Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Síða 44
FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórrt - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986. Jón Páll sterkastur: Dró 160 kílóa þungan jötun út í leðjuna Jón Páll Sigmarsson endur- heimti í gær titilinn „Sterkasti maður heims“. í spennandi keppni í Nice í Suður-Frakklandi hlaut Jón Páll 59 stig. Bretinn Geoff Capes, sem náði titlinum af Jóni í Portúgal í fyrra, varð nú að sætta sig við annað sæti. Hann hlaut 54 stig. Þessir tveir kraftajötnar höfðu mikla yfirburði yfir aðra keppend- ur. Snerist keppnin fljótlega upp í einvígi þeirra. Næsti keppandi, „slátrarinn" frá Hollandi, Ab Volders, var langt fyrir neðan með 37,5 stig. Óttast var að Jón Páll færi illa út úr reiptoginu í gær enda mun léttari en flestir aðrir keppendur, „aðeins" 123 kíló. Jón kom hins vegar á óvart með því að draga hinn 160 kílóa þunga „Grizzly" Brown út í leðjuna og tryggja sér þannig 2. sæti í reiptoginu á eftir Geoflf Capes. Jón sigraði svo léttilega í rétt- stöðulyftunni, sem fólst í því að lyfta báti upp með sem mestum sandi í. í lokagreininni, að hlaupa með kampavínstunnur og hlaða á pall, sigraði Jón einnig. -KMU Skeljungur kaupir ekki Þórður Ásgeirsson, forstjóri OL- ÍS, tilkynnti starfsfólki fyrirtækis- ins á fundi í dag að hugmyndir um samruna OLÍS og Skeljungs, eða að Skeljungur keypti OLÍS, væru úr sögunni. Fundurinn var haldinn síðdegis í gær. íslendingar efstir - á ólympíuskákmótinu ásamt Sovétmönnum - þjóðimar tefla saman í dag Islendingar sigruðu Argentínu- merrn í sjöttu umferð á ólympíuskák- mótinu í Dubai í gær með 3 vinningum gegn 1 og eru nú í efsta sæti ásamt Sovétmönnum með 17,5 vinninga. Urslit í einstökum skákum okkar manna urðu þessi: Helgi Campora 1/2—1/2. Jóhann-Panno 1-0. Jón L.- Palermo 1/2—1/2. Margeir-Ricardi 1-0. Sovétmenn tefldu í gær við Eng- lendinga og lyktaði þeirri viðureign með jafhtefli, 2-2. Önnur helstu úr- slit voru þau að Bandaríkjamenn unnu Chilebúa með 3,5-0,5 vinning- um, Rúmenar unnu Kínveija með 3,5 vinningum gegn 0,5. í viðureign Ungverja og Búlgara var staðan þannig að Ungveijar voru með 2 vinninga á móti 1, en ein skák fór í bið. í viðureign Kúbu og Júgóslavíu er staðan þanng að Kúba er með 0,5 vinninga en Júgóslavía er með 1,5 en tvær skákir fóru í bið. Líkur eru á að Kúbumenn vinni aðra þeirra en hin verði jafntefli, þannig að báð- ar þessar þjóðir hafi 17 vinninga eftir umferðina. Eins og er eru í 2.-4. sæti eru Eng- land, Bandaríkin og Rúmenía með 17 vinninga. Júgóslavía er í 5. sæti með 16,5 vinninga og tvær biðskák- ir. Þar fyrir neðan er Kanada með 16,5, Ungverjaland með 16 vinninga og eina biðskák og loks Kúba með 15,5 vinninga og tvær biðskákir. í dag, laugardag, munu Islendingar tefla við Sovétmenn. A Hólmfríður Karlsdóttir heimsótti unga vini á barnaheimili Vifilsstaða í gær. Börnin hlupu í faðm hennar er hún birtist - sum voru feimin. DV.mynd bg. - sjá Us. 2 Komdu með í A1IKLAG4RD LOKI Þetta er ekkert mál fyrir fleiri en Jón Pál! Veðrið á sunnudag og mánudag: Léttskýjað á Suðuriandi en él fyrir norðan Norðaustanátt verður um allt land, él fyrir norðan en þurrt og víða léttskýjað á Suðurlandi. Hiti verður á bilinu -1 til -7 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.