Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1987, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1987, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987. Dægradvöl Þeir sóknhörðustu eru sagðir eyða að meðaltali átta stundum vikulega í dvöl innan veggja skemmtistaðanna - er þá ekki meðtalinn tíminn sem fer í undirbúning fararinnar á staðinn og heimferðina. Staðimir eru ófáir héma á höfuðborgarsvæðinu og talsverður íjöldi sem stundar þá reglulega. Fastagestir láta sig ekki vanta eina einustu helgi og af þessu má ljóst vera að skemmtistaðaferðir em ein alvinsælasta tómstundaiðja mannfólksins - einkum meðal yngri kynslóðarinnar. Síðastliðið laugardagskvöld vom skemmtistaðimir pakkaðir vel að venju. í Broadway dundi tónlist af gömlu og nýju diékógerð- inni - dansgólfið troðfullt af iðandi tvímenningum. Skammt frá fata- geymslunni standa þremenningar sem segjast vera að halda upp á annan í árshátíð hestamanna. Þetta em Steingrímur Ólafsson, Guðbjörg Sigurðardóttir og Hjörtur Bergstað sem segjast ekki dæmigerðir fasta- gestir á staðnum. í Casablanca er nægilegt olnboga- og hnjárými til þess að dansa en það sama verður varla sagt um marga aðra skemmtistaði. 1 £ý rjf |l f 1 y / ^ íw ^ im hún fullyrðir að sé ekkert annað en tilvonandi eiginmaður sinn. Stál- glampinn í augunum bendir til að kappinn muni þar litlu fá um ráðið - en hann skrefar þessa stundina alsæll um salinn - gmnlaus um að nú þegar hefur farið fram úthlutun örlaga honum til handa. í Hollywood em gestir fáir enda standa þar yfir aðgerðir sem miða að því að breyta ímynd staðarins og laða að aðra gesti. Diskótónlistin hefur orðið að víkja fyrir rokkaðri línu og ekki endanleg mynd komin á sóknina - fastagestimir ekki á hreinu ennþá. Uppi við vegg sitja þrír uppvaxnir Eyjapeyjar og bíða þess að menn almennt fari að streyma inn í fjörið. Þetta em Sig- urður Vignir Friðriksson, Páll Scheving og Grétar Salómonsson - þeim þótti ferð í Hollí góður leikur í stöðunni. Fyrir utan Borgina er Jón Sigurðsson síðastur í röð- inni - að venju. Hann stendur þungbrýnn á Austurvelli og gnæfir tígulega yfir mismunandi allsgáðum landserfingium. Tvöfalt fleiri virðast Gestir veitingastaðanna: „Við stundum Borgina og lifum á Visa. Förum aðallega til þess að skoða fólkið." Og Hjörtur vill gift- ast, tekur fram að erindið í Broad- way sé einkum að leita uppi konuefni sem á bæði íbúð og bíl. Skiptingin á gestum staðanna er einhver og mörkin skýr í hugum sækjenda. Einn ungur maður tók það skýrt fram að ellismellimir væm allir í Broadway og ung kona á Vanginum sagði að þetta væri þó skárra en Kjallarinn: Þ ar er allt menntasnobb- liðið með háskólaprófin - og listamennimir líka. Lítur niður á alla aðra svo það er bara gaman að fara þarna einu sinni eða svo - að skoða liðið til tilbreytingar. Og önnur ung kona situr grafal- varleg úti í homi og horfir ákveðið í eina átt alllengi. Hún er með til- ganginn á hreinu - ferðin á staðinn er liður í því að negla náunga sem ,Héma eru alH (rá vísitölum upp í listamenn og skólatólk." Dóra Einarsdóttir og Keli - Hrafnkell Sigurðsson í Casablanca. þama í biðstöðu heldur en hægt er að ætlast til að komist inn í húsið með góðu móti og annað eins virð- ist innan dyra. Umræður manna á milli um innræti og framkomutækni dyravarða hljóma eins og skolla- franska þar til komið er að inn- göngupunktinum. „Góða kvöldið, við erum frá DV að vinna að greinarkomi um gesti skemmti...“ Lengra nær ræðan ekki því stór- númemð hönd frá dyravörslukemp- unni gefur þungt högg á bringspal- imar og hurðin skellur aftur með ótrúlegum krafti. Það er mesta heppni að halda nefi, brjóstum og fingurgómum í návígi við þessa stéttarbræður Lykla-Péturs á jörðu niðri. Þegar önnur tilraun verður ennþá háskalegri má öllmn ljóst vera að Borgarmenn vilja síður eyða tímanum í samræður við gesti og gangandi - og gefa viljann til kynna á ákaflega ótvíræðan máta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.