Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1987, Page 8
8
FIMMTUDAGUR 12: FEBRÚAR 1987.
ísraelar gerðu
loftárásir á Líbanon
ísraelskar stríðsflugvélar gerðu loft-
árásir á bækistöðvar palestínskra
skæruliða nálægt Sidon í suðurhluta
Líbanons í morgun.
Að sögn ísraelskra heryfirvalda
sneru allar vélamar heilar heim aftur.
Var þetta í fimmta sinn sem Israelar
gera loftárás á Líbanon á þessu ári.
Talsmaður hersins sagði að ísraelar
beindu árásunum að bækistöðvum
skæmliða, vopnageymslum og þeim
stöðum sem Palestínumenn gera árás-
ir frá á Israel. Loftárásin í dag varaði
í tíu mínútur og skotið var á þrjár
byggingar.
Að sögn líbanskra heimildarmanna
hafa rúmlega sextíu manns látið lífið
í rúmlega tuttugu loftárásum Israela
á einu ári. Síðasta árás ísraela á Lí-
banon var þann 13. janúar síðastlið-
inn.
Samtök múslíma hafa boðist til að
láta lausan ísraelskan flugmann er
tekinn var eftir að flugvél hans hrap-
aði í lo'ftárás í október síðastliðnum.
Hefur hann verið boðinn í skiptum
fyrir fjögur hundmð arabíska fanga
sem mannræningjar vilja fá látna
lausa í staðinn fyrir fjóra bandaríska
prófessora sem þeir hafa í haldi.
Verðbólga í Noregi
Bjöig Eva Erlendsdóttir;
Verðbólgan í Noregi er orðin margf-
alt hærri en í nágrannalöndunum.
Miðað við ársgmndvöll var verðlags-
hækkunin 9,4 prósent í janúar. Sem
dæmi má nefha 6,8 prósent hækkun á
áfengi og tóbaki á einum mánuði.
Matvörur hækkuðu á sama tíma um
1,3 prósent. Bensín hefur hækkað í
verði og fargjöld, húsaleiga og fasteig-
nagjöld hafa einnig hækkað.
Verðbólgan í Noregi veikir sam-
keppnishæfhi við önnur lönd. Eitt af
erfiðistu viðfangsefnum ríkisstjómar-
innar er að sporna við þessari þróun.
Gunnar Berge fjármálaráðherra segir
að gengisfellingar geti ekki leyst vand-
ann og því verði að fara aðrar leiðir
í baráttunni við verðbólguna. Skilyrði
þess að hægt verði að ná henni niður
er að launahækkunum verði haldið í
skeQum í launasamningunum í vor,
segir Berge.
Ef laun hækka lítið sem ekkert er
von til þess að ríkisstjóminni takist
að standa við loforð sitt um innan við
8 prósent verðlagshækkanir á árinu.
Launþegar vilja ekki lofa að minnka
kröfur sínar nema ömggt sé að ríkis-
stjómin standi við sitt og það getur
reynst henni örðugt.
Á næstu mánuðum er von á fleiri
verðhækkunum, meðal annars hækka
þá tryggingar, afhotagjöld sjónvarps
og póstburðargjöld.
Önnur kjamorkutilraun
Bandaríkjanna á árinu
Bandaríkjamenn hafa gert aðra
kjamorkutilraun sína á þessu ári í
Nevada eyðimörkinni.
Við tilraunina, sem nefnd hefur
verið Tomero, vom notuð tuttugu
kílótonn af sprengiefni og var hún
framkvæmd um þrjú hundmð metra
undir yfirborði jarðar.
Nú hefur sex hundmð sextíu og
ein kjamorkutilraun verið gerð í
Nevada eyðimörkinni frá því að til-
raunir hófust árið 1951.
Fyrsta tilraun Bandaríkjanna á
þessu ári var gerð fyrir rúmri viku
þrátt fyrir viðvörun Sovétríkjanna
um að þau myndu aflétta banni sínu
við kjamorkutilraunum ef Banda-
ríkjamenn gerðu tilraunir á þessu
ári.
Hafa sovéskir embættismenn sagt
að Bandaríkin þyrftu að gera sér
grein fyrir hversu alvarleg áhrif
kjamorkutilraunin frá því í síðustu
viku gæti haft. Ekki hefúr þó verið
tilkynnt opinberlega af hálfu Sovét-
ríkjanna að þau muni hefja kjam-
orkutilraunir á ný.
Útlönd_____________________
Blásýra
í tepoka
Ólaíur Amaison, DV, New Yorfc
Ótti hefur gripið um sig í borg-
inni Princeton í New Jersey í
Bandaríkjunum. Á þriðjudags-
kvöldið barst lögreglunni þar í bæ
tilkvnning um það að blásým hefði
verið komið fyrir í tejioka í stór-
markaði einum. Það fylgdi einnig
með að blásýra hefði verið sett í
osta.
Stórmarkaðinum var |x>gar lok-
að og það kom á daginn að blásýra
fannst í einum tepokíi i versiun-
inni. Tíu þúsund oststykki vom
fjarlægð úr hillum verslunarinnar
en í ga»rkvöldi hafði ekki fundist
neitt eitur í þeim. Einnig vom þeir
sem keypt hafa ost nýlega beðnir
um að skila honum.
Það vekur sérstakar áhyggjur
manna að nú í febrúar er rétt ár
liðið frá því að nokkrir létu lífið
eftir að hafa tekið inn verkjahvlki
sem í var blásýra.
Vilja ekki
semja um gísla
George Shultz. utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í
gærkvöldi að Bandaríkin vildu
enga samninga. ísraelsmanna eða
annarra. um lausn útlendu gísl-
anna sem rænt hefur verið í
lábanon.
..Við höfúm ekki tríi á neinum
samningum." sagði ráðherra í við-
tali i sjónvarpinu. ..Við hvetjum
ekki önnur ríki til þess að semja
við mannræningja. Þvert á móti
letjum við þau frekar."
Danadrottning
í Nýja-Sjálandi
Margrét Danadrottrring er stödd
í vikulangri heimsókn í Nýja-Sjá-
landi þar sem hún heimsótti í gær
bæinn Dannevirke en þar settast
danskir landnemar að árið 1872.
Henni og prins Henrik var haldin
mikil veisla í Wellington í gær-
kvöldi þar sem drottningin sagði
að Nv-Sjálendingar og Danir ættu
margt sameiginlegt, svo sem eins
og sömu afstöðu til mannréttinda
og friðarmála og svipaða afstöðu
til umhverfismála. En oft kæmast
þessi tvö ríki að ólíkum niðurstöð-
um í ákvörðunum sínum.
Auglýsa smokka
í sjónvarpi
Ólafur Amarscm, DV, New Yorfc
Lindlæknir Bandaríkjanna. C.
Everett Koop. lýsti því yfir í gær
að æskilegt væri að smokkar yrðu
auglýstir í sjónvarpi. Sagði land-
læknir að smokkar veittu bestu
mögulegu vöm gegn hinni ban-
vænu eyðniveiru fyrir þá sem ekki
vilja stunda skírlífi eða halda sig
við einn kynlífsfélaga.
Lýsti landlæknir þessu vfir þegar
hann sat fyrir svörum hjá þing-
nefrid í gær. Koop sagði að ógnin
af eyðni færi nú mjög vaxandi og
nauðsynlegt væri að grípa til við-
eigandi ráða. Sagði hann að í
auglýsingunum ætti að koma fram
nákvæmar leiðbeiningar um það
hvernig nota ætti smokka frá byrj-
un til enda, eins og hann orðaði
það, til að tryggt væri að þeir
kæmu að sem bestum notum.
Þessi ummæli landlæknis hafa
farið mjög fyrir brjóstið á íhalds-
sömum þingmönnum og mætti
landlæknir andstöðu í þingnefhd-
inni í gær. Einnig hafa forráða-
menn þriggja stærstu sjónvarps-
stöðvanna hér í Bandaríkjunum
mótmælt þessu. Óttast þeir að aðr-
ir auglýsendur en smokkafram-
leiðendur muni hætta að auglýsa
ef smokkar verða auglýstir í sjón-
varpi.
Senda geimfara upp 1988
Bandarikjamenn eru farnir að undirbúa mannaðar geimferðir á ný eftir Chaliengersiysið sem varð í fyrra. Á myndinni hér fyrir ofan sjást tilvonandi
geimfarar við vinnu í æfingageimfari á Johnson Space Center í Houston í Bandarikjunum. En nýjustu áætlanir gera ráð fyrir að þeir verði sendir upp
í geiminn á næsta ári. Símamynd Reuter