Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1987, Page 12
12
FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987.
Neytendur
Hunang og
blómafrævlar
Flestum er eflaust í fersku minni,
æsingurinn sem varð fyrir nokkrum
árum þegar byijað var að selja blóma-
frævla hér á landi. Frævlamir áttu að
vera allra meina bót. Svo kom kvöld-
vorrósarolían og allt ætlaði af göflun-
um að ganga. Síðan höfum við fengið
alls konar heilsubótarefiii en erum
hætt að kippa okkur upp við það.
Landinn er jafnvel kominn að þeirri
niðurstöðu að gamla góða lýsið sé
miklu betra heldur en ýmislegt inn-
flutt heilsubótarefni.
Eitt af því sem er flutt er til landsins
og stendur til boða á „heilsubótar-
markaðinum" er sambland af bý-
flugnahunanginu royal jelly og
blómafrævlum. Þetta eru belgir sem
eru með 100 mg af royal jelly og 500
mg af blómafrævlum. Belgir þessir
eiga að vera sérlega góðir fyrir konur
sem náð hafa miðjum aldri. Pakkning
með 30 hylkjum kostar um 700 kr. en
það svarar til mánaðarskammtar.
Einnig er til blanda sem er frekar
ætluð karlmönnum en það er hin
margrómaða ginsengrót, E vítamín og
blómafrævlar, allt saman í einu hylki.
Þau eru til í tveimur styrkleikum, 250
mg og 500 mg. Þriggja mánaða
skammtur af þessum efhum kostar 650
kr. af því fyrrtalda og um 700 kr. af
hinu.
-A.BJ.
í þessum stauk eru 30 belgir, mánaðarskammtur.
DV-mynd Brynjar Gauti
Nafnaruglingur á
heimilisfræðikennurum
Þegar við sögðum frá heimsókn í
heimilisfræðikennslutíma í Seljaskóla
í síðustu viku varð nafnaruglingur.
Kennarinn var ranglega neíhdur Að-
alheiður Auðunsdóttir en heitir réttu
nafiii Aðalbjörg Sigtryggsdóttir. Aðal-
heiður er hins vegar námsstjóri í
heimilisfræðum. Við biðjum hlutað-
eigendur afsökunar á mistökunum.
-A.BJ.
Upplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
fjölskyldu af sömu stærð og yðar.
Nafn áskrifanda
j Heimili
j Sími
! Fjöldi heimilisfólks
i Kostnaður í janúar 1987:
1 Matur og hreinlætisvörur 1 Annað kr
kr.
Alls kr.
Dæmi: Vesturgata - Garðastræti. Eins og sjá má er verulega þrengt að umferðinni á Vesturgötunni og ekki er
útsýnið gott fyrir ökumenn sem koma akandi eftir Garðastræti.
í umferðinni
Hvemig ekur þú
yfir gatnamót?
Sum gatnamót era hættulegri en önnur
Það eru mörg götuhomin í
Reykjavík sem eru hættuleg. Stund-
um verður að aka aðeins út í götuna,
sem veríð er að fara inn á, til þess
að sjá hvort bílar eru að koma eða
ekki. Einkum er þetta bagalegt í
gamla miðbænum, en þó skiljanlegt,
þar sem götumar í þeim bæjarhluta
vom ekki gerðar fyrir umferðina
eins og hún er í dag.
Þó em sum götuhomin beinlínis
gerð hættuleg með nútíma fram-
kvæmdum þó sum þeirra séu það til
bráðabirgða. Það em ein gatnamót
sem ég vil sérstaklega nefna í þessu
tilefni. Það em gatnamótin Vestur-
gata - Garðastræti. Miklar bygg-
ingaframkvæmdir hafa staðið þar
yfir síðustu misseri. Svæðinu var
vandlega lokað með hárri bámjáms-
girðingu sem nær út á götuna. Utan
með henni var síðan lagt fyrir gang-
andi vegfarendur og girðing þar fyrir
utan. Þarna er búið að þrengja vem-
lega fyrir umferðina um Vesturgötu.
En hættan er samt enn meiri á ofan-
greindum gatnamótum. Vesturgatan
liggur í boga við byggingarsvæðið
og er því vonlaust fyrir ökumenn,
sem koma Garðastrætið og ætla út
á Vesturgötu, að sjá hvort bílar em
á ferð þar. Ekki er hægt að sjá það
fyrr en ökumaður hefur ekið bíl sín-
um alveg inn á gatnamótin. Ætla
mætti að þama væm einhver viðvö-
runarmerki eða eitthvað sem drægi
úr hraða þeirra sem koma upp Vest-
urgötuna, en svo er ekki. Þama á
að vera hámarkshraði 30 km/klst en
svo er ekki að sjá á mörgum þeirra
bíla sem þama aka um.
í umsjá
Bindindisfélags
ökumanna
Vissulega mætti bæta ástandið á
þessum gatnamótum, og reyndar á
mörgum öðrum í Reykjavík, en eitt
verðum við að hafa í huga. Gatna-
mótin em til staðar og meðan ástand
þeirra er svo lélegt sem raun ber
vitni er það okkar ökumannanna að
haga akstri eftir aðstæðum. Flest
umferðaróhöpp verða við gatnamót
og því eigum við, kæm ökumenn,
að vera vel á verði og haga akstri
okkar eftir aðstæðum. Það sem á
hinn bóginn gæti hjálpað okkur
væri ef umferðaryfirvöld merktu
sérstaklega hættulegustu gatnamót-
in til að minna okkur á. Við megum
aldrei aka samkvæmt því sem við
höldum að aðrir bregðist við í um-
ferðinni því þeir sjá umferðina ekki
frá sama sjónarhorni og við. Það er
ekki svó sjaldan sem lesa má í
skýrslum um umferðarslys: „Ég hélt
að hann ætlaði að stöðva!“ eða
„Ég bjóst ekki við að hann myndi
aka út á götuna!“ Við verðum að
geta tekið ábyrgð á okkar ákvörðun-
um og okkar akstri, það getur
enginn gert það fyrir okkur.
Kæri ökumaður, næst þegar þú
leggur af stað á bílnum, hafðu stöð-
ugt í huga að þú verður að geta tekið
ábyrgð á eigin aksturslagi, mundu
að þegar við mætumst, get ég verið
óútreiknanlegur og þú verður að
treysta á þig. Aktu því varlega yfir
gatnamót. Þannig eykur þú öryggi
meðbræðra þinna í umferðinni og
stuðlar að bættri umferðarmenn-
ingu.
Nýjasta andlitskremið er búiö til úr blöndu af drottningarhunangi og ginsengrót.
DV-mynd Brynjar Gauti
Ginseng
nú í andlits-
kremið
Komið er á markaðinn hér and-
litskrem sem m.a. er búið er til úr royal
jelly og ginsengrót. Þessi blanda
hefiu' hingað ti) verið notuð í belgi til
inntöku en nú er farið að framleiða
krem úr þessum hollustuefnum.
Krem þetta, sem er frá belgíska fyrir-
tækinu Ortis, er sagt gefa góða vöm
gegn kulda og einnig sól, vera mjög
græðandi og hægt að nota bæði sem
dag- og næturkrem. 50 g krukka kost-
ar um 800 kr.
-A.BJ.