Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1987, Side 14
14
FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr.
Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr.
Þróun byggðar
Orar og afdrifaríkar breytingar eru að verða í undir-
stöðuatvinnuvegum landsbyggðarinnar, landbúnaði og
sjávarútvegi, segir Byggðastofnun. Vert er að skoða
þetta nánar. Stofnunin bendir á, að svonefndar frum-
vinnslugreinar vegi þungt í atvinnulífinu á landsbyggð-
inni. Áfram stefnir í fækkun íbúa í sveitum. Ástæðan
er sú, að framleiðslugeta þeirra, sem starfa við hefð-
bundinn landbúnað, er mun meiri en eftirspurn eftir
framleiðslunni þrátt fyrir fækkun starfa í landbúnaði
undanfarin ár og kvótakerfi. Framleiðslukostnaður er
of hár til þess að útflutningur borgi sig. Þá er hefð-
bundinn landbúnaður sums staðar stundaður í afskekkt-
um sveitum og langt frá þjónustukjörnum. Fyrirsjáan-
legt er, að byggð muni leggjast af í ýmsum slíkum
jaðarbyggðum, segir í skýrslu Byggðastofnunar. Hagur
landbúnaðar getur því aðeins batnað, að framleiðni
vaxi, en það krefst verulegrar fækkunar framleiðenda
við hefðbundinn landbúnað. Þetta munu menn vita fyr-
ir. Mikil fækkun bænda er skilyrði fyrir jafnvægi.
Raunar er það nauðsyn miðað við framleiðni í land-
búnaði, að neytendur bæti hag sinn með frelsi í innflutn-
ingi á búvörum. Fækkun bænda mun sízt verða minni
en stofnunin reiknar.
Víkjum að hefðbundnum sjávarútvegi. Undirstrikað
skal, að sjávarútvegur mun enn um langt skeið verða
undirstöðuatvinnugrein, sú sem færir okkur mestar
gjaldeyristekjur. Byggðastofnun bendir á, hversu út-
gerðarstaðir eru berskjaldaðir fyrir sveiflum, sem verða
í sjávarútvegi, hvort sem þær stafa af aflabresti, verð-
falli eða breyttum vinnsluaðferðum. Samtals búa
fjörutíu þúsund íslendingar við þær aðstæður, að sjáv-
arútvegur er yfir þrjátíu prósent af vinnumarkaði.
Lítum á þróun mannfjöldans síðustu ár. í ljós kemur,
að fólksfjölgun á hinum ýmsu stöðum hefur verið því
minni þeim mun hærra hlutfall sem sjávarútvegur er
af mannafla.
Enn munu verða breytingar, sem líklega leiða til
hlutfallslegrar fækkunar fólks við sjávarútveg. Byggða-
stofnun nefnir, að Evrópumarkaðurinn kunni að vaxa
að gildi, svo sem gámaútflutningur á ferskum fiski.
Nefnt er, að fyrirhugaðir fiskmarkaðir hér á landi muni
auka enn samkeppni um hráefnið. Til að standast þá
samkeppni þurfi frystihúsin að auka framleiðni sína,
sem náist aðallega með aukinni vélvæðingu og sér-
hæfingu í vinnslu afla. Útflutningur á ferskum fiski
leiðir til þess, að vinna við fiskvinnslu minnkar. Sam-
keppnin vegna tilkomu fiskmarkaða veldur því, að
starfsfólki fjölgar ekki. Það sem hér hefur verið nefnt
um sjávarútveg og landbúnað þýðir, að líklega mun
byggðaþróun síðustu ára halda áfram og hraði hennar
hugsanlega aukast.
Fásinna væri að snúast gegn þessu með fyrirskipun-
um stjórnvalda. Frelsið mun færa okkur öllum mesta
hagsæld, mesta aukningu framleiðslu, og bæta lífskjör-
in mest. Tilhneigingar gætir víða að segja sem svo, að
slík byggðaröskun sé óheillavænleg. En það sem hér
hefur verið rakið er eðlileg framþróun. Eigi að efla hin-
ar smærri byggðir, verður það að gerast með nýjum
greinum, sem starfa í samræmi við lögmál markaðar-
ins. Enda viðurkennir Byggðastofnun, að flutningur
vinnuafls úr frumvinnslugreinum í úrvinnslu og þjón-
ustugreinar sé eitt helzta einkenni vinnumarkaða þeirra
ríkja, þar sem mestur hagvöxtur hafi verið, þar sem þær
breytingar hafi haldizt í hendur við aukningu fram-
leiðni í frumvinnslugreinum.
Haukur Helgason.
„Það er ekki nóg að halda í horfinu, til þess að uppræta fíkniefnin verður að auka löggæsluna og þyngja refsingar
við stórum brotum og itrekuðum."
Nauðsynlegar að-
gerðir í fíkniefhamálum
Enn eru umræður um fíkniefiiamál.
í þeim umræðum finnst mér skoita
skilning á þrennu: 1. nauðsyn auk-
innar löggæslu, 2. tengslum eyðni
og fíkniefrianeyslu og 3. nauðsyn
þess að greina skýít á milli áfengis-
neyslu og fíkniefnaneyslu.
Fíkniefhalögreglan hefur unnið
gott starf. Hún hefur staðið sig vel
í baráttunni gegn fíkniefhum og
hvað eftir annað hefur hún upprætt
innflutning, jafiivel þaulskipulagð-
an. Þó vinnur hún ekki við nægjan-
lega góð skilyrði og skiptir þar mestu
að lögreglan er of fámenn. Það kom
vel í ljós þegar þeir herrar Sovétríkj-
anna og Bandaríkjanna funduðu í
Höfða að einkar þægilegt er að loka
landinu og fylgjast grannt með þeim
sem hingað koma. Vel mönnuð lög-
regla gæti því nánast stöðvað allan
innflutning á fíkniefhum til landsins.
Mér segja fróðir menn að sókn í
fíkniefni sé minni meðal æskufólks
en áður var þegar vinstri stefha var
vinsælust meðal unglinga, hippa-
stefna og svokölluð barátta fyrir
friði. Fíkniefhalögreglan veit nokk-
uð vel um stærð markaðarins og
hann er ekki stærri en svo að það
verður þurrð þegar lögreglan nær í
stórar sendingar eða upprætir um-
fangsmikla sölustarfsemi. En betur
má ef duga skal. Það er ekki nóg
að halda í horfinu, til þess að uppr-
æta fíkniefhin verður að auka
löggæsluna og þyngja refsingar við
stórum brotum og ítrekuðum.
Jafriframt verður að bæta við fang-
elsum því að ekki er æskilegt að
allir fangar landsins séu í einu tukt-
húsi.
Undarleg kenning
Fíkniefiialögreglan á samvinnu
við fjölmarga aðila í þjóðfélaginu og
m.a. við sjómenn og flugfólk. Sjó-
mönnum og flugfólki er ekki vel við
fíkniefnasmyglara og er það vel.
Þess vegna er það undarleg kenning
nýrrar áfengisvamamefhdar að
óska þess sérstaklega að minnkaður
verði áfengisskammtur þessara að-
ila. Það vita allir að skammturinn
er í algjöm lágmarki og væri sönnu
nær að tvöfalda hann. Það gæti hins
vegar komið til greina að svipta þá
sem aðild eiga að fíkniefnasmygli
rétti til þess að flytja inn áfengi með
þessum hætti.
Áfengi og fíkniefni em út af fyrir
sig vímuefhi eins og t.d. kaffi. Þó er
sá munur á að ávana- og fíkniefni
em ólögleg og varðar allt að 10 ára
fangelsi. Alþingi hefur gert skýran
greinarmun á neyslu áfengis og
ávana- og fíkniefna og er þessi sami
munur gerður um heiminn, m.a. í
alþjóðasáttmálum sem Islendingar
eiga aðild að. Almenningur í landinu
KjaUaiinn
Haraldur Blöndal
lögfræðingur
gerir skýran greinarmun á áfengi
og ávana- og fíkniefnum.
Það kemur þess vegna aðeins
fíkniefnasölunum til góða þegar
menn leggja áfengi og fíkniefni að
jöfnu, hvort heldur það er gert vit-
andi vits, eins og Ámi Einarsson,
starfsmaður Áfengisvamaráðs gerir,
svo og ýmsir af forustumönnum SÁÁ
eða starfsmenn drykkjuhælisins
Vogs, eða af bamaskap, eins og sum-
ir blaðamenn hafa freistast til að
gera. Fíkniefnasalamir segja: Af
hveiju ekki að prófa lítillega? Þetta
er ekki hættulegra en brennivín, eða
rauðvín, - þetta er bara vímuefni,
og svo er hassið miklu ódýrara en
brennivín. (Það var haldin sérstök
fagnaðarhátíð í innkaupasambandi
fíkniefhasala þegar fréttist um til-
lögur áfengisnefhdarinnar um að
þrefalda verð á áfengi.)
Lögreglumenn segja mér að fátt
komi þeim verr en fyn-greind kenn-
ing um samsvörum áfengis og fíkni-
efna. Þessi kenning hefur orðið að
eins konar móralskri undirstöðu
margra fíkniefnaneytenda svo að
þeir líta á sig sem ofsóttan minni-
hlutahóp.
Sjálfsögð heilbrigðiskrafa
Um nokkurt skeið hefur það verið
til siðs að setja fíkniefhasjúklinga
inn á almenn diykkjuhæli. Sú ráð-
stöfun er gagnrýniverð. Eins og fyrr
segir er það siðferðislega rangt að
setja í sama flokk þá sem drekka
áfengi og fíkniefnaneytendur. En
það kemur fleira til. Eyðni leggst
mjög á fíkniefnaneytendur og þess
vegna hljóta slíkir menn að vera
varhugaverðir. Það er talið nauð-
synlegt að gera á þeim eyðnipróf og
eftir þeim upplýsingum sem Þjóðvilj-
inn birtir forðast eiturlyfjasjúkling-
ar að láta gera á sér slík próf
ótilneyddir þar sem sjúkdómurinn
er ólæknandi.
Það hlýtur að vera sjálfsögð heil-
brigðiskrafa að hætt verði að vista
fíkniefnasjúklinga á almennum
drykkjuhælum, - miklu nær er að
geyma þá á einum stað. Raunar seg-
ir Sölvína Konráðs sálfræðingur,
sem vel hefur kynnt sér meðferðar-
mál, að tískumeðferð á drykkju-
mönnum á Islandi eigi alls ekki við
um eiturlyfjasjúklinga, sbr. Mbl.
fimmtudaginn 29. janúar sl.
Neytendur í hættu vegna lífs-
hátta
Landlæknir hefur gerst krossfari
fyrir veijum. En er ekki nauðsynlegt
að vekja athygli á tengslum kynvillu
og fíkniefha við eyðni. Er ekki nauð-
synlegt að unglingar séu varaðir við
neyslu fíkniefna því að neytendur
slíkra efha séu í meiri hættu vegna
lífshátta sinna en aðrir, svo og að
forðast ergi (kynvillu) en þar breið-
ist sjúkdómurinn hraðast út. A.m.k.
er merkilegt að þeir frægir menn sem
látist hafa úr sjúkdómnum voru allir
kynvillingar. Enginn maður ræður
við eðli sitt er sagt, - þó segir Guð-
steinn Þengilsson læknir í Alfræði
menningarsjóðs, ritinu um læknis-
fræði, að kynvilla sé sjúkdómur og
læknanleg ef leitað sé til sálfræðings
á byijunarstigi.
Það er búið að dreifa auglýs-
ingabæklingum um veijur til allra
bama frá fermingaraldri til tvítugs,
að ég held. Enginn bæklingur er
kominn út um tengsl kynvillu og
eyðni - enginn bæklingur um tengsl
fíkniefha og eyðni. Þessara bæklinga
er þörf.
Haraldur Blöndal
„Það hlýtur að vera sj álfsögð heil-
brigðiskrafa að hætt verði að vista fíkni-
efnasjúklinga á almennum drykkjuhælum
- miklu nær er að geyma þá á einum stað.“