Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987.
49
Kathleen Turner í hlutverki Peggy Sue.
Fyrsta stóra hlutverkið I Body Heat.
fyrstu myndinni, Body Heat, fyrir
aðeins fimm árum. Þá var hún í
hlutverki heimsku ljóskunnar.
Næst lék hún með Michael Dou-
glas í Romancing the Stone.
Douglas leikstýrði einnig þeirri
mynd. Honum leist alls ekki á þessa
ungu leikkonu þegar fundum
þeirra bar fyrst saman. Þá var
hæst í honum að neita henni um
hlutverk í myndinni.
„Ég gerði mér samt fljótlega ljóst
að það sem háði henni var feimni
og óöryggi," er haft eftir Douglas.
„Það var ekki fyrr en ég hitti hana
öðru sinni að ég sá að þetta var
hlutverk fyrir hana.“ Douglas réð
hana síðan aftur til að leika í fram-
haldi myndarinnar.
Áður en það var lék hún undir
leikstjórn Ken Russell í myndinni
Crimes and Passion. Þar var hún
í hlutverki konu sem lifði tvöföldu
lífi. Hún var hóra milli þess sem
hún sinnti virðingarverðari við-
skiptum.
í nýjustu myndinni leikur hún
þjóðsagnapersónu sem er þeim
hæfileika búin að geta skroppið
aftur í tímann og breytt eigin sögu.
Þegar Tumer er spurð að því hvort
hún vildi vera í sömu aðstöðu þá
neitar hún því. „Það er eiginlega
ógnvekjandi að hugsa til þess að
geta breytt fortíðinni því engin leið
er að gera sér grein fyrir hvaða
áhrif það hefði á líðandi stund. Auk
þess sé ég ekki eftir neinu sem ég
hef gert.“
Það gilti einu fyrir Turner þótt
hún væri önnur á óskalista leik-
stjórans. „Þetta er stórkostlegt
hlutverk. Peggy Sue á sér samsvör-
um í svo mörgum konum," segir
Tumer. „Söguna á enda breytir
hún rétt eins og ætlast var til af
konum á hennar tíma. Hún lauk
menntaskólanámi, varð ólétt og
gifti sig. Þegar maðurinn hennar
yfirgefur hana fertuga fmnur hún
að hún er á engan hátt undirbúin
til að standa á eigin fótum. Hana
vantar alla starfsþjálfun og allan
vilja til að gera eitthvað í málinu.“
í sögunni segir frá því að Peggy
Sue hittir skólafélaga sína 25 árum
eftir að námi lauk. Þar líður yfir
hana og hún vaknar upp á seinasta
ári sínu í skólanum og getur nú
breytt ferli sínum.
í þessum hluta myndarinnar þarf
Tumer að leika Peggy Sue eins og
hún var innan við tvítugt. „Það
olli mér engum vandræðum," segir
Turner. „Þegar ég var 18 ára lék
ég 13 ára stúlkur."
Aldurinn skiptir ekki máli
Turner er 32 ára og þarf einnig
að leika Peggy Sue þegar hún er
45 ára. Hún verður því að leggja
sig alla fram ef þessi aldursmunur
á ekki að verða of áberandi. „Fólk
verður bara að sætta sig við að
þetta er hægt. Það sem fólk hefur
mestar áhyggjur af er hvort ég
hafi ekki órðið að fara í sérstakan
fitunarkúr til að geta leikið hina
fullorðnu Peggy Sue. Ég þurfti þess
ekki,“ segir Turner ákveðin. „Það
eina sem breytist er klæðaburður-
inn og farðinn."
Það voru einmitt þessi föt sem
Turner kunni samt verst við. „Ég
fer aldrei í þetta aftur. Sokkamir,
kjólarnir og lífstykkin með járn-
spennum innan í voru bæði ljót og
óþægileg."
Turner kunni aftur á móti betur
við tónlistina. „Við syngjum í
myndinni lög sem ekki hafa heyrst
lengi. Mörg þeirra eru stórkost-
leg.“
Á menntaskólaárum sínum átti
Tumer heima í Lundúnum þar sem
faðir hennar starfaði við sendiráð
Bandaríkjanna. I hlutverki Peggy
Sue er hún hins vegar nær því sem
raunin hefði orðið ef hún hefði alist
upp í Bandaríkjunum. Hún segist
samt alls ekki sjá eftir árunum í
Lundúnum. „Það sem ég kynntist
þar hefur alla tíð síðan reynst mér
mikilvægt."
Þegar hún flutti heim til Banda-
ríkjanna með foreldrum sínum hóf
hún nám við háskólann í Missouri.
Þar byrjaði hún að fást við leik-
list. Að loknu námi fór hún til New
York, réð sér umboðsmann og fékk
hlutverk í sápuóperu. Hún vann
þó skamman tíma fyrir sjónvarpið
því fljótlega bauðst henni að leika
í Body Heat. Siðan þá hefur hún
aldrei þurft að líta til baka eins og
Peggy Sue gerir í nýjustu mynd-
inni. Snarað/GK
Matsfofan Ríta
lokuð í kvöld
vegna einkasamkvæmis.
FÓSTRUR
Fóstrur óskast til starfa á dagvistarheimili Hafnarfjarðar. Fóstru i
heila stöðu á dagheimilið Víðivelli. Fóstrur eftir hádegi á leikskól-
ana Arnarberg, Álfaberg, Norðurberg og Smáralund. Upplýsingar
um störfin veita forstöðumenn viðkomandi heimila og dagvistarfull-
trúi í sima 53444 á Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar.
Félagsmálastjóri Hafnarfjarðar.
I/ •?/ *3/ •?/ *J/ •?/•?/ *S/ •?/ *S/ *S/ *S/ *s/ •5/ S/_*J/ *J/ «9/.4/
í* /É* /fi* /fi* /fi» /*• /fi* /fi* /fi* /fi* /fi* /fi* /fi» /fi* /fi* /fi* /fi* /fi* /fi» /fi
FORDHÚSINU
Teg. Arg. Km Verð
M. Benz 230 TE station 1981 25.000 780.000
M. Benz 280 SE 1983 66.000 1.290.000
Mercury Cougar 1985 26.000 890.000
Blazerdísil 1982 57.000 1.300.000
Volvo 244L 1979 97.000 250.000
Ford Escort A/T 1983 67.000 330.000
Subaru st. 4x4 1984 72.000 430.000
Subaru Fox 1983 68.000 295.000
Mazda 323 1985 27.000 350.000
Ford Escort 1986 15.000 410.000
Ford Sierra 4x4 1985 15.000 1.100.000
Fæst á 3 ára skuldabréfi.
Skrifstm: Auöur Haraldsdóttir.
Sölumenn: Jónas Ásgeirsson.
Þórarinn Finnbogason.
Skúli H. Gislason.
Frkvstj.: Finnbogi Ásgeirsson.
BÍLAKJALLARINN
Fordhúsinu v/hlið Hagkaups.
Símar 685366 og 84370.
. . *s
/fi*/É*/
S/Jl/
/fi* ^
Besta húsið í New York
Tvö ár eru liðin síðan hún giftist
fasteignasalanum Jay Weiss. Þau
búa í New York í „besta húsinu í
borginni", eins og Turner orðar
það. Með því fylgir garður í jap-
önskum stíl. Senn hvað líður á
fyrsti erfinginn að fæðast.
„Ég get ekki séð nokkra ástæðu
til að láta bameignir bíða,“ segir
Turner. Vitað er að Turner hefur
misst fóstur en um það vill hún
ekki tala.
En á meðan beðið er eftir fyrsta
barninu ætlar Turner ekki að sitja
auðum höndum. Næst á dagskrá
er að leika á sviði. Þar hefur hún
tekið að sér að leika í tveim verk-
um.
Þá er þegar búið að ákveða tvær
næstu kvikmyndir. Turner hefur
sjálf keypt réttinn til að kvikmynda
sögu eftir Robert Stone. Nefnist
hún A Flag for Sunrise og er um
nunnu í Mið-Ameríku. „Ég hef
aldrei leikið hlutverk sem líkist
þessu," segir hún og virðist kvíðin.
„En ég ætla að eftirláta fólki að
geta sér til um hvernig ég tek mig
út.“
Þá eru líkur til að enn verði gerð
mynd í framhaldi af Romancing the
Stone.
Önnur á óskalistanum
Turner viðurkennir fúslega að á
stundum hafi henni gengið illa sem
leikkonu. T.d. stóð það ekki til í
upphafi að hún léki Peggy Sue.
Debra Winger var ráðin í hlutverk-
ið en hún varð að hætta eftir að
hún varð fyrir slysi.
Með Michael Douglas i Romancing the Stone.
^ihiEm
hágæða framköllunarvélar
LÍTMYNDIR
Á KLUKKUSTUND
Við bjóðum aðeins það besta
$
Hágæðalitmyndir
í tveim stærðum:
9X13og 10X15
Einnig stækkanir
13X18
OPIÐ KL. 8.30 TIL 18.00
Framköllun
á klukku-
stund
Hamatör
Ljósmyndavöruverslun
Laugavegi82 - Sími 12630