Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986. 21- Breiðablik mætir KR Pjórir leikir verða leiknir í 1. deild íslands- mótsins í handknattleik í kvöld. í íþrótta- húsinu á Digranesi leikur efeta lið deildarinnar, Breiðablik, gegn KA kl. 20.00 og verður fróðlegt að sjá hvort KA tekst að standa í Breiðabliksstrákunum. Búið er að fresta leik Stjömunnar og Fram, sem átti að fara fram í Garðabæ. Stjömuleikmaðurinn Gylfi Birgisson, sem sést hér á myndinni fyrir ofan svífa skenuntilega inn í teiginn og skora gegn Dinos Slovan, feer því frí. •f Hafharfirði fara einnig fram tveir leik- ir. Kl. 20.15 taka FH-ingar á móti Vals- mönnum og má búast við jalhri viðureign. Að þeim leik loknum leika Haukar og Vík- ingar og verða Haukar að spila betur en þeir hafa gert í undanfömum leikjum ef þeir ætla ekki að fá skell gegn sterku liði Víkings. • Kl. 20.15 leika svo Ármann og KR í Laugardalshöll en Ármenningar hafa enn ekki unnið leik til þessa á mótinu. DV-mynd Gunnar S./-JKS íþróttir „Glórulaust ofstæki - glórulaus öfiindsýki" segir Carl J. Eiríksson sem var rekinn úr SR „Ég fékk bréf frá Skotfélaginu og í því stóð að ég væri rekinn úr Skot- félagi Reykjavíkur. Ég fékk engar skýringar á þessu og engar ástæður vom gefnar upp. Ég lít á þetta sem glórulaust ofetæki vissra manna og ennfremur glómlausa öfundsýki,“ sagði skotmaðurinn Carl J. Eiríksson í samtali við DV í gær en í byrjun þessa mánaðar var samþykkt á stjóm- arfundi hjá Skotfélagi Reykjavíkur að reka Carl J. Eiríksson úr félaginu og mun það vera einsdæmi hér á landi að íþróttamaður sé rekinn úr íþrótta- félagi. „Eg átti þátt í að gefa út blað í sum- ar, Skeytið, og er stjómarmenn í SR komust í fyrirhugað efrii í blaðinu umtumuðust þeir gersamlega. Ég get ekki ímyndað mér hvað það var í skrif- um mínum sem fór svona illa í þá. Þannig var að formaður SR, Hannes Haraldsson, hafði sagt af sér en hann var síðan tekinn inn í stjómina aftur til að þeir gætu rekið mig.“ Þrjú sáttabréf „Ég er búinn að skrifa stjóm SR þrjú sáttabréf en þeim hefur öllum verið hafhað. Fyrsta bréfið var undir- ritað af mér, Agli Stardal og Hannesi Haraldssyni, sem telur sig vera for- mann SR þrátt fyrir afeögn í sumar. Því var hafhað á þeirri forsendu að ég ætti að skrifa einn undir það. Þá skrifaði ég annað bréf þar sem ég sagði að öllum deilum við SR væri lokið af minni hálfu fram til þessa. Þessu bréfi var líka hafhað og vildu þeir hjá SR fella burt orðin „fram að þessu“. Ég skrifaði þriðja bréfið og felldi þessi orð burtu en því bréfi var líka hafnað ein- hverra hluta vegna.' Reynt að ná sáttum Samkvæmt heimildum DV hafa ráðamenn Skotfélags Reykjavikur áhuga á að ná sáttum í máli þessu og á morgun mun fyrirhugaður stjómar- fundur þar sem væntanlega verður tekin ákvörðun um að halda aðalfund SR18. eða 19. desember. Að sögn Carls J. Eiríkssonar hefur aðalfundur SR yfirleitt verið haldinn á vorin og til stóð að halda aðalfund félagsins í apríl sl. en hann hefur ekki enn verið hald- inn. „Endurskoðaðir reikningar liggja ekki fyrir og það eitt er undarlegt mál og hlutur sem stjómin hefur trassað alltof lengi. Á þessum fyrirhugaða aðalfundi í desember era þrjú mál sem aðallega þarf að ræða. í fyrsta lagi mál mitt, reikningar félagsins og svo afeögn formannsins sem síðan var sett- ur aftur í stjómina til að þeir gætu rekið mig. Ég vil taka það fram að ég var á sínum tíma mjög ósáttur við að vera ekki útnefndur skotmaður ársins í fyrra og lét óánægju mína í ljós. Ég hef hins vegar litið svo á að það mál væri úr sögunni og það er alveg úr sögunni af minni hálfu," sagði Carl J. Eiríksson. •Carl J. Eiríksson sést hér í kunnuglegri stellingu. Hann hefur um árabil verið í nokkr- um sérflokki meðal skot- manna hérlendis en nú hefur hann verið rekinn úr Skotfé- lagi Reykjavíkur. Guðmundur verður hjá Beveren til 1989 •Andri Marteinsson. Andri til KR-inga? / Andri Marteinsson, hinn sókn- djarfi knattspymumaður úr Víkingi, hefur mikinn hug á að vera með í 1. deildar slagnum næsta keppnistímabil. Andri, sem heftir oft verið orðaður við Þór á Akureyri, hefur mætt á æfingar hjá KR-ingum en KR-liðið hefur illilega vantað marksækna fram- heija undanfarin ár. Það yrði áfall fyrir Víking að missa Andra því að félagið hefur misst Elías Guðmundsson til Sel- foss. Andri og Elías vora lykil- menn Víkinga sl. keppnistímabil. •Þá kom Aðalsteinn Aðal- steinsson ekki aftur til Víkings eins og Víkingar vonuðu. Hann gerðist leikmaður með ÍR og sá orðrómur er nú uppi að Jóhann Þorvarðarson hafi hug á að ganga til liðs við ÍR. -sos - hefur skrífað undir tveggja og hálfs árs samning við félagið Guðmundur Torfason, marka- kóngur Framliðsins, hefur skrifað undir tveggja og hálfe árs samning við Beveren og mun hann þvi verða samningsbundinn félaginu til 1. júní 1989. Guðmundur, sem hélt til Belgíu í morgun, skrifaði undir tvenns konar samninga þeg- ar Willie Reinke umboðsmaður kom til Reykjavíkur um sl. helgi. Leigusamning til 1. júní 1987 og atvinnusamning til 1. júní 1989. Forráðamenn Beveren höfðu samband við Fram eftir stjómar- fund í gær og tilkynntu að þar hefði verið ákveðið að bjóða Guð- • Guðmundur Torfason. mundi samning til 1989. Guðmund- ur mun strax byrja að æfa með Beveren sem keppir gegn Torino í UEFA bikarkeppninni í kvöld. Guðmundur er ekki löglegur með félaginu í Evrópukeppninni þar sem hann lék með Fram í Evrópu- keppni bikarhafa. • Það er mikil blóðtaka fyrir Framara að missa Guðmund sem hefur verið þeirra mesti marka- skorari undanfarin ár. Þá getur svo farið að Guðmundur Steinsson fari einnig í atvinnumennskuna. -sos 3cl. dósum. Fyrstu tegundirnar sem koma á markaðinn eru Pepsi og appelsín með 10% hreinum appelsínusafa og sykurlaust appelsín. Sanitas ÍH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.