Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986. 23 Erlendir fréttaritarar Sovétríkin reyna að auka áhrif sín í Austur-Asíu Jón Omvur HaDdóissan, DV, Haag: Eftir langa sögu af mistökum, sem leitt hafa til einangrunar og áhrifa- leysis, hafa Sovétríkin hafið alvar- legar tilraunir til þess að auka áhrif sín í Austur- og Suðaustur-Asíu. Þau hafa á síðustu vikum og mánuðum gefið til kynna mögulegar tilslakanir og viðrað nýjar hugmyndir sem rofið gætu einangrun þeirra í þessum heimshluta. Ástæðumar fyrir þessu eru öllu skýrari en skeytingarleysi þeirra á fyrri árum. Japan eitt sér framleiðir nú eins mikil verðmæti og allt so- véska hagkerfið. Onnur eylönd undan ströndum Asíu, Indónesía, Taiwan, Filippseyjar og Singapore ásamt Suður-Kóreu, Malaysíu og Thailandi vaxa ört að efnahagslegu og pólitísku mikilvægi þessi misserin og svo mjög að gerbreyting hefur orðið á forsendum alþjóðastjóm- mála á fáum árum. Áhrifaleysi meðai meirihluta mannkyns Sovétríkin em sem næst áhrifalaus um mestalla Asíu en í þessari heim- sálfu búa nær 60 prósent alls mannkyns. Þeir hafa þó lengi átt vináttu Indverja, eins og meðal ann- ars má sjá á yfirstandandi heimsókn Gorbatsjovs til Indlands. Ljóst er hins vegar að núverandi stjóm Ind- lands lítur frekar til vesturs um efnahagssamvinnu og hefur algert sjálfstæði frá stórveldum að pólit- ísku og hemaðarlegu márkmiði. Þetta áhrifaleysi Sovétríkjanna f Asíu verður augljósara því austar sem dregur í álfunni þar sem obbann af þessu mannhafi er að finna. Und- antekning er Indókína sem efna- hagslega og hemaðarlega er mjög háð Sovétríkjunum. Þar er líka um að ræða stærsta vandamál þeirra í Asíu og jafnframt það atriði sem hvað afdrifaríkastar breytingar gætu orðið á í þeirra utanríkisstefnu. Kambódíu fórnað? Kínverjar hafa nýlega gefið til kynna að af öllum þeim hindmnum sem eru á vegi til bættrar sambúðar við Sovétríkin líti þeir hemám Víet- nam á Kambódíu alvarlegustum augum. í ljósi þeirra tilrauna, sem Sovétmenn hafa verið að gera á síð- ustu vikum og mánuðum, má skoða þetta sem tilboð Kínverja um vem- lega bætta sambúð gegn breytingum á stefnu Sovétríkjanna gagnvart Kambódíu. Ríki Suðaustur-Asíu hafa lýst yfir svipuðum skoðunum en þessi ríki álíta hemám Kambódíu eitt alvar- legasta milliríkjamál í heiminum og beina ógnun við öryggi þessa heims- hluta. Nokkur tímarit í Asíu hafa á síð- ustu vikum orðið til þéss að spá stórfelldum breytingum á stefnu Sovétmanna að þessu leyti og halda því fram að alvarlegur klofningur sé kominn upp milli Víetnam og Sovétmanna um þetta atriði. Eins búast margir við alvarlegri tilraun til lausnar á þeim vanda sem innrás Sovétmanna í Afganistan hefur skapað þar. Vanmat á vexti Asíuþjóða Rætur áhrifaleysis og vandræða Sovétmanna í Asíu er að finna í ut- anríkisstefnu Brésnjevstímans þegar samskipti austurs og vesturs urðu sem næst eina víddin í utanríkis- stefnunni. Sovétmenn virðast hafa Rætur áhrifaleysis og vandræða Sovétmanna í Asiu er að finna i utanríkisstefnu Brésnevstímans þegar samskipti austurs og vesturs urðu sem næst eina víddin í utanríkisstefnunni. Sovétmenn virðast hafa vanmetið stórlega þann vöxt sem orðið hefur i vægi Asiuríkja undanfarin ár. Gor- batsjov Sovétleiðtogi hefur síðustu misseri sýnt ríkjum Asíu aukinn áhuga og gera Sovétmenn nú alvarlegar tilraunir til að auka áhrif sín í Austur- og Suðaustur-Asíu. Á myndinni sést Sovétleiðtoginn ásamt konu sinni kanna heiðursvörð um borð i einu herskipa sívaxandi Kyrrahafsflota Sovét- manna. vanmetið stórlega þann vöxt sem hefur orðið í vægi Austur-Asíulanda og tiltölulegt sjálfstæði þeirra frá Bandaríkjunum og vestrænum hags- munum hvað varðar milliríkjamál í eigin heimshluta. Sem dæmi um tregðulögmálið frá stöðnun Brésnjevstímans í sovéska utanríkisráðuneytinu nefndi tímarit eitt í Asíu nýlega að Ástralía og Nýja-Sjáland væru enn sortéruð undir Bretland í ráðuneytinu. Gorbatsjov hefur þegar látið skipta um menn í lykilhlutverkum hvað varðar utanríkisstefhu, og sérstak- lega stefnuna gagnvart Asíulöndum. í ræðu sinni í Vladivostok í sumar gerði hann grein fyrir nýrri stefhu í nokkrum liðum en þetta var aðeins opnunin á tilraun til verulegra breytinga. Eitt af því sem Sovétmenn hafa sótt hvað harðast að undanfömu er að haldin verði öryggismálaráð- stefna Asíu, svipað þvi sem þeir beittu sér fyrir í Evrópu og endaði með Helsinkiráðstefhuninni. Þeir hafa stungið upp á Hiroshima sem fundarstað en þessu hefur verið fá- lega tekið víðast í Asíu og tilnefn- ingu Hiroshima var sérstaklega dauflega tekið af Japönum. Japanir em líka fullir gmnsemda um þá virð- ingu sem þeim hefur verið sýnd með ýmsu móti af Sovétríkjunum nýlega. Lítið atriði af þessu tagi en þó mikilvægt var skipun háttsetts manns i stöðu sendiherra Sovétríkj- anna í Tokýo nýlega en auk þess að vera háttsettur í heimalandi sínu hefur maðurinn lært japönsku og talar hana reiprennandi við frétta- menn. Þetta er enn eitt dæmið um þann nýja stíl sem Sovétmenn hafa tamið sér og fáar þjóðir hafa raunar séð í eins miklu návígi og íslending- ar á Reykjavíkurfundinum nýlega. En bæði er stíllinn mikilvægur og eins gæti hann bent til breytinga á hugsunarhætti um það sem stærra er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.