Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1987, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987.
Fréttir
Loðnufrysting er hafin. Það var frystihús Meitilsins í Þorlákshöfn sem frysti
fyrstu loðnuna í gær. Þessi mynd var tekin við það tækifæri er verið var
að stilla vélarnar.
DV-mynd EG
Loðnufrysting
er að hefjast
„Hrognafyllingin er um 13% og það
er nægjanlegt en mér sýnist að loðnan
sé of smá til að frysta hana. Ég ætla
þó að taka eins og einn bílfarm, þó
ekki væri til annars en að stilla vél-
amar,“ sagði Snorri Snorrason,
verkstjóri í frystihúsi Meitilsins í Þor-
lákshöfn, í samtali við DV. Þá var
Magnús NK lagstur að bryggju með
300 lestir af loðnu sem hafði náð lág-
markinu, 13% hrognafyllingu.
Mjög góð loðnuveiði var í gær og
höfðu 16 bátar tilkynnt um afla síðdeg-
is, samtals 11.300 lestir og er heildar-
aflinn þá kominn í 760 þúsund lestir.
Gott veður var komið á loðnumiðun-
um í gær eflir heldur risjótt veður þar
undanfarið.
Svo virðist sem loðna sem verið hef-
ur djúpt út af Berufirði hafi fært sig
nær landi og sé komin á grunnan sjó.
Þá fékk Svanur RE rúmar 500 lestir
af loðnu mun austar en veiðisvæðið
hefur verið og telja menn að þar sé
um nýja göngu að ræða. Ef til vill er
þar um sömu göngima að ræða sem
vart varð við út af Norðurlandi fyrr í
mánuðinum en hvarf svo fyrirvara-
laust að kalla. Skipstjórinn á Svani
sagði í samtali við starfsmann Loðnu-
nefndar að hann hefði ekki fyrr um
dagana lóðað á stærri torfu en þama.
-S.dór
Vikan í dag:
Fræga fóikið
með smokkinn
„Ekki deyja úr fáfræði," segir land-
læknir, sem auglýsir getnaðarverjuna
smokkinn á heilli síðu í Vikunni í
dag. Raunar er engin mynd af land-
lækni í þessari nýstárlegu auglýsingu,
en 34 meira og minna landsþekkt and-
lit lyfta sér þar á kreik með sjálfan
forsætisráðherrann í broddi fylkingar.
í þessum hópi ber mest á íþrótta-
fólki, listafólki, fjölmiðlafólki og
stjómmálamönnum. Nokkurt misrétti
er milli kynja því einungis 12 konur
em í þessum 34 manna hópi. Skýring-
in kann að vera sú að konumar hafi
ekki eins mikið með þetta þarfaþing
að gera og karlamir, svona beinlínis.
Af myndunum í Vikunni, sem auð-
vitað em í öllum regnbogans litum,
Forsætisráðherra með smokkinn
má sjá að sumt af fræga fólkinu hefur
nú þegar mikið dálæti á smokknum.
-HERB
Kafbátar aðstoða
ekki skipbrotsmenn
íslenskum yfirvöldum hefur aldrei
borist vitneskja um þann hildarleik
er háður var neðansjávar í hafinu
norðaustur af íslandi er Suðurland
fórst síðastliðna jólanótt. Ef marka
má frásögn breska blaðsins The
Mail áttust þar við kafbátar úr
austri og vestri og munaði minnstu
að illa færi. „Versta martröð breska
sjóhersins á friðartímum" var sagt í
The Mail.
f samtölum, er DV hefur átt við
talsmenn Landhelgisgæslunnar,
kom fram að frásögn þessi sé með
ólíkindum, og þó. „Það er ómögulegt
að segja hvað er að gerst í hafinu
hér umhverfis. Tindátaleikur stór-
veldanna getur tekið á sig ýmsar
myndir.“
„Ég hef aldrei heyrt að Suður-
landið hafi verið sprengt í tætlur á
hafsbotni og hvað þá að kafbátar
hafi verið þama á sveimi," sagði
Guðmundur Ásgeirsson hjá Neskip,
eiganda Suðurlands. „Hins vegar
minnist ég þess þegar leit var að
hefjast að skipbrotsmönnunum að
ég spurði hvort hugsanlegt væri að
einhveijir kafbátar væru þama á
ferðinni sem gætu aðstoðað. Þá var
mér sagt að svo væri ekki og kaf-
bátar kæmu heldur ekki til greina
við björgunarstörf. Þeir væm ekki
valkostur í slíkum tilvikum."
Jón Snæbjömsson stýrimaður á
Suðurlandi sagðist ekki hafa séð
neina kafbáta er D V ræddi við hann
í gær: „Blaðamenn á The Mail höfðu
samband við mig í fyrri viku og
spurðu um kafbátana. Ég sagði þeim
það sama og ég segi þér; ég veit ekk-
ert um þetta.“ -EIR
sögn dagblaðsins The Mail um
eltingaleik kafbáta undir Suðurlandi
i þann mund er það fórst.
Lögfræðingur Húseigendafélagsins:
Biður húseiganda
að hætta að leigja
Féiagsmálastofnun
Lögfræðingur Húseigendafélags-
ins hefur sent Gunnari Jónssyni
lögfræðingi bréf þar sem hann biður
hann um að hætta að leigja Félags-
málastofnun íbúð, sem hann á í
húseigninni Espigerði 8, vegna mik-
illa óþæginda sem stafa af leigjand-
anum þar.
í bréfi þessu era óþægindin rakin,
rætt um að hann þrífi ekki sameign,
hafi mikið dót í sameigninni og sé
með hávaða eftir kl. 24.00 á kvöldin.
í lokamálsgrein bréfsins segir svo:
„Nú vil ég skora á yður að sjá til
þess að góður friður haldist í húsinu
og verða við tilmælum... og hætta
að leigja Félagsmálastofnun íbúð
yðar þar sem reynslan sýnir meiri
líkur á ónæði frá íbúðum í umsjón
Félagsmálastofnunar en almennt
gerist og gengur."
Aðspurður kvaðst Gunnar Jóns-
son furða sig á þessu bréfi og því að
lögfræðingur félagsins skyldi voga
sér að setja þetta fram í bréfi. Honum
ætti að vera fullljóst að í svona
málum væri kröfum alltaf beint að
þeim persónum sem ónæðinu yllu.
Ef viðkomandi léti sér ekki segjast
og héldi uppteknum hætti væra
næstu skref að afla sannana um
ónæðið og í framhaldi af því að
leggja fram kröfu um útburð við-
komandi úr húsinu.
„Hvað varðar þá fullyrðingu að
meiri líkur séu á ónæði frá íbúðum
í umsjón Félagsmálastofriunar spyr
ég hvort til sé einhver könnun eða
rannsókn sem sfyðji þetta?“ sagði
Gunnar Jónsson í samtali við DV.
Hann benti jafiiframt á að til þess
hóps sem Félagsmálastofnun hefði
umsjón með heyrðu 7-10.000 þjóð-
félagsþegnar og væri stofnunin
annaðhvort beint eða óbeint stærsti
aðilinn sem félagar í Húseigendafé-
laginu ættu viðskipti við. Það að
hvetja til þess að þeim viðskiptum
verði hætt sé svipað og...að grafa
sína eigin gröf‘.
Sveinn Ragnarsson, forstöðumað-
ur Félagsmálastofhunar, sagði í
samtali við DV að hann væri nýbú-
inn að fá þetta bréf í hendur og hefði
hann komið því áfram til starfs-
manna sinna með beiðni um greinar-
gerð frá þeim. Fyrr en hún lægi fyrir
vildi hann ekkert tjá sig um málið.
Ekki náðist í Sigrúnu Benedikts-
dóttur, lögfræðing Húseigendafé-
lagsins, því hún er stödd erlendis um
þessar mundir.
-FRI
Geta valið um husnæðis-
bætur eða vaxtafrádrátt
Hægt að vera í gamla kerfinu í allt að sex ár frá gHdistöku
Samkvæmt frumvarpi um tekju-
skatt og eignarskatt sem er eitt
fylgifrumvarpa staðgreiðslufram-
varpsins, munu svokallaðar hús-
næðisbætur koma í stað þess
vaxtafrádráttar vegna byggingalána
sem hingað til hafa gilt. Þó munu
þeir sem njóta vaxtafrádráttar við
álagningu í ár geta haldiö þeim rétti
næstu sex árin í fortni afkláttar frá
reiknuðum skatti
Talið er að nú njóti liðlega 18.000
gjaldendur vaxtafrádráttar samtals
að upphæð 2.478 milljónir króna en
talið er að upphæð húsnæðisafslátt-
arins sem koma á í stað þess frádrátt-
arliðs muni nema um 530 milljónum
króna. Þeirra bóta munu aðeins
njóta þeir sem kaupa eða byggja í
fyrsta sinn, en ekki þeir sem era að
kaupa síðar, það er eftir sex ára
tímabilið. Húsnæðisfrádrátturinn
sem nú er í gildi er frádráttur frá
skattstofni einstaklings en þær bæt-
ur sem koma 1 staðinn samkvæmt
frumvarpinu munu kosta ríkissjóð
jafnmikið og núverandi kerfi. Þó
benda líkur til þess að bætumar
dreifist með öðrum hætti á hús-
byggjendur en verið hefði að
óbreyttu kerfi. Þeir sem einhvers
missa eru þeir sem skulda mikið og
bera há vaxtagjöd.
Þó geta þeir sem notið hafa vaxta-
frádráttar gert það áfram eftir gildis-
töku hins nýja kerfis og geta þá
gjaldendur valið það kerfi sem þeim
er hagstæðara, samkvæmt tillögum
fjármálaráðherra.
Húsnæðisbætumar nema sam-
kvæmt frumvarpinu 55.000 krónum
á ári vegna hverrar íbúðar og við
ákvörðun þess bótaréttar er gert ráð
fyrir að sömu sjónarraið verði lögð
til grundvallar og gert er í lánaregl*
um Húsnæðisstofhunar ríkisins
varðandi þá sem byggja eða kaupa
í fyrsta sinn. Selji handhafi afsláttar-
ins íbúðina, falla réttindin niðtir, en
þó geymist hinn ónýtti bótaréttur
þar til rétthafi kaupir íbúð á ný.
Þessi afsláttur er í raun þannig að
menn fá hann einu sinni á ævinni
og gildir hann í sex ár, óháð því
hvort menn skipta um íbúð á tíma*
bilinu.
Húsnæðisbætumar koma til út-
borgunar með svipuðum hætti og
bamabætur, tvisvar til fjóram sinn-
um á ári. Fyrst ganga bætumar upp
í skattinn, en ef þær eru hærri, borg-
ast þær út.
-ój