Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1986, Qupperneq 14
70
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986.
Bílar
Nokkur
atriði
um Ijós
Um ljósanotkun gilda ákveðn-
ar grundvallarreglur sem allir
ættu að hafa í heiðri. í gildi eru
reglur af hálfu löggjafans sem
kveða á um ljósabúnað og ljósa-
tíma. Þær eru góðar svo langt
sem þær ná en reynslan hefur
sýnt að viturlegt er að nota ljós
mun oftar en reglugerðin ákveð-
ur. Sumir vilja halda þvi fram að
hér á landi ætti að skylda öku-
menn til að hafa ljósin kveikt
allan sólarhringinn.
En það er um að gera að nota
ljósin rétt og hafa þau í lagi.
Þegar ekið er með há ljós ættu
ökumenn að hafa það í huga að
mjög margir bílar eru búnir ha-
logenljósum sem eru mjög skær
og geta blindað ökumann sem
kemur á móti þótt töluverður
spölur sé í að bílarnir mætist.
Hér er það reynslan ein sem getur
hjálpað ökumanninum í að velja
rétta augnablikið til að lækka
ljósin. Ekki má gera það of fljótt
því þá myrkvast kannski sá hluti
vegarins sem á milli bílanna er
en hins vegar má heldur ekki
draga það um of því þá getur
myndast slysahætta af því að
ökumaðurinn, sem á móti kemur,
blindast.
Önnur grundvallarregla, Sem
allir ættu að hafa í huga, er að
setja ekki háu ljósin á of nálægt
bíl sem ekið er á undan. Slíkt
getur líka orsakað blindu hjá
ökumanninum sem á undan fer
og fipað hann við aksturinn.
Mjög hvimleiður siður hefur
skotið upp kollinum nú síðustu
ár. Það er ótímabær notkun
rauðra þokuljósa aftan á bílum.
Þessi ljós eru mjög skær og eru
fyrst og fremst ætluð til notkunar
í þoku eða miklu dimmviðri, en
alls ekki við venjulegar aksturs-
aðstæður. Vegna þess hve skær
þau eru þá geta þau valdið þeim
sem á eftir fer óþægindum og
draga mjög úr hæfni þeirra sem
á eftir koma til að greina bremsu-
ljósin.
Það ætti að vera sjálfsögð til-
litssemi allra ökumanna að hafa
öll Ijós bílsins í lagi. Alltof al-
gengt er að menn aki um eineygð-
ir í marga daga, eða einhver
afturljósanna séu í ólagi. Það
kostar ekki mikla fyrirhöfn að
ganga í kringum bílinn og ganga
úr skugga um að ljósin séu í lagi,
eða fá einhvern til að segja sér
hvort bremsu- og stefnuljós virki
eins og ætlast er til.
BVttiTO
aku\\ósa
Þrátt íyrir ýmsa þróun í bílaiðnaðin-
um hefur þróun ökuljósanna alls
ekki haldist í hendur við aðrar breyt-
ingar sem þar hafa orðið - fyrr en nú.
Það er fyrst og fremst aukinni
þekkingu um ljós og hæfni augans
til að nema birtu að þakka að ný
tækni er að ryðja sér rúms í bílljósum
þessa dagana. Brátt verður þess ekki
þörf að hafa röð aukaljósa framan á
bílnum til að fá þá ökubirtu sem ósk-
að er heldur verður unnt að fá alla
þá birtu, sem menn óska, úr aðalljós-
unum sjálfum.
í sjálfu sér er ekkert vandamál að
skapa nóg ljósmagn, en að ná jöfnu
ljósi, það er að segja nægu ljósi fyrír
framan bílinn ásamt því að ljósið nái
nægilega langt fram, er meiri vandi.
Það þarf að beina ljósinu þannig
fram að það blindi ekki þá sem á
móti koma.
Ekkert ljós jafnast á við dagsbirt-
una vegna þess að þar er jöfn birta
á hlutum sem eru nálægt og þeim sem
lengra eru í burtu. Augað þarf ekki
að stilla sig inn á mismunandi ljós-
styrk og því sjáum við jafnlangt frá
okkur í dagsljósi og raun ber vitni.
Þessar aðstæður vildu allir hafa þeg-
ar ökuljósin eru notuð en það er
vandinn.
í myrkri er illmögulegt að ná fram
sömu lýsingu á því sem nálægt er
og því sem lengra er í burtu. Hér er
það eðlisfræðin sem hjálpar okkur
að útskýra málið. Sé fjarlægðin frá
ljósgjafanum tvöfölduð þá fellur
styrkleiki ljósmagnsins niður í einn
fjórða af því sem var fyrir framan
Ijósgjafann. Sé fjarlægðin aukin enn
aftur um helming þá er ljósmagnið
aðeins einn sextándi af upphaflegu
ljósi.
Hér áður fyrr reyndu menn að
mæta þessu með því að framleiða
óhemjusterk ljós sem lýstu vel fram
á veginn. Gallinn varð hins vegar sá
Hella Ellipsoid Headlamp System for BMW
SPEGILL
/
SKERMUR
LINSA
DREIFIGLER
Skýringarmynd af HE-ljósinu frá Hella. Halogenperan sendir frá sér Ijósið
sem kastast frá parabólulöguðum speglinum I brennipunkti 1 (F1), þaðan
í gegnum skerm sem ákvarðar Ijósflötinn nánar (F2) og loks í gegnum lins-
una sem sendir Ijósið fram á veginn í gegnum dreifigler.
að næst bílnum varð allt of bjart og
ökumaðurinn nær blindaðist. Þetta
þýddi að ekki dugði að hafa nóg ljós-
magn heldur varð að dreifa ljósinu
nægilega jafnt til að allir hefðu af
því full not, bæði ökumaðurinn og
þeir sem á móti komu.
Bylting í gerð ökuljósa
Nú virðist sem ný öld sé að ganga
í garð hvað varðar gerð ökuljósa.
Það eru tveir aðilar sem virðast leiða
þessa nýju tækni. Hella í Þýskalandi
hefur hannað alveg nýja gerð ljósa,
svonefnd HE-ljós, og Lucas í Eng-
landi hefur leyst vandann að hluta
með „homo focal parabol" ljósum,
en þar er spegilflötur ljóssins brotinn
upp í tvo fleti með mismunandi rad-
íusum sem beina ljósinu jafnar fram.
HE-ljósið frá Hella þykir meiri
bylting í gerð ökuljósa og litum fyrst
nánar á þá lausn. Þeir hjá Hella
nota safnlinsu á bak við ljósglerið,
skerm sem ákvarðar ljóssviðið frá
halogenperunni og ljósspegil sem er
parabóla með þrjá mismunandi kast-
fleti. Þetta þýðir að ljósið fellur um
þrjá brennipunkta. í fyrsta brenni-
punktinum er öllu ljósinu frá halog-
enperunni safnað saman. í öðrum
brennipunktinum er með skermingu
ákveðið hvað af ljósmagninu er not-
að og þar með fást mjög skörp skil á
milli ljóss og skugga. Frá þriðja
brennipunktinum er ljósið sent fram
á veginn í gegnum sterka safnlinsu.
Lögun linsunnar sér um að kasta
ljósinu á réttan hátt fram á veginn
og jafnframt er hægt að stýra dreif-
ingunni.
Bjargvættur bílahönnuða
Fram að þessu hefur reglan um
bílljós verið „því stærri, því betri“.
Þetta hefur skapað bílahönnuðum
dagsins í dag vandamál því þeir vilja
þynna framenda bíla sem mest og þá
er alls ekki pláss fyrir þau ökuljós
sem við höfum vanist fram til þessa.
Því má segja að nýju HE-ljósin séu
bjargvættur bílahönnuðanna. Hönn-
un ljóssins gerir það að verkum að
ljósflötur ljóskersins er miklu minni
en gömlu ljósanna og því hægt að
fella þau inn í minni flöt en áður.
Einnig er hægt að halla Ijósinu um
450 án þess að ljósmagnið minnki.
BMW með nýju HE-ljósin
Fyrsti bílaframleiðandinn til að
hagnýta sé þessi nýju Ijós frá Hella
er BMW-bílasmiðjurnar í Þýska-
landi. Það er topplínan þeirra,
7-línan, sem verður búin þessum nýju
ljósum sem staðalbúnaði. Bílar í
7-Iínunni verða búnir „Ellipsoid
Dipped-Beam“ ökuljósum. Þótt þessi
ljós séu aðeins 80 millimetrar í þver-
mál gefa þau mjög góða ljósdreifingu
og ljósmagnið er 1 lux í allt að 140
metra fjarlægð. „Venjulegt" ljós sem
er 181 millimeter í þvermál og með
parabóluspegli dregur 20 metrum
skemmra fram á veginn og sendir frá
sér mun mjórri ljósgeisla.
HE-ljósin henta sérlega vel sem
ökuljós og sömuleiðis sem þokuljós.
Því verða bílarnir frá BMW búnir
báðum þessum nýju Ijósum frá Hella,
en háu ljósin verða áfram af „görnlu"
gerðinni.
Lucas valdi aðra leið
Breska fyrirtækið Lucas valdi allt
aðra leið í leit sinni að betri lausn
með homo-focal ljósum sínum.
Homo-focal þýðir nánast sameigin-
legur brennipunktur. Parabóluform-
aður spegill ljóssins hefur tvo
mismunandi radíusa, en samt með
sameiginlegum brennipunkti.
Venjuleg ljósker gefa frá sér sama
ljósmagn frá öllum fletinum. Þetta
þýðir mikið ljósmagn næst bílnum
en minna lengra í burtu. Homo-focal
ljósið vinnur þannig að innri para-
bólan gefur minna ljós næst bílnum
á meðan ytri parabólan gefur aðal-
ljósgeislann fram á veginn. Þetta
verður til þess að ljósmagnið verður
mun jafnara og þar með er mætt
vanhæfni augans til að stilla sig inn
á skilin á milli ljóss og skugga.
Enn sem komið er eru nýju homo-
foeal ljósin frá Lucas aðallega í
aukaljósum, bæði kösturum og
þokuljósum, en koma án efa í öku-
ljósum líka.
Umsjón:
Jóhannes Reykdal