Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1986, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1986, Side 23
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986. 79 Kvikmyndir Aftur til fortíðar Horton Foote, einhver virtasti handritshöfundur Bandaríkjanna um þessar mundir, sækir efhiviöinn til heimabæjarins sem hann yfirgaf sextán ára. Úr honum hafa orðið til kvikmyndir á borð við Tender Mercies og The Trip to Bountiful. Horton Foote heima í stofu. sér hógvært og hávaðalaust yfir- bragð enda segir skáldið: „Ödipus stakk að sönnu úr sér augun en hann gerði það ekki á leiksviði.“ f Tender Merciessegir frá drykkfelldum countrysöngvara en persónuna, sem Robert Duvall túlkaði svo snilldarlega, byggir Foote á minningum sínum um frænda sem var að reyna að gera það gott í tónlistarheiminum. Raunar segir Foote að það sé gott fyrir góða hlustendur að búa í Suð- urríkjunum því Suðurríkjamenn hafi öðrum mönnum meira gaman af að segja sögur. Tímunum saman geti þeir látið dæluna ganga um það hvað þessi sagði og hvað hinn sagði og hvemig veðrið var þá og í hvaða fötum þeir voru. Og það er sagt að Foote blandi ekki mjög geði við kvikmyndagerðarfólk ut- an vinnutímans þegar unnið er að gerða kvikmyndar; hann er að finna á tali við skúringakonu hót- elsins eða hjá húsverðinum. Á tali er ef til vill fullmikið sagt því Fo- ote hlustar og skúringakonan segir frá. Sterk fjölsky Idutengsl Fjölskylda Horton Foote hefur öll meira og minna tekið þátt í störfum hans. Kona hans, Lillian, hefur verið framleiðandi, handrita- lesari, ráðgjafi og félagi og þrjú af bömum þeirra fjórum hafa leikið í kvikmyndum eftir handritum hans. En Foote er ekki aðeins bundinn núlifandi fjölskyldu sinni. Það eru látnir forfeður og frændur sem sækja stöðugt á huga hans og hann segir að það sé sama hvort hann er í London, New York eða Hollywo- od, alltaf sé Wharton í Texas honum efst í huga. Foote er orðinn 69 ára og menn segja að það sé staðfesta hans og lítill áhugi á tískusveiflum í bók- menntum sem hafi orðið til þess að hann njóti nú vinsælda sem aldrei fyrr. Og íbúarnir í Wharton, sem eru 9.000 talsins, eru ánægðir með þennan son bæjarins þótt hann sé nú löngu fluttur burt. Hann á hús og tilbúinn grafreit í bænum en þekkir svo sem ekki marga lengur. Það var ef til vill vegna sterkra tengsla hans við for- tíðina að einhver sagði þegar Whartonbúar vildu halda honum samsæti: „Hvar á að halda það? í kirkjugarðinum?" -SKJ Byggt á American Film og fleiri heimildum. Horton Foote hafði starfað í 25 ár við leikhús og leikritun þegar hann hvarf því sem næst af sjónar- sviðinu árið 1966 og flutti frá New York til New Hampshire. Nánustu samstarfsmenn hans meðal leik- stjóra og framleiðenda voru dánir, hættir eða höfðu snúið við blaðinu í leikhúsmálum og framúrstefna og tilraunaleikhús voru ekki Texas- búanum Horton Foote að skapi. Hann íhugaði jafnvel að snúa sér að forngripasölu en kona hans, Lillian Foote, hvatti hann til að skrifa sem fyrr og sá á meðan fyrir heimilinu með fasteignasölu. Áður en Foote dró sig í hlé hafði hann starfað við virta sjónvarpsmynda- flokka eins og Kraft Playhouse, Playhose 90 og Philco Television Playhouse. Hann fékk óskars- verðlaunin fyrir handrit sitt að kvikmyndinni To Kill a Mocking- bird, byggðri á sögu Harper Lee. Slegið í gegn En síðan var eins og tómarúm tekið. Hann var tilnefndur til óskarsverðlauna í fyrra fyrir The Trip to Bountiful og kvikmynd- imar 1918 og On Valentine’s Day hafa báðar hlotið lofsamleg um- mæli. Þær eru byggðar á hlutum af níu leikrita seríu sem Foote skrifaði á meðan hann var í sjálf- skipaðri útlegð í New Hampshire. Yrkisefni úr æsku Horton Foote skiptir sér meira af gerð kvikmynda eftir handritum sínum en flestir handritshöfundar. Hann tekur því allt annað en ljúf- mannlega ef kvikmyndir hans eru kallaðar „litlar“ en sumir láta sér þetta lýsingarorð um munn fara þegar þeir fjalla um verk hans enda hefur tilkostnaðurinn við margar myndanna verið langt fyrir neðan meðallag í Hollywood. Tender Mercies kostaði 4,5 milljónir doll- ara, The Trip to Bountiful 3 milljónir og þær nýjustu, 1918 og On Valentine’s Day, 1,7 milljónir dollara hvor. Rebecca De Mornay og Geraldine Page leggja upp i ferð i The Trip to Bountiful. myndaðist á ferli Footes og það var ekki fyrr en með handriti að kvik- myndinni Tomorrow árið 1972 að til hans spurðist að nýju. Og dóm- arnir voru mjög góðir andstætt því sem verið hafði um tvö fyrri kvik- myndahandrit hans, Baby, the Rain Must Fall (1964) og Hurry Sundown (1967). En þó vel gengi með þessa kvikmynd sneri Foote sér í ríkara mæli að sjónvarpi og leikhúsi þar til hann skrifaði hand- ritið að Tender Mercies (1983). í henni fer Robert Duvall með aðal- hlutverk en þeir hafa verið vinir um áratugaskeið og raunar var það Foote sem kom Duvall á framfæri með því að fá honum hlutverk í To Kill a Mockingbird. í kjölfar Tender Mercies hafa fylgt þrjár kvikmyndir eftir hand- ritum Footes og öllum verið vel Og myndir Foote eru um fleira óvenjulegar. Allan sinn feril hefur hann verið að skrifa um heimabæ sinn, Wharton í Texas, og æsku sína þar en hann var ekki nema sextán ára þegar hann hélt að heiman, staðráðinn í að gerast leik- ari. Leiklistarbrautin reyndist honum ekki greið en öðru máli gegndi um leikritunina og um skriftirnar segir hann: „Yrkisefnin hafa mótast um það leyti sem þú ert tólf ára. Þau velja þig.“ Góður hlustandi 1 verkum sínum kallar Horton Foote litla bæinn sinn, Harrison, Texas. Þar gerast einstæðar gleði- sögur og sérstakir harmleikir úr hversdagslífinu. Ofbeldi, framhjá- hald, dauði og drykkjuskapur eru viðfangsefni hans en allt hefur á Foote-hjónin horfa með samstarfsmanni á dætur sínar, Daisy og Hallie, viö töku On Valentine’s Day.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.