Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987. 51 Ekki svo galinn Breytt viðhorf til Vincent van Gogh Málverk Vincent van Gogh £rá síðustu mánuðunum sem hann lifði hafa undanfarið vakið mikla at- hygli á sýningu í Metropolitan Museum of Art í New York. Á sama tíma bíða listaverkasafn- arar eftir að frægt verk eftir van Gogh verði boðið upp í Lundúnum og er búist við að myndin fari fyrir mikið fé. Sýningin í Metropolitan er í beinu fram haldi af annarri sýn- ingu á myndum van Goghs sem haldin var í þessu sama safni á árinu 1984. Þá voru eingöngu sýnd- ar myndir írá hinu svokallaða „gula tímabili" á ferli meistarans. Seinasta árið sem van Gogh lifði var hann fyrst á geðveikrahæli í Suður-Frakklandi. Þaðan fórhann til Norður-Frakklands og framdi þar sjálfsmorð sumarið 1890. Bróðir hans, Ted, sagði þá að „Vincent hefði fengið hvíldina sem hann fann aldrei í lífinu." Brjálaði málarinn Hugarangur van Goghs þessa síðustu mánuði sem hann lifði hef- ur mikið verið rannsakað og orðið rithöfundum tilefni til skáldsagna- gerðar. Þá hafa verið gerðar kvikmyndir og heimildamyndir um ævilok málarans. - Á sýningunni í Metropolitan eru margar frægustu myndir van Goghs frá þessu skeiði. Það er Ron- ald Pickvance sem setur sýninguna upp og segist stefna að því að eyða „goðsögninni um brjálaða lista- manninn" sem sprottið hefur af myndum van Goghs. Þess í stað leggur Pickvance áherslu á að van Gogh hafi verið vinnufær þrátt fyr- ir sjúkdóminn. Sjúkdómurinn hafi hins vegar á engan hátt einkennt myndir listamannsins. „Ég veit ekki hvað amaði að van Gogh,“ skrifar Pickvance í sýn- ingaskrána. „Það skiptir litlu máli því ég fæ ekki séð að þessi sjúk- dómur hafi haft teljandi áhrif á myndirnar. Myndirnar eru ekki vitnisburður um geðveiki hans. Ég tel að hann hafi verið fullkomlega með sjálfum sér þegar hann málaði þessar myndir.“ Vissi hvað hann var að gera Pickvance styður kenningu sína með tilvísunum í bréf sem gengu á milli van Gogh-bræðranna og einn- ig til annarra listamanna þar sem van Gogh skýrði í smáatriðum til- ganginn með verkum sínum og þar á meðal hvernig hann notaði liti. Pickvance segist hafa lagt hug- myndir listamannsins sjálfs til grundvallar þegar hann valdi myndimar á sýninguna. Pickvans segir að listamaðurinn hafi undir lokin verið farinn að hallast að því að myndir ætti að setja saman úr afmörkuðum flöt- um. Á sýningunni eru tólf myndir af ólífutrjám sem listamaðurinn sagði sjálfur í bréfi að væru til- raunir með að stilla upp hlut í forgrunninum sem andstæðu við himininn. Á sýningunni eru einnig margar myndir af sedrustrjám í garði hælisins þar sem hann dvaldi. Síðustu 70 dagana sem van Gogh lifði gerði hann tilraunir með tvö- falda ferhyrninga í myndum sínum og eru flestar þeirra mynda á sýn- ingunni. Frægust þeirra er af krákum yfir hveitiakri. Mikið hef- ur verið spáð í þessa mynd og krákurnar á henni eru af mörgum taldar eins konar aðskotahlutir sem sem beri geðveiki listamanns- ins vitni. Pickvance er á annarri skoðun. „Þessi mynd hefur verið skoðuð sem eins konar helgimynd og að á henni birtist eins konar dómsdagur listamannsins. Hún á að vera tákn- mynd fyrir sálarástand van Goghs áður en hann framdi sjálfsmorðið. Þá hefur verið gengið út frá því sem visu að þetta væri síðsta mynd hans. Það er alls ekki víst,“ segir Pickvance. Fleiri á sömu skoðun Listfræðingurinn Mark Roskill er á sömu skoðun og Pickvance. Hann heldur því fram að sjálfs- myndir van Goghs beri ekki geðveiki vitni heldur sýni þær þvert á móti að listamaðurinn hafi vitað fullvel hvað hann var að gera. Roskill hefur einnig verið þeirrar skoðunar lengi að síðustu myndir van Goghs einkennist ekki af geð- veilu. Sýningunni í Metropolitan hefur verið vel tekið af gagnrýnendum og hún sögð áhrifamikil og sterk. Hún hefur og verið vel sótt því 250 þúsund manns hafa séð hana á þeim þrem mánuðum sem hún hef- ur staðið. Ein af myndum van Goghs, Sól- blómin, verður seld á uppboði hjá Christies í Lundúnum í mars. Myndin er í einkaeigu en hefur lengi verið í láni hjá National Gall- ery í Lundúnum. Talið er að fyrir myndina fáist ekki undir 400 millj- ónum króna. Þetta þykir mörgum kaldhæðnislegt því sjálfum tókst van Gogh aðeins að selja eina mynd um dagana og fékk lítið verð fyrir. Snarað/GK James Roundel hjá Christies i Lundúnum vonast til að selja „Sólblóm" Vincents van Gogh fyrir ekki minna en 400 milljónir króna. LAUSAR STÖÐUR Tvær stöður fulltrúa í fjármálaráðuneytinu eru lausar til umsóknar. Viðskipta- og/eða hagfræðimenntun áskilin. Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 10. febrúar 1987. 15. janúar 1987. Fjármálaráðuneytið. Skinfaxi - ritstjóri Ungmennafélag íslands óskar eftir að ráða ritstjóra fyrir blað hreyfingarinnar, Skinfaxa. Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á íslensku máli og hafa áhuga á starfi og stefnu ungmennafélagshreyfingarinnar. Nánari upplýsingar fást hjá stjórnarmönnum UMFÍ og á skrifstofunni að Öldugötu 14, Reykjavík, en þar fá umsækjendur umsóknareyðublöð. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 1987. Ungmennafélag Islands. Frá Borgarskipulagi Kynning í Byggingaþjónustunni að Hallveigarstíg 1 á tillögum að deiliskipulagi tveggja reita í Þingholtum. 1. Reitur sem afmarkast af Bergstaðastræti, Spítala- stíg, Óðinsgötu og Bjargarstíg. 2. Reitur sem afmarkast af Bankastræti, Þingholts- stræti, Amtmannsstíg og Skólastræti. Fulltrúar höfunda og Borgarskipulags verða á staðn- um til að veita upplýsingar á fimmtudögum kl. 15.00-18.00. Athugasemdum eða ábendingum skal koma til Borgarskipulags, Borgartúni 3, fyrir 20. febrú- ar nk. TÖGGURHR SAAB UMBOÐIÐ Bildshöfða 16 - Simar 681530 og 83104 Seljum í dag Bronco árg. '74, mjög góður, 6 cyl.. I beinskiptur, m/vökvastýri, sportfelg- I ur, ný dekk, kassettutæki. VW Golf GL árg. '84. 3ja dyra, gull- brons, beinskiptur, 4 gira, ekinn 24 þús. km. Mjög góður bill. Opið laugardag kl. 12-16. Ath. breyttan opn- unartíma. INNANHÚSS- ARKITEKTÚR í frítíma yðar með bréfaskriftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtisku eldhús, gólfiagnir, vegg- klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús- gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o. fl. Ég óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ. Heimilisfang..................................... Akademisk Brevskole Jyllandsvej 15 • Postboks234 2000 Krederiksberg • Kobenhavn • Danmark DV 31/01 1987

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.