Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987. 53 umvafði hann taumiausri ást og á stundum var eins og Goya hamað- ist við að mála til þess eins að bæta hag sonarins og tryggja hon- um vænan föðurarf. Frægð og frami Orðstír Goya breiddist út og 1774 var honum boðið til Madrid til að gera vefmyndir fyrir konunglegu vefstofuna en Bayeu, mágur Goya, hafði haft umsjón með því verki. Þau hjónin fluttust til Madridar og vegur Goya fór vaxandi. Goya og Bayeu lenti stundum harkalega saman þar sem þeim síð- arnefnda þótti Goya ekki mála í þeim anda sem ríkjandi var á þess- um tíma. Rannski hefur Bayeu séð hvað í Goya bjó og rennt grun í að þess væri skammt að bíða að hann yrði læriföður sínum fremri. Vafalaust hefur Goya líka átt ein- hverja sök á deilum þessum. Hann brann af metnaðargirni og var stoltur og stundum hrokafullur. En þó Bayeu reyndi að sitja á Goya fékk ekkert hamið hann og smám saman öðlaðist hann viður- kenningu sem fremsti málari Spánar. Hann naut hylli spænska háaðalsins sem kepptist við að láta hann mála myndir af sér. 1799 hlaut hann æðstu viðurkenningu spænsku krúnunnar er Karl IV skipaði hann fyrsta málara kon- ungs. Þegar Goya var fjörutíu og sex ára veiktist hann alvarlega. Eng- inn veit hvaða sjúkdómur þetta var en Goya grunaði að þetta væri verk guðs sem væri að refsa honum fyr- ir drambsemina. Læknar síðari tíma telja að hann hafi þjáðst af hljóðholsbólgu í eyra eða augn- sjúkdómi sem hafi lagt aftur í eyra. Goya lá í þrjá til íjóra mánuði, stundum lamaður og oft á barmi brjálsemi. Þegar hann komst á fæt- ur hafði hann misst heyrnina og einu hljóðin sem komust til vitund- ar hans það sem eftir var ævinnar voru ójarðneskt suð sem stundum ætlaði að gera hann brjálaðan. Heyrnarleysið var Goya mikið áfall. Hann varð hræddur og beisk- ur, lokaði sig frá umhverfinu og óttaðist að missa málarahæfileika sína. Sjúkdómsþjáningar hans mögnuðu með honum þörfina fyrir að tjá sig og hann þróaði með sér kröftugri stíl og myrkari. Fögur og umdeild Það varð Goya mikill styrkur, þegar hann var að ná sér eftir veik- indin, að eignast nýjan og áhuga- saman stuðningsmann í líki hertogaynjunnar af Alba en um fátt hefur verið meira skrafað en meint ástarsamband þeirra. Hertogaynjan af Alba var rómuð fyrir fegurð og kynþokka. „Hvert hár á höfði hertogaynjunnar af Alba kveikir girnd,“ skrifaði franskur ferðamaður. Hún var frjálsleg í framkomu og alþýðleg, hirti lítið um hefðbundna um- gengnissiði en fór sínu fram og var af þeim sökum talin siðspillt. Her- togaynjan var agalaus kona, sífellt á höttunum eftir tilbreytingu frá hversdagsleikanum en bjó einnig yfir mannúð sem kom beint frá hjartanu. Hún var þrettán ára gömul þegar hún var gefin hertoganum sem var hlédrægur og veiklundaður og gjörsneyddur hinni tignuðu spænsku karlmennsku. Sagt er að Maria del Pilar, eins og hertoga- ynjan hét, hafi verið fljót að komast að raun um að hertoginn var all- sendis ófullnægjandi maki og lagði hún kapp á að bæta sér það upp. Maria del Pilar safnaði elsk- hugum sér til afþreyingar og um tvítugt var hún orðin fegursta, frægasta og umdeildasta kona Spánar. Goya var ráðinn til Albaættar- innar til að mála af henni myndir og hófust þá kynni hans og her- togaynjunnar. Hertogafrúin átti útspilið og sótti með ástleitnum hætti að málaranum. Goya segir frá þessu í bréfi til Zapater vinar síns. Þar kemur fram að hertogaynjan bað Goya að farða andlit sitt og sagðist síðan koma aftur og þá fengi hann að mála hana alla. Aðeins Goya Þannig hófst samband þeirra sem oft var lýst sem blossandi ástríðu- eldi. Eitt af fremstu málverkum Goya er einmitt af hertogaynjunni. Hún stendur þar tignarleg og dul- arfull eins og álfkona í gullbryd- duðum síðkjól. Augun leiftra af ráðríki og litlu varirnar eru kipr- aðar í einbeitta skeifu. Síðar málaði Goya annað verk af her- togaynjunni, líkt því fyrra að uppstillingu, en þar er hertogaynj- an svartklædd sem líklega á að vera sorgarbúningur eftir eigin- manninn sem lést í júní 1796. Á hendinni ber hún tvo hringa og er á annan grafið nafnið Alba en á hinn Goya. Hún bendir til jarðar á áletrun í sandinum þar sem stendur „aðeins Goya“. Þetta hefur þótt gefa örugga vísbendingu um samband þeirra og vist er að eftir að hertoginn dó dvaldi Goya í marga mánuði með hertogaynj- unni á sveitasetri hennar. En auðvitað gat samband þeirra ekki orðið varanlegt því fráleitt var að hertogaynjan kærði sig um að bindast einum elskhuga. Hún varð leið á Goya og lét hann fara. Nakta Maja Klædda og nakta Maja heita tvær myndir sem Goya málaði ein- hvern tíma í kringum 1800. Myndirnar sýna lostafulla þokka- gyðju, klædda á annarri myndinni en nakta á hinni, horfa með tæl- andi augnaráði til áhorfandans. Fáar sögusagnir hafa orðið langli- fari en sú hugmynd að fyrirsætan á þessum myndum hafi verið her- togaynjan af Alba. Á Goya að hafa málað myndirnar samtímis því að hann naut blíðu frúarinnar en sjálfur gaf hann aldrei upp hver fyrirsætan var. Albaættinni var það mikill þyrnir í augum að hertogaynjan skyldi vera bendluð við Maju. Gekk það svo langt að 1945 fékk ættin leyfi til að grafa upp jarðneskar leifar hennar í þeirri von að hægt yrði að sanna að líkamshlutföll væru gjörólík en engar sannanir fengust. En hver sem Maja raunverulega var hefur hún orðið ein dáðasta kona heims. Goya tekst meistara- lega að sameina ytra raunsæi og innri tilfinningar í heilsteypt lista- verk, í þessu tilfelli töfrandi kynþokka ástmeyjarinnar. Myndunum var í fyrstu haldið leyndum og er þess vegna ekki vit- að með vissu hvenær Goya málaði þær. Ástæðan fyrir leyndinni var sú að það var refsivert brot á Spáni .á þessum tíma að mála fyrirsætu nakta. Önnur af fegurstu nektar- myndum vestrænnar listar er líka spænsk. Það er Venusarmynd Vel- askvesar. En Goya gekk lengra því nektarmynd hans er ekki af neinni yfirnáttúrlegri gyðju heldur konu af holdi og blóði sem bíður reiðubú- in. Þegar kunnugt varð um verkið var Goya kallaður fyrir rannsókn- arréttinn en hann var hvorki fangelsaður né verk hans sett á svartan lista. Líklega hefur hann átt of sterka bakhjarla að í valda- stöðum til þess að hægt væri að hrófla við honum. Sálarþrengingar Eftir ástarævintýrið með her- togaynjunni átti Goya í miklum sálarþrengingum en hann gat létt á sér með listtjáningunni. Um þetta leyti varð til fyrsta sýruætingar- myndröðin sem kölluð er Duttlung- ar. Þar brjótast fram furðulegar ímyndir úr sálardjúpum hans og taka á sig form sem höfðu aldrei áður þekkst í myndlist. í þessum myndum er Goya mjög hugleikin hvikulleiki konunnar, sjálfselska hennar'og ótryggð. Eftir að Goya hafði fengið útrás í Duttlungamyndunum tekur við kyrrlátara tímabil í list hans. Hann stóð nú á sextugu, var virtur og vellauðugur hirðmálari með heilt ævistarf í fjölbreyttri myndgerð að baki. Hann var heyrnarlaus og far- inn að eldast, listferli hans að ljúka og enginn renndi grun í að hann ætti eftir að rísa hærra en nokkru sinni fyrr i listsköpun sinni. En pólitískt baktjaldamakk og grimmúðlegt stríð varð kveikja að nýjum verkum sem lyftu Goya í hóp stórbrotnustu listamanna heims. Goya kvað niður hræsnisfulla fag- urdýrkun stríðsins og sýndi það eins og það raunverulega er, brjál- æðisvíti og hörmungar. Sex ára blóðugt Pýreneastríðið setti Spán í rúst og fengu óþægindi eftirstríðsáranna mjög á hann. Hann bjó yfir feikilegum sköpunar- krafti sem fékk ekki útrás því krúnan hafði ekki efni á að fá hon- um verkefni við hæfi. Með aldrin- um varð Goya æ nýjungagjarnari og leitaði sífellt nýrra leiða í list- inni. Siðustu æviárin 1819 kvaddi Goya borgarlífið og fluttist út á land ásamt nýjum lífs- förunaut sem hann hafði eignast, laglegri konu að nafni Leócadía, og dóttur hennar. Goya veiktist alvarlega og hjúkraði kona hans honum. Hann náði sér smám saman og áttræður var hann nógu styrkur til að halda í eins konar kveðju- heimsókn til Madridar. Hann hafði alltaf þráð borgina og eins að sjá son sinn og sonarson. Það kom Goya ánægjulega á óvart hversu vinsamlega var tekið á móti honum við spænsku hirðina þrátt fyrir langa fjarveru. Konung- urinn fól Lopez, sem tekið hafði við starfi fyrsta málara, að mála af honum mynd. Goya lést í Bordeaux þann 16. apríl 1828. Kyrrðin og birtan yfir síðustu fjórum æviárum hans bera með sér að hann hafi verið sáttur við sjálfan sig og fundist hann hafa ' lokið hlutverki sinu. Og víst er að heimurinn fær aldrei fullþakkað þau ódauðlegu meistaraverk sem Goya skildi eftir sig. -VAJ Klædda og nakta Maja heita þessar myndir og fyrir þær var Goya kallaður fyrir rannsóknarréttinn því það var refsivert brot á Spáni að mála konunekt eftir lifandi fyrirsætu. Sögusagnir herma að fyrirsætan hafi verið engin önnur en hertogaynjan af Alba, ástkona Goya.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.