Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1987, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1987.
9
DV
íkveikja talin
orsök hótel-
brana sem
kostaði 43
mannslrf
Grunur leikur á því að óánægður
starfsmaður hafi valdið hótelbrunan-
um í San Juan á Puerto Rico á
gamlárskvöld. Á hótelinu bjuggu um
þúsund manns, aðallega Bandaríkja-
menn og Kanadamenn, en í brunanum
fórust ijörutíu og þrír.
Nokkrum mínútum áður en eldsins
varð vart gekk sá orðrómur í spilavíti
hótelsins að menn skyldu forða sér því
að senn mundi draga til tíðinda.
Starfslið hafði ákveðið að leggja niður
störf í deilu við hótelstjómina.
Eldurinn geisaði í nokkrar klukku-
stundir og urðu nokkrar sprengingar
í byggingunni. Flestir gestimir björg-
uðust út. Sumir handlásu sig á
samanhnýttum lökum niður á gang-
stéttina en einhveijum var bjargað í
þyrlu af þaki hótelsins.
Stjóm stéttarfélagsins, sem að
vinnudeilunni stendur, ber til baka
fúllyrðingar um, að einhver starfs-
manna kunni að hafa kveikt í hótelinu
að ráðnum hug og telur útilokað að
nokkur hafi getað fengið sig til slíks
verks. Fjórir starfsmenn fómst í eldin-
um.
Ferðamannavertíðin á Puerto Rico
er í hámarki um þessar mundir.
Gestir úr hótelinu segjast hafa heyrt
orðskvitt um að verkfall væri yfirvof-
andi og að það hefði borist hótun um
að sprengja mundi sprengd í bygging-
unni. Fyrr í vikunni hafði tvívegis
komið upp eldur í hótelinu en í hvor-
ugt skiptið alvarlegur bmni.
Verkfallsmenn ræða
nýjar aðgerðir
Jámbrautarstarfsmenn í Frakk-
landi og stjórn landsins íhuga nú nýjar
aðgerðir eftir að vonin um skjótan
endi verkfallsins brást.
Ætlunin er að sérstök nefhd verk-
fallsmanna haldi fund í dag en í gær
kusu margir þeirra að halda verkfall-
inu áfram en það hefur nú staðið yfir
í sextán daga.
Á miðvikudaginn tilkynnti sérstak-
ur samningsaðili skipaður af stjórn-
mni írá þeirri ákvörðun að tekið yrði
tillit til aldurs en ekki verðleika í hinu
nýja launakerfi en það var ein af að-
alkröfum jámbrautarstarfsmanna.
Þeir segja hins vegar að ekki hafi
verið tekið tillit til kröfu þeirra um
launahækkun, fleiri frídaga og
greiðslu fyrir vinnutap vegna verk-
fallsins. Þess vegna hafi þeir ákveðið
að halda verkfallinu áfram.
Þessi sérstaka nefnd verkfallsmanna
er fyrir utan venjuleg verkalýðsfélög
og þykir mörgum verkalýðsleiðtogum
harka sún er hún sýnir harla óvenju-
leg.
I gær tók Francois Mitterrand, for-
seti landsins, á móti sendinefnd
jámbrautarstarfsmanna. Hingað til
Francois Mitterrand, forseti Frakk-
lands, tók á móti sendinefnd járn-
brautarstarfsmanna í gær en
forsætisráðherrann Chirac hefur
hingað til neitað að hitta þá að máli.
hefur Chirac forsætisráðherra neitað
að hitta verkfallsmenn og hefur aðal-
ritari gaullista gagnrýnt afstöðu
forsetans sem hann segir geta aukið
erfiðleikana á að ná samningum.
______________________________________________________________________Útlönd
Hundrað þúsund veðurtepptir
Meira en hundrað þúsund far- Bandaríkjunum vegna þéttrar þoku farþega voru að koma heim úr jóla-
þegar voru veðurtepptir í tvo daga yfir svæðinu. Þurfti að leggja þrjátíu leyfi. Mörg þúsund biðu þess einnig
á einum af umferðarmestu flugvöll- og fimm flugvélum á veg, er ætlaður á öðrum flugvöflum að komast til
um í heimi. er leigubifreiðum, á meðan þær biðu Atlanta.
Fjölda flugferða var frestað á þess að geta hafið sig á loft.
Hartsfield flugvelhnum í Atlanta f Mörg þúsund hinna veðurtepptu
Creiðslur almennings
fyrir læknishjálp og lyf
(skv. reglugerð útg. 19. desember 1986)
1. Greiðslur hjá heimilislækni og heilsugæslulækni
110 kr. - Fyrir viðtal á stofu læknis. Innifalin er ritun lyfseðils.
200 kr. - Fyrir vitjun læknis til sjúklings.
Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir og má læknir ekki krefja sjúkling um við-
bótargjald nema vegna lyfja eða umbúða sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með
burt með sér.
2. Greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp,
rannsóknir og röntgengreiningu
360 kr. - Fyrir hverja komu til sérfræðings.
140 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrstu 12 skiptin hjá sérfræðingi á hverju almanaks-
ári, síðan ekkert. (Sjá nánar hér að neðan.)
Aldrei má krefja sjúkling um nema eina greiðslu fyrir hverja komu ásamt rannsókn/
röntgengreiningu í framhaldi af henni. Til nánari skýringar er eftirfarandi tafla:
Greiðslur almennings fyrir sérfræðilæknishjálp. nokkur dæmi.
TAFLA Heimilis- læknir Sérfræð- ingur Rannsókn/ Röntengr. Sérfræð- ingur Aðgerð hjá + Svæfing/deyfing sérfræðingi hjá sérfræðingi
Dæmi 1 110 360
Dæmi 2 110 250
Dæmi 3 110 360 360
Dæmi4 110 360 0
Dæmi 5 110 360 0 360
Dæmi 6 110 360 0 360 0 360
Skýringar: Taflan lesist frá vinstri til hægri og sýnir samskipti við a.m.k. tvo lækna. Dæmi
4: Sjúklingur leitar til heimilislæknis og greiðir þar 110 kr. Heimilislæknir vísar síðan
sjúklingi til sérfræðings og þar greiðir sjúklingur 360 kr. Þessi sérfræðingur sendir sjúkl-
ing í röntgengreiningu og þarf sjúklingur ekki að greiða sérstaklega fyrir hana þar sem
hún er í beinu framhaldi af komu til sérfræðings.
Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir og má læknir ekki krefja sjúkling um við-
bótargjald nema vegna lyfja eða umbúða sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með
burt með sér.
Allir eiga að fá kvittanir fyrir greiðslum sínum hjá sérfræðingum.
Elli- og örorkulífeyrisþegar, sem leggja fram hjá sjúkrasamlagi sínu kvittun fyrir 12
greiðslum á sérfræðilæknishjálp á sama ári, fá skírteini sem veitir þeim rétt á þessari
þjónustu ókeypis það sem eftir er ársins.
Kröfugangan
markar tímamót
Nokkrir hinna þúsund stúdenta í
Peking, er gengu í kuldanum i gær-
kvöldi til þess að krefjast lýðræðis og
lausnar félaga sinna, sögðu göngu sína
hafa markað tímamót í sögu Kína.
Að minnsta kosti hvað varðar lýðræð-
islegar umbætur.
Kváðu þeir yfirvöld ekki lengur geta
gengið'fram hjá kröfum þein-a um
umbætur eftir mánaðarlanga ókyrrð í
háskólum landsins. Einnig lögðu þeir
áherslu á að þeim hefði tekist það sem
stúdentum hefði ekki tekist áður, það
er að fá yfirvöld til þess að sleppa
þeim er teknir hafa verið.
Y firvöld létu undan kröfum stúdenta
í gærkvöldi og lofuðu að láta lausa
að minnsta kosti tuttugu og íjóra stúd-
enta sem teknir voru síðdegis í gær. í
morgun tilkynnti ríkisútvarpið að öll-
um stúdentum, sem teknir voru í gær,
hefði verið sleppt.
Nokkrir stúdentanna voru að niður-
lotum komnir eftir að hafa gengið
fimmtán kílómetra í snjó og kulda.
Voru sumir þeirra í baðmullarskóm
sem engan veginn hæfðu veðráttunni.
Lögðust nokkrir til svefns er þeir
höfðu náð Torgi hins himneska friðar
á meðan aðrir skokkuðu þar sér til
hita. Þar biðu þeirra strætisvagnar og
létu stúdentar að lokum flytja sig aftur
til háskólans eftir tilmæli háskólayfir-
valda.
Kínverskir Qöhniðlar srierust önd-
verðir gegn kröfum stúdenta og full-
yrtu að lítill hópur öfgamanna lægi
að baki þessum ólöglegu mótmælum.
3. Greiðslur fyrir lyf
200 kr. - Fyrir lyf í lyfjaverðskrá I og innlent sérlyf.
350 kr. - Fyrir lyf í lyfjaverðskrá II.
80 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrir lyf í lyfjaverðskrá I og innlent
sérlyf.
120 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrir lyf í lyfjaverðskrá II.
Eitt gjald greiðist fyrir hvern 120 daga lyfjaskammt eða brot úr honum.
Gegn framvísun sérstaks lyfjaskírteinis í lyfjabúð fást ákveðin lyf við tilteknum langvar-
andi sjúkdómum ókeypis. Læknar gefa vottorð til sjúkrasamlags í þeim tilvikum sem
réttur á skírteini kann að vera fyrir hendi. Greiðslur þessar gilda frá og með 1. jan. 1987.
aTRYGGINGASTOFNUN
_ RÍKISINS