Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Page 17
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986.
17
skammtíma verkefnis, til dæmis
vegna eftirlits og hafa fengið í sig
ársfjórðungsgeislaskammt á innan
við tveim vikum, segir geislaeftirlitið
í verinu, að þeir fái ekki að koma
aftur inn og þá er þeim sagt upp. Við
höfum marga Tyrki, sem koma hing-
að fljúgandi til þess eins að vinna í
stuttan tíma og eru þá fluttir flug-
leiðis heim til sín aftur, þegar þeir
hafa fengið fullan geislaskammt.
Þegar þörf er á suðumönnum, og
þeir verða að vinna á geislasvæði þar
sem skammturinn á klukkutíma gæti
verið svona 1000 millirem, þá vinna
þeir í tvo tíma og síðan eru þeir send-
ir heim og aðrir taka við. Þeir sem
við taka vinna líka í tvo tíma og fá
2000 og fara aftur heim. Og enn er
skipt um menn þangað til verkinu
er lokið.
Yfirleitt gengur þetta þannig fyrir
sig: útlendu verkamennimir vita
ekki hvers vegna þeir verða að hætta
eftir tvo daga eða tvo tíma. Þeini er
aðeins sagt: þið megið ekki vinna
lengur. Þá verða þeir að fara.“
Frank M. getur sagt frá því hvern-
ig unnið er við hreingerningu á
kjarnakljúfssvæðinu:
„Þegar slökkt er á verinu þá er
venjulega skipt um þrjátíu prósent
af brennslukjörnunum. Þeir eru sett-
ir í geymslukerið. Þar eru þeir hafðir
í eitt ár meðan geislunin er að
minnka. Þegar skipt er um kjamana
er það gert í vatni og menn frá okk-
ur verða að vera við og halda gólfmu
kringum kerið hreinu til þess að
óhreinindin (geislavirk óhreinindi,
G.W.) berist ekki um allt verið. Svo
stendur einn við barminn á kerinu
og annar heldur í hann, bundinn með
línu. Ef einhver dettur í vatnið verð-
ur að ná honum upp innan 10
sekúndna af því að það er ekki hægt
að synda í þessu vatni.“
Og júgóslavneski verkamaðurinn
Dragan V.:
„Mér var ekkert sagt um geislunar-
hættu þegar ég var ráðinn. Mér var
aðeins sagt, að ársfjórðungsskammt-
urinn væri 2500 millirem og árs-
skammturinn 5000 millirem. Meira
var ekki sagt. Hve hættulegt og
hvort þetta væri hættulegt, um það
var ekkert sagt.“ 20. ágúst 1982 urðu
fjórtán verkamenn frá utanaðkom-
andi fyrirtækjum fyrir það mikilli
geislun, að það varð að flytja þá á
sjúkrahús í Dússeldorf. Þeir voru að
skipta um svonefhdar „sandsíur" i
lofthreinsikerfmu og urðu þá fyrir
mikilli geislun. Stjórn versins skip-
aði svo fyrir, að ekkert mætti fréttast
um þennan atburð. Skýrsla verka-
manns eins, sem var vitni að þessu
slysi í Wúrgassen:
„Ég er alltaf hræddur þegar ég er
þarna inni að vinna. Sérstaklega eft-
ir slysið. Fyrst settu þeir á tíma-
bundna lokun. Þá urðu menn að
vinna hálftíma áfram inni. Og svo
allt í einu: allsherjarlokun. Slípar-
arnir okkar voru sjö metra niðri.
Aðrir sátu í stigahúsinu. Inn af því
er eitt herbergi - þangað leitaði allur
óþverrinn. I þessu herbergi voru þeir
með verkfærakassana sína og
leiðslur lágu þaðan út og þess vegna
voru dyrnar opnar. Enginn tók eftir
því fyrr en allsherjarlokunin skall
á. Þeir ætluðu að fara út um sjálf-
virku dyrnar, gegnum mælitækin
(sem mæla geislunina, G.W.) Þá kom
í ljós, að þeir höfðu allir orðið fyrir
geislun.
Þá byrjaði það: Þeir urðu að fara
í sturtu aftur og aftur en það breytti
engu. Við hinir vorum komnir út en
þeir voru enn í sturtunum. Þeir voru
í sturtunum til klukkan þrjú eftir
hádegi og burstuðu húðina rækilega.
Frá hálftólf. Og svo komu þeir aftur
út. Við fórum aftur inn rétt fyrir þrjú.
Þá gátum við hafið vinnu að nýju.
Aðeins vélasalurinn og teinainn-
keyrslan voru lokuð áfram. Næsta
dag, laugardag, fórum við aftur í
vinnu, til að ná upp tímafjöldanum.
Þá var kallað á okkur og okkur sagt
að fara í sturtu aftur og vorum þar
til hádegis. Og á mánudeginum vor-
um við sendir til Dússeldorf, í geisl-
unardeildina. En þeir gerðu ekkert
annað en mæla. Og svo vorum við
flestallir útilokaðir frá vinnu það
sem eftir var ársins. Máttum ekki
stíga fæti inn i verið.“
G#ÐJ#L
GLEÐILEG JÓL
Bestu jólagjafahugmyndir
ársins:
Bay Jacobsens heilsudýna og
heilsukoddi. Fyrir fjölskylduna,
vini eða þig sjálfan.
Margir velja heilsudýnu Bay
Jacobsens vegna baksins og
þeir eru svo sannarlega ánægðir
með hina frábæru eiginleika
dýnunnar. En sífellt fleiri velja
Bay Jacobsens heilsudýnu og
kodda til þess að fá góðan næt-
ursvefn svo að þeir geti vaknað
hressir og úthvíldir. Heilsudýn-
an inniheldur 80.000 litlar kúlur
sem einangra gegn kulda neð-
anfrá. Þær halda likamshitanum
stöðugum alla nóttina. Auk þess
verka þær sem nudd á líkamann
og hafa þannig frískandi áhrif.
Það er vísindalega sannað að
nuddáhrif dýnunnar koma i
staðinn fyrir helminginn af þeim
hreyfingum sem maður annars
framkvæmir að næturlagi til
þess að finna þægilega hvíldar-
stellingu. Svefninn verður
rólegri, dýpri og lengri án hinna
mörgu truflana. Árangur: Maður
er hress og úthvíldur næsta
morgun. Dýnan er 3 cm þykk.
Fáanlegar breiddir eru
70/80/90 cm. Lengdin passar i
rúm sem eru 190-200 cm. Verð
kr. 4.860,-.
Heilsukoddinn styður fullkom-
lega við hnakka og höfuð.
Sérstaklega hannað loftrásar-
kerfi tryggir þægileg, tempruð
hitaáhrif alltárið. Verð kr. 1.960,-
Hreiðrið hefur jólagjöfina i ár -
«
BAY JACOBSEN
Hreiðrið hefur jólagjöfina i ár-
heilsudýnuna og
koddann - og það er 14 daga
skilafrestur
frá 24. desember.
HREIDRIÐ
gf Grensásvegi 12
Simi 688140-84660
Pósthólf 8312- 128 Rvk.
Hvaða áhyggjusvipur
er þetta eiginlega
þótt bankarnir
séu að loka?
Farðu í HRAÐBANKANN með launatékkann þinn - eftir vinnu eða seinna f kvöld. Þú
getur lagt upphæðina inn á tékkareikning eða sparireikning hvenær sem er.
• Borgarspítalanum • Landsbankanum Breiöholti • Landsbankanum Akureyri o Landspitalanum
• Búnaðarbankanum, aðalbanka • Búnaðarbankanum við Hlemm • Búnaðarbankanum Garðabæ
• Sparisjóði Vélstjóra • Samvinnubankanum Háaleitisbraut • Útvegsbankanum Hafnarfirði
• Sparisjóði Reykjavlkur og nágr. Skólavörðustlg • Sparisjóði Keflavlkur
• Landsbankanum, aðalbanka.
NOTAÐU SKYNSEMINA - NOTAOU HRAOBANKANN!
AUK W. X2.11/SlA