Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Page 11
MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987. 33 Ben Johnson fékk krampa en vann samt Góður árangur Heimsmethafinn í 60 metra hlaupi karla, Ben Johnson frá Kanada, vann öruggan sigur um helgina í greininni á alþjóðlegu fijálsíþróttamóti í Kanada. Litlu munaði þó að illa færi því Johnson fékk krampa í annan fót- inn þegar tíu metrar voru eftir af hlaupinu en engu að síður fékk hann tímann 5,65 sekúndur. •Breska hlaupakonan, Kirsty Wade, kom mjög á óvart í 1500 metra hlaupi kvenna er hún bar sigurorð af rúmensku stúlkunni Maricicu Puica, gullverðlaunahafa í 3000 metrunum í Los Angeles. Wade fékk tímann 4:15,70 mín. Öruggur sigur hjá Coghlan í milunni frinn, Eammon Coghlan (sjá mynd) vann öruggan sigur í míluhlaupi á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Banda- ríkjunum um helgina. Coghlan fékk tímann 3:56,83 mín. en Marcus O’Sulli- van landi hans varð annar á 3:57,68 mín. •Valerie Brisco-Hooks, Bandaríkj- unum, vann 200 metra hlaup kvenna eftir mikla hörkukeppni á síðustu metrunum við Grace Jackson frá Jamaica. Hún hljóp á 24,01 sek. en mótí í fvjálsum Jamaicastúlkan kom í mark á 24,03 sek. • í langstökki kvenna sigraði Jackie Joyner-Kersee, Bandaríkjunum, stökk 6,65 metra, Carol Lewis, Bandaríkjun- um, systir hins snjalla Carls Lewis, varð önnur og stökk lengst 6,55 metra. •Diane Dixon, Bandaríkjunum vann 400 metra hlaup kvenna á 52,38 sek. Önnur varð Jillian Richardson, Kanada, á 54,35 sek. • Bandaríkjamaðurinn, Stanley Redwine, sigraði í 800 metra hlaupi karla á 1:49,47 min. Annar varð Tracy Baskin, Bandaríkjunum, á 1:50,50 mín. •f 55 metra grindahlaupi karla varð Greg Foster, Bandaríkjunum sigur- vegari á 7,01 sek. Annar varð Mark McCoy, Kanada á 7,08 sek. • Paul Donovan, írlandi, sigraði í 3000 metra hlaupi karla á 7:47,95 mín. en Doug Padilla, Bandaríkjunum varð annar á 7:48,56 mín. •í stangarstökki kepptu tveir fræg- ir kappar um gullverðlaunin. Earl Bell, Bandaríkjunum, varð sigurveg- ari, stökk 5,80 metra. Billy Olson, Bandaríkjunum, íyrrverandi heims- methafi, varð að gera sér annað sætið að góðu, stökk 5,70 metra. -SK Lakers vann Boston Los Angeles Lakers, gamla liðið hans Péturs Guðmundssonar, vann góðan heimasigur í NBA-deildinni í nótt. Lakers lagði Boston Celtics að velli með 106 stigum gegn 103. ■ Tveir aðrir leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni i nótt. New Jersey Nets vann Cleveland Cavaliers með 120 stigum gegn 104 og Portland Trailblaz- ers sigraði Atlanta með 98 stigum gegn 93. Fleiri úrslit í NBA-deildinni eru á bls. 24. -SK Einar vann en Ragnar sló lengst Einar L. Þórisson, GR, tryggði sér á laugardag sigur á innanhússmóti í golfi sem fram fór í Öskjuhlíð. Leikin var holukeppni á Pebble Beach vellin- um fræga í Bandaríkjunum. íslands- meistarinn utanhúss, Úlfar Jónsson, GK, varð í öðru sæti og Hannes Ey- vindsson í því þriðja. Ragnar Ólafsson átti lengsta teighögg i keþpninni en það mældist 304 metrar. Þess má geta að Einar vann einnig höggleikinn um síðustu helgi og virðist því kunna vel við sig í golfherminum í Öskjuhlíðinni. -SK • Björgúlfur Lúðvíksson, framkvæmda- stjóri GR og stjómandi golfmótanna í Oskjuhlíð, kann greinilega sitthvað meira fyrir sér en viðkemur stjómun golfmóta. Hér tekur hann við viðurkenningu frá Guðnýju Guðjónsdóttur, fulltrúa keppnis- staðarins. DV-mynd S • Verðlaunahafar á golfmótinu i golfherminum, frá vinstri: Guðný Guðjónsdóttir frá Öskjuhlíð, Einar L. Þórisson, Úlfar Jónsson, Hannes Eyvindsson og Ragnar Ólafsson. DV-mynd S Iþróttir •Eammon Coghlan, írlandi, kemur í mark sem sigurvegari í míluhlaupi í gær á tímanum 3:56,83 mín. Simamynd/Reuter 85. sigurinn hjá Stenmark Skíðamaðurinn síungi, Ingemar Stenmark frá Svíþjóð, sigraði í svigi í heimsbikarkeppninni á skíðum í Markstein í Frakklandi um helgina, sinn 85. sigur i heimsbikamum. Sten- mark fór brautina á tímanum 1:36,39. Annar í sviginu var Armin Bittner frá Vestur-Þýskalandi á 1:36,47 og þriðji var Guenther Mader frá Austum'ki á 1:36,59. Pirmin Zurbriggen er efstur að stig- um í keppninni með 274 stig, annar er Wasmeier með 174 stig og þriðji er Svisslendingurinn Gaspoz með 145 stig. -JKS • Ingemar Stenmark sést hér i svig- brautinni um helgina er hann vann sinn 85. sigur á HM. Símamynd/Reuter M 260. Tviskiptur, alsjálfvirkur. 260 lítra, með þriggja stjörnu frysti, kr. 17.180,- stgr.__________________________________________ , ■ 120 FM. 120 lítra frystiskápur, kr. 14.290, stgr. Kaupl. Þingeyinga, Húsavík KEA, Akureyri Valberg, Ólafsfirði Kaupf. Skagf., Sauðárkróki Oddur Sigurðss., Hvammst. Póllinn hf„ isafiröi Kaupf. Stykkish., Stykkish. Versl. Blómsturv., Helliss. Húsprýði, Borgarnesi Skagaradió, Akranesi Kælitæki, Njarövik Árvirkinn, Selfossi Mosfell, Hellu Kaupf. Vestmannaeyinga, Vestmannaeyjum Hátiðni, Höfn, Hornafirði Rafvirkinn, Eskifirði Myndbandaleigan, Reyðarí. Búland, Neskaupstað Kaupf. Héraðsbúa, Egilsst. 280 DL. Hálfsjálfvirkur. 280 lítra, með tveggja stjörnu frysti, kr. 14.790,- stgr. EKKI BRÆÐA ÞETTA MEÐ ÞÉR LENGUR ÞAÐ BÝÐUR ENGINN BETUR OPIÐ LAUGARDAGA. DL 150. Hálfsjálfvirkur. 150 lítra, með tveggja stjörnu frysti, kr. 10.950,- stgr. Skipholti 7, símar 20080 og 26800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.