Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Qupperneq 16
16
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986.
GiinterWa
Þýski blaðamaðurinn Giinter
Wallraff hefur öðlast mikla frægð
fyrir að dulbúast sem tyrkneskur far-
andverkamaður og kynna sér af eigin
raun lífskjör þeirra manna sem kvað
minnstrar virðingar njóta í Þýska-
landi.
Wallraff fékk „lánað“ nafn manns
af tyrkneskum uppruna og gekk í
gegnum reynslu sína undir nafninu
Ali. Hann auglýsti eftir vinnu sem
útlendingur sem gerði ekki miklar
kröfur. Hann hafði eftir það úr næg-
um óþrifaverkum að velja.
Um reynslu sína hefur Wallraff
skrifað bók sem vakið hefur mikla
athygli, bæði í heimalandi hans sem
og víða um heim. Hún er nú komin
út i íslenskri þýðingu undir nafninu
Niðurlægingin.
Wallraff er staddur hér á landi og
hefur rætt á opinberum fundum um
reynslu sína. Með bók sinni hefur
Wallraff vakið athygli landa sinna á
kjörum tyrkneskra verkamanna og
hleypt af stað mikilli umræðu um
þau mál. Aðferð Wallraffs hefur
einnig orðið til að vekja enn frekari
athygli á vandamálinu.
Hann segir í bókinni: „Maður verð-
ur að dulbúa sig til þess að geta
afhjúpað samfélagið, maður verður
að villa á sér heimildir til þess að
finna sannleikann." Með þetta að
leiðarljósi hefur Wallraff lagt á sig
allt það e'rfiði og allar þær hættur
sem tyrkneskir verkamenn standa
dag hvem frammi fyrir í Þýskalandi.
I I
Wallraff hefur áður beitt þessum
aðferðum í rannsóknarblaða-
Notaöir bílar
í séiflokki!
Fiat Uno 451984, ekinn 50.000 km,
toppbíil. Verð kr. 200.000,- útb.
70.000,- eftirst. til 10 mán.
Ch. Impala 1978, V8 305, sjálfsk.,
vökva- og veltistýri. Mjög góður
bíil. Verð kr. 280.000,- útborgun
50.000,- eftirst. til 18 mán.
Peugeot 504 GR, dísil, 1979. Mjög
góður og ódýr dísilbill á aðeins
kr. 150.000,- útborgun 30.000,- eft-
irst. á 12 mán.
Dodge Omni Custom 1979, 4 cyl.,
framdrifinn, sjálfsk., vökvastýri,
litað gler o.fl. Verð kr. 165.000,-
útb. 50.000,- eftirst. á 10 mán.
Talbot Horizon 1980. Einn eigandi
frá upphafi, ekinn 101.000 km og
i fínu standi. Verð aðeins 110.000,-
30.000,- út, eftirst. til 10 mán.
Mazda 62616001981, sérlega fall-
egur. Verð kr. 200.000,- útb.
70.000,- eftirst. til 10 mán.
Nissan Bluebird 1981, ekinn
82.000 km, sjálfskiptur, útvarp/
segulband. Verð kr. 230.000,- útb.
80.000,- eftirst. til 10 mán.
Fiat 127 1985, gullfallegur frúar-
bíll. Verð kr. 210.000,- útb. 70.000,-
eftist. til 10 mán.
Ch. Nova, 2ja dyra, 1978, V8 305,
sjálsk., vökva- og veltistýri, rafm.
rúður og -læsingar o.fl. Verð kr.
250.000,- útb. 70.000,- eftirst. til 10
mán.
Toyota Tercel 4 WD 1983, ekinn
aðeins 51.000 km, hvitur, með
aukamælum, toppeintak.
■ PEUGEOT Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600
) SKODA
CZflct) ^cmec'
ichryslerI
JÖFUR hf
mennsku sinni. M.a. vöktu skrif hans
um starfshætti á þýska blaðinu Bild
mikla athygli fyrir nokkrum' árum.
Hér á eftir fer kafli úr bók Wallr-
affs þar sem hann segir frá hvemig
tyrkneskir verkamenn eru notaðir
við viðhald og viðgerðir í kjarnorku-
verum þar sem veruleg hætta er á
geislun.
-GK
Geislunin - kaf li úr bók Gunters Wallraffs
Eiginlega á ég (Ali) að fara í vinnu
i kjarnorkuverinu Wurgassen, elsta
kjamorkuveri landsins-í notkun frá
1971 - sem þarfnast mjög viðgerðar.
Það er verið að leita að áreiðanleg-
um möimum til þess að framkvæma
árlega yfirferð. Sérstaklega er sóst
eftir útlendingum, einkum Tyrkjum.
Ég reikna með að það sé vegna þess,
hversu hreyfanlegir þeir eru.
Það eru ekki til neinar nákvæmar
vísindalegar rannsóknaniðurstöður í
Sambandslýðveldinu á langtima-
áhrifum tíðra en lítilla geisla-
skammta. Flestir útlendingarnir,
sem vinna í kjarnorkuvemnum við
hreinsun og viðgerðir í hita og við
afar geislavirkar aðstæður, koma
ekki fram í skýrslum árum eða ára-
tugum síðar þegar þeir gætu verið
orðnir sjúkir eða jafnvel látnir vegna
krabbameins í eistum, blöðruháls-
kirtli eða skjaldkirtli. Þá búa þeir í
öðrum borgum eða eru famir aftur
heim til sin og enginn spyrst fyrir
um það, hvort þeir hafi unnið tiltölu-
lega létta og hreinlega vinnu
mörgum árum áður í nokkra daga,
vikur eða mánuði í þýsku kjarnorku-
veri. Þeir sem reka kjamorkuverin
hafa einmitt af þessari ástæðu áhuga
á að komast af með tiltölulega fá-
mennan hóp eigin fastra starfs-
manna. Til þess hins vegar að vinna
hættulegustu verkin fá þeir undir-
verktaka til þess að útvega sér nýja
menn með litlum fyrirvara, sem fá á
nokkrum tímum eða dögum, jafnvel
stundum sekúndum hámarksgeisla-
sksunmt fyrir árið, 5000 millirem. Ég
leitaði upplýsinga um þetta hjá tyrk-
neskum og þýskum verkamönnum,
sem gáfu sig í þetta fyrir 10 mörk á
tímann (framburðir þeirra og upplýs-
ingar liggja fyrir í eiðsvörnu formi).
Einn fyrrverandi verkamaður segir
frá: „Þegar slys verða þá eru Tyrk-
irnir kallaðir til. Þeir eru sendir inn
á hættusvæðið og eru þar þangað til
þeir hafa náð 5000 milliremum. Það
getur tekið nokkra klukkutíma en
stundum aðeins mínútur eða jafnvel
sekúndur. Félagarnir kalla þetta
„upphitun“. „Yfirleitt eru þeir sem
þetta á við útilokaðir frá vinnu það
sem eftir er ársins. „En það eru til
leiðir," segir einn mér, „til þess að
fá vinnu einhvers staðar annars
staðar áfram.“ Hvernig, það fæst
hann ekki til að útskýra. „Þá fæ ég
hvergi aðra vinnu.“
Til þess að komast sjálfur að því
hvernig ástandið er býð ég (Ali) mig
fram til slíkrar lífshættulegrar vinnu
í Wúrgassen. Vandamálið er, að fyrst
fer fram öryggisrannsókn. Ég gaf upp
nafn og heimilisfang tvífara míns svo
og alla dvalarstaði undanfarin tíu
ár svo að öryggisyfirvöld geti byrjað
rannsókn sína. Tölvan þarf að taka
á „flísminni“ sínu: Þátttaka í mót-
mælafundum? Önnur starfsemi?
Rannsóknarlögregla Sambandslýð-
veldisins er líka kölluð til leiksins.
Yfirleitt tekur slík rannsókn sex vik-
ur, í flóknum undantekningartilvik-
um allt upp í þrjá mánuði. í mínu
tilviki - þ.e.a.s. tvífara míns - virðist
ítarleg rannsókn eiga sér stað, í það
minnsta er ekki komin nein niður-
staða tveim mánuðum síðar, hvorki
jákvæð né neikvæð. Yfirleitt er
ástæðunnar að leita í sumarleyfum.
En drátturinn kemur sér í það
minnsta vel fyrir mig, ég ákveð að
standa að þessu á annan hátt en
upphaflega var ætlunin. (Kunningi
minn, röntgenlæknir og sérfræðing-
ur í geislun, sem ég hafði leitt í allan
sannleika um áætlun mína um að
fara sem Tyrki í geislunina í kjarn-
orkuveri, varar mig eindregið við.
Heilsufarsástand mitt væri þegar
orðið allbágborið eftir að ég hafði
fengið þrálátt lungnakvef af rykinu
hjá Thyssen og almennt heilsufarsá-
fall eftir lyfjatilraunina. Hann lelur
afar sennilegt, að geislun við þessar
aðstæður hefði varanlegt heilsutjón
í för með sér.)
Þótt ég sé engan veginn geislandi
af orku og lífsfjöri - þvert á móti
finnst mér ég vera nánast búinn að
vera þar sem ég hef lifað mig svo
mjög inn í hlutverk mitt og það von-
leysi, sem er hlutskipti félaga minna
og vina hefur haft síversnandi og æ
meira niðurdrepandi áhrif á mig -
þá er ég samt hræddur við hægfara
dauða vegna krabbameins af völdum
geislunar, sem gæti haft í för með sér
margra ára dauðastríð. „Þetta gæti
gert út af við þig,“ hafði vinur minn,
röntgenlæknirinn sagt við mig til
viðvörunar. Ég viðurkenni því, að í
þessu efni er ég smeykur og held mig
utan við í skjóli forréttinda. Hundr-
uð og jafnvel þúsundir erlendra
verkamanna, sem slík vinna stendur
til boða, neyðast hins vegar til að
taka slíkri vinnu jafnvel þótt þeir
leggi þar með heilsu sína og jafnvel
líf í hættu og jafnvel þótt heilsufar
þeirra sé mun verr komið en mitt.
Það sem blekkir er einmitt, að þessi
vinna krefst ekki líkamlegs erfiðis,
þannig að jafnvel sjúkir, gamlir og
útslitnir treysta sér í þetta. Auk þess
er útlendingum alls ekki gerð grein
fyrir þeirri hættu, sem af þessari
starfsemi getur hlotist. Þegar ég (Ali)
óskaði eftir vinnu þessari og spurði
hreint út: „Er þessi vinna ekki
hættuleg?" þá var mér svarað af
starfsmannastjóranum: „Ekki frekar
en önnur iðnaðarvinna!"
Nokkrar lýsingar vitna sýna best
hvernig vinnan fer fram í Wúrgass-
en.
Frank M., verkstjóri í Wúrgassen:
„Annars er þetta vinna, þar sem
maður þénar vel. Sem verkstjóri fékk
ég síðast 2500 mörk nettó. Hins vegar
mundi ég aldrei vinna hér lengur en
fimm ár. Nema ég missti vinnuna.
Eftir fimm ár skrifa ég mig frekar
atvinnulausan. Geislunin er allt of
há þarna og verið er of gamalt. Þetta
er kjarnakljúfur þar sem notað er
sjóðandi vatn í stað háþrýstings og
þess vegna er geislunin meiri en ella.
Samkvæmt mínu áliti er hver einasti
kaffibolli geislavirkur. Bara við það
að fara inn í verið fær maður 10
millirem á dosimeter, áður en maður
byrjar að vinna.“
Dosimeter er mælitæki, sem allir á
„heita svæðinu" verða að hafa á sér.
Það sýnir geislunina, sem kemur
fram á einum degi á vinnusvæðinu.
Af ótta við að menn geti ekki náð
nógu miklum tímafjölda er oft fiktað
við þessi tæki.
Einn fyrrverandi verkamaður í
Wúrgassen segir: „Þetta er sjálfseft-
irlit. Þú leggur dosimeterinn einfald-
lega frá þér, t.d. í skápinn þinn,
enginn tekur eftir því. Enginn skipt-
ir sér af því. Allan þann tíma sem
ég vann í Wúrgassen var ég aldrei
spurður um tækið. Þar sem ekkert
mælitæki er, þar er heldur ekki hægt
að mæla neitt með því... Ég hef
heyrt um dálítið sem gerðist hjá und-
irverktakafyrirtækinu Reinhold &
Mahler: Þeir voru með hóp af Júgó-
slövum í vinnu hjá sér, eitthvað
sextán manns. Þeir voru allir ólög-
legir, voru ekki með neina pappíra.
Þetta með öryggiseftirlitið er nú ekki
alltaf tekið svo alvarlega. Þegar það
fréttist var þeim öllum kurteislega
sagt að fara. Til dæmis í Grohnde,
þar eru svona kannski tuttugu pró-
sent suðumannanna, sem þar vinna,
Þjóðverjar. Hinir eru útlendingar.“
Og Frank M. heldúr áfram:
„Undirverktakafyrirtækið okkar
hefur um það bil 2500 manns í vinnu.
Þar af eru í það minnsta 1500 útlend-
ingar. Þeir vinna sitt verk og þegar
eftirlitinu er lokið þá er þeim sagt
upp. Flestir eru aðeins tvær til þrjár
vikur. Það eru þeir, sem verða fyrir
mestri geislun. Þeir koma og fá svo
og svo mikla geislun. 1 fyrirtækinu,
þar sem ég vinn, eru verkstjórar við
byggingavinnu og þeir eru yfirleitt
lengur í starfi. Allir hinir eru stutt.
Þegar þeir hafa vinnusamning vegna