Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986. Stjómmál Sérstakar ráðstafanir með tilkomu virðisaukaskatts: Greiða niður búvörur og húshitun og lækka tolla - hækkun ellilrfeyris, örorku- og bamabóta Þær hliðarráðstafanir til lækkun- ar á framfærslukostnaði, sem reikn- að er með að komi til framkvæmda ef frumvarp um virðisaukaskatt verður að lögum og getið er um í greinargerð með frumvarpinu, munu kosta alls 2.650 milljónir króna og er áformað að fjármagna þær milli- færslur með því að hafa skattpró- sentu virðisaukaskattsins hærri en hún þyrfti að vera til að skila sömu tekjum og söluskatturinn gerir nú. Til að afla sömu tekna og 25% sölu- skattur gerir þyrfti virðisaukaskatt- ur að vera 20,9% en í frumvarpinu er reiknað með að skattprósenta hans verði 24%. Því fé, sem þannig aflast til við- bótar, á meðal annars að verja til að auka niðurgreiðslur á búvörum um 950 milljónir. Þá er gert ráð fyr- ir niðurfellingu tolla og vörugjalds á öllum matvælum öðrum en inn- fluttu grænmeti en þó yrði gjald á sælgæti og gosdrykkjum óbreytt. Þýðir þetta að verð á komvörum, ýmsum ávöxtum, kexi, kakói, sum- um niðursuðuvörum og fleiru myndi lækka þrátt fyrir tilkomu virðis- aukaskatts. Talið er að þessar lækkanir muni kosta um 550 millj- ónir króna. Þá er gert ráð fyrir niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar sem aukast mun með virðisaukaskatti og er ta- lið að sú aðgerð muni kosta 450 milljónir. Þá reiknar fjármálaráðu- neytið með því að verja 525 milljón- um til hækkunar bamabóta til að lækka skattbyrði bamafólks með lágar tekjur. Loks er gert ráð fyrir hækkun ellilífeyris og örorkubóta um tæp 4% eða um 175 milljónir króna sem tahð er duga til að mæta kostnaðarauka þessara aðila með tilkomu virðisaukaskattsins. -ój Felagsmalaráðherra um vísrtoluafsláttinn: „Framkvæmdin gilti fyrir einn mánuð“ Páll vann mjög hart fyrir því að ég féili - segir Stefán Guðmundsson um prófhjörið um helgina „I framkvæmd kom í ljós að þessi ákvörðun gilti fyrir einn mánuð, sept- ember 1983, það var aldrei ætlunin að búa til nýja lánskjaravísitölu fyrir húsnæðislán. Þetta var borið undir ríkislögmann og Húsnæðisstofnun framkvæmdi þetta svona,“ segir Alex- ander Stefánsson félagsmálaráðherra um 3% vísitöluafslátt á húsnæðislán- unum sem ríkisstjómin ákvað í ágúst 1983. „Seðlabankinn átti að vera til ráðu- neytis um framkvæmdina og kom með ýmsar hugmyndir en enga ákveðna tillögu. Húsnæðisstofnun hafði fram- kvæmdina í sínum höndum og annaðist hana eftir samráð við ríkis- lögmann. Það er ekki fært fyrir ráðherra eða ríkisstjómina að sjá um framkvæmd á svona málum. Hún á- kvað þetta og fól viðkomandi stofnun framkvæmdina," sagði ráðherrann þegar DV ræddi við hann í Stokkhólmi í gær.- „Þetta var eitt atriði af mörgum sem ríkisstjómin ákvað að taka á til þess að létta undir með húsbyggjendum. Við vissum ekki fyrirfram um hve marga yrði að ræða sem nytu þessarar ákvörðunar, það var mjög misjafnt hve mörg lán átti að greiða á hverjum mánuði. En þama var um að ræða hliðarráðstöfun vegna þess að verið var að breyta útreikningi lánskjara- vísitölunnar, taka upp mánaðarlegan útreikning i staðinn fyrir ársíjórð- ungslegan," sagði Alexander Stefáns- son og bætti því við að málið væri að sínu mati úr sögunni. Ráðherrann sagði ennfremur að sams konar fyrirmæli heföu verið gefín Lánasjóði íslenskra námsmanna og tilmæli send lífeyrissjóðunum um sams konar vísitöluafelátt. „Ég veit ekki til þess að þessir aðilar hafi gert neitt með þetta,“ sagði félagsmálaráðherra. HERB „Páll hefur greinilega verið að velta því fyrir sér að fá sér annan með- frambjóðanda," segir Stefán Guö- mundsson alþingismaður. „Mér er efet í huga mikið þakklæti til þess fjölda fólks sem studdi mig í prófkjörinu. Ég met það sérstaklega mikils að þeir sem þekkja mig mest studdu mig best. Þátttaka í prófkjör- inu var mjög glæsileg og ég fagna því sérstaklega hve mikið af ungu fólki kom til að starfa með okkur,“ sagði Stefán Guðmundsson alþingismaður, sem um síðustu helgi var endurkjörinn i annað sæti á lista Framsóknarflokks- ins í Norðurlandskjördæmi vestra. Páll Pétursson var endurkjörinn í fyrsta sæti. „Mér er það ljóst að Páll og hans ötulustu stuðningsmenn unnu mjög hart í þessu prófkjöri fyrir því að ég yrði hvergi tilnefhdur á prófkjörslist- anum. Með öðrum orðum; að ég félli út. Páll hefur þvi greinilega verið að velta því fyrir sér að fá sér annan meðframbjóðanda enda kom þetta glöggt fram úr talningunni. Skagfirðingar voru seinir til að trúa þessu vegna þess að Póll hefur til þessa átt traust fylgi í Skagafirði. Þegar menn fengu sönnun þess sem var að gerast stóðu menn þétt saman og út- koman í prófkjörinu var mér sérlega hagstæð. Páll verður náttúrlega að fara að átta sig á því að menn njóta ekki bara útsýnisins af toppnum. Það verður líka að þola þá vinda sem þar kunna að blása og taka þeim af karlmennsku," sagði Stefán. -KMU í dag mælir Dagfari Bæði bestur og fyrstur Eitt alvarlegasta deilumálið um þessar mundir er fréttatimi sjón- varpsstöðvanna. Má raunar ekki ó milli sjá hvemig þeirri deilu lyktar enda er ekki nóg með áð stöðvamar deili sín í milli heldur em þeir hjá Ríkisútvarpinu komnir í hár saman. Þannig berast þau á banaspjótum, Ingvi Hrafn fréttastjóri og Inga Jóna formaður útvarpsráðs, og sakar sá fyrmefhdi Ingu um að vinna beinlín- is gegn hagsmunum Ríkisútvarpsins. Éins og menn muna hefur Ríkis- sjónvarpið sent út fréttir klukkan átta á kvöldin og líkað vel. Þegar Stöð tvö var hleypt af stokkunum var tilkynnt þar að fréttir yrðu sendar út klukkan hálfatta og þótti sjálfeagt flestum þetta skynsamleg ráðstöfun enda gætu þá landsmenn fylgst með heimsfréttunum í tvígang og jafhvel borið saman fréttaflutn- inginn sér til gamans og fróðleiks. En þessi tímaákvörðun Stöðvar tvö haföi ekki fyrr verið tilkynnt en Rík- isútvarpið ákvað og framkvæmdi þó dagskrárbreytingu að fréttir hjó þeim skyldu hefjast klukkan hálf- átta. Aldrei var geftn ó því skýring hvers vegna Ríkisútvarpið sá skyndilega ástæðu til að segja lands- lýð fréttir hálftíma fyrr en venjulega, nema hvað Stöð tvö tók þá til ráðs að færa fréttimar um fimm mínútur þangað til þeir fundu út að sennilega væri ekki hægt að segja allar kvöld- fréttimar á fimm mínútum, þótt fegnir vildu, Var-því ákveðið að færa sig aftur til ótta. Hlustendur hafa gert sitt besta til að fylgjast með þessari samkeppni, enda hefur það verið eitt helsta fréttaaefhið hvenær fréttir hefjast en ekki hitt hvað í þeim er sagt. Mó segja að þorri landsmanna hafi týnt áttum í kapphlaupinu milli hálfátta og átta og hafi ekki hyugmynd um hvenær fréttir em og hvenær fréttir em ekki. Nú er það nýjast af þessum vett- vangi að úvarpsráð fór að skipta sér af fréttaútsendingartímanum og á- kvað upp á eigin spýtur að breyta honum aftur í fyrra horf og senda út klukkan átta. Fréttastjóri sjón- varpsins, Ingvi Hrafn Jónsson, brást ókvæða við þessari afekiptasemi og líkti henni við hermdarverk. Þegar formaður útvarpsráðs hafði spumir af ummælum firéttastjórans kallaði hún manninn til fundar við sig og þar laust þeim saman, eins og segir í blöðunum. Eftir fjögurra tíma fund varð niðurstaðan sú, eftir því sem fjölmiðlar herma, að framvegis verða fréttir í sjónvarpi sendar út þrisvar á dag, það er að segja klukkan sex, átta og hálfellefh. Þetta sýnist mik- ill salómonsdómur, enda ekki gott fyrir fréttastjórann að hundsa vilja úvarpsróðs og heldur ekki gott fyrir ráðið að virða ekki fréttastjórann viðlits sem segist bæði vera bestur og fyrstur. Þetta með að vera bæði bestur og fyrstur hefur maður ekki séð á prenti síðan Muhammed Ali var upp á sitt besta og er gott til þess að vita að Ingvi Hrafn hefur sjálfetraust eins og hnefaleikakappi. Hins vegar hef- ur Dagfari haldið að fréttimar og fréttatímamir heföu þann tilgang að þjóna hlustendum og áhorfendum en nú er það sem sagt að koma í ljós að þær þjóna fyrst og fremst sjálfeá- liti fréttastjóra sem vilja vera bæði fyrstir og bestir. Og þar að auki þjón- ar þessi eltingaleikur með frétta- tímana þeim tilgangi að kafifæra Stöð tvö, væntanlega á þeirri for- sendu að það sé hættulegt fyrir landsmenn að fylgjast með fréttum hjá öðrum en þeim sem eru bseði fyrstir og bestir. Að vfeu getur Stöð tvö svarað þessu herbragði fréttastjórans snjalla með því að senda út fréttir klukkan fimm, hálfótta og tíu á kvöldin og er þá ekkert annað eftir en að hefja samfelldan fréttatíma allan sólarhringinn til að koma í veg fyrir að þjóðin missi af fyrsta og besta fréttastjóranum, enda hefur hann æfinguna frá þvi alheimur horföi á hurðarhúninn í Höföa í beinni útsendingu. Aðalatriðið í þessu máli er að Ingvi Hrafn verði örugglega áfram bæði fyrstur og bestur að eigin áliti. Hitt skiptir auðvitað miklu minna móli hvað áhorfendur vilja. Svo ekki sé nú tal- að ,um hvað það kostar að reka sjónvarp sem hefur það að markmiði að fréttastjórinn verði áfram fyrstur og bestur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.