Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Side 21
LAUGARDAGUR 22. NOVEMBER 1986.
21
ið heyrist bara og við vorum búnar
að lesa okkur til um kosti og tak-
markanir útvarpsleikrita.
Líklega á að flytja verkið í útvarp-
inu í byrjun næsta árs. Ef okkur
stendur til boða að fylgjast með æf-
ingum þá gerum við það en við vitum
að þetta eru fagmenn og við treystum
þeim til að gera þetta sómasamlega.
Hins vegar væri það mjög lærdóms-
ríkt að vera með og sjá hvaða
annmarkar eru á koma verkinu í
réttan búning."
Stóra barnaleikritið
- Er nýtt leikrit í smíðum hjá ykkur?
„Við erum ekki með sameiginlegt
verk í smíðum,“ segir Kristín. „Við
höfum þó rætt mikið um að skrifa
barnaleikrit. Það er stóri draumur-
inn að skrifa barnaleikrit og fá það
sett upp á sviði. Við höfum viðrað
þessa hugmynd í leikhúsunum og
okkur hefur alls ekki verið gefið
undir fótinn með að byrja á verkinu.
Þetta hlýtur þó að breytast og fólk
fer að sjá að það gengur ekki að setja
börnin bara fyrir framan myndbönd-
in og hugsa síðan ekkert meira um
þau.
Við verðlaunaafhendinguna hvatti
Jón Viðar Jónsson, leiklistarstjóri
Ríkisútvarpsins, til þess að sinna
börnunum meira og það er mikil
uppörvum fyrir okkur. Við höfum
alls ekki gefið barnaleikritið frá okk-
ur og þessi verðlaun eru okkur
hvatning til að ráðast í verkið.
Við höfum mikinn áhuga á að
sinna börnunum meira og erum sjálf-
sagt hálfgerðar barnakerlingar. Mér
finnst spennandi að skrifa
barnabækur sem fullorðnir geta
notið líka. Með því móti er hægt að
koma ýmsum sjónarmiðum á fram-
færi.“
Og Iðunn heldur áfram að segja frá
áhuganum á börnunum: „Við erum
báðar með barna- og unglingabækur
í smíðum og berum skrifin reglulega
undir hvora aðra þegar við hittumst
við mikinn fögnuð. Við sækjum
kjark hvor til annarrar og gerumst
eins konar ritdómarar meðan verið
er að semja.“
Önnur verslunarferð
- Nú fenguð þið 200 þúsund í verð-
laun. Hvað á að gera við þau?
„Við hétum á okkur að ef við fengj-
um þessi verðlaun þá mundum við
fara í aðra verslunarferð og skrifa
meira,“ segir Iðunn. „En með alla
þessa peninga verðum við eiginlega
að fara í heimsreisu. Það er mjög
mikilvægt að komast frá til að skrifa
og gleyma öllu amstrinu heima á
meðan. Það er ágætt að fara í sumar-
bústað en best er að fara út. Það er
svo erfitt að skipta sér á milli íjöl-
skyldunnar og þessara áhugamála.
Okkur fmnst við vanrækja heimilið
ef við stelumst frá stund og stund en
þegar komið er út fyrir landsteinana
þá verður bara að trúa því að allt
gangi þótt við séum ekki nærri."
GK
ARCTIC CAT
Þorgeir Astvaldsson syngur Eg fer í fríið. Textann samdi Iðunn Steinsdóttir.
ÞEGAR TVEIR
STERKIR STANDA
AÐ ÞJÓNUSTVNNI...
NÝIR SLEÐAR
El Tigre árg. '87.
ca 94 ho.............kr 418.500.
Panthera árg. '87.
ca 72 ho., veró meö
rafstarti...........kr. 362 000
Cougar árg. '87.
ca 56 ho.............kr 319 000
Cheetah F/C árg ‘87.
ca 56 ho ,.............kr 349 000
Cheetah L/C árg. '87,
ca 94 ho............kr. 436.000,
Allir ofangreindir sleðar eru með jafnvægis-
stong.
Veró til b,orgunarsveita:
Cheetah F/C árg. '87,
ca 56 ho............kr. 184 800
Cheetah L/C árg. '87,
ca 94 ho ..............kr 220 600
Fullkomin varahluta-
og viðgerðarþjónusta.
VERIÐ VELK0MIN
BIFREIÐAR & LaNDBÚNAÐARVÉLAR
84060 S 38600
Van Leeuweh erstærsta lágerfyrirtæki röra og fylgihluta þeirra
í Evrópu. Sindra Stál rekur stærstu birgðastöð fyrirfslenskan
málmiðnað.
Öflugtsamstarfvið V. Leeuwengerirokkurkleiftaðbjóðafjölbreytt
úrvalafsvörtum og galvaniseruðum pípum, prófílpípum,
heildregnum pípum og suðutengjum.
Skjót og öflug þjónusta vegna sérverkefna!
VAH LEEIIWEN fil‘
SINDRA
STALHR
Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 27222.
ARCS/SlA