Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Síða 18
18
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986.
Frumraun Frú Emelíu leikhússins
verður til sýnis í kvöld og næstu vik-
ur í kjallara Hlaðvarpans. Uppfærsl-
an er í anda þýska draumsins. Sá
draumur er ekki staða, hús og bíll
eins og í ameríska ævintýrinu. Bara
bíll, nánar tiltekið Mercedes Benz
tegundin.
Guðjón Pedersen leikstjóri fullyrð-
ir að Islendinga dreymi þýska
drauminn. „Á íslandi er Benzinn líka
stöðutákn. Ég vildi að ég ætti einn.“
Tveir heimar
Leikritið Mercedes er eftir þýska
höfundinn Thomas Brasch. Hann er
af kynslóð höfunda eins og Rainer
Wemer Fassbinder, Peter Handke
og fleiri. Brasch samdi Mercedes
1983. Hann hefur samið íjölda ann-
arra leikrita, skrifað handrit fyrir
kvikmynd og meðal annars þýtt og
endurskoðað öll leikrit Tjekovs.
„Mercedes fjallar um tímann eða
öllu 'neldur tímaleysi," segir Guðjón
Pedersen. „Það er um fólk sem er
utangarðs í velferðarþjófélaginu.
Það fellur ekki inn í þjóðfélagið og
býr sér því til sína eigin veröld. í
þeirri tilveru er ekki þessi hraði sem
einkennir þjóðfélagið sem við eigum
að venjast. Þau hafa tíma til að
hugsa um hluti eins og tæknivæð-
ingu, atvinnuleysi og vígbúnað. En
persónurnar dreymir jafnframt um
að samlagast hinum ytra heimi. í
gegnum þann draum, drauminn um
stöðutáknið, Mercedes, tekst þeim
að lifa og sameina þessa tvo heima.“
Kolaportið of kalt
Kjallari Hlaðvarpans býður ekki
upp á tilkomumikið leiksvið eða leik-
tjöld. Lágt er til lofts og veggimir
eru múrsteinsgráir. Trébitar koma í
stað marmarasúlna. Salurinn tekur
um 70 áhorfendur. Leikið er á miðju
gólfinu.
Guðjón játar að kjallarinn sé
kannski ekki allra heppilegasti stað-
ur fyrir uppsetninguna. „Við hefðum
helst viljað setja leikritið upp í Kola-
portinu. Þar er bara of kalt. Kostur-
inn við kjallarann er sá að leikritið
krefst lítillar umgjarðar, aðeins bún-
inga. Tími verksins er að auki
afstæður. Mercedes er óháð tíma og
rúmi.“
Lífsreynsla
„Þetta er öðruvísi skrifað leikrit
en mörg önnur,“ segir Guðjón. Það
er meðal annars ástæðan fyrir því
að við gefum það út í leikskránni.
Mercedes er skrifað í 16 myndum sem
hver um sig hefur óskilgreindan
tíma. v
Það er gaman að fást við þetta
verk. Leikritið leiðir mann á ýmsar
götur. Áfangastaður er óljós. Maður
veit ekki hvar maður lendir að lok-
um.“
Höfundurinn Thomas Brasch virð-
ist einmitt hafa þessa óvissu að
markmiði. „Ég vil ekki sjá á sviði
eitthvað sem ég veit þegar og þekki,“
segir hann. „Leikhúsið á að vera lífs-
reynsla, upplifun, sem ekki er hægt
að setja samstundis í orð.“
Örlög draumsins
Sökum frjálslegs forms býður
Mercedes upp á ýmsa möguleika í
túlkun. Möguleikarnir kalla á mikla
vinnu frá hendi leikara og leikstjóra.
„Uppsetning verksins hefur verið
erfið. Það er óhætt að segja það,“
segir Þröstur Guðbjartsson, einn
þriggja leikenda.
„Persónurnar í þessu verki eru
mjög margslungnar. Túlkunin getur
verið á ótal vegu. Það liggja miklar
og djúpar pælingar að baki upp-
færslunni. Við höfum þurft að prófa
okkur áfram smám saman.“
Þröstur leikur Manninn í bílnum
sem hittir aðalpersónumar, Sakkó
og Oi (Ellert A. Ingimundarson og
Petru Bragadóttur). „Sakkó og Oi
hittast af tilviljun þar sem þau hafa
leitað hælis á ónefndum stað. Með
þeim takast góð kynni og þau deila
saman kjörum sínum. Maðurinn í
bílnum tvinnast inn í sögur þeirra
og drauma. Hann er að vissu leyti
fulltrúi Mercedes draumsins. Þannig
verður Maðurinn í bílnum örlaga-
valdur Sakkó og Oi og þau hans.“
Ekki framandi
Sem fyrr segir stígur Frú Emelíu
leikhúsið sín fyrstu skref í Mercedes.
Guðjón Pedersen sagði í sjónvarps-
viðtali í vikunni að leikhúsið væri
stofnað af þörf fyrir að gera eitt-
hvað. Eru aðstandendur Frú Emelíu
að öðru leyti verkefnalausir?
„Nei, við störfum öll að öðrum
verkefnum í hinum leikhúsunum,"
segir Guðjón. „Við vorum öll saman
í Leiklistarskóla íslands á sínum
tíma og okkur langaði til að gera
eitthvað saman. Frú Emilía gerir
okkur kleift að prófa ýmislegt sem
við gætum ekki í öðrum leikhúsum.
Sótt að Manninum í bflnum.