Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Blaðsíða 20
Fornbókasalinn minn hefur um skeið lumað á mörgum bókum og bæklingum sem fjalla um æskilega meðalhegðun, hæfilega snyrtingu líkamans og eftirlit með limum sem og matarræði. í einni bók, gagnmerkri, er tjallað um ýmis vísindi sem ungir karl- menn ættu að tileinka sér og þar gefin sú regla að vilji menn hvetja skeggvöxt sinn dugi að renna ra- kvél um kjálka og höku þrisvar, fjórum sinnum á dag frá því maður er ellefu ára og undir þrítugt verði trúlega komið á mann ræktarmikið alskegg. Gott að Njáll heitinn á Bergþórshvoli vissi ekki um þessa reglu, ella hefði engin Njála verið skrifuð, Skarphéðinn og bræður hans ekki nefndir „taðskeggling- ar“ og vígaferlin ekki farið af stað. Svona getur oft litlu munað að miklir atburðir verði. „Aðeins fyrir konur“ er yfirskrift athyglisverðs kafla í bók sem heitir Kvenleg fegurð. Sú bók kom út 1956 i Reykjavík, þýdd úr þýsku og ritstýrt af frú Ástu Johnsen fegrunarsérfræðingi. Síð- asti kafli bókarinnar íjallar um almenna og æskilega hegðun kvenna. Mig langar til að birta þann kafla hér, því satt að segja finnst mér að ýmsu því kvenfólki sem ég neyðist til að umgangast veiti ekki af að taka sér tak og til- einka sér eitthvað af eftirfarandi: Örfá orð um karlmanninn Kæra kona! Þennan kafla megið þér ekki sýna eiginmanni yðar, vini, föður, frænda, vinnuveitanda, starfsbróð- ur, yfirleitt engri veru af kyni karla, því að hann fjallar einmitt um - já, þér hafið sennilega getið yður til um það: Karlmanninn. Þessa lífveru, sem er okkur til ei- lífs hugarstríðs og ævinlegrar sælu, sem við féflettum daglega, og við játum stundum um, þegar við erum alveg einlægar, að við getum ekki án verið. Enda þótt konan njóti jafnréttis í æ vaxandi mæli á vorum dögum, er maðurinn samt, vegna eðlis síns - og okkar einnig - sá, er segir fyr- ir verkum, hefur frumkvæðið undir öllum kringumstæðum, og það er best að gera ekki neina breytingu að því leyti. Konan má þess vegna ekki vera of ágeng; og enda þótt yðar hjartans útvaldi sé dálítið seinn að átta sig á tilfinningum sínum, megið þér ekki, hvernig serr á stendur, taka að yður hlutverk biðilsins. Reynið að ginna hann úr fylgsni sínu með hóflegum ráðum (e.t.v. dálítilli afbrýðisemi, ef róð- urinn þyngist). Þér munuð komast að raun um, hversu hreykinn hann verður og hve gleðilega óvænt það rennur upp fyrir honum, að hann hafi um síðir „unnið“ yður. Hjn undirgefna vera í afstöðu sinni til karlmannsins verður konan sýknt og heilagt að gæta þess að vera hin undirgefna vera. Það skiptir í rauninni engu máli, hvort þér eruð það eða ekki. Konan þarfnast blíðu og umburð- arlyndis. Jafnvel hin hyggna kona þorir ekki að sýna yfirburði sína nema á tvennum vígstöðvum - fegurðar- innar og matargerðarinnar. Um fyrrnefndu vígstöðvarnar hefur ve- rið fjalláð ýtarlega í fyrri köflum þessarar bókar, og hvað hinar snertir - nú, þá eru þess vafalaust einhver dæmi, að maðurinn hafi verið eigi síður slyngur í matargerð en konan, og þá er sjálfsagt að láta hann njóta sannmælis að því leyti. Munið því þetta: Verið aldrei gáf- aðri, verið aldrei duglegri (nema á þessum tveim sviðum). En ef svo stendur á, að þér eruð honum svo miklu fremri í öllum efnum, að því verður ekki leynt, þá skuluð þér láta hann komast að því sjálfan, og þá mun hann í fyllingu tímans viðurkenna- yfirburði yðar. Hin fullkomna eiginkona I rauninni er þess krafist af hinni fullkomnu eiginkonu, að hún auð- sýni fómarlund meðaumkunar- fullrar systur, þegar þörf er hjálpar, huggunar og hvatningar, sé kröft- um búin eins og vinnustúlka, fögur sem fegurðardrottning, skynsöm sem fjármálasnillingur, skyggn sem sálfræðingur - en þessu öllu verður að fylgja ætni og þag- mælska, svo að hægt sé að leyna umheiminn - og þó fyrst og fremst’ manninn sjálfan, þeirri staðreynd, að það er sennilega kona, er ræður ákvörðunum hans, hefur áhrif á dómgreind hans og úrslitaatkvæð- ið varðandi framkomu hans. Hetjan og hálfguðinn .... Karlmaðurinn er alls ekki venjuleg manneskja, eins og þér Gunnar Gunnarsson og ég - hann er hetja, hálfguð, og andi hans er sennilega svo stór- fenglegur, að við komumst hvergi nærri honum. Þér skuluð alls ekki hætta yður út í rökræður við hann, því að þótt hann viti ekki „ná- kvæmlega" um alla hluti, veit hann þó „meira“ en þér og ég.“ Fegurðardis okkar daga I þessu merka riti um daglega Rétt er að hafa hugfast að karl- maðurinn er bæði hetja og hálf- guð. hirðingu kvenlíkamans og sálar- innar eru mörg ráð sem bersýnilegt virðist að hafi á seinni árum fallið í grýtta jörð. Til dæmis má nefna ábendingu fegurðarsérfræðingsins um notkun mjaðmabelta og brjóstahalda: „... Hver kona getur fjörgað nærfatnað 'sinn sjálf, og verður það bæði ódýrara og í samræmi við smekk hennar. Er þar átt við þær mörgu fallegu og mjög endingar- góðu nælonblúndur, sem hægt er að kaupa í metratali. Ef þér eruð alls-þrýstin í vexti og getið ekki megrað yður eða lést af einhverjum ástæðum, verðið þér að athuga vandlega, hvort mjaðmabeltið yðar er af réttu tagi fyrir yður. Þér ættuð að spara út- gjöld til kaupa á tóbaki og sælgæti, hönskum og höttum frekar en að nota lélegt mjaðmabelti, einungis af því að það „sést ekki“ eða af því „að ég er svo illa vaxin, hvort sem er“. Það er ekki síður nauðsynlegt, að brjóstahöldin séu af réttri stærð - þau mega hvorki vera of þröng eða of víð, ef þau eiga að styðja brjóstin nægilega. Fagur vöxtur er óhugsandi á vorum dögum, án þess að notast sé við gott mjaðmabelti og góð brjóstahöld. Konur, forðist í lengstu lög að nota breið og þröng teygjubelti, því að við notkun þeirra slappast vöð- var mjaðma og sitjanda." Fegurðardís framtíðarinnar Bókin Kvenleg fegurð bendir konum á að kappkosta notkun van- daðra fegrunarlyfja, einkum þegar árin færast yfir. Ekki vegna þess að þær verði svo óaðlaðandi með árunum að þurfi að fylla i hrukkur heldur vegna þess að aldrei er að vita hvenær þær þurfi á öllum sin- um þokka að halda: „Þess eru mörg söguleg dæmi, að konur, sem voru frægar fyrir fegurð sína, unnu mestu sigra sína á sviði ástarinnar, er þær voru löngu búnar að lifa mesta blómaskeið sitt. Kleópatra var næstum fertug, þegar Antoníus varð ástfanginn af henni. Helena fagra var orðin fjörutíu og átta ára, er Paris konungsson hafði hana á brott með sér, og kom þar með af stað Trójustríðinu. Charl- otte von Stein var hálf-fertug, þegar samband hennar við Goethe hófst. Ninon de Lenclos, hin fræga og alræmda franska fegurðardís, var þrjátíu og fjögurra ára, er de Sévigné markgreifi varð altekinn af ást til hennar, og hún var orðin sjötíu og íjögurra ára, þegar sonar- sonur hans varð ástfanginn af frillu afa síns. Menn geta brosað að þessu, og það er hægt að slá allskonar var- nagla í sambandi við þessar sögu- frægu konur, en þó leikur það ekki á tveim tungum, að konur verða alls ekki gersneyddar yndisþokka og hyggindum, þótt árin færist yfir þær... “ Við skulum láta þetta nægja í bili um kvenlega fegurð og yfir- burði karlkynsins. En höldum áfram á næstunni að kanna hvað leynist í bókahillum hér og þar. GG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.