Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986. 19 „Afnám samningsréttar í byrjun núverandi ríkisstjórnar og nýleg frestun á uppsögnum starfsfólks í heiibrigðis- geiranum eru önnur dæmi um gerræði stjórnvalda og andúð þeirra á lýðræðislegum réttindum fólks. Einnig eru viðbrögð þeirra við ýmsum ofbeldisverkum einkennandi fyrir þær fastistatilhneigingar sem eru að gerjast." Er fasismi í upp- siglingu á íslandi? Hitler er frægastur fasista en þeir telja að velferð einstaklingsins og þjóðfélagsins sé best tryggð með sterkri samvinnu atvinnurekenda, verkalýðssamtaka og ríkisins. Áróð- ursmeistarinn mikli, Göbbels, bjó til mörg slagorð sem lýstu þessu vel. Eitt þeirra, „stétt með stétt”, heíur vist átt hljómgrunn hjá ákveðnum stjómmálaflokki hérlendis. Mörg lönd aðhyllast fasisma leynt eða ljóst og af ýmsum gráðum, þó sem betur fer sé hvergi farið eins illa með fólk og gert var í Þýskalandi nasismans. Herstjómir Suður-Amer- íku, svo sem stjóm Pinochet í Chile, em augljós dæmi um nútíma fasisma en einnig er þau að finna á meðal svokallaðra lýðræðisríkja, samanber Japan, önnur lönd Suðaustur-Asíu og Mexíkó. Það er sammerkt með öllum nú- tíma fasistastjómum að þær em hrifhar af ákveðinni hagfræðikenn- ingu, hinum svokallaða „Chicago- skóla” Milton Friedmans sem hingað kom um árið. Það er grát- broslegt að þeir sem hæst hafa um fijálshyggju skuli einmitt sækja íyr- irmyndir sínar til helstu ráðgjafa einræðisherra og gerræðismanna um víða veröld, eins og Milton Fri- edman er. Lærisveinar Mússólinis Er fasismi á íslandi? Það kæmi aldrei fyrir hér, myndu flestir segja. En þvi miður em mörg teikn á lofti um að jafhvel okkar fríðsæla land gæti orðið fyrir barðinu á þessari hörmungastefnu. Kjarasamningam- ir í vor sem leið vom spor í átt að fasisma en þá tóku höndum saman ríkisstjóm, atvinnurekendur og verkalýðsforysta og skrifuðu undir vinnuþrælkun í landinu. Nú er mik- ið talað um „nýsköpunarstjóm” Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks, sem er ekkert annað en hreinn fasismi. Ekki vil ég líkja nokkrum Islendingi við Hitl- er og Mússólini en ekki er hægt að biðja um skýrari útfærslu á hug- myndum þeirra um stjómskipulag og efnahagsstjóm en samkmll Þor- steins Pálssonar, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Vinnuveitendasam- bandsins, Ásmundar Pálssonar, forseta ASÍ, og Jóns Sigurðssonar, fulltrúa embættismannakerfisins og ríkisfyrirhyggjumanna. Viðreisnarstjóm atvinnurekend- anna í Sjálfetæðisflokknum og full- trúa ríkis og verkalýðsforkólfa í Alþýðuflokknum yrði nk. „mini”- fasistastjóm. Hægri sveifla vinstri aflanna er einnig visbending um að þríeykið margumtalaða, ríki, át- vinnurekendur og verkalýðsfoiysta, eigi greiða leið að samstarfi í ein- hvers konar fasistamynd. KjaUaiinn Pétur Guðjónsson formaður Flokks mannsins Svörtu pardusdýrin og kvennalistinn Það ber einnig vott um mögulegan fasisma að mörgum finnst ekkert athugavert við Kvennalistann, en aðskilnaðarstefha hans, sem byggist á mismimandi líkamsbyggingu, minnir óneitanlega á kenningar Hitlers og kumpána um hina „undir- okuðu” aría og alla þá sem vom ekki svo gæfusamir að tilheyra þeim stofhi. Það er skiljanlegt að konur vilja berjast á móti því misrétti sem þær eru beittar, en það er ekki réttlæting fyrir þvi að þær sjálfar stundi sömu aðskilnaðarstefhu og þær berjast á móti. Sumir af hinum undirokuðu negrum í Bandaríkjunum, hin svo- kölluðu Svörtu-pardusdýr, héldu fram hliðstæðri aðskilnaðarstefnu. Þeir töldu hvíta menn óalandi og óferjandi og komu sér upp ofbeldis- kenndu fasi. Ég er ekki að segja að íslenskar kvennalistakonur séu eins og þeir, en þær verða að gera sér grein fyrir því að ekki er hægt að berjast fyrir sjálfsögðum mannrétt- indum og brjóta þau samtímis. Aukin öryggisgæsla, frelsisskerðing almennings Afnám samningsréttar í byrjun núverandi ríkisstjómar og nýleg frestun á uppsögnum starfsfólks í heilbrigðisgeiranum eru önnur dæmi um gerræði stjómvalda og andúð þeirra á lýðræðislegum réttindum fólks. Einnig em viðbrögð þeirra við ýmsum ofbeldisverkum einkennandi fyrir þær fasistatilhneigingar sem em að gerjast. Afleiðingin er sú að öiyggisgæsla hefur stóraukist. Og ummæli stjómvalda vegna skemmd- arverkanna á hvalveiðibátunum og í Hvalstöðinni urðu til þess að blása málið upp. Þeir töluðu um hryðju- verk og nauðsyn þess að efla enn meir innlenda öryggisvörslu, en aukin gæsla hefur alltaf þýtt alls staðar að ráðskast er enn meir með hinn óbreytta borgara. Ég er alls ekki að gera lítið úr skemmdarverkunum hjá Hval hf., eða mæla með þeim. Síður en svo. En að leggja til jafns manndráp hiyðjuverkamanns og skemmdar- verk á dauðum hlutum er fáránlegt og algert ábyrgðarleysi, þvi það magnar að ástæðulausu upp ótta hjá fólki. Mannfyrirlitning þingflokkanna Ofangreind dæmi og mörg önnur sýna að ekki þarf mikið til svo okk- ar litla land verði einhvers konar fasisma að bráð. Allir þingflokkamir eiga það sammerkt að þeir setja eitt- hvað ofar manninum og velferð hans. Þeir eiga því auðvelt með að ganga einu skrefi lengra þar sem maðurinn er orðinn að aukaatriði og jafnvel til trafala. Þessir flokkar segja auðvitað að allt sem þeir geri sé einstakiingnum fyrir bestu. Ef fyrirtækin em sterk og markaðurinn frjáls gengur allt í haginn, segja sumir. Aðrir segja að allt sé komið undir sterku ríkisvaldi. Gallinn er bara sá á gjöf Njarðar að um leið og eitthvað er sett ofar velferð mannsins, hvort sem það em pening- ar, verkalýðsfélög, ríki, „hinn frjálsi markaður” eða kynferði, er mjög auðvelt fyrir „fulltrúa” þess, sem er talið æðra manninum, að líta á hann sem aukaatriði. Þetta gerðu Hitler og Mússólini, en að sjálfsögðu allt í nafni þjóða sinna, frelsis og ham- ingju einstaklinganna. Fasismi er mögulegur á Islandi og er mjög sennilegt að honum verði komið á í einhverri „mildri” útgáfu ef við styrkjum ekki eina stjóm- málaaflið í landinu sem setur ekkert ofar manninum, Flokk mannsins. Á sínum tíma vom uppi sterkar raddir í Þýskalandi og á Ítalíu sem vömðu við fasismanum. Það var ekki hlustað á þær. Vonandi berum við gæfu til þess að hér verði hlustað. Pétur Guðjónsson „Nú er mikið talað um „nýsköpunar- stjórn“ Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks, sem er ekkert annað en hreinn fasismi.“ Gamla íslenska kúluspilið. Spiliö sem minnkar kyn- slóðabilið og þjálfar hugarreikning. Sláið á þráðinn. Póstkröfusend- ingar. Verð kr. 2.300,- Leikfangasmiðjan Alria hf„ Þingeyri, Dýrafirði Sími 94-8181. FISKELDISMENN Opinber fyrirlestur um slátrun, meðferð og gæðaeftir- lit á eldisfiski verður hatdinn föstudaginn 29. nóv. nk. kl. 16.00 á Hótel Sögu. Fyrirlesari verður Sverre Ola Roald dýralæknir sem er distriktssjef í Fiskeridirektoratets kontrollverk í Noregi. Áhugamenn um fiskeldi eru hvattir til þess að mæta. Landbúnaðarráðuneytið. Dýralæknafélag íslands. Frá Ferðafélagi Islands Fyrsta kvöldvaka vetrarins verður haldin miðvikudaginn 26. nóv. nk. í Risinu, Hverfisgötu 105. Helgi Björnsson jöklafræðingur sér um efni kvöldvökunnar og ætlar hann að „svipast um fjallaklasa undir jöklum“. Sagt mun frá ferðum um jöklana (Hofsjökul, Vatnajökul og Mýrdalsjökul) og svipast um á yfirborði og jökulbotni og forvitni svalað um áður óþekkt landslag, legu eldstöðva og vatnslóna undir jökli. Þetta er einstakt tækifæri til þess að kynnast því nýjasta í jöklarannsóknum á íslandi og ekki blasir landslag undir jöklum við augum ferðamannsins. Tryggvi Halldórsson sér um myndagetraun. Aðgangur kr. 100. Veitingar í hléi. Allir velkomnir, félagar og aðrir. Ferðafélag íslands. Nauðungaruppboð á fasteigninni Búlandi 34, tal. eigendur Sturla Pétursson og Rósa Þorvalds- dóttir, ferfram á eigninni sjálfri föstud. 28. nóv. '86 kl. 16.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík, Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Hrísateigi 11, risi, þingl. eigandi Eiður Örn Eiðsson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 28. nóv. '86 kl. 10.45. Uppboðs- beiðendur eru Skarphéðinn Þórisson hrl. og Landsbanki Islands. __________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð á fasteigninni Markarvegi 15, íb. 0202, þingl. eigendur Hjálmar Ingvarsson og Hulda Jónsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 28. nóv. '86 kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi eru Gjaldheimtan í Reykjavík. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Marklandi 8, 3.t.h., þingl. eigandi Pétur Ólafsson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 28. nóv. '86 ki. 15.45. Uppboðsbeiðandi er Iðnaðar- banki íslands hf. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Laugateigi 17, neðri hæð, þingl.eigandi Þórunn Þorgeirsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 28. nóv. '86 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru Búnaðarbanki Islands, Baldur Guðlaugsson hrl. og Sigríður Thorlacius hdl. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Langholtsvegi 36, þingl. eigandi Erling Jón Sigurðsson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 28. nóv. '86 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. ______________________Borgarfógetaembasttið í Reykjavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.