Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1987, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1987, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987. Spumingin Kom það þér á óvart að meðallaun í landinu væru um 63 þús. á mánuði? Lilja Oddsdóttir húsmóðir: Já og nei. Það er náttúrlega margt fólk með góðar tekjur en svo aðrir sem eru með lægri laun en meðallaunin jafn- ast niður á þessa einstaklinga. Garðar Jónsson, dreifingarstjóri HP: Ég hefði nú búist við frekar lægri tölu eftir öllu vælinu að dæma. Ég er náttúrlega mjög sáttur við þetta, ef þetta er staðreynd er þetta mjög ánægjulegt að því undanskildu að þetta mætti skiptast jafnara niður á fólk. Bergsteinn Björgúlfsson, starfsmað- ur á Stöð 2: Nei, það kemur mér engan veginn á óvart þó að skipting- in sé eflaust mjög ójöfn meðal þeirra ríku og hinna er lægri tekjur hafa. Sigurður Jakobsson, starfsmaður á Stöð 2: Nei, enda finnst mér þetta ekkert sérstakar tekjur, þetta er svo sem enginn obbi. Sigrún Ingólfsdóttir húsmóðir: Já, því get ég ekki neitað því, ég þekki það mikið af fólki sem er með mun lægri laun. En mér finnst þetta ein- mitt staðfesta þann mikla mismun milli þeirra hæst og lægst launuðu. Valgerður Kristjánsdóttir fóstra: Já, svo sannarlega enda þarf maður ekki annað en að miða þessi meðallaun t.d. við laun fóstra. Mér finnst þetta einmitt endurspegla launamismun- inn milli þeirra hæst og lægst launuðu. Lesendur Sigurður Bjömsson skrifar: Nú nýverið var gengið írá sölu á ýmsum tegundum landbúnaðarvara til vamarliðsins á Keflarvíkuflug- velli. Það vakti athygli að þar var ekki um eitt kíló að ræða af lamba- kjöti. Margir héldu hins vegar að um það væri verið að semja og að allur hvellurinn sem varð á sínum tíma þegar stöðvað var eða lagt af- greiðslubann á innflutt kjöt til vamarliðsins hefði verið vegna þess að við vildum koma lambakjötinu inn á vallarsvæðið, til átu, vel að merkja. En þetta er vandamálið með lambakjötið, það vill bara enginn borða það lengur, hvorki hér á landi né annars staðar. Utan hvað ein- staka þjóðflokkar halda sig við þessa tegund kjöts, eftir að hafa gengið úr skugga um sérstaka tilhögun í slátmn skepnanna. En hver er þá skýringin á minnkandi neyslu á lambakjöti hér á landi annars vegar og t.d. í Bandaríkjunum hins vegar? Bandaríkjamenn hafa aldrei neytt lambakjöts að ráði og munu ekki gera, þess vegna er það borin von að neyða þeirri tegund kjöts upp á þá þjóð. Og úr því að ekki var hægt að semja um neyslu þess kjöts hjá hópi sem þó er undir sérstökum aga, hvað viðvíkur störfum og háttum ýmiss konar, eins og hermönnum sem stunda hana tímabundið, þá er „Það er ákveðinn ótti við að éta kjöt af dýrum sem hafa verið undir eftir- liti vegna riðuveiki nú og mæðiveiki áður.“ ekki von til þess að almenningur í Bandaríkjunum fáist til að taka neyslu þess. Hér á landi minnkar neyslan jafnt og þétt einnig. Bæði vegna kynna af öðrum neysluvenjum á ferðalög- um og í fríum og svo vegna þess að það er ákveðinn ótti við að éta kjöt af dýrum sem hafa verið undir eftir- liti vegna riðuveiki nú og mæðiveiki áður. Það er ekkert sjálfgefið að riðuveiki sé hættulegur sjúkdómur. Einhvers staðar las maður það að riðuveiki hefði engin áhrif á annað en heilann í skepnunni. Það væri því í lagi að borða kjötið! Annars staðar las ég að kjöt af riðuveiku fé væri ekki til sölu hér á landi! - Hvoru á maður að treysta? Auðvitað spyrst út að fé hér sé með riðuveiki og hver vill eta kjöt af veikum skepnum meðan annað kjöt er til? Sama er upp á teningnum með fiskinn. Hann er verðmætur og selst vel vegna þess að hann er veiddur í ómenguðum og köldum sjó norður- hafa. Það er hans gæðastimpill. Þegar kemur að fiskeldinu og þeim aðbúnaði sem þar gildir, t.d. varð- andi úrgang frá fiskinum, verður annað upp á teningnum. I dag vilja allir fremur silung sem veiddur er gegnum ís úr einhverju vatninu en eldisfisk. Svona einfalt er þetta. RUV: LrtiH]óriegir þættir Ólafur Guðmundsson hringdi: Mikið finnst mér þættimir I takt við tímann lítið spennandi. Það er fyrst núna sem maður sér hvað Á líðandi stundu vom góðir þættir samanborið við taktinn. Þættimir em svo gjör- samlega litlausir og hugmyndasnauðir að engu tali tekur. Vonast ég til að sjónvarpið bjóði upp á eitthvað fram- bærilegra eftir þessa þáttaröð. k /, „Mér finnst þessir þættir svo gjörsam- lega litlausir og hugmyndasnauðir að engu tali tekur.“ Gypsi. haldið tónleika B.S. skrifar: Eftir að hafa orðið þeirra skemmtun- ar aðnjótandi að sjá og heyra hljóm- sveitina Gypsi á tónleikum i M.H. þann 24. janjúar sl. finnst mér ég mega til að vekja athygli fólks á þessari mjög svo frambærilegu hljómsveit. Eins og þar kom fram var hljómsveitin að halda upp á tveggja ára afinæli sitt og finnst mér og sjálfeagt fleirum vera komirrn tími til að Gypsi fari að fá þá athygli sem hún á svo sannarlega ski- lið. Það var stórskemmtilegt og frísk- legt þungarokkið sem Gypsi flutti við mikirrn fögnuð viðstaddra, er vart hægt að hugsa sér betri skemmtun. Þeir eiga líka lof skilið að vera með allt efnið frumsamið. íslendingar geta greinilega ef þeir vilja spilað gott og kraftmikið þungarokk og finnst mér sjálfsagt að við styðjum við bakið á okkar mönnum. Þegar tillit er tekið til þess að með- limir Gypsi virðast ekki vera mjög aldurhnignir þá á þessi hljómsveit fyr- ir sér bjarta framtíð með blóm í haga ef rétt er að málum staðið. Ég vona bara að plata sé í sjónmáli hjá þeim Gypsi félögum og næstu tónleikar séu ekki í meira en seilingarfjarlægð. Lá- tið þvi hlustir standa fram úr eyrum og mætið. Það var stórskemmtilegt og frisklegt þungarokkið sem Gypsi flutti við mikinn fögnuð viðstaddra, er vart hægt að hugsa sér betri skemmtun. Úri stoliö Hrafhkell hringdi: Úri var stolið frá mér en ég lagði það frá mér í Nýju bílaþjón- ustunni, Dugguvogi 23. Þetta var Pierpoint úr með svartri leðuról og þetta gerðist á föstudaginn á milli kl. 3 og 5. Þeir sem geta veitt mér einhveijar upplýsingar um hvar úrið sé niðurkomið vinsam- legast hringi í síma 651596 eða skili úrinu á sinn upphaflega stað. Glerbrot í súpunni Anna Garðarsdóttir hringdi: Ég fór á Sælkerann núna nýlega og pantaöi mér ágætis súpu. Er ég var næstum því búin með hana komst ég að því að það var gler- brot i henni. Er ég gerði athuga- semd við þetta við afgreiðslufólkið flissaði það og fannst þetta voða fyndið og sagði að ég þyrfli ekki að greiða fyrir súpuna. Eg get ekki að því gert en mér finnst þetta alls ekki fyndið og mjög óæskilegt að starfefólkið skuli bregðast svona við. Það er nú ekkert gamanmál að verða fyrir þessu, Einstreng- ingslegur harðstjóri Sigurður Krisfjánsson hringdi: Til að leysa þann hnút sem fræðslustjóramálið er komið nú í er langsanngjamast að skipa hlut- lausa nefnd til að rannsaka málið í kjölinn. Ég verð nú að viður- kenna það að. mér finnst hann Sverrir ansi öfgakenndur þegar hann ætlar sér að taka til hend- inni og honum væri nær að læra af mistökunum í stað þess að gera þau alltaf aftur og aftur. Ein- strengingslegir harðstjórar eiga oft erfitt með að stjórna í lýðræðis- ríki, það sýna dæmin svo sannar- lega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.