Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1987, Qupperneq 31
FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987.
31
dv Sandkom
Hiti og
háhiti
Talsverður hiti hefur verið
í Verkfræðingafélagi Islands
undanfarin misseri. Á síðasta
aðalfundi, í fyrravor, tók ný
framkvæmdastjóm við. Form-
aður hennar er Pétur K.
Maack og hefur þá sérstöðu
að hafa aldrei verið kosinn
formaður, sem er að vísu ekki
nema hálfur sannleikurinn. Á
næsta aðalfundi á undan var
lögum ncfnilega breytt þannig
að formaður situr aðeins eitt
ár og varaformaður tekur þá
við. Áður var formaður alltaf
kosinnbeinni kosninguá
hverjum aðalfundi.
Hvað um það. Nýja fram-
kvæmdastjómin, síðan í
fyrravor, boðaði núna í janúar
fyrstu ráðstefnu Verkfræð-
ingafélagsins. I fundarboði
var tækifærið notað og fráf-
ömum stjómarmönnum
sendur tónninn: „Ekki fór á
milli mála að ýmislegt hafði
farið úrskeiðis hjá fyrri stjóm
og því mikil óánægja ríkjandi
meðal félagsmanna. Bar þar
hæst by ggingu nýs verkfræð-
ingahúss... “ Pétur sat
raunar í fyrri stjórn en form-
aður var þá Sveinn Valfells
og þar á undan var Júlíus
Sólnes í sætinu.
Ekki þótti alveg ljóst hvers
vegna þetta var endilega tíun-
dað í boði til ráðstefnunnar
sem var um virkjun j arðhita á
Nesjavöllum. Líklegast þótti
að nýju stjórninni hefði slegið
niður eftir hitakastið í fyrra
og því ekki óeðliegt að aðalá-
hugamál hennar væri nú
háhiti.
í kaffistofunni
Það em nýir tímar hjá Olíu-
verslun Islands hf., nýr aða-
leigandi með nýjan stíl.
Sumum hefur fundist Óli Kr.
Sigurðsson hafa uppi róttæk-
Óli Kr.: T ók formlega við
kóngsrikinu á kaffistofunni.
ari hugmyndir en góðu hófi
gegnir til þess að ná fyrirtæk-
inu á skrið, enda miða þeir
sömu þá við að svo stórt, gróið
og áberandi fyrirtæki verði
ekki rekið eins og einhver
sjoppa.
Hvað um það, Óli hlustar
áreiðanlega ekkert á þetta
kvak. Honum dettur ekki í
hug að halda veislu fyrr en
árangur sýnir sig og j afnvel
ekki fyrr en enn síðar. Þeir
sem þekkja kappann vita að
þá verður það h'ka veisla svo
um munar. Spumingin er ein-
göngu sú að taka málin fyrir
í réttri röð. Til marks um það
er að ný stjóm í OLÍS var
kjörin í vikunni og athöfnin
fór fram í kaffistofunni á kont-
ór félagsins.
Þá rak menn minni til þess
að aðalfundir félagsins og aðr-
ar svo „virðulegar“ samkomur
þess hefðu að jafnaði verið í
öðram umbúðum fram að
þessu, eins og á Hótel Sögu.
Það mun allavega vera langt
síðan menn sátu við kjör nýrr-
ar stjómar í Olíuverslun
I slands yfir kafifi og randa-
brauði niðri í Hafnarstræti.
Varaflugvöllur
Bygging varaflugvallar fyr-
ir millilandaflugið er orðið
eitt af þessum eilífðarmálum
sem ýmsir menn hafa auka-
vinna af að ræða um en engum
dettur í hug að gera neitt í.
Það gerðist skyndilega að
Blönduós var dottinn inn í
umræðuna um varaflugvöll-
inn og auðvitað æstust
Húnvetningar upp, heimta
þennan flugvöll og það sem
fyrst.
Þessar hressilegu undirtek-
ir þeirra má væntanlega rekja
til þess að þetta era vanir
menn, þeir hafa þegar vara-
flugvöll fyrir innanlandsflug-
ið. Ekki er langt síðan
einkaflugmaður villtist í lend-
ingu niður á skeiðvöllinn sem
var þar með orðinn sjálfsagð-
ur varaflugvöllur. Blönduós-
ingum finnst það núna verst
að þetta var ekki flugstjóri á
millilandaflugvél því þá væri
allt málið leyst.
Með spjótið
álofti
Mikil tíðindi era nú að ger-
ast í karlfrelsismálum þjóðar-
innar. Vestur á Súðavík hafa
einir sjö karlmenn fengið skír-
teini upp á að vera fullgildir
limir í kvenfélagi staðarins.
Og ekki er nóg með það. Einn
þeirra, Halldór Jónsson, skrif-
stofustjóri Frosta, segist eiga
þann draum æðstan að verða
formaður Kvenfélagasam-
bands íslands. Éða svo segir
Vestfirska fréttablaðið.
Lóðarlaus
öndvegissúla
Enda þótt 200 ára afmæli
Reykjavíkurborgar sé löngu
lokið standa um það minjar
sem mörgum er ekki minni
þymir í augum núna en á
sjálfu afmælisárinu. Þetta era
öndvegissúlumar við innreið-
ar í borgina sem enginn
landnámsmaður hefði viljað
leggja nafn sitt við, enda
óhægt um vik á þeirri tíð að
berja augum plast og flúr-
ljósastauta.
Ekki er nóg með að viðhaldi
öndvegissúlnanna hafi verið
hætt fy rir löngu, eins og öðru
afmælishaldi, heldur eru þær
að verða að helstu minnis-
vörðum um slóða- og sóðaskap
á gjörvöllu Islandi. Og er þá
langt til jafnað. Súlumar era
meira og minna brotnar, elleg-
ar perar slokknaðar hér og
þar. Þetta er ekki ónýtt afrek.
Ekki er nóg með þetta. Ein
súlan var reist í óleyfi í landi
Kópavogsbæjar en bæjarráð
þar var svo vinsamlegt að láta
það óátalið með sérstakri bók-
un sem að sjálfsögðu var
bundin við afmælisárið. Eftir
að það leið er súlan auðvitað
landlaus og því hlýtur heil-
brigðiseftirlitið í Kópavogi að
fjarlægja hana hið bráðasta, á
kostnað eiganda.
Málningar-
skortur?
Eins og vanalega eröll mál-
uð merking farin af götum og
gangbrautum höfuðborgar-
innar og annars staðar þar
sem myndast er við að hafa
slíkar umferðaræðar. Enginn
hefur ennþá útskýrt það hvers
vegna yfirleitt er verið að
merkja götumar fyrst það er
ekki talið skipta máli að gera
það nema eftir hendinni á
sumrin og varla það. Einhver
kann að halda að þessar merk-
ingar hefðu miklu meiri
þýðingu í skammdeginu, en
svo er víst ekki, því ekki er
hægt að merkja það af stefhu
yfirvalda sem bera auðvitað
öryggi borgaranna fyrir
brjósti. Gæti það annars verið
að það sé málningarlaust í
landinu yfir vetrarménuðina?
Umsjón:
Herbert Guðmundsson
Viðtsliö
Það er vaxandi eftirspum
efdr þjónustu Securitas
- segir Hannes Guðmundsson, nýráðinn framkvæmdastjóri
„Ég tek við framkvæmdastjóm í
fyrirtækinu Securitas í þessum mán-
uði og felst starfið í daglegum
rekstri, íjármálastjóm og manna-
haldi auk annars sem að daglegri
stjómun fyrirtækisins snýr,“ sagði
Hannes Guðmundsson, nýráðinn
framkvæmdastjóri gæslufyrirtækis-
ins Securitas, í samtali við DV, en
hann er nú að láta af störfum hjá
Pennanum þar sem hann hefur verið
framkvæmdastjóri undanfarin fiög-
ur ár.
„Securitas er mjög spennandi fyr-
irtæki og það er ört vaxandi eft.fr-
spum eftir þjónustu þess, en segja
má að hún sé þrenns konar. Það er
sala búnaðar til öryggisgæslu,
mönnuð öryggisgæsla og loks ræst-
ingar og er síðastneíndi þátturinn
nokkuð stór liður í rekstrinum. Hjá
Securitas starfa 180 manns,“ sagði
Hannes.
„Það má segja að þetta starf sé í
raun það sama og ég er í hér. Bæði
fyrirtækin em þjónustufyrirtæki, þó
þjónustan, sem þau selja, sé mismun-
andi. Ég kann mjög vel við mig hér
hjá Pennanum, en ég er þeirrar
skoðunar að menn eigi að skipta um
starf á nokkurra ára fresti. Það hafa
verið miklar breytingar hér hjá
Pennanum undanfarin ár, umsvifin
hafa aukist og þetta hefur verið mjög
skemmtilegur tími. Ég hef unnið hér
í rúm fiögur ár, en áður vann ég hjá
Landssambandi iðnaðarmanna og
gegndi jafhframt starfi fram-
kvæmdastjóra Landásambands
bakarameistara. Eftir að ég lauk við-
skiptafræðinámi í Háskóla íslands
kenndi ég einn vetur í Menntaskól-
anum á Isafirði," sagði Hannes.
Hannes er kvæntur Ingibjörgu
Halldórsdóttur meinatækni og eiga
þau tvö böm, 11 ára dreng og 3ja
ára stúlku.
„Ég er formaður Golfklúbbs
Reykjavíkur og það fer drjúgur tími
í það,“ sagði Hannes, þegar hann
var spurður um helstu áhugamál.
„Ég spila misjafnlega mikið á sumr-
in, kannski einu sinni til þrisvar í
viku, - það fer eftir veðri - en á vet-
uma legg ég kylfumar á hilluna.
Þá nota ég frekar frítímann til að
fara á skíði en læt mér nægja að
hugsa um golfið," sagði Hannes.
„Ég hef líka verið viðloðandi
handknattleiksdeild Víkings og það
má segja að ég sé mikill alhliða Vík-
ingur!“ sagði Hannes Guðmundsson.
-ój
DV-mynd KAE
w—
vrsA . R,
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG 29.
Opið é laugardögum
PANTANIR
SÍMI13010
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Smárafföt 12, Garðakaupstað, þingl. eign Guð-
jóns Þorleifssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 13. febrúar 1987
kl. 17.00.
______________________Baejarfógetinn I Garðakaupstað.
BREYTT AÐSETUR
BIFREIÐASTJÖRAFÉLAGSINS SLEIPNIS
Sleipnir hefur flutt skrifstofu sína og er hún nú til
húsa að Skipholti 50 A í húsi Sóknar.
Nýtt símanúmer félagsins er 689840. Upplýsingar um
opnunartíma í símsvara.
PÖSTFANG: BIFREIÐASTJÓRAFÉLAGIÐ SLEIPNIR,
c/o SÓKN,
SKIPHOLTI 50 A, 105 REYKJAVÍK.
Stjómin.
RÍKISSPÍTALAR
LAUSAR STÖÐUR
BARNA- 0G UNGLINGAGEÐDEILD
LANDSPÍTALA
Ákveðið hefur verið að á vori komanda verði aukin
þjónusta við unglinga á Geðdeild Barnaspítala
Hringsins við Dalbraut.
Frá 1. maí 1987 eru lausar til umsóknar stöður sér-
fræðings, aðstoðarlæknis, sálfræðings og félagsráð-
gjafa.
Æskilegt er að umsækjandur hafi reynslu af starfi með
börn og unglinga.
Umsóknir, er greini frá menntun og fyrri störfum,
sendist skrifstofu ríkisspítala fyrir 12. mars 1987. Nán-
ari upplýsingar veitir yfirlæknir í síma 84611.
Reykjavík 12. febrúar 1987.
F YRIRTÆKI -
ATVINNUREKENDUR!
VIKAN
er ekki sérrit, heldur fjölbreytt, víðlesið
heimilisrit, og býður hagstæðasta aug-
lýsingaverð allra íslenskra tímarita.
VIKAN
AUGLÝSINGADEILD
Þverholti 11, sími 27022