Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986.
31
Sandkom
Ragnar örn Pétursson.
Pönnsur í
framsóknar-
menn
Það er ekki á hverjum degi
sem hæstvirtir kjósendur geta
gætt sér á glóðvolgum pönnu-
kökum um leið og þeir krossa
við sína menn á listanum.
Þetta gerðist þó um daginn á
aukakjördæmisþingi fram-
sóknarmanna á Reykjanesi.
Þingið var haldið á veit-
ingastaðnum Glaumbergi í
Keflavík. Þar var kosið í fjög-
ur efstu sæti listans með
pompi og prakt.
Á meðan að framsóknar-
menn þinguðu um sín málefni
stóð veitingamaðurinnm í
Glaumbergi, Ragnar Öm Pét-'
ursson, og bakaði pönnukök-
ur í gríð og erg. Segja þeir
skreytnustu að hann hafi bak-
að í fullar tíu klukkustundir.
Afurðimar seldi hann svo
soltnum framsóknarmönnum.
Þegar pönnukökubakstrin-
um og þinginu svo loks lauk
sentist veitingamaðurinn
beint í símann og las fréttir
af hinu síðamefnda til frétta-
stofu útvarps en Ragnar Öm
er fréttaritari Ríkisútvarps-
ins. Það er því óhætt að
fullyrða að hann hafi bara
haft gott upp úr deginum.
Sjaldan fell-
ur eplið...
Þrælar pólitíkurinnar
leggja oft mikið á sig til að
efla flokksstarfíð. Eftirfarandi
pistill birtist nýlega í blaðinu
Bæjarins besta á ísafirði. Er
sérstök athygli vakin á síð-
ustu málsgreininni sem er að
sjálfsögðu í beinu framhaldi
af hinum fyrri:
I síðustu viku tók Kolbrún
Halldórsdóttir í Eplinu við
formennsku í Sjálfstæðis-
kvennafélagi ísafjarðar af
Sigrúnu C. Halldórsdóttur. I
framhaldi af þessu hefur verið
bent á hagkvæmni þess að
Pétur Jónasson taki við for-
mennsku í Sjálfstæðiskarlafé-
lagi Isafjarðar af Magnúsi
Guðmundssyni, svo að áfram
verði hægt að vinna að sam-
eiginlegum hagsmunamálum
félaganna í hjónarúminu.
Á meðal brýnustu verkefna
sjálfstæðismanna á fsafirði má
nefna eflingu Félags ungra
sjálfstæðismanna.
Margirvildu
Sjallann
Akureyringar voru hreint í
öngum sínum áður en Ólafur
Laufdal tók sig til og keypti
Sjallann. Þeir vom orðnir
langþreyttir á að fá ekki að
dansa um helgar og litu alvar-
legum augum til næstu
áramóta. En nú hefur sumsé
ræstúrþví.
Hitt var ekki á allra vitorði
að fleiri en Laufdal gátu hugs-
að sér að eignast húsið. Dagur
segir ffá því að hestahljóm-
sveitin Skriðjöklarhafi getað
hugsað sér að kaupa Sjallann.
Hafi þeir setið á maraþon-
fundum með lögffæðingum
sínum enda um mikla fjárfest-
ingu að ræða.
Málið gekk meira að segja
svo langt að tilboð leit dagsins
ljós. Það hljóðaði svona: Einn
Fíat 127 út og eftirstoövarnar.
59 milljónir875 þúsund, greið-
ast á 60 áram.
Líklega hefur Ólafur boðið
eitthvað aðeins betur.
Söguþjóðin,
íslendingar
Tryggingafélögin efndu til
mikillar ráðstefnu um um-
ferðarmál á dögunum. Þar var
spjallað um öryggi í umferð-
inni sem veitir hreint ekki af
á þessum síðustu og verstu
tímum.
Fulltrúar frá helstu fjöl-
miðlunum sátu ráðstefnuna
og létu Ijós sitt skína. Meðal
þeirra var Ómar Ragnarsson
fréttamaður. Hann sagðist
telja að það kæmi niður á
umferðarmenningu hér
hversu mikil söguþjóð íslend-
ingar væra. Það tæki til
dæmis óratíma að gera skýrslu
um hverja klessu sem kæmi á
bílana. „Islendingar era svo
mikil söguþjóð að þeir gefa
aldrei stefnuljós fyrr en búið
er að beygja," sagði Ómar við
góðar undirtektir viðstaddra.
Takmarkaður
skilningur
Eggert Haukdal leynir á sér,
eins og drepið hefur verið á
með dæmisögu hér í Sand-
komi áður. Hér er önnur sem
gengur milli manna þessa dag-
ana.
Það gerðist eftir prófkjör
Eggert Haukdal.
Haraldur Blöndal.
sjálfstæðismanna á Suður-
landi að Haraldur Blöndal
hrl. ritaði grein í DV þar sem
hann tók upp hanskann fyrir
Eggert vegna úrslita próf-
kjörsins.
Skömmu síðar hringdi Egg-
ert í Harald og þakkaði
honum fyrir greinina. Tóku
þeirsaman spjall um úrslit
prófkjörsins og skýringar á
þeim. Þá læddi Eggert út úr
sér:
„Þú áttar þig nú kannski
ekki nógu vel á því, Haraldur,
að þetta forystulið sem tók
þátt í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins á Suðurlandi, það
hefur svo takmarkaðan skiln-
ing á gítarspili.“
Umsjón:
Kvikmyndir
Regnboginn/Draugaleg brúðkaupsferð ★
„Léttur“
hrollur hjá Wilder
Haunted Honeymoon/Draugaleg brúð-
kaupsferð.
Bandarisk, 1985.
Leikstjóri: Gene Wilder.
Handrit Gene Wilder og Terence March
Aðalhlutverk: Gene Wilder, Gilda Radner,
Dom DeLuise, Jonathan Price, Bryan
Pringle og Peter Vaughan.
Gene Wilder hefur unnið mikið
með Mel Brooks og yfirleitt komist
vel fi-á því enda látið hin mjög svo
hugmyndaríka Brooks um stjóm-
völin. Það hefitr þó greinilega
blundað í Wilder að það væri gaman
að standa í sporum Brooks og gera
„eigin“ mynd. En það er sitthvað að
gera og geta.
Wilder ákveður að snúa út úr
hinni klassísku hrollvekju og sýna
áhorfendum fram á skoplegar hliðcir
þeirra. Er það í sjálfu sér ágætis
hugmynd þó varla geti hún talist
frumleg af manni sem hefur starfað
lengi með Brooks. Dettur einhverj-
um í hug „Young Frankenstein"?
Larry Abbot (Wilder) er vinsæll
leikari í útvarpi og er helsti meðleik-
ari hans Vickie (Radner). Þau hafa
ákveðið að giftast og kjósa að fara
i brúðkaupsferðalag á æskustöðvar
Larrys sem eru reyndar æði drauga-
legur kastali. Þar bíður Kata frænka
(Dom DeLuise) og hefur hug á því
að gera erfðaskrá. Því er öllum ætt-
ingjunum safhað saman og em þeir
ekki allir með hreint mjöl í poka-
hominu.
Wilder kýs að reyna að blekkja
áhorfendur með því að gera þeim
ekki fyllilega ljóst hvort þeir em að
„horfa á útvarpsleikrit" eða fylgjast
með raunverulegum atburðum í lífi
persónanna. Blekkingin hittir alls
ekki í mark því þegar upp er staðið
veit áhorfandinn alls ekki hvað fram
hefur farið og situr uppi með spum-
ingar en engin svör.
Nú gæti maður haldið að það væri
allt í lagi því þetta er jú aðeins gam-
anmynd, ekki sé nauðsynlegt að
söguþráðurinn gangi upp svo lengi
sem hægt er að hlæja að honum.
Það er einnmitt vandamálið við
þessa gamanmynd. Það er einfald-
lega lítið hægt að hlæja að henni.
Sigurður Már Jónsson
Gene Wilder hreykir sér á háan elg í nýjustu mynd sinni, Haunted Honey-
moon.
★★★★ Frábær ★★★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit
FRAMFARAFÉLAG SELÁSS OG ÁRBÆJAR
Aöalfundur félagsins verður haldinn í Árseli miðviku-
daginn 3. desember nk. kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Að loknum aðalfundi um kl. 21 kynnir borgarskipu-
lag Reykjavíkur skipulag hverfisins og sérstaklega
tillögur að miðsvæði sem verið hafa til kynninga.
Stjórn FSÁ.
getrluna-
VINNINGAR!
14. LEIKVIKA - 22. NÓVEMBER 1986
VINNINGSRÖÐ:
x 2 2 -1 x1-1 21-1 x 1
1. VINIMIIMGUR: 12 RÉTTIR
kr. 513.540,-
66853(4/11) 200601(15/11)+ 212487(16/11)
2. VINNINGUR: 11 RÉTTIR
kr. 4.431,-
245 44126 + 52385 62253* 100487 127263 209261+
490 44928 52620 65573 101538 + 127311 210494
2139 45052 + 53424- 65865* + 101631 127436 210895* +
5161 45392 53519 66195* 101668 127950 210881
6605 + 45406 56734 67248 101874 128049 211699*
8628 46945 56949 + 68430 + 102519 128546 211791
13451" 47617 57188* 95816 103988 129021 211827
13526 47699 57797* 95917 104276 130202* + 212515
18032 47918 57809* 95993 + 104712 131356* 545141
21053 49615 + 58871 96346 125258 200594 + 566140
40377 50534 60269 96599 125406* 200600 +
40383 50818 60875 96733 125525* + 202967 Úr 13.viku:
41607 51007' 61207* 98407 126077 208349* 131746 +
43744 • = 2/11 51626 " = 4/11 61647 + 100367 + 126811 209188 +
íslenskar Getraunir, íþróttamiðstöðinni v/Sigtún, Reykjavík
Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum
og á skrifstofunni í Reykjavik. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef
kærur verða teknar til greina.
Kærufrestur er til mánudagsins 15. desember 1986, kl. 12.00 á hádegi.
Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvísa stofni eða senda
stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilifang til islenskra
Getrauna fyrir lok kærufrests.