Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986. Enn um sjálfsmorð Um daginn átti ég erindi niður á Landsbókasafh. Vissi ég þá ekki fyrr en Einar G. Pétursson kemur og fer að ræða um sjálfsmorð og sjálfsvíg. Sem betur fer aðeins út frá áhuga á málinu ástkæra ylhýra. Hann var andsnúinn orðinu sjálfsvíg, taldi það vera bæði ljótt og órökrétt og alls ekki sömu merk- ingar og sjálfsmorð. Skýring hans felst í muni orð- anna víg og morð. Víg er skylt sögninni að vega (= að drepa) og talið skylt latneska orðinu vinco (= að sigra). Morð og myrða á systkin á öðr- um norrænum málum, t.d. dönsku mord, ensku, murder. Skylt lat- neska orðinu mortis (= dauði). En þetta var uppruni orðanna. Hvað með mismun á merkingu? Orðabók Menningarsjóðs geymir þessar upplýsingar um vega: drepa: v. mann; berjast, beita vopni: v báðum höndum; ráðast á e-n með vopnum eða orðum, greiða atlögu: v. að e-m; v. sigur vinna sigur með vopnum. Um myrða segir bókin þetta: 1 fremja morð, vega, drepa á laun 2 leyna: m. dauðan mann, m. bréf stinga bréfi undir stól. 3 MM: myrðast til að gera e-ð stelast til að gera e-ð með leynd. Að vega mann er að ráðast gegn honum fyrir opnum tjöldum má segja en að myrða er að drepa og fela líkið og neita verknaðinum. Að vísu er mér ekki grunlaust um að sögnin að myrða hafi fengið á síðari tímum aðeins víðari merk- ingu. Þessi munur kemur vel fram í Færeyingasögu. Sigmundur Brestisson og Þránd- ur í Götu eru þar fyrirferðarmiklar persónur og elduðu jafnan grátt silfur saman. í eitt sinn er Þrándur á hælum Sigmundar sem flýr á sundi með tveimur mönnum. Þessir tveir voru óhraustari en Sigmund- ur og drukknuðu báðir þrátt fyrir að Sigmundur reyndi að bjarga þeim með því að hafa þá á herðum sér. Sigmundur komst í land á Suðu- rey. Það vildi honum í óhamingju að þar bjó maður að nafhi Þorgrím- ur illi og bar nafn með rentu. Synir hans voru með, Ormsteinn og Þor- Ætti fiskiþing ekki að vera þing fiska? og fleiri orð steinn. Þorgrímur vill drepa Sigmund en synir hans mæla því í mót en: „... samþykktu honum um síðir, og ganga nú þar til er Sig- mundur lá og taka nú i hár honum, en Þorgrímur illi höggur höfuð af Sigmundi með bolöxi, og lætur Sig- mundur svo líf sitt, hinn vaskasti maður fyrir flestra hluta sakir. Þeir fletta hann klæðum og gripum og draga hann síðan upp undir einn moldbakka og kasa hann þar. Lík Þóris var upp rekið og kasa þeir hann hjá Sigmundi og myrða þá báða.“ íslensk tunga Eiríkur Brynjólfsson Sem sagt: þeir hjuggu fyrst af Sigmundi hausinn og myrtu hann síðan, þ.e.a.s. þeir földu líkið. Þrándi í Götu var auðvitað kennt um verknaðinn en brást hinn versti við þeim ásökunum og svaraði að það væri ólíklegt „þvíað það vissu allir, að vér vildum bana Sigmund- ar, en fyrir hvað mundu vér vilja myrða þá? Og er slikt óvingjarn- lega mælt.“ Það þótti með öðrum orðum í lagi að vega menn en morð voru talin lítilmannleg. Menn áttu að kannast við verknað sinn. Og svo er víst enn. Og kenning Einars Péturssonar um sjálfsvíg og sjálfsmorð er þessi: Sjálfsvíg væri það ef maður kveikti í sér til að mynda fyrir framan Stjórnarráðshúsið til að mótmæla efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar eða bara því hvað ráðherrarnir eru leiðinlegir; sjálfs- morð er á hinn bóginn þegar menn laumast við þetta heima hjá sér og eru ekki að mótmæla einu né neinu, nema kannski lífinu sjálfu. Þegar allt er skoðað fæ ég ekki betur séð en að niðurstaða Einars sé hárrétt. Ég geri einnig ráð fyrir að sjálfsvig sé nýrra orð heldur en sjálfsmorð og til komið vegna þess að einhverjir hafi veigrað sér við að nota sjálfsmorð. Læt ég svo sjálfsmorðshugleið- ingum lokið. Að strögla Ég var spurður um álit mitt á að um uppruna sagnarinnar að strögla, sem merkir að erfiða, berj- ast, þrefa. Því er fljótsvarað. Orðið er komið úr ensku, struggle, sem hefur þar svipaða merkingu og íslenska tökuorðið. Hvorki sögnin að strögla né nafnorðið strögl hefur komist í Orðabók Menningarsjóðs en eru hins vegar í Slangurorðabókinni. Þar eru þau stafsett með einu géi. Mér fyndist skynsamlegra að staf-, setja orðin ströggl og ströggla til samræmis við framburð. Að öðru leyti er ekki nema gott eitt um þessi orð að segja. Að heilsa og kveðja Tvö þing voru haldin í síðustu viku, kirkjuþing og fiskiþing. Af því kirkjuþing er þing kirkjunnar, hrafnaþing þing hrafna ætti þá ekki fiskiþing að vera þing fiska þar sem hákarlar og sardínur ræddu landsins gagn og nauðsynj- ar? Á kirkjuþinginu var fjallað um þjóðfélagsmál og er það vel, eink- um ef prestum tekst að komast að skynsamlegum niðurstöðum. Ein tillaga var samþykkt sem gekk út á að vernda kveðjuorðin sæll og blessaður. Tillögunni var einnig stefnt gegn orðunum hæ og bæ. Um þetta má margt segja en sök- um tímaskorts verð ég að fresta umfjölluninni til næstu helgar. Bæ að sinni. Kölska gamla er mikil makt Þormóður Pálsson heitir roskinn maður sem ég hef lengi þekkt. Við höfum báðir verið búsettir í sama bæjarfélagi og hann verið þar virk- ur maður í pólitíkinni. Við höfum getað um hana talað í strætisvögn- unum og líklega jaftian verið nokkuð á líkri línu. Hann var emb- ættismaður ríkisins en ég í fullan aldarfjórðung starfsmaður bæjar- ins en lét ekki opinber mál þess að öðru leyti til mín taka. Þormóður mun vera norðlenskrar ættar og stundum kenndur við Njálastaði. En áður en við kynntumst per- sónulega var ég ritstjóri tímarits sem víða fór. Það var á stríðsárun- um. Þar hafði ég vísnadálk og kom vinur Þormóðs með nokkrar stökur eftir hann í óleyfi og freistaði mín. Aldrei hefur hann sjálfur látið mig heyra vísu en leyfði mér hins vegar að birta eftir sig það sem á fjörur mínar kynni að reka og ég teldi að væri rétt feðrað. Eins og fleiri Norðlendingum hafa afbrotamál og örlög þeirra Agnesar og Friðriks orðið Þormóði hugleikin. Meðan bein þeirra voru enn í jörðu á aftökustaðnum í Vatnsdalshólum kom hann þang- að, bá ungur. Hann orti: Fomar slóðir hrífa hér hug til bróðurþels og tára. Drifnar blóði mæta mér myndir hljóðar fyrjri ára. Um vín og ástir fjallar hann eins og flestir eða allir vísna- og kvæða- menn: Vínið skírir deiglu dýra, deyfðin flýr af brá. Ástir býr og elur hýra ævintýraþrá. Og þá má nefna þessa. Alltaf geymist mér í minni mín þó lengist ævisaga, að þú varst mér einu sinni ástarljóð um kalda daga. Hér er svo loks visa sem ort mun vera á hernámsárunum þegar Bandaríkjamenn voru teknir við því sem á hátíðlegra máli var og er enn kallað vernd og vamir: Fjölga þjóðar minnar mein, mikill skapast vandi. Hafa fáir hlotið nein höpp frá Kananslandi. Þeir sem láta mjög á sér bera, hvort sem það er nú til góðs eða ills, liggja jafnan vel við höggi skálda og hagyrðinga. En vísna- þáttastjórar birta því aðeins slíkan kveðskap að nokkuð þyki í hann spunnið, haganlega og meinlega sé að orði komist. Eru, þegar svo stendur á, gerðar heldur meiri kröf- ur en venjulega, ekki síst þegar höfundar er ekki getið. Það er auð- vitað galli á vísu, einkum þegar um ádeilu er að ræða, að nafn fylgi ekki. Tvær vísur um dagskrármál Vísnaþáttur komu nú til greina. Hér er önnur þeirra: Kölska gamla er mikil makt, mun hún enn til virkjunar. Hefur dauðans hendur lagt á Hjálparstofnun kirkjunnar. Þá koma nokkrar vísur eftir Har- ald Jónasson. Hann er sextugur áhugamaður um skáldskap og fagrar listir, hesta, og margt fleira. Lifibrauð sitt hafði hann lengi sem lipur verslunarmaður í miðbæ Reykjavíkur. Hann á líka búskap- araðsetur utanbæjar, sér og sínu fólki til tómstundardundurs. Fer- skeytlur yrkir hann: Býlið mitt er kofakot konungs fjarri ranni. Sjálfur er ég brotabrot af bærilegum manni. Svo var það og er víst enn, á því hef ég flotið, gott er að þekkja góða menn og geta þeirra notið. Hér á landi myrkramet mest er fyrir jólin. Svo um himneskt hænufet hækka tekur sólin. Og svo um það gaman, sem alvar- an fylgir, en kannski líka í gamni talað: Þú kemur sem dýrlegur draum- ur, dag hvem og nóttu til mín. En nokkuð er tíminn naumur sem nýt ég í alvöru þín. Heldur myndi léttast lund, og lifna skondið gaman, ef við gætum stund og stund stolið okkur saman. Eftirfarandi vísa er eftir tvö þjóð- kunn borgfirsk skáld. Frændur voru þeir og aldursmunur ekki mikill. Dóu fyrr en aldur sagði til um. En á meðan þeir voru báðir ungir bændasynir kom annar, eins og oft áður og síðar, til hins og stóð þá svo á að heimamaður var að moka undan kúnum. Umræðu- efnið varð að sjálfsögðu bókmennt- ir og kvenfólk. Þá varð til eftirfarandi vísa en ekki geta heim- ildir þess hvor orti hvað og hugsast getur að öll orð séu ekki rétt eftir höfð en merking þeirra mun vera rétt. Við erum báðir merkir menn og mikið í okkur varið, þó við höfum ekki enn upp á kvenmann farið. Þessi mun eiga ættir sínar að rekja vestur á fjörðu: Heyrðu, Rósa, hittu mig, hérna bak við þilið. Erindi ég á við þig, - eigum það bæði skilið. Reykjavíkurdagblað birti nú á dögunum svohljóðandi frétt af fundi í sveit einni. Hér er orðum aðeins hnikað til, svo að rétt sé rímað, en merkingu fréttarinnar efnislega haldið: Þó að bændum þurfi að fækka á þessu landi, er meiri vandi, og miklu stærri, að minkarnir verði öllu færri. Jón úr Vör.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.