Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1987, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1987, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Jack Nicholson segist ekki vera nema örlítið brjálaður þegar hann er spurður út í andlegt heilsufar þessa dagana. Allmargir hafa þá skoðun að kappinn hljóti að vera eitthvað keim- líkur klikkhausunum sem hann er vanur að túlka á hvíta tjaldinu en því fer víst víðs fjarri. Þó er samband hans við nágrannann - Marlon Brando - talsvert nærri mörkunum því hatrið á milli sykursnúðanna tveggja er svo mikið að í skjóli nætur eiga þeir til að brjótast inn - hvor hjá öðr- um. Til hvers? Jú, ferðin er til þess að eyðileggja sem allra mest og reyna svo að sleppa óséður heim í sæng aftur. Silvia Svía- drottning hefur ekki farið í andlitslyft- ingu ef marka má yfirlýsingu sem gefin var út frá kóngs- höllinni fyrir skömmu. Bras- ilísk blöð skýrðu frá því að drottning hefði mætt til Rio de Janeiro og látið tísku- lækninn Ivo Pitanguy strekkja skinnið í réttar áttir. Svo mun ekki vera, sagði í harðorðri fréttatilkynningu frá höllinni og nú er bara spurningin - er flugufótur fyrir fréttum brasilísku blað- anna? Kannski Karl Gústaf birtist innan tíðar hrukkulaus og slétthærður - hver veit! Kate Bush er ný og bjartari manneskja á videoinu sem gert var í tengslum við skífuna The Whole Story. Hún birtist á skerminu með platínuljóst hár og brúðarsiör - ímynd sakleysisins sem einmitt er að verða topptískan á þess- um síðustu og verstu eyðnit- ímum. Nú eiga jafnvel grimmustu rokkpíurnar að vera blúndulegar með af- brigðum - hver veit nema þær- hugsi allar í hring að auki. ■a Það hressir, Hlíðarfjallið. DV-mynd JGH Akureyri "l Fyrst r 1 fjallið Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Það hressir, Hlíðarfjallið á Akur- eyri. Þar er ævinlega líf og fjör þegar fjöldi fólks rennir sér á góð- viðrisdögum. Færið núna er mjög gott. Þessir krakkar voru fyrst í fjallið um daginn. Þau mættu á mínútunni 13 en þá opnar fjallið á virkum dögum. Fyrst í fjallið - vel gert. Jacqueline Stallone er ekki á því aö leggja upp laupana. Mamma Sylvester Stallone: Engu minna hörkutól en sjálfur Rambo Jacqueline Stallone, 65 ára, er mamma súperstjömunnar Sylvester Stallone sem þekktur er fyrir hnefaleikamyndir og nú síðast sem hörkutólið Rambo. Mamman stelur þó stundum senunni vegna uppátækja sem hún stendur fyr- ir og svo hefur hún mjög ákveðnar skoðanir varðandi það að eldast. „Þegar þú ert orðin 65 ára finnst þér þú enn vera 25 ára en þá vill svo til að enginn hefur þörf fyrir þig lengur,“ segir hún. „Þessari lítilsvirðingu ætla ég að vinna á móti.“ Eitt af uppátækjum hennar er að hún ákvað að framleiða myndband með leikfimisæfingum fyrir fólk yfir fimmtugt. Hún gróf upp hóp af foreldrum frægs fólks eins og mömmu Farrah Fawcett, 73 ára, pabba Dustin Hoffmans, 79 ára, og fleiri og nefhdi hópinn Silfur-refina. Hún vinnur nú að dreifingu og markaðssetningu á myndbandinu. Hún er þrígift og alltaf hafa það verið ítalimir sem hafa heillað hana en nú er hún ein á báti og ætlar að halda því áfram. Jacqueline Stallone segir það alltof tímafrekt að eiga eiginmann og þar að auki sé hún ekkert fyrir matargerð og húsverk. Hún segist jafnframt njóta lífsins og halda góðu sam- bandi við hörnin sín þrjú, búa yfir mikilli lífsorku og ekki hafa yfir neinu að kvarta. Sylvester og Brigitte. Mamman skýtur þeim þó stundum ref fyrir rass og kemst á forsiður blaðanna. Ný mynd væntanleg meö Sylvester Stallone Um þessar mundir standa yfir upptökur á mynd með Sylvester Stallone í aðalhlutverki og kemur myndin til með að bera naf- nið „Over the top“ og verða ein af þessum trukkamyndum. Stallone leikur sama hörkutólið og venjulega en verður núna í hlutverki vörubílstjóra. Fyrir leik sinn í myndinni fór hann fram á litla tólf milljón dollara og ku hafa fengið það í gegn vegna vinsælda sinna í myndunum Rocky og Rambo. Sýningar hefjast á komandi sumri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.