Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987. 61 Kvikmyndir Top Gun var vinsælasta myndin 1986. Clint Eastwood kom með nýja jólamynd, þ.e. Heartbreak Ridge. Hverj ir slógu í gegn? Top Gun reyndist vera vinsælasta myndin vestanhafs á því herrans ári 1986 Jólin og sá frítími sem samfara er jólahátíðinni hefur alltaf reynst kvikmyndahúsaeigendum vel. Skólar eru lokaðir og því flykkjast unglingarnir í kvikmyndahúsin til að berja augum nýjustu afsprengi kvikmyndavera Hollywood. Því er það svo að kvikmyndaframleiðend- ur jafnt sem kvikmyndahúsaeig- endur leggja sig fram um að bjóða upp á nýjar, spennandi myndir enda er mikið í húfi. Ef einhver myndanna slær í gegn má búast við að hún haldi áfram á nýja árinu að mala gull fyrir alla aðstandend- ur. í Bandaríkjunum voru um þessi jól frumsýndar 13 myndir sem sýndar voru um öll fylki Banda- ríkjanna. Er þetta álíka fjoldi og í fyrra. Einnig er svo frumsýndur fjöldi mynda sem aðeins eru sýndar í ákveðnum fylkjum. í fyrra voru það fimm jólamyndanna sem veru- lega slógu í gegn en það voru Rocky IV, The Color Purple, Out Of Africa, The Jewel Of The Nile og svo Spies Like Us. Það er athyglisvert að allar þessar myndir hafa verið sýndar hér á árinu 1986 og má því með sanni segja að íslenskir kvikmyndahúsa- eigendur séu farnir að fylgjast vel með sem er auðvitað sjálfsagður hlutur. Hörð samkeppni En hvernig gekk um þessi jól vestanhafs? Kvikmyndahúsaeig- endum leist best á myndimar Star Trek IV og svo nýjustu myndir þeirra Clint Eastwood, Chevy Chase og Eddie Murphy. Þeir voru nokkuð sannspáir því allar þessar myndir gengu vel og eru nú í byrj- un janúar mjög ofarlega á listanum yfir best sóttu myndir mánaðarins. En það voru einnig aðrar myndir sem gengu vel þótt þeim hefði ekki verið spáð eins mikilli velgengni. Það var Star Trek IV sem bar sigur úr býtum f jólamyndakapp- hlaupinu. Hún bar undirtitilinn Heimferðin eða The Voyage Home og var leikstýrt af Leonard Nimoy. Hér er um að ræða mynd fyrir unglinga og sú fjórða í röð- inni. Er hún byggð á vinsælum sjónvarpsþætti og fjallar um skip- verja geimskipsins „Starship Enterprise“ og ferð þeirra aftur í tímann til ársins 1986, nánar tiltek- ið San Francisco, til að bjarga jarðarbúum. Eddie Murphy Næstvinsælasta jólamyndin reyndist The Golden Child. Þótt myndin hafi hlotið nær eindóma neikvæða gagnrýni virðist sem til- vist Eddie Murphy í aðalhlutverki hafi verið nógu mikið aðdráttarafl fyrir kvikmyndahúsagesti. Murphy hefur ekki leikið i kvikmyndum síðan hann gerði Beverly Hills Cop en það virðist ekki hafa minnkað vinsældir hans. Murphy leikur miskunnsaman bjargvætt sem tekur að sér að bjarga „gull- barninu" frá illum öflum. Þetta er dæmigerð ævintýramynd sem Michael Ritchie leikstýrir. Myndin gerist víða um heim, allt frá suður- hluta Kaliforníufylkis yfir til afskekktra hluta Kínaveldis. Clint Eastwood virðist alltaf eiga sinn fasta aðdáendahóp. 1 nýjustu mynd sinni, Heartbreak Ridge, sem hann leikstýrir, framleiðir og leikur í, fer hann með hlutverk herskólaagaðs harðjaxls sem fær það hlutverk að koma hópi misind- ismanna og aumingja í bardaga- hæft ástand. Eins og að venju fer Clint létt með verkefnið. Þetta er fyrsta mynd kappans eftir Pale Rider árið 1985. Stórstjörnur Upphaflega voru vöflur á for- ráðamönnum Fox kvikmyndavers ins hvort þeir ættu að setja nýjustu mynd leikstjórans Sidney Lumet í hina hörðu samkeppni um jólin. Þeir gerðu það og þurfa varla að sjá eftir því. The Morning After er með þeim Jane Fonda, Jeff Ein vinsælasta jólamyndin vestan- hafs var The Golden Child með Eddie Murphy í aðalhlutverki. Bridges og Raul Julia í aðalhlut- verkum og fjallar um morðgátu. Fonda leikur fyrrverandi leikkonu sem ásökuð er um morð sem hún telur sig vera saklausa af. Jeff Bridges er sá sem fellur fyrir henni og reynir að hjálpa til að leysa málið. Þessi söguþráður minnir meira á efnivið margra eldri mynda sem sýndar hafa verið í íslenska sjónvarpinu og virðist vera fátíður í nýrri myndum. Um þessi jól var einnig frumsýnd myndin Little Shop Of Horrors eða Litla hryllingsbúðin. Hér er ekki um að ræða endurútgáfu af samnefndri mynd sem Roger Cor- man gerði 1960 heldur kvikmynda- útgáfu söngleiksins fræga sem enn er sýndur í New York og var ný- lega settur á svið hérlendis. Það er Rick Moranis og Steve Martin sem fara með aðalhlutverkin undir leikstjórn Frank Oz. Kunnugleg nöfn Three Amigos er nafnið á nýj- ustu mynd John Landis sem m.a. leikstýrði myndinni An American Werewolf In London. Steve Martin fer hér einnig með eitt aðal- hlutverkið ásamt þeim Chevy Chase og Martin Short. Þeir leika þrjár stjörnur úr þöglu myndunum sem sendar eru til lítillar borgar í Mexíkó til að ráða niðurlögum bófaflokks sem angrar íbúana. Sá hængur er á að „amigóarnir" telja þetta vera leik frá upphafi til enda. Engin jól eru án teiknimynda frá Walt Disney. Síðan Lady Ánd The Tramp var frumsýnd 1955 hefur hún verið sýnd yfirleitt yfir jólahá- tíðina. Það tók 150 teiknara óra- tíma að teikna þær tvær milljónir teikninga sem þurfti til að kvik- mynda þá 110.000 myndramma sem myndin samanstendur af. Einnig var frumsýnd um þessi jól myndin The Nutcracker eða Hnetubrjót- urinn. Hér er um að ræða kvik- mynd af samnefndum ballett. Það er Carroll Ballard sem leikstýrir sem m.a. leikstýrði hinni gullfal- legu mynd Black Stallion. Það er Pacific North West ballettflokkur- inn sem fer með aðalhlutverkið í myndinni en sviðsmyndin er unnin af barnabókahöfundinum Maurice Sendak. Þótt furðulegt megi virð- ast þá er þetta í fyrsta sinn sem þessi vinsæli ballett er kvikmynd- aður. Af öðrum myndum, sem ekki hlutu eins mikla náð fyrir pyngju kvikmyndahúsagesta, má nefna Solarbabies sem Mel Brooks leik- stýrir en hún var að vísu frumsýnd í lok nóvembermánaðar, King Kong Lives, sem er framhalds- mynd af apanum fræga, og No Mercy sem er rómantískur tryllir með Richard Gere í aðalhlutverki. Vinsælast1986 Árlega birtir Variety, tímarit bandaríska skemmtanaiðnaðarins, lista yfir vinsælustu myndir allra tíma og svo vinsælustu myndirnar ár hvert. Eru tölurnar miðaðar við aðsókn í Bandaríkjunum og Kanada. Ef við lítum á árið 1986 Aemur eftirfarandi í ljós. Vinsælustu myndirnar 1986 í Bandaríkjunum ogKanada 1. Top Gun - leikstjóri T. Scott. 2. The Karate Kid Part II - J. Avildsen. 3. Crocodile Dundee - P.Fai- man. 4. Star Trek IV: The Voyage Home - L. Nimoy. 5. Aliens - J. Cameron. 6. The Color Purple - Steven Spielberg. 7. Back To School - A. Metter og E. Endler. 8. The Golden Child - M. Ritc- hie. 9. Ruthless People 10. Out Of Africa - Sidney Pollack. 11. Ferris Bueller’s Day Off - J. Hughes. 12. Down And Out In Beverly Hills - P. Mazursky. 13. Cobra G.P. Cosmatos. 14. Legal Eagles - I. Reitman. 15. An American Tail - Anim: D. Bluth. Eins og sést á þessum lista er búið að sýna héma flestar þessara mynda. I lokin skal svo birtur listi yfir best sóttu myndir allra tíma í Bandaríkjunum og Kanada. Best sóttu myndir allra tíma í Bandaríkjunum og Kanada 1. E.T. TheExtra-Terrestrial - S. Spielberg - 1982. 2. Star Wars - G. Lucas - 1977. 3. Return Of The Jedi - R. Marquand - 1983. 4. The Empire Strikes Back - I. Kershner - 1980. 5. Jaws - S. Spielberg - 1975. 6. Ghostbuster - I. Reitman - 1984 7. Raiders Of The Lost Ark - S. Spielberg - 1981. 8. Indiana Jones And The Temple Of Doom - S. Spielberg -1984. 9. Beverly Hills Cop - M. Brest - 1984. 10. Back To The Future - R. Zemeckis. Baldur Hjaltason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.