sumir
em gripnir. Tollarar reyna þá að
geta sér til um, hvað er nýtt af því,
sem fólk hefur í farteski sínu við
komuna til Keflavikurflugvallar.
Vamingurinn er tekinn, fari verð
hans fram úr sjö þúsund krónum að
mati tollara. Það hefur síðan vakið
frekari furðu, að þessi vamingur er
tollaður eftir vigt í Reykjavík. Vanti
verðmiða, er farið eftir svokölluðu
Hagstofuverði og fundið svokallað
jafhaðarverð á hvert kíló. Síðan er
dótið vigtað og tollað. Undantekn-
ingar munu gerðar, ef um dýrar
vömr er að ræða, svo sem pelsa,
segja talsmenn tollsins. Viti menn.
Verndartollur
Þannig er það undir geðþótta-
ákvörðun tollvarða komið, hver er
tekinn og hver sleppur. Þessir heið-
ursmenn líta framan í fólkið eins og
venjulega, láta suma fara í gegn með
fullar töskur en grípa aðra og láta
greiða toll. Það er svo með reglur
hins opinbera, sem öllum finnast vit-
leysa. Það er undir geðþótta lög-
reglumanna komið, hvort menn em
teknir fyrir að fara 10 kílómetra fram
úr hámarkshraða eða 20 kílómetra
fram yfir á greiðfærum vegum.
Svona reglur em til bölvunar. Þær
verða til þess að rýra traust almenn-
ings á öllum boðum og bönnum
ríkisins. Þegar menn sjá, hve vit-
laust sumt er, þykjast þeir geta
sloppið við annað. Möppudýrin, sem
setja haftamúra til að hindra venju-
legt fólk í að koma með minniháttar
Laugardags-
pistill
Haukur Helgason
aðstoðarritstjóri
vaming frá Glasgow, eyðileggja
mikið.
Tollurinn á fatnaðinn frá Glasgow
er auðvitað vemdartollur. Við þykj-
umst berjast gegn slíkum tollum á
alþjóðlegum vettvangi. En hér höf-
um við toll og aðrar hindranir til
að vemda innlenda kaupmenn. Em
það ekki í sjálfu sér nóg höft, hversu
dýrt er að komast til annarra landa
vegna fjarlægðar?
Fatnaður er hér gjaman meira en
tvöfalt dýrari en i Glasgow eins og
sagt var. Kaupmönnum hefur ekki
tekizt að koma með skýringar, sem
viðhlítandi em, nema helzt, hve
markaðurinn er lítill hér og mikið
kostar að liggja með vömna, sem
selzt seint. Þessi skýring dugir því
ekki. Fæstir Islendingar em í stakk
búnir til að fara í innkaupaferðir
fyrir jól. Þótt margir komist, em
hhiir langtum fleiri, sem em háðir
íslenzka markaðnum í fatakaupum.
Þeir eiga einfaldlega ekki 60-70 þús-
und krónur á ákveðnum tíma, svo
að þeir geti bmgðið sér í innkaupa-
og skemmtiferð til útlanda. Margir
komast í sumarleyfi til útlanda á
lægstu kjörum. Það er dýrt að vera
fátækur. Gert er upp á milli manna
eftir efhahag með því kerfi, sem rík-
ir. Hinir betur stæðu geta enn aukið
forskot sitt með ódýrum innkaupum
á fatnaði erlendis.
Frjálsræðið
Sá sem semur þennan pistil telur,
að frjálsræði á markaðnum sé yfir-
leitt affarasælast. Það leiðir til meiri
framleiðslu í flestum greinum og
verður því til að bæta lífskjör okkar
allra, þegar fram í sækir.
Við töpum jafhan mjög miklu í
kjörum okkar vegna þeirra hafta,
sem ríkja, vegna mikilla afskipta
hins opinbera í smáu og stóru. Vissu-
lega hefur ríkið hlutverk, ekki sízt
í því að vemda lítilmagnann og
hindra, að hinn sterkari láti jafhan
kné fylgja kviði. í viðskiptum skilar
frjálsi markaðurinn allajafhan mest-
um árangri. Hann er neytandanum
hagstæðastur, en þá því aðeins að
samkeppni framleiðenda sé nóg. Sé
samkeppni þeirra á milli of lítil, er
ekki unnt að veita frjálsræðið. Þetta
er einnig grunntónn þeirra laga, sem
gilda nú síðustu ár.
Fijálsræði í viðskiptum hefur verið
aukið að undanfömu. í mörgum til-
vikum er árangurinn góður. Verð
vara, sem gefið er frjálst, hefur oft
hækkað minna en verð annarra
vara. En við höfum séð af síðustu
reikningum á vfsitölu framfærslu-
kostnaðar, að verð á fatnaði hefur
hækkað mikið á þessu ári og keyrt
vísitöluna upp. Þetta þýðir auðvitað
meiri verðbólgu. Þannig hefur verð-
bólga í ár reynzt meiri en ráð var
fyrir gert, þegar kjarasamningamir
vora gerðir í febrúar síðastliðnum
og lagt var fyrir alvöru til atlögu við
þann vágest. Fatakaupmenn bera
mikla sök í því.
Landið er langt frá öðrum löndum.
Fatakaupmenn njóta góðs af. Eitt-
hvað virðist vera að í fataverzlun-
inni. I þessari grein var frjálsræði
nýlega aukið. Spuming er, hvort það
hafi ekki verið of snemmt og hvort
þetta frjálsræði ætti að afturkalla.
Verðlagsstofhun á að fylgjast með
ákveðnum greinum verzlunar, þótt
fijálsræði sé aðalregla í þeim grein-
um. Nú bendir allt til, að Verðlags-
stofhun verði að fara ofan í saumana
á fataverzluninni og kanna hvort
allt sé með felldu. Skýringar kaup-
manna duga að minnsta kosti ekki
enn sem komið er.
Lexía
Sú var tíðin, að íslendingar vora
reyriiir í meiri átthagafjötra en nú
er. Þannig fengu menn nánasarlegan
gjaldeyrisskammt, ef þeir ferðuðust
til útlanda. Skattur var lagður á
þennan gjaldeyri. Flyttust menn
héðan búferlum úr landi, tók mörg
ár að koma fjármunum þeirra í
gjaldeyri og til fólksins. Þetta hefur
lagazt. En við sjáum af reynslu
þeirra, sem nú fara í innkaupaferðir,
hversu miklir átthagafjötrarnir eru
enn. Því er gott að segja fréttir af
þessu máli. Auðvitað gildir þetta allt
árið um ferðafólk, sem fer til út-
landa, austur og vestur. Kerfið er
fáránlegt. Auðvitað er flugvallar-
skatturinn einnig fáránlegur.
Þannig hafa ríkisstjómir um langan
aldur gengið gegn almenningi og séð
um, að hann komist ekki undan oki
hins litla markaðar hér heima.
Sumir heimkomnir Glasgowfarar
segja, að það sé eins og að koma í
ræningjabæli að fara að nýju inn í
verzlanir hér heima. Það er of mikið
sagt. En þó verður fullyrt, að mál
Glasgowfaranna er miklu stærra en
ætla mætti í fljótu bragði. Það er
ekki bara, að einhver hundruð
manna fari í innkaupaferðir og ein-
hver hluti þeirra lendi í klóm toll-
varða. í þessu máli er barizt um
miklu stærri hluti. Það er spuming
um frjálsræði til handa almenningi.
Það er spuming um, hvemig við
stöndum að fríverzlun, hvort við er-
um enn að burðast með höft, múra
tolla. Það er spuming um, hvar sam-
keppni sé nóg til þess að leyfa megi
frjálsa verðlagningu á vörum.
Flestum þessum spumingum hefur
verið svarað hér eins og svörin koma
fyrir að mati höfundar þessa pistils.
Þannig er um fjölmörg mál, sem í
fljótu bragði kunna að virðast smá.
Þegar vel er gáð, reynast þau snú-
ast um grundvallaratriði í því, sem
kalla mætti pólitík. Oft snúast málin
um frelsi einstaklinga, þátt sem allt-
af er vert að gefa gaum. Landsfeðr-
unum veitir ekki af aðhaldi í því efiii.
Haukur Helgason